Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ódýr djúphreinsun, bón og tjöruþvottur á bíla Upplýsingar í síma 899 9667 BÓKASÖFN víða á Norðurlöndum héldu Alþjóða bangsadaginn há- tíðlegan í fimmta skipti sl. laug- ardag. Bókasafnið á Húsavík var þar engin undantekning og mætti fjöldi barna og foreldra á safnið. Börnin komu sum hver með bangsa sína með sér og var ým- islegt gert til skemmtunar og fróðleiks í tilefni dagsins. Á bókasafnið komu þau Kan- inka og Grislingur úr leikritinu Bangsímon sem Leikfélagið Bú- kolla sýndi í Ljósvetningabúð í vetur sem leið. Þau Kaninka og Grislingur lásu sögur og sungu fyrir börnin, þeim til mikillar gleði og ánægju. Þá var létt getraun í gangi í til- efni dagsins þar sem eðlilega voru bækur í verðlaun á sjálfu bókasafninu. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þau Kaninka og Grislingur skemmtu börnunum sem komu á Bókasafnið á Húsavík á bangsadaginn. Kaninka og Grislingur í heimsókn Húsavík SVEIFLAN sveif um sali í félags- heimilinu Þjórsárveri í Villinga- holtshreppi nýlega. Um hana sáu gestirnir Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona, Tóm- as R. Einarsson kontrabassaleik- ari og Gunnar Gunnarsson org- anisti Laugarneskirkju, sem lék á píanó í þetta skipti. Þau léku fyrir ári á sama stað og var gerður góð- ur rómur að leik þeirra. Gestir kunnu einnig vel að meta sveifluna nú. Léku þeir tvímenningar nokkur lög í upphafi en síðan steig „Sel- fossdívan“ á svið og heillaði alla með seiðandi söng sínum fram á nótt. Morgunblaðið/Viðar Valdimarsson Frá tónleikunum í félagsheimilinu Þjórsárveri. Selfossdívan steig á svið Gaulverjabær ÞYKK hrímþoka liggur yfir Lag- arfljóti og bökkum þess. Svo er að sjá sem trjágarði á Egilsstaðabýl- inu skjóti upp úr þokulagðinum líkt og eyju. Þær eru líka hálfþokulegar vinnuvélarnar sem bíða þess þög- ular að taka þátt í öllum þeim fram- kvæmdum sem nú verður í ráðist vegna Kárahnjúkavirkjunar og ál- vers á Reyðarfirði. Morgunblaðið/Steinunn Lagarfljótið þoku hulið Egilsstaðir ALLIR heilsugæslulæknar á Suður- nesjum höfnuðu samstundis tilboði heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis- ins um að fresta uppsögnum sínum um tvo mánuði gegn því að teknar yrðu upp viðræður við þá um gerð þjónustusamnings um rekstur heilsugæslunnar. Uppsagnir lækn- anna tóku gildi að lokinni vinnu í gær og eru nú engir heilsugæslulæknar starfandi á svæðinu. Hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja (HSS) hafa starfað átta fast- ráðnir heilsugæslulæknar og tveir unglæknar. Þeir hafa starfað á heilsugæslustöðvunum í Keflavík og Grindavík og þjónað öllum Suður- nesjum, utan Keflavíkurflugvallar, um 16 þúsund manna svæði. Þeir sögðu upp störfum sínum fyrir sex mánuðum en ráðuneytið nýtti rétt sinn til að fresta gildistöku uppsagn- anna þannig að þær komu ekki til framkvæmda fyrr en nú. Báðu um lengri tíma Í gær, á síðasta starfsdegi læknanna, fundaði starfshópur heil- brigðisráðuneytisins og Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja með læknun- um. Var þeim boðið að taka upp viðræður um gerð þjónustusamnings en jafnframt óskað eftir að þeir frestuðu uppsögnum sínum í tvo mánuði. Læknarnir höfnuðu þessu tilboði. „Það var auðvelt. Við höfum hafnað þessu áður,“ sagði María Ólafsdóttir sem var yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnuninni. Guðlaug Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, segir að ýmis- legt geti falist í þjónustusamningi sem einungis viðræður aðila hefðu getað skýrt. Ljóst væri að þarna væri verið að bjóða læknum upp á að kaupa af þeim þjónustu sem verk- sala. Þeir gætu stofnað fyrirtæki og tekið að sér rekstur heilsugæslu- stöðvarinnar að hluta eða öllu leyti, eftir því um hvað semdist. María Ólafsdóttir segir að í tilboði ráðuneytisins felist ekki viðurkenn- ing á réttindum heilsugæslulækna, að fá að starfa á jafnréttisgrundvelli við aðra sérfræðilækna. Hún segir vel hugsanlegt að það form sem ráðuneytið nefni, þjónustusamning- ur, geti komið til álita síðar, en fyrst þurfi að viðurkenna réttindi heilsu- gæslulækna, þannig að þeir geti val- ið milli þess að starfa samkvæmt þeim samningi eða utan hans. Guðlaug Björnsdóttir segir að til- boð ráðuneytisins sé önnur leið að sama marki og segir slæmt að ekki skyldi vera hægt að hefja viðræður því lítið bæri á milli sjónarmiða ráðu- neytisins og lækna. Þarna væri hins vegar tekist á um grundvallaratriði og það gæti verið erfitt. Læknarnir halda nú til annarra starfa. María segir að þeir fari flestir í afleysingastörf hérlendis eða er- lendis, í öllum tilvikum starfi þeir sem verktakar. Hún segir að lækn- arnir reyni að festa sig ekki í öðrum störfum til að byrja með, bíða með ákvarðanir sem bindi þá til langs tíma, vegna þess að flestir vilji þeir snúa aftur til starfa við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Ef hins vegar ekki verði útlit fyrir lausn á þessum málum verði hver og einn að huga að sinni framtíð. María segist sannfærð um að ekki verði hægt að byrja á því að byggja upp heilsugæsluna í landinu að nýju fyrr en gengið verði að réttindakröf- um heilsugæslulækna. Ungir læknar myndu þá sækjast eftir að mennta sig og ráða sig til þessara starfa og hægt yrði að veita sjúklingunum fjöl- breyttari þjónustu. „Maður gengur ekki í gegn um svona ótilneyddur, uppsagnirnar sýna hvað við erum orðin aðþrengd,“ segir María. Læknarnir yfirgáfu vinnustað sinn síðdegis í gær, nema sá sem átti kvöldvaktina á heilsugæslustöðinni í Keflavík, hann hætti á miðnætti. María segir að læknarnir hefðu reynt að vinna aðeins framfyrir sig, þannig að annað starfsfólk heilsu- gæslustöðvarinnar hefði til dæmis lyf til næstu mánaða. Bitnar mest á þeim veikustu Guðlaug Björnsdóttir segir að bú- ið sé að auglýsa eftir nýjum læknum en enginn hafi sótt um. Kveðst hún raunar ekki búast við því á meðan á þessari deilu standi. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri segir að slysa- vakt sjúkrahússins sé áfram opin, sjúkrahúslæknarnir sinntu henni. Hún sagði að aukið hefði verið við vaktir hjúkrunarfræðinga og þeir myndu leysa þau mál sem þeir gætu. Öðrum yrði vísað frá. Hún telur að fólk muni leita í auknum mæli til slysavaktarinnar og slysadeildar Landspítalans, Læknavaktarinnar í Kópavogi og sérfræðinga á svæðinu og á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún segir að ekki eigi allir auð- velt með að leita læknis á höfuðborg- arsvæðinu og ástandið bitnaði mest á þeim veikustu. Hún telur hættu á að neyðarástand skapist. Guðlaug Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri segir að það sé alvar- legt að njóta ekki þjónustu heilsu- gæslulækna, það skapi fólki óþægindi. Hún kvaðst þó vona að ástandið skaði ekki heilsu fólks eða líf, því sjúkrahúsið tæki við alvarleg- ustu tilfellum. Enginn heilsugæslulæknir starfandi á Suðurnesjum Höfnuðu viðræðum um að taka við rekstrinum Ljósmynd/Hilmar Bragi Heimilislæknarnir tóku til á læknastofum sínum í gær, síðasta vinnudegi sínum þar í bili að minnsta kosti. Gunnar Þór Jónsson var á leið til afleysingastarfa á Húsavík en flestir læknanna munu starfa tímabundið úti á landi. Reykjanes SUÐURNES ÞÓTT læknamóttaka heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) sé lokuð munu læknar á sjúkrahúsi stofnunarinnar eftir sem áður sinna slysamóttöku og neyð- artilfellum allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar heilsugæslu HSS í Keflavík munu að venju sinna móttöku og símaráðgjöf milli klukkan 8 og 16 virka daga, svo og símaráðgjöf milli kl. 17 og 22 virka daga og um helgar kl. 10 til 14 og 17 til 22. Hjúkrunarfræðingar heilsu- gæslu HSS í Grindavík munu sinna símaráðgjöf alla virka daga milli klukkan 9 og 10 og frá kl. 13 til 14. Slysamóttaka áfram opin STJÓRN Félags íslenskra heim- ilislækna sendi í gær frá sér yf- irlýsingu þar sem lýst er þungum áhyggjum af því ófremdarástandi sem skapast í kjölfar þess að 10 heimilislæknar við Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja láta nú af störfum. Stjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin og ítrekar að eina lausnin felist í því að heimilislæknum verði búin sömu starfs- og launakjör og aðr- ir sérmenntaðir læknar í landinu njóta. Stjórnvöld bera ábyrgðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.