Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ L íklega munu áköfustu stuðningsmenn Evr- ópusambandsins hér á landi áfram halda því fram að Ísland verði að ganga í sambandið til að verja fullveldi sitt. Þó er hætt við að nú, eftir að fyrstu drög að stjórnarskrá sambandsins litu dagsins ljós í vikunni, mætti fylgja orðunum minni sannfær- ingarkraftur en áður – og jafnvel verri samviska. Drögin sem nú liggja fyrir að stjórnarskrá sambandsins eru einhvers konar beinagrind og er ætlunin að setja kjöt á beinin á næstu mánuðum. Þótt vinnunni við stjórnarskrána sé ekki lokið þarf í raun ekki annað en líta á fyrstu grein fyrsta hluta fyr- irliggjandi draga til að sjá hvert leiðtogar Evrópusam- bandsins ætla með sambandið. Andstæð- ingar Evr- ópusambandsins hafa stundum haldið því fram að ætlun þeirra sem ráða ferðinni innan þess væri að búa til Bandaríki Evrópu, en þessu hefur jafnan verið mótmælt og afgreitt sem hræðsluáróður gegn aðild að sambandinu. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari fyrstu grein er heitið Bandaríki Evrópu einmitt eitt þeirra nafna sem lagt er til að nýju Evrópusambandi verði gefið. Drögin að nýju stjórnarskránni eru enn eitt skrefið í átt að því sí- fellt nánara sambandi sem unnið hefur verið að í Evrópu síðustu áratugi. Og öllu nánara en lýst er í drögunum verður samband ríkja ekki. Nú er til að mynda ætlunin að gera Evrópusambandið að sér- stökum lögaðila sem sinni utan- ríkismálum aðildarríkjanna og hafi eigin utanríkisráðherra. Einnig er verið að skoða að Evr- ópusambandið komi sér upp sam- eiginlegri landamæravörslu, að völd evrópsku lögreglunnar verði efld og að komið verði á fót emb- ætti saksóknara Evrópu. Þetta embætti myndi þá sjá um að ákæra íbúa sambandsins, en þeir væru samkvæmt drögunum orðn- ir ríkisborgarar Bandaríkja Evr- ópu. Þá mun Evrópusambandið samkvæmt drögunum koma sér upp forseta sem gegna mun emb- ætti nokkur ár í senn í stað þess að ríkin skiptist á að vera í forsæti fyrir sambandið um skamma hríð. Eins og gefur að skilja hafa litlu ríkin lítinn áhuga á þessu, enda engin hætta á að forseti Evrópu- sambandsins verði valinn úr þeirra hópi. Annað sem vilji stendur til að breyta með nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins er að af- nema neitunarvald einstakra ríkja á fleiri sviðum en þegar er orðið. Þetta á meðal annars við um skatta- og efnahagsmál, en takmarkað valdsvið Evrópusam- bandsins í skattamálum hefur löngum verið stuðningsmönnum Bandaríkja Evrópu þyrnir í aug- um. Með skattlagningarvaldið í Brussel þyrftu ríki Evrópusam- bandsins ekki að hafa sömu áhyggjur af samkeppni í skatta- málum og þá væri engin hætta á að einhver ríki gætu reynt að bæta hag sinn með því að gerast svo djörf að lækka skatta, eins og Írland hefur til að mynda gert. Með þeim breytingum sem hér hafa verið nefndar mundi vægi litlu ríkjanna enn minnka og var það þó lítið fyrir. Þrátt fyrir þetta verður þeirri vinsælu kenningu þó vafalaust enn haldið fram í um- ræðu hér á landi að litlu ríkin séu bara alveg ótrúlega sterk innan Evrópusambandsins. Með klækj- um og samvinnu sín á milli nái þau helstu hagsmunamálum sín- um fram og þess vegna þurfi Ís- lendingar ekki að óttast að þeir myndu ekki hafa umtalsverð áhrif á stefnu sambandsins í þeim hagsmunamálum sem snúa að Ís- landi. Því er svo gjarnan haldið að Ís- lendingum að þeim sé alveg óhætt að gerast aðilar að Evrópusam- bandinu, því þó þeir séu sjálfir fá- ir og máttvana í samanburði við stærri ríki sambandsins, þá eigi þeir svo ágæta vini á hinum Norð- urlöndunum. Vini sem muni styðja þá í helstu hagsmuna- málum þeirra. Þetta vinarþel kom einmitt ágætlega í ljós á dögunum þegar Svíþjóð studdi aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Ýmsir undruðust þennan óvænta stuðn- ing, en svo kom auðvitað í ljós að hann var tómur misskilningur og mistök sem Svíþjóð vill helst leið- rétta. Það verður athyglisvert að sjá – ef aðildarsinnum tekst að koma Íslandi inn í Evrópusam- bandið – hvernig landinu mun reiða af innan Bandaríkja Evrópu með því að treysta á mistök góðra frænda okkar Svía. Eftir að drögin að nýju stjórn- arskrá Evrópusambandsins eru komin fram getur nú hver maður séð að Evrópusambandið stefnir hraðbyri í átt að Bandaríkjum Evrópu, hvort sem það nafn verð- ur ofan á eða ekki. Þess vegna er engin leið að halda því fram að fullveldi Íslands sé best tryggt með því að gerast eitt lítið ríki þessara nýju bandaríkja. Ekki er heldur hægt að halda því fram að Ísland muni hafa einhver áhrif sem máli skipta innan þessa fyr- irbæris, því áhrif smærri ríkjanna fara minnkandi samkvæmt nýju stjórnarskránni og voru þó ekki mikil fyrir. Það er þess vegna ekki aðeins sjávarútvegsstefnan sem veldur því að Ísland á ekkert erindi í við- ræður um aðild að Evrópusam- bandinu, þótt sjávarútvegsstefna þess dugi út af fyrir sig sem rök- semd gegn aðildarviðræðum. Staðreyndin er sú að Ísland væri í raun ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu heldur væri það að óska þess að verða inn- limað í Bandaríki Evrópu. Menn þurfa býsna sterka trú – „Evrópuhugsjón“, „Evrópusam- kennd“ eða hvað þessi trúarbrögð annars heita – til að trúa því að Ís- land eigi erindi í innlim- unarviðræður við verðandi Bandaríki Evrópu. Menn þurfa að minnsta kosti að hafa jafn mikla trúarsannfæringu og formaður Samfylkingarinnar, sem telur sig hafa skýrt og afdráttarlaust um- boð félaga í Samfylkingunni til að sækjast eftir innlimun, en heil 28% flokksmanna lýstu stuðningi við stefnu formannsins. Bandaríki Evrópu „Ísland væri í raun ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu heldur væri það að óska þess að verða inn- limað í Bandaríki Evrópu.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is VITAÐ er að geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri, að geðheilsa þjóðarinnar er slæm og að 25 pró- sent nota geð- og taugalyf af ein- hverju tagi. Ekki skal gert lítið úr líkamlegum orsökum geðsjúkdóma en þeir eru jafnframt sálrænir, andlegir og tilfinningalegir. Og ekki skal lítið gert úr því að fólk noti lyf, þvert á móti, en það er varla stefnan að vera á þeim til lífstíðar. Og í lagi að leita orsak- anna. Getur verið að það sé of lítið pláss fyrir sálræna og andlega þætti í þjóðfélagi okkar, of lítið pláss fyrir tilfinningar og tjáningu þeirra? Mér dettur það í hug vegna þess að ég hef ásamt öðrum verið að mótmæla virkjunarfram- kvæmdum á hálendinu sem ganga of nærri því og okkur hefur verið legið á hálsi fyrir að nota bara til- finningar en engin rök. Það vill reyndar til að úti í hinum stóra heimi er komið fram nýtt orð sem er tilfinningarök. Orðið er hæpið að því leyti að það finnst ekki í Ís- lendingasögunum. En það er sem- sagt ekki hlustað á okkur, tilfinn- ingar okkar þykja ekki haldbærar og jafnvel hlegið að þeim. Ef allrar nákvæmni er gætt er það sjálfsagt ástin sem átt er við þegar sagt er að við notum tilfinn- ingar, því hatur er líka tilfinning. Systur ástarinnar eru lotning, auð- mýkt, réttlætiskennd. Reiðin teng- ist líka ástinni þegar eitthvað er gert á hlut ástvina manns. Svona getur tilfinningaflóran verið marg- slungin, kannski er hún lífríki út af fyrir sig. En mikil bannhelgi hvílir á ástarsambandi manns og náttúru því samasem ekkert hefur verið skrifað um það en orð einsog föð- urlandsást og móðir náttúra segja sitt. En við höfum brugðist við þess- um árásum á tilfinningar okkar með því að geta nú sannað með mælingum og útreikningum að þessar framkvæmdir eru óarðbær- ar, vaxtahækkandi og öll þessi orð sem viðskiptaheimurinn heimtar. Nú síðast hefur komið fram hug- mynd um Háskóla á Austurlandi sem yrði í tengslum við þjóðgarð. En við skulum ekki láta segja okkur að afneita tilfinningum okk- ar. Konum var drekkt á Íslandi á sínum tíma og núna spyr enginn um mittismál þeirra eða dýpt Drekkingarhyls, allir vita að þetta var himinhrópandi óréttlæti. Við þurfum ekki að vita hvað typpið á Kárahnjúkavirkjun er langt til að vita að framkvæmdin er gerræð- isleg. Bara gljúfrin ein eru Grand Canyon Íslands. Það þarf ekki nema ljósmyndir af landinu sem á að sökkva svo fólk fái sting í hjart- að. Þennan hjartasting er ekki hægt að mæla sem kannski fer í taugarnar á mönnunum með mæli- stikurnar. Án þess að gera lítið úr mælingum þá er ekki hægt að mæla allt. Hvorki hefur tekist að mæla lengd ástarinnar né ummál guðs. Tilfinningar eru merkilegar að því leyti að þær gefa okkur sam- band við okkur sjálf. Það er þetta samband sem er verið að reyna að taka frá okkur. Það er búið að taka frá okkur fiskimiðin, það er verið að reyna að svipta okkur há- lendinu, en við skulum standa vörð um tilfinningar okkar, og heimta aftur auðlindirnar. Tilfinningar eru líka auðlind, úr þeim má skapa listaverk, hversdagsleika, hug- myndaheim, vináttu, sé þeim beitt á velviljaðan hátt. Með tilfinning- unum tökumst við á við að vera manneskjur, leysum sálræn, and- leg og félagsleg verkefni. Svo við skulum finna pláss fyrir þær, við getum byrjað á því að búa til litla hillu yfir eldhúsborðinu. Það furðulega er að íslensk náttúra endurspeglar litróf tilfinninganna, þar finnst alltaf samhljómur við hvernig manni líður. Kannski má færa rök fyrir því að íslensk nátt- úra sé griðastaður þeim sem leita einhvers sem þeim finnst vanta í sinni sál. Tjáning tilfinninganna tekur á sig óteljandi myndir sem passa alltaf við myndir náttúrunn- ar. Fruman, manneskjan, náttúr- an, alheimurinn, – þetta er allt sama myndin. Og það er aðeins þessi hugmynd um heild sem kall- ar fram hamingjutilfinningu. Um ástina og aðrar tilfinningar Eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur „Tjáning til- finninganna tekur á sig óteljandi myndir sem passa alltaf við myndir náttúrunnar.“ Höfundur er rithöfundur. Í GREIN eftir Þórunni Svein- bjarnardóttur, þingmann Samfylk- ingarinnar, í Morgunblaðinu hinn 31. október 2002, er fjallað um lög- gæslumálin í Kópavogi en þing- maðurinn hallar þar verulega réttu máli. Ber því að vekja athygli al- mennings á eftirfarandi staðreynd- um: Rangt með farið varðandi um- ferðardeild ríkislögreglustjórans. Í grein sinni fer Þórunn rangt með, þegar hún tjáir sig um flutn- ing umferðardeildar ríkislögreglu- stjórans undir daglega stjórn lög- reglustjórans í Kópavogi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur kynnt þessa ákvörðun sína með fréttatilkynningu til fjölmiðla og um málið hefur verið fjallað þar. Tilgangur þessa breytta fyrir- komulags er að styrkja umferðar- löggæsluna á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun ríkislögreglustjóra kem- ur tómu herbergi hjá lögreglunni í Kópavogi ekkert við, eins og Þór- unn heldur fram, enda aðstaða um- ferðardeildarinnar fyrir hendi hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Þá ber að leiðrétta það að þessi breyt- ing á umferðardeild ríkislögreglu- stjórans hafi verið ákvörðun dóms- málaráðuneytisins. Það var ríkislögreglustjóri sem ákvað þessa breytingu í samráði við Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra en einn stór kostur við embætti ríkislögreglustjórans er sveigjan- leiki mannafla til styrkingar lög- gæslunni í landinu. Rangt með farið um vilja rík- isvaldsins varðandi forvarnir. Þó svo að ekki sé sérstakur hverfalögreglumaður í Kópavogi, er engu að síður ýmsum verkefn- um haldið úti sem falla undir þetta hugtak, svo sem samstarf við stofnanir ríkis og bæjar og félaga- samtök. Má þá telja upp forvarna- starf vegna fíkniefna við grunn- skólana og foreldrafélög þeim tengd, þátttöku lögreglu í for- varnanefnd vegna vímuvarna, sam- starf við félagsmálayfirvöld á ýms- um sviðum, þ.m.t. barnaverndar- yfirvöld. Einnig má nefna umferðarfræðslu í skólum. Aldrað- ir hafa verið heimsóttir og til þeirra dreift límmiðum með helstu neyðarsímanúmerum og endur- skinsmerkjum. Þá hafa grunn- skólanemar verið teknir í starfs- kynningar og tekið á móti hópum barna frá leikskólum. Ekki er starfandi sérstök forvarnadeild hjá lögreglunni í Kópavogi en lög- reglumenn sem hafa nokkra sér- hæfingu í málaflokkum þessu tengdum hafa séð um fræðslu og samskipti í þessum efnum. Þá skal á það bent að lögreglustjórinn í Kópavogi fær sérstaka fjárveitingu til að greiða kostnað við einn fíkni- efnalögreglumann. Þannig er rangt með farið hjá Þórunni að vilji rík- isvaldsins sé lítill til að bæta grenndarlöggæslu á höfuðborgar- svæðinu. Rangt með farið varðandi fjölda ófaglærðra lögreglumanna í Kópa- vogi. Þingmaðurinn segir að hlutfall ófaglærðra lögreglumanna „hafi aukist gífurlega“. Hér er átt við lögreglumenn sem ekki hafa lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins. Þetta er heldur ekki rétt. Þvert á móti fer hlutfall ófaglærðra minnk- andi. Af einhverjum ástæðum tek- ur þingmaðurinn síðan dæmi um að „á síðasta ári“ hafi hlutfall ófag- lærðra lögreglumanna verið á bilinu 40-50% í lögregluliðinu í Kópavogi. Óskiljanlegt er hvers vegna þingmaðurinn greinir ekki frá núverandi stöðu mála, en sam- kvæmt skráningum í starfsmanna- skrá ríkislögreglustjórans eru nú 27 lögreglumenn við störf við emb- ættið í Kópavogi, þar af 5 ófag- lærðir, eða 18,5%. Á landinu öllu eru nú 63 ómenntaðir lögreglu- menn við afleysingastörf. Nú eru 46 lögreglunemar við nám í Lög- regluskóla ríkisins sem útskrifast um miðjan desember n.k. Því má reikna með að fjöldi ófaglærðra af- leysingamanna í lögreglu í janúar 2003 verði á bilinu 20–30 á öllu landinu sem er lægsta hlutfall sem verið hefur um margra ára skeið. Gera má ráð fyrir að einhverjir lögreglunemanna sem útskrifast í desember muni sækja um lausar stöður lögreglumanna í Kópavogi. Gera verður þær kröfur til al- þingismanna að umræður þeirra um málefni lögreglunnar séu byggðar á staðreyndum, en ekki órökstuddum fullyrðingum. Rangar staðhæfingar þingmanns Eftir Jónmund Kjartansson „Einn stór kostur við embætti rík- islögreglu- stjórans er sveigjanleiki mannafla til styrkingar löggæsl- unni í landinu.“ Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjórans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.