Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 19 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 419kr. á lítrann Norðan tíu í 10 lítra dósum BIÐLISTI eftir leikskólavist hjá Reykjanesbæ hefur aldrei verið styttri en nú. Einungis fimm börn á aldrinum tveggja til sex ára hafa ekki fengið inni á leikskóla, að því er fram kemur í skýrslu leikskólafull- trúa Reykjanesbæjar um börn á leikskólum í þessum mánuði sem lögð hefur verið fram í bæjarráði. Ástæður styttri biðlista eftir leik- skólaplássum eru sagðar þær, meðal annars, að vegna breyttrar reglu- gerðar hefur verið hægt að fjölga börnum í leikskólunum. Þá hefur leikskólinn Garðasel verið stækkað- ur og unnt að fjölga þar um 21 barn. Þá kemur fram að börnum hefur heldur fækkað í yngstu árgöngun- um. Börn í leikskólum Reykjanesbæj- ar eru alls 649. Í heilsdagsrýmum eru 369 börn, en 130 í hálfsdagsvist- un. Mikil eftirspurn er eftir heils- dagsrýmum og hefur þeim fjölgað nokkuð. Vakin er athygli á því að 90 börn eru í níu og hálfs tíma vistun á dag, sem þykir langur vinnudagur á leikskóla. Rekstrarkostnaður leikskóla hef- ur aukist umtalsvert á undanförnum árum en árið 2001 var kostnaður á barn liðlega 452 þúsund krónur. Þar af greiða foreldrar liðlega 76 þúsund krónur. Biðlistar í leikskóla aldrei verið styttri Reykjanesbær TIL stendur að skipa starfshóp til þess að athuga hvernig best sé að nýta þá möguleika sem felast í sérstæðum stöðum í umhverfi Grindavíkur. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í lögreglunni í Reykjavík, hefur staðið fyrir göngu- ferðum hóps fólks og rannsóknum á ýmsum athyglisverðum mannvirkj- um og stöðum í náttúru Suðurnesja. Að undanförnu hefur hópurinn, sem nefndur er Ferlir, farið mikið um ná- grenni Grindavíkur. Hefur Ómar Smári bent bæjarstjóra og bæjar- fulltrúum á ýmsa athyglisverða hluti í því sambandi, meðal annars á það hvar Þórkatla og Járngerður muni vera dysjaðar. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í vikunni. Voru Ómari Smára færðar þakkir fyrir ábendingar hans og ákveðið að skipa starfshóp með hon- um til að fjalla um hvernig nýta mætti möguleika sem í þeim felast. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að starfshópurinn verði beðinn að forgangsraða þessum stöðum, at- huga með aðgengi ferðafólks og kynna. Vilja nýta möguleika sérstæðra staða Grindavík SIGRID Österby er með myndlist- arsýningu í Fræðasetrinu í Sand- gerði. Sýningin stendur til 7. nóvem- ber næstkomandi. Á sýningunni eru myndir af ýmissi gerð, eins og listamaðurinn orðar það. Sýningin í Fræðasetrinu er opin daglega frá klukkan 9 til 17, um helg- ar frá 13 til 17. Sigrid Öst- erby sýnir í Fræðasetrinu Sandgerði KRAKKARNIR í 8. til 10. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði heim- sóttu jafnaldra sína í Grindavík nú á dögunum. Margt var sér til gam- ans gert og skemmtu sér allir vel. Krakkarnir spiluðu í skólanum forvarnarspil, félagsvist, minigolf og boccia en eftir hádegismat sem lauk með skemmtiatriði í sal skól- ans fóru gestirnir út í bæ en þar var þeim boðið að heimsækja fé- lagsmiðstöðina Þrumuna, fara í sund eða í íþróttahúsið. „Ég er sérlega ánægður með heimsóknina. Þetta gekk vel í alla staði og umgengni var fín enda frábærir gestir hér á ferð sem hittu fyrir frábæra gestgjafa. Toppurinn var náttúrulega gít- arspil sjö snilllinga í hádeginu hér í salnum. Þeir áttu salinn hrein- lega,“ sagði Pálmi Ingólfsson, deildarstjóri á unglingastigi í Grunnskóla Grindavíkur. Góðir gestir úr Hafnarfirði Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Krakkarnir úr Hafnarfirði og Grindavík léku boccia og sýndu fína takta. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.