Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 22

Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS örugg stýring viðskiptakrafna Baugur Group mun á næstu vikum auka hlutafé sitt í Bonus Stores Inc. í Bandaríkjunum um 9 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæp- lega 800 milljónum íslenskra króna. Við það eykst eignarhlutur Baugs Group í Bonus Stores úr 55% í 65%. Segir í tilkynningunni að áætlanir geri ráð fyrir að Bonus Stores muni skila hagnaði á næsta ári. Á hluthafafundi Baugs Group, sem haldinn verður 20. nóvember næst- komandi mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 15% arður til hluthafa, samtals 359 milljónir króna, en þá mun félagið hafa greitt út 27% arð á árinu. Í tilkynningunni segir að horfur á næstu 6 mánuðum rekstrarárs Baugs Group séu góðar. Á 3. ársfjórðungi komi inn hagnaður vegna sölu á hlutabréfum Baugs í Arcadia og stærsta sölutímabil Baugs sé fram- undan. Stefnt sé að því að ljúka fjár- hagslegri endurskipulagningu í nóv- ember, sem komi til með að lækka fjármagnskostnað um 270 milljónir á næstu 12 mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs Group hf., sagði á fundi með fagfjárfestum í gær, þar sem hann og aðrir forsvarsmenn fé- lagsins fóru yfir 6 mánaða uppgjörið, að hann væri sérstaklega ánægður með afkomuna af fjárfestingarstarf- semi félagsins. Þótt afkoman í HAGNAÐUR Baugs Group hf. á fyrri helmingi fjárhagsárs félagsins, frá 1. mars 2002 til loka ágústmán- aðar, nam 159 milljónum króna eftir skatta. Er þetta lakari afkoma en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu frá Baugi Group, sem birt var í Kauphöll Íslands í gær, kemur fram að tvær ástæður séu fyr- ir lakari afkomu félagsins en ráð var fyrir gert. Annars vegar sé mikið tap á rekstri Bonus Stores í Bandaríkj- unum vegna endurmats á birgðum, verðlækkana og lokunar á verslun- um. Hins vegar sé framlegð lægri hjá Baugi Ísland en áætlanir hafi gert ráð fyrir, en framlegð hafi lækkað um 1,7% á milli ársfjórðunga. Í tilkynn- ingunni segir að þó hafi náðst nokkur árangur í lækkun rekstrarkostnaðar hjá Baugi Ísland en rekstrarkostn- aður lækkaði um 0,7% á milli árs- fjórðunga. Bandaríkjunum hafi ekki verið eins og vonir hafi staðið til, hafi hann trú á því að reksturinn þar muni snúast við á næsta ári. Þá sé jafnframt ástæða til að vera bjartsýn varðandi rekst- urinn hér á landi. Baugur ID skilar hagnaði Heildarvelta Baugs Group á tíma- bilinu frá mars til loka ágúst 2002 nam 26 milljörðum króna en á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs var veltan 13,7 milljarðar. Veltuaukning er því um 90%. Hafa ber þó í huga að fjár- hagsár 2002 er ekki sambærilegt við 2001 þar sem núverandi fjárhagsár er frá 1. mars til 28. febrúar. Eins ber að geta þess að Bonus Stores kemur nú í fyrsta skipti að fullu inn í sam- stæðuuppgjör Baugs Group. Tap Baugs Ísland nam 166 millj- ónum króna eftir skatta á tímabilinu frá mars til ágúst á þessu ári og tap Baugs USA nam 614 milljónum. Hagnaður Baugs ID nam hins vegar 939 milljónum eftir skatta. Segir í til- kynningu Baugs að rekstur Baugs ID hafi gengið vel á síðustu þremur mánuðum og hafi tekjur af hlutdeild- ar- og dótturfélögum verið 1,7 millj- arðar króna fyrir skatta. Þar vegi þyngst hlutdeild í hagnaði Arcadia. Þá hafi nýjar fjárfestingar Baugs ID í Húsasmiðjunni og Stoðum gengið samkvæmt áætlun. Bókfært verð eignarhluta Baugs í Arcadia í árshlutareikningnum fyrir fyrstu sex mánuði þessa rekstrarárs er um 12,5 milljarðar króna, en eign- arhluturinn hefur verið seldur og kemur söluhagnaðurinn fram á 3. ársfjórðungi hjá félaginu. Sumarútsölur dýrari en áætlað var Vörusala Baugs Ísland á fyrstu 6 mánuðum rekstrarársins nam 16,8 milljörðum króna, sem er 15% veltu- aukning miðað við fyrstu 6 mánuði ársins 2001. Segir í tilkynningu Baugs að rekstur stærri rekstrarein- inga Baugs Ísland sé samkvæmt áætlun síðustu 6 mánuði. Mikil til- færsla hafi átt sér stað í sölu þar sem neytendur hafi í auknum mæli sóst eftir lægra vöruverði, tilboðum og út- sölum. Hjá nokkrum fyrirtækjum fé- lagsins hafi þetta leitt til lækkunar framlegðar umfram lækkun á kostn- aði. Rekstur nýrra sérvörueininga, sem nú séu að hefja sitt annað starfs- ár, hafi verið þungur sökum mikilla verðlækkana sem félagið hafi þurft að taka á sig til að viðhalda sölu og lágmarka birgðastöðu. Þannig hafi sumarútsölur kostað félagið rúmlega 90 milljónum meira en áætlað var. Hagnaður hjá Baugi USA á næsta ári Baugur Invest ehf. er eignarhalds- félag um fjárfestingu félagsins í Bonus Stores Inc. sem á og rekur 359 verslanir í suðausturríkjum Banda- ríkjanna. Segir í tilkynningunni að með 55% eignarhlut sé hlutdeild Baugs í tapi félagsins 614 milljónir króna. Vörusala Bonus Stores á tíma- bilinu var 9,1 milljarður króna. Fram kemur í tilkynningunni að nýjar áætlanir geri ráð fyrir að rekst- ur Bonus Stores skili hagnaði á næsta rekstrarári og hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að þær áætlanir náist. Verið sé að endurfjármagna fé- lagið og séu viðræður við bankastofn- anir ytra á lokastigi. Þá segir að verið sé að ganga frá ráðningu nýs for- stjóra Bonus Stores og séu viðræður langt komnar. Bill Fields tekur við stöðu stjórnarformanns Bonus Stor- es af Tryggva Jónssyni, sem hætti störfum hjá Baugi í gær. Arðsemiskrafa Baugs ID 15–20% Baugur ID heldur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekstur. Stefna Baugs ID felst fyrst og fremst í því að fjár- festa í arðbærum fyrirtækjum á sviði verslunar og þjónustu og er arðsem- iskrafa fjárfestinga fyrirtækisins 15– 20%. Markmið Baugs ID er einkum að beita sér á erlendum mörkuðum og bregðast snöggt við þeim tækifær- um sem upp koma. Helstu eignir Baugs ID eru Fast- eignafélagið Stoðir, Eignarhalds- félag Húsasmiðjunnar, SMS Færeyj- ar og Baugur.net. Eignarhlutur Baugs ID í Arcadia var seldur í sept- embermánuði. Eigið fé nú rúmir 18 milljarðar Jón Ásgeir greindi frá því á fund- inum að mikil umskipti hafi orðið á efnahag Baugs Group við söluna á hlut félagsins í Arcadia. Í kjölfar þess hafi tækifærið verið nýtt til að end- ursemja um skuldir félagsins. Fasta- fjármunir félagsins hafi breyst við söluna úr 27,4 milljörðum króna í lok ágúst síðastliðinn í um 13,3 milljarða. Veltufjármunir hafi hins vegar aukist úr 12,3 milljörðum í um 30 milljarða, en félagið eigi nú rúmlega 17 millj- arða króna í reiðufé, eftir að hafa greitt upp skuldir vegna Arcadia. Eigið fé hafi hækkað í um 18,3 millj- arða nú úr 10,9 milljörðum í lok ágústmánaðar. Jón Ásgeir sagði að rekstrarhorfur Baugs Group á næstu sex mánuðum væru mjög góðar. Hann sé þokkalega bjartsýnn um rekstur Baugs Ísland. Þó starfsemi félagsins í Bandaríkjun- um hafi verið dýr skóli þá hafi hann trú á því sem félagið sé að gera þar. Að öðrum kosti hefði hann ekki mælt með því við stjórn Baugs Group að auka hlutafé félagsins í Bonus Stores um 9 milljónir Bandaríkjadala. Frek- ari þróun á starfsemi félagsins er- lendis sé hafin. Kaupin á 14,99% hlut í Big Food Group í Bretlandi fyrir nokkrum dögum séu fyrsti þátturinn í þeim efnum. Félagið muni ekki fjár- festa mikið hér á landi en beina fjár- festingum erlendis. Hann sagðist þó vera ánægður með fjárfestinguna í Húsasmiðjunni og Stoðum og sagði SMS í Færeyjum ganga mjög vel. Fram kom í máli Jóns Ásgeirs að hann hefði mikla trú á starfsemi Baugs hér á landi. Baugur Ísland hafi vaxið hratt miðað við íslensk fyrir- tæki. Sterkur kjarni starfsfólks sé sí- fellt að ná betri árangri. Þau um- skipti sem muni verða á þessum hluta starfseminnar auki mjög verðmæti fyrir hluthafa félagsins. Þá sé gaman að sjá það sem sé að gerast í Svíþjóð. Salan þar í októbermánuði hafi num- ið um 250 milljónum króna. Upp- byggingarstarfið þar sé því farið að skila sér. Jón Ásgeir vék á fundinum að um- ræðum að undanförnu um álagningu í matvöruverslun hér á landi og sagði að þær umræður væru nánast óþol- andi og slitnar úr öllu samhengi. Álagning á þessum markaði sé frjáls og markaðurinn sé harður. Álagning á vöru geti verið mjög breytileg, allt frá því að vera mjög há og niður í það að vera neikvæð. Þegar upp sé staðið sé álagning í verslunum Baugs í heild í kringum 20%. Það sé það sem skipti máli. Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes Jónsson í Bónus var meðal þeirra sem hlýddu á forsvarsmenn Baugs gera grein fyrir 6 mánaða uppgjöri félagsins á fundi með fagfjárfestum í gær. Baugur Group eykur hlut sinn í Bonus Stores í Bandaríkjunum um 9 milljónir dala Hagnaður Baugs Group 159 milljónir               !! "#!  !!"$%&         ! '"!(% *! *%# & %&!+%         %# & %&(  *%#         #%&   )       % #"!*%# %%   "!*%# %%         !" #     !" #                           Lakari afkoma en áætlað var skýrist annars vegar af miklu tapi Bonus Stores í Bandaríkjunum og hins vegar af framlegð undir væntingum hjá Baugi Ísland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.