Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS örugg stýring viðskiptakrafna Baugur Group mun á næstu vikum auka hlutafé sitt í Bonus Stores Inc. í Bandaríkjunum um 9 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæp- lega 800 milljónum íslenskra króna. Við það eykst eignarhlutur Baugs Group í Bonus Stores úr 55% í 65%. Segir í tilkynningunni að áætlanir geri ráð fyrir að Bonus Stores muni skila hagnaði á næsta ári. Á hluthafafundi Baugs Group, sem haldinn verður 20. nóvember næst- komandi mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 15% arður til hluthafa, samtals 359 milljónir króna, en þá mun félagið hafa greitt út 27% arð á árinu. Í tilkynningunni segir að horfur á næstu 6 mánuðum rekstrarárs Baugs Group séu góðar. Á 3. ársfjórðungi komi inn hagnaður vegna sölu á hlutabréfum Baugs í Arcadia og stærsta sölutímabil Baugs sé fram- undan. Stefnt sé að því að ljúka fjár- hagslegri endurskipulagningu í nóv- ember, sem komi til með að lækka fjármagnskostnað um 270 milljónir á næstu 12 mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs Group hf., sagði á fundi með fagfjárfestum í gær, þar sem hann og aðrir forsvarsmenn fé- lagsins fóru yfir 6 mánaða uppgjörið, að hann væri sérstaklega ánægður með afkomuna af fjárfestingarstarf- semi félagsins. Þótt afkoman í HAGNAÐUR Baugs Group hf. á fyrri helmingi fjárhagsárs félagsins, frá 1. mars 2002 til loka ágústmán- aðar, nam 159 milljónum króna eftir skatta. Er þetta lakari afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu frá Baugi Group, sem birt var í Kauphöll Íslands í gær, kemur fram að tvær ástæður séu fyr- ir lakari afkomu félagsins en ráð var fyrir gert. Annars vegar sé mikið tap á rekstri Bonus Stores í Bandaríkj- unum vegna endurmats á birgðum, verðlækkana og lokunar á verslun- um. Hins vegar sé framlegð lægri hjá Baugi Ísland en áætlanir hafi gert ráð fyrir, en framlegð hafi lækkað um 1,7% á milli ársfjórðunga. Í tilkynn- ingunni segir að þó hafi náðst nokkur árangur í lækkun rekstrarkostnaðar hjá Baugi Ísland en rekstrarkostn- aður lækkaði um 0,7% á milli árs- fjórðunga. Bandaríkjunum hafi ekki verið eins og vonir hafi staðið til, hafi hann trú á því að reksturinn þar muni snúast við á næsta ári. Þá sé jafnframt ástæða til að vera bjartsýn varðandi rekst- urinn hér á landi. Baugur ID skilar hagnaði Heildarvelta Baugs Group á tíma- bilinu frá mars til loka ágúst 2002 nam 26 milljörðum króna en á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs var veltan 13,7 milljarðar. Veltuaukning er því um 90%. Hafa ber þó í huga að fjár- hagsár 2002 er ekki sambærilegt við 2001 þar sem núverandi fjárhagsár er frá 1. mars til 28. febrúar. Eins ber að geta þess að Bonus Stores kemur nú í fyrsta skipti að fullu inn í sam- stæðuuppgjör Baugs Group. Tap Baugs Ísland nam 166 millj- ónum króna eftir skatta á tímabilinu frá mars til ágúst á þessu ári og tap Baugs USA nam 614 milljónum. Hagnaður Baugs ID nam hins vegar 939 milljónum eftir skatta. Segir í til- kynningu Baugs að rekstur Baugs ID hafi gengið vel á síðustu þremur mánuðum og hafi tekjur af hlutdeild- ar- og dótturfélögum verið 1,7 millj- arðar króna fyrir skatta. Þar vegi þyngst hlutdeild í hagnaði Arcadia. Þá hafi nýjar fjárfestingar Baugs ID í Húsasmiðjunni og Stoðum gengið samkvæmt áætlun. Bókfært verð eignarhluta Baugs í Arcadia í árshlutareikningnum fyrir fyrstu sex mánuði þessa rekstrarárs er um 12,5 milljarðar króna, en eign- arhluturinn hefur verið seldur og kemur söluhagnaðurinn fram á 3. ársfjórðungi hjá félaginu. Sumarútsölur dýrari en áætlað var Vörusala Baugs Ísland á fyrstu 6 mánuðum rekstrarársins nam 16,8 milljörðum króna, sem er 15% veltu- aukning miðað við fyrstu 6 mánuði ársins 2001. Segir í tilkynningu Baugs að rekstur stærri rekstrarein- inga Baugs Ísland sé samkvæmt áætlun síðustu 6 mánuði. Mikil til- færsla hafi átt sér stað í sölu þar sem neytendur hafi í auknum mæli sóst eftir lægra vöruverði, tilboðum og út- sölum. Hjá nokkrum fyrirtækjum fé- lagsins hafi þetta leitt til lækkunar framlegðar umfram lækkun á kostn- aði. Rekstur nýrra sérvörueininga, sem nú séu að hefja sitt annað starfs- ár, hafi verið þungur sökum mikilla verðlækkana sem félagið hafi þurft að taka á sig til að viðhalda sölu og lágmarka birgðastöðu. Þannig hafi sumarútsölur kostað félagið rúmlega 90 milljónum meira en áætlað var. Hagnaður hjá Baugi USA á næsta ári Baugur Invest ehf. er eignarhalds- félag um fjárfestingu félagsins í Bonus Stores Inc. sem á og rekur 359 verslanir í suðausturríkjum Banda- ríkjanna. Segir í tilkynningunni að með 55% eignarhlut sé hlutdeild Baugs í tapi félagsins 614 milljónir króna. Vörusala Bonus Stores á tíma- bilinu var 9,1 milljarður króna. Fram kemur í tilkynningunni að nýjar áætlanir geri ráð fyrir að rekst- ur Bonus Stores skili hagnaði á næsta rekstrarári og hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að þær áætlanir náist. Verið sé að endurfjármagna fé- lagið og séu viðræður við bankastofn- anir ytra á lokastigi. Þá segir að verið sé að ganga frá ráðningu nýs for- stjóra Bonus Stores og séu viðræður langt komnar. Bill Fields tekur við stöðu stjórnarformanns Bonus Stor- es af Tryggva Jónssyni, sem hætti störfum hjá Baugi í gær. Arðsemiskrafa Baugs ID 15–20% Baugur ID heldur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekstur. Stefna Baugs ID felst fyrst og fremst í því að fjár- festa í arðbærum fyrirtækjum á sviði verslunar og þjónustu og er arðsem- iskrafa fjárfestinga fyrirtækisins 15– 20%. Markmið Baugs ID er einkum að beita sér á erlendum mörkuðum og bregðast snöggt við þeim tækifær- um sem upp koma. Helstu eignir Baugs ID eru Fast- eignafélagið Stoðir, Eignarhalds- félag Húsasmiðjunnar, SMS Færeyj- ar og Baugur.net. Eignarhlutur Baugs ID í Arcadia var seldur í sept- embermánuði. Eigið fé nú rúmir 18 milljarðar Jón Ásgeir greindi frá því á fund- inum að mikil umskipti hafi orðið á efnahag Baugs Group við söluna á hlut félagsins í Arcadia. Í kjölfar þess hafi tækifærið verið nýtt til að end- ursemja um skuldir félagsins. Fasta- fjármunir félagsins hafi breyst við söluna úr 27,4 milljörðum króna í lok ágúst síðastliðinn í um 13,3 milljarða. Veltufjármunir hafi hins vegar aukist úr 12,3 milljörðum í um 30 milljarða, en félagið eigi nú rúmlega 17 millj- arða króna í reiðufé, eftir að hafa greitt upp skuldir vegna Arcadia. Eigið fé hafi hækkað í um 18,3 millj- arða nú úr 10,9 milljörðum í lok ágústmánaðar. Jón Ásgeir sagði að rekstrarhorfur Baugs Group á næstu sex mánuðum væru mjög góðar. Hann sé þokkalega bjartsýnn um rekstur Baugs Ísland. Þó starfsemi félagsins í Bandaríkjun- um hafi verið dýr skóli þá hafi hann trú á því sem félagið sé að gera þar. Að öðrum kosti hefði hann ekki mælt með því við stjórn Baugs Group að auka hlutafé félagsins í Bonus Stores um 9 milljónir Bandaríkjadala. Frek- ari þróun á starfsemi félagsins er- lendis sé hafin. Kaupin á 14,99% hlut í Big Food Group í Bretlandi fyrir nokkrum dögum séu fyrsti þátturinn í þeim efnum. Félagið muni ekki fjár- festa mikið hér á landi en beina fjár- festingum erlendis. Hann sagðist þó vera ánægður með fjárfestinguna í Húsasmiðjunni og Stoðum og sagði SMS í Færeyjum ganga mjög vel. Fram kom í máli Jóns Ásgeirs að hann hefði mikla trú á starfsemi Baugs hér á landi. Baugur Ísland hafi vaxið hratt miðað við íslensk fyrir- tæki. Sterkur kjarni starfsfólks sé sí- fellt að ná betri árangri. Þau um- skipti sem muni verða á þessum hluta starfseminnar auki mjög verðmæti fyrir hluthafa félagsins. Þá sé gaman að sjá það sem sé að gerast í Svíþjóð. Salan þar í októbermánuði hafi num- ið um 250 milljónum króna. Upp- byggingarstarfið þar sé því farið að skila sér. Jón Ásgeir vék á fundinum að um- ræðum að undanförnu um álagningu í matvöruverslun hér á landi og sagði að þær umræður væru nánast óþol- andi og slitnar úr öllu samhengi. Álagning á þessum markaði sé frjáls og markaðurinn sé harður. Álagning á vöru geti verið mjög breytileg, allt frá því að vera mjög há og niður í það að vera neikvæð. Þegar upp sé staðið sé álagning í verslunum Baugs í heild í kringum 20%. Það sé það sem skipti máli. Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes Jónsson í Bónus var meðal þeirra sem hlýddu á forsvarsmenn Baugs gera grein fyrir 6 mánaða uppgjöri félagsins á fundi með fagfjárfestum í gær. Baugur Group eykur hlut sinn í Bonus Stores í Bandaríkjunum um 9 milljónir dala Hagnaður Baugs Group 159 milljónir               !! "#!  !!"$%&         ! '"!(% *! *%# & %&!+%         %# & %&(  *%#         #%&   )       % #"!*%# %%   "!*%# %%         !" #     !" #                           Lakari afkoma en áætlað var skýrist annars vegar af miklu tapi Bonus Stores í Bandaríkjunum og hins vegar af framlegð undir væntingum hjá Baugi Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.