Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÍKIRKJUNNI Kefas er nú hafið nýtt starf sem ætlað er þeim sem eru á aldrinum 11–13 ára, þ.e. fæddir 1989, 1990 og 1991. Starfið verður þannig uppbyggt að samverustundir verða til að byrja með á tveggja vikna fresti, tvo tíma í senn. Markmiðið með þessu starfi er að mæta þessum hópi ungmenna sem eru að nálgast unglings- og full- orðinsárin. Það viljum við gera m.a. með því að hafa samverustundir sem miðast einungis að því að þjóna til þeirra. Þau munu fá fræðslu og leið- beiningu í orði Guðs, vera frjálst að ræða það sem er í huga þeirra, koma með spurningar og sínar eigin hug- leiðingar og svo eiga samfélag sam- an sem er mjög mikilvægt er fyrir þennan aldurshóp. Samverustundirnar verða í stórum dráttum þannig að fyrri hlutinn fer í fræðslu og spjall en síð- ari hlutinn verður frjáls og hægt verður þá að fara í billiard, borð- tennis, hlusta á tónlist og gera ann- að skemmtilegt. Í nóvember verða þessar stundir 1., 15. og 29. nóv. kl. 19.30–21.30. Að sjálfsögðu eru allir á þessum aldri hjartanlega velkomn- ir og vinir og vinkonur einnig! Umsjónarmaður starfsins er Björg R. Pálsdóttir Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Tónleikar til styrktar hungruðum FÖSTUDAGINN 1. nóvember kl. 20 verða haldnir tónleikar í húsi KFUM ogK á Holtavegi 28 til styrktar hungruðum í Pókot í Kenýa. Það eru systkinin Heiðrún, Ólöf Inger og Jón Magnús Kjartansbörn sem standa fyrir tónleikunum. Þau hafa alist upp í Kenýa þar sem for- eldrar þeirra voru kristniboðar. Systurnar Heiðrún og Ólöf Inger eru helmingur Kanga kvartettsins sem margir þekkja vegna geisla- disksins sem gefinn var út í fyrra til styrktar starfi Kristniboðs- sambandsins. Salóme Huld Garðarsdóttir, kristniboði í Kenýa, segir að í upp- siglingu sé hungursneyð á sléttum Pókot vegna mikilla þurrka og upp- skerubrests. Það er talið að um 90 þús. manna séu í hættu ef ekkert verði að gert. Salóme segir að sé ekki auðvelt að hafa nóg að borða og þurfa að horfa upp á vini sína og ná- granna líða skort. Þau systkini vilja leggja sitt af mörkum til að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Aðgangseyrir á tónleikana rennur óskiptur til mat- arkaupa fyrir bágstadda. Allir eru hjartanlega velkomnir. Samverustundir í Kefas fyrir 11–13 ára Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Kefas. Starf fyrir 11–13 ára kl. 19.30– 21.30. Fræðsla, spjall og leikur fyrir 11– 13 ára. Allir á þessum aldri eru hjartan- lega velkomnir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Safnaðarstarf KR-kveðja Gegnheill KR-ingur er fallinn frá, Magnús Thorvaldsson, blikk- smíðameistari. Hann var keppandi og þjálfari í sundknatt- leik í áratugi. Magnús tók mikinn þátt í starfi sunddeildar KR sem stjórnarmaður. Hann var glæsilegur, skemmtilegur og drífandi, í einu orði sagt „prímus mótor“. Sem góður KR-ingur eins og bræður hans allir lét hann sér mjög annt um gengi félagsins í öllum greinum íþrótta og gladdist mjög í haust þegar KR varð Íslandsmeist- ari í knattspyrnu í „okkar eigin bún- ingi“ eins og hann sagði við mig. Aðalstjórn sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur með þakklæti fyrir störf og stuðning Magnúsar við fé- lagið. Kristinn Jónsson, formaður KR. Látinn er í Reykjavík Magnús Thorvaldsson blikksmíðameistari. Ég kynntist Magnúsi þegar ég á unglingsárum hóf sundæfingar hjá KR. Margir knáir ungir menn voru á æfingunum hjá Jóni Inga þjálfara. Meðal þeirra var Maggi Thorv eins og hann var oftast nefndur. Það gustaði af þessum unga manni. Hann var myndarlegur, kraftmikill og duglegur. Fljótlega var hann valinn til for- ystustarfa hjá sunddeild KR. Við deildaskiptinguna í KR 1948 varð hann fyrsti formaðurinn og síðan um langt árabil í stjórn deildarinnar. Um skeið var hann fulltrúi KR í Sundráði Reykjavíkur. Við Magnús áttum langt og gott samstarf. Magn- ús var hugmyndaríkur og gæddur einstaklega mikilli bjartsýni og átti því gott með að hrífa menn til átaka í félagsstarfinu. Magnús var lengi fastamaður í sundknattleiksliði KR. Ekki var annað hægt en að vera dá- lítið montinn með Magga okkar Thorv þegar hann hafði það verkefni á flestum sundmótum í Reykjavík að ræsa keppendur af stað og sýndi þar mikla röggsemi. Toppurinn í sundstarfi Magnúsar var uppbygging og þjálfun sund- knattleiksliðsins í upphafi sjöunda áratugarins. Hann hélt utan um MAGNÚS THORVALDSSON ✝ Magnús Thor-valdsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 31. október. þrotlausar æfingar af mikilli elju og óbilandi áhuga og unga liðið hans vann svo sinn fyrsta titil árið 1967. Magnús lét þetta ekki duga. Hann æfði jafn- framt sjósund, synti m.a. Skerjafjarðarsund og Viðeyjarsund. Ég hef einkum rætt um þátt Magnúsar varðandi sundíþrótt- ina, sem var sameigin- legt áhugamál okkar. Í viðkynningu var Magnús þægilegur maður, ætíð kurteis og virðulegur í viðmóti. Hann hafði einstaklega góða frásagnarhæfileika enda oftast líflegt þar sem hann var í hópi. Að leiðarlokum vil ég votta eftir- lifandi eiginkonu hans, Önnu Gests- dóttur, og fjölskyldu samúð svo og Helga bróður Magnúsar. Helgi á einnig að baki mikið og gott starf fyrir sunddeild KR. Við gömlu fé- lagarnir í sundinu þökkum Magnúsi samfylgdina og samstarfið, sem hjá sumum spannaði meira en hálfa öld. Jón Otti Jónsson. Kveðja frá Golfklúbbi Borgarness Magnús Thorvaldsson var einn af stofnendum Golfklúbbs Borgarness sem stofnaður var í janúar 1973. Hann var ötull liðsmaður sem lagði sig ávallt fram og vann af heilum hug að þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vann mikið að uppbyggingu golfvallarins að Hamri, en á fyrstu árum klúbbsins var mikið unnið í sjálfboðavinnu við að byggja upp teiga, brautir og flat- ir. Magnús sinnti einnig ýmsum öðr- um störfum fyrir klúbbinn og var formaður stjórnar árin 1985 og 1986. Magnús studdi klúbbinn með ýms- um öðrum hætti og var á tímabili keppt um Blikksmiðjubikarinn en fyrirtæki Magnúsar gaf verðlaun í það mót. Magnús var mikið snyrti- menni og lagði mikla áherslu á að kylfingar gengju vel um golfvöllinn og væru snyrtilegir til fara. Magnús vann af kappi að því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var fyrir Golfklúbb Borgarness eða í öðrum verkefnum í samfélag- inu, aðsópsmikill og fylginn sér. Eftir að Magnús flutti úr Borg- arnesi hafði hann frekari afskipti af golfíþróttinni og sat m.a. í nefndum á vegum Golfsambands Íslands. Félagar í Golfklúbbi Borgarness þakka af heilum hug störf Magnúsar Thorvaldssonar fyrir klúbbinn og senda innilegar samúðarkveðjur til Önnu og annarra aðstandenda. Stjórn Golfklúbbs Borgarness. Ég veit að þú gleðst ef þú gerir mig mát ég græt ekki, heimur, af því. Og þó að í mola þú brjótir minn bát, ég byggi mér annan á ný. Þessar hendingar komu upp í huga mér þegar ég heyrði að hann Kalli væri dáinn. Ég veit að þannig varð hann stundum að hugsa, kannski var uppbyggingin frekar fólgin í því andlega. Það var tveim dögum áður sem við keyrðum saman niður Laugaveginn og vorum að skeggræða lífið og tilveruna. Hann keyrði mig niður á Klapparstíg þar sem við kvöddumst í síðasta sinn. Ef ég man rétt þá voru okkar fyrstu kynni á Klapparstígnum. Karli Péturssyni kynntist ég í kringum 1968 og hafa tengsl haldist síðan. Kalli var afar rólegur og dag- farsprúður maður, lét ekki mikið yfir sér, hann keyrði leigubíl á þeim ár- um sem við kynntumst. Í kringum 1966 urðu miklar breytingar þegar hann flutti ásamt fjölskyldu vestur á Skarðsströnd og hóf búskap á Hval- gröfum. Eignuðust þau hluta af þeirri jörð og byggðu þar nýbýli sem þau nefndu Klifmýri. Á Klifmýri bjó hann ásamt konu sinni Eddu Her- mannsdóttur og börnum myndarleg- um fjárbúskap í nær 30 ár. Edda og undirritaður eru systkinabörn. Í kringum 1984 urðu miklar breyting- ar, tók þá elsti sonur Kalla við jörð- inni. Kalli flutti til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Ég á þér margt að þakka, Kalli, það eru ekki margir sem áttu jafn greiðan aðgang að hugarskoti mínu og þú. Margt lærði ég af þinni ágætu sérvisku sem var þér svo töm enda var þér margt til lista lagt. Góður fjárbóndi og hafðir gott vit á búskap og skepnum, rakst bú þitt með myndarbrag og ekki skaðaði allt það dugnaðarfólk sem stóð þér við hlið. Á ég þar við fjölskyldu þína. Eftir að þú komst til Reykjavíkur hófust bridskvöldin, það voru góðar stund- ir. Þakka þér, Kalli, allt það góða við- mót sem þú sýndir mér með látleysi þínu og drengskap. Þakka þér góðu stundirnar. Hermann, Bryndís, Dagný, Sverr- ir og Viðar, tengdabörn og barna- börn, ég votta ykkur samúð mína. Við vorum sammála um að á þessu jarðríki erum við aðeins í heimsókn. Hörður Bjarnason. Mig langar að kveðja Kalla á Klif- mýri með nokkrum orðum. Ég var í sveit hjá honum í sex sumur sem barn. Ég minnist margra góðra stunda sem ég átti í sveitinni. Ég KARL HAFSTEINN PÉTURSSON ✝ Karl HafsteinnPétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 22. október síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Grafar- vogskirkju 31. októ- ber. man eins og það hafi gerst í gær þegar við gengum saman niður í fjárhús og ég fékk hana Móru í afmælisgjöf. Ég man líka hvað mér fannst ég verða orðinn stór þegar hætt var að borga með mér í sveit- ina. Ég man líka þegar við Sverrir vorum beðn- ir um að moka sand- hlassi inn í hlöðu. Ef okkur tækist ætlunar- verkið fyrir kvöldið yrði okkur umbunað með tveggja daga fríi. Tilfinningin sem fylgdi því að klára verkið á tilsettum tíma var ólýsanleg, svo ekki sé talað um fríið sjálft. Ég man líka eftir þeim umræðum sem spunnust um veðrið í lok hvers veðurfréttatíma í útvarpi. Í kjölfar þess voru teknar ákvarðanir um verkefni næsta dags. Þetta fannst mér mjög merkilegt og þessum umræðum missti maður ekki af. Ég man líka hversu ég dáðist að samskiptum hans við dýrin og hvernig hann náði til þeirra, Smala, Skjóna og allra hinna. Þessar og margar aðrar góðar minningar eru tengdar Kalla. Full- orðnir eru börnum mikilvægar fyr- irmyndir. Kalli var ein af mínum fyr- irmyndum. Í samskiptum við hann upplifði maður virðingu og væntum- þykju. Hann gaf, hann umbunaði, hann virti og hann hlustaði. Blessuð sé minning Kalla á Klifmýri. Markús H. Guðmundsson. Í dag kveðjum við Kalla. Það hvarflaði ekki að mér að réttarferðin í haust yrði sú síðasta. Urðum við í mörg ár samferða vestur og naut ég þeirra samverustunda mjög. Hann hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni og átti það við um unga sem aldna. Hann var hafsjór af fróðleik og svör hans og frásagnir voru vel ígrunduð. Ég sem borgar- barn fékk annað og nýtt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Hann passaði strákhvolpana fyrir okkur Bryndísi öll árin svo að við kæmumst á fjall – en auðvitað hefði hann kosið að vera í atinu sjálfur ef heilsan hefði leyft. Hann naut þess að vera með krökkunum sínum og barnabörnum og var stoltur af hópnum. Það var líka auðséð að hann naut samveru við sveitunga og vini og lék þar á als oddi. Það var oft kátt á hjalla í sveit- inni og margt um manninn hjá systk- inunum. Oft var vakað lengi fram- eftir, spjallað, spáð og hlegið. Hann var góður dansmaður og hafði gaman af að taka snúning í veislum og við þessi yngri fengum oft tilsögn hjá honum. Þegar ég minntist á við dætur hans hvað hann væri góður danskennari sögðu þær: „Hann pabbi, hann kenndi okkur allt sem við kunnum.“ Ég á eftir að sakna þessara ferða með Kalla. Kæra fjölskylda, megi minningin um góðan föður, tengda- föður og afa lifa um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt Sigrún. KIRKJUSTARF Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS MAGNÚSSONAR, Rauðalæk 4. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fríðu- húss og öldrunardeildar L1 á Landakoti fyrir góða umönnun. Maggý Valdimarsdóttir, Vilborg Gunnlaugsdóttir, Gamalíel Sveinsson, Einar Gunnlaugsson, Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir Long, Gary Long, Sigríður Gunnlaugsdóttir Bak, Brian Bak og barnabörn. Lokað Verslunin Storkurinn verður lokuð í dag frá kl. 12.00 vegna jarð- arfarar ÖRLYGS SIGURÐSSONAR. Verslunin Storkurinn, Laugavegi 59. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför GÍSLA ÓLAFSSONAR, Glæsibæ 4, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 25. október. Sérstakar þakkir til yndislegs starfsfólks hágæslu- og gjörgæsludeilda Landspítala Fossvogi. Minning um ástkæran eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Margrét Gísladóttir, Haukur Halldórsson, Grettir Gíslason, Sigríður Magnúsdóttir, Guðrún Kristín Antonsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.