Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIGANDI fasteignasölunnar Holt, sem er lögfræðingur og löggiltur fast- eignasali, gaf sig fram við efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra á þriðjudag og skv. gögnum sem hann lagði fram virðist fjárdrátturinn nema um 80 milljónum króna. Sama dag og maðurinn gaf sig fram höfðu fulltrúar Íbúðalánasjóðs afhent hon- um athugasemdir sjóðsins varðandi framsal á 6–8 fasteignaverðbréfum. Sjóðurinn grunaði hann þó ekki um lögbrot og því var lögregla ekki látin vita. Öll viðskipti mannsins við Íbúða- lánasjóð eru nú til rannsóknar hjá sjóðnum. Breytti framsölum á bréfum Hallur Magnússon, sérfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í síðustu viku hafi fasteignasalinn komið með fast- eignaverðbréf til sjóðsins sem hefði ekki fullnægt kröfum. Við nánari at- hugun hafi komið í ljós að framsöl á 6–8 fasteignaverðbréfum sem hann fékk greidd hjá sjóðnum, voru ekki í lagi. Komið hafi í ljós að maðurinn hafði breytt framsölunum eftir að við- skiptavinir hans undirrituðu þau, þannig að greiðslur runnu til hans en ekki viðskiptavinanna. Hallur sagðist ekki vera með upplýsingar um hversu miklar fjárhæðir væri um að ræða. Spurður um hvort eftirlit Íbúðalána- sjóðs hefði brugðist segir Hallur: „Það er ljóst að starfsfólk okkar fylgdi ekki réttum formsatriðum og þarna fóru í gegn fasteignaverðbréf sem hefðu ekki átt að vera afgreidd.“ Innra eftirlitið hefði hins vegar borið árangur, hvorki lögregla né aðrir hefðu bent sjóðnum á meint brot mannsins. Aðspurður hvort Íbúða- lánasjóður væri hugsanlega bóta- skyldur gagnvart tjónþolum, segir Hallur að enn sé of snemmt um það að segja en bendir fólki á að fá sér lög- fræðing til að verja hagsmuni sína. Eins og fyrr segir heimsóttu fulltrúar Íbúðalánasjóðs fasteignasal- ann á þriðjudag. Ef til vill hefur þessi heimsókn orðið til þess að fasteigna- salinn ákvað að gefa sig fram síðar um daginn en ljóst má vera að hringurinn var að þrengjast. Í síðustu viku var hann boðaður til yfirheyrslu hjá lög- reglunni í Kópavogi vegna kæru sem byggingameistari lagði fram gegn honum 30. janúar sl., níu mánuðum fyrr. Hann mætti hins vegar aldrei í yfirheyrsluna heldur sneri sér beint til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Jón H. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði ekki fengið vitneskju um kær- una til lögreglunnar í Kópavogi fyrr en í gær. Margvísleg undanbrögð Það var Þröstur Valdimarsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði sem kærði manninn til lögreglu 30. janúar sl. en hann seldi íbúð með milligöngu fasteignasalans fyrir um tveimur ár- um. Vegna viðskiptanna skrifaði hann undir fasteignaverðbréf fyrir 4,5 milljónir 10. janúar sl. og framseldi fasteignaverðbréfið til Íbúðalána- sjóðs. Fasteignasalinn átti að sjá um að láta þinglýsa bréfinu og koma því til sjóðsins sem átti að leggja andvirði bréfsins inn á biðreikning Þrastar. Að sögn Þrastar hringdi fasteignasalinn í hann nokkrum dögum síðar og sagði að bréfið hefði verið gallað og því myndi greiðslan tefjast. Um hálfum mánuði síðar, á föstudegi, hafi hann hringt aftur og sagt að bréfið væri komið. „Þegar ég kom á skrifstofuna síðar um daginn sagði hann mér síðan að hann hefði sent það í pósti,“ segir Þröstur. Ekki barst bréfið og á mið- vikudag fór Þröstur aftur á skrifstof- una og bað um að fá ljósrit af kvitt- uninni fyrir bréfinu en kvittunin fannst hvergi. „Um miðnætti barst kvittunin loks inn um lúguna hjá mér en þá var búið að klippa hausinn af henni þannig að það sást ekki á hvern bréfið var stílað. Með fylgdu skilaboð um að bréfið væri komið á Verðbréfa- stofu, þar sem ég gæti nálgast það en það reyndist rangt.“ Þröstur hringdi þá í fasteignasalann sem sagðist vera á leiðinni til hans með bréfið. Eftir tvo klukkutíma gafst Þröstur upp á bið- inni, fór í Íbúðalánasjóð og fékk afrit af fasteignaverðbréfinu. „Þar sá ég að hann hafði breytt framsali mínu og falsað bréfið þannig að það virtist sem ég hefði framselt bréfið til hans en ekki Íbúðalánasjóðs,“ segir Þröstur. Eftir að lögmaður Þrastar hafði sam- band við fasteignasalann borgaði hann andvirði bréfins inn á reikning Þrastar. Þröstur ákvað að kæra manninn engu að síður enda greini- lega um lögbrot að ræða og lagði inn kæru til lögreglunnar í Hafnarfirði. Vegna ættartengsla fasteignasalans við lögreglumann hjá embættinu var á hinn bóginn ákveðið að lögreglan í Kópavogi myndi rannsaka málið. Árangurslausar fyrirspurnir Þetta gerðist 30. janúar sl. Um þremur mánuðum síðar kannaði Þröstur málið hjá lögreglunni en var þá tjáð að kæran hefði aldrei verið bókuð og sendi hann þá afrit af kær- unni til lögreglunnar. Eftir nokkrar árangurslausar fyrirspurnir í viðbót kvartaði hann yfir aðgerðarleysi lög- reglunnar til dómsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að rannsókn máls- ins yrði færð til annars embættis. „Mér finnst þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur og í raun stórfurðu- legt að þessi fasteignasali hafi fengið að starfa í skjóli lögreglunnar,“ segir Þröstur. Koma hefði mátt í veg fyrir stjórtjón hefði kæru hans verið sinnt betur. Sjálfur hefði hann þó engum peningum tapað, nema því sem fór í lögfræðikostnað og vinnutap. Auk þess að kæra manninn til lögreglunn- ar segist Þröstur hafa greint starfs- mönnum Íbúðalánasjóðs frá málinu og auk þess sent kæruna til Félags fasteignasala. Ekki forgangsmál hjá lögreglunni í Kópavogi Friðrik Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, var spurður að því hvernig stæði á drætti á rannsókn málsins en um níu mánuðir liðu frá kæru og þar til fasteignasalinn var kallaður til yfirheyrslu. „Staðreyndin er sú að það berst mikill fjöldi mála til lögreglunnar og fleiri en svo að við getum sinnt þeim öllum jafnóðum. Öll mál eru þó skoðuð strax í upphafi og vegin og metin og síðan forgangsrað- að eftir mikilvægi. Við leggjum áherslu á að hraða málum sem varða brot gegn lífi og líkama og mál sem varða börn og ungmenni. Einnig öðr- um málum þar sem brýnir hagsmunir eru til staðar. Við fyrstu skoðun á þessu máli var það ekki metið þannig að það þyrfti sérstaka flýtimeðferð, meðal annars vegna þess að fjármun- ir höfðu skilað sér að fullu til kæranda og það áður en kæran var lögð fram. Málinu hefur engu að síður verið sinnt og gagnaöflun farið fram,“ segir Friðrik. Spurður um hvort ekki hefði átt að sinna rannsókninni betur, í ljósi þeirra brota sem maðurinn hefur ját- að á sig, bendir Friðrik á að aðeins hefði borist ein kæra á hendur mann- inum til lögreglunnar. Ekki hefði leg- ið fyrir grunur um annað misferli og þessi eina kæra hefði ekki átt að vekja grunsemdir um að fleira væri að. Friðrik segir ekki einsdæmi að rann- sókn mála taki svo langan tíma. Hann kannast ekki við að kæra Þrastar Valdimarssonar hefði týnst hjá emb- ættinu. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því 16. október að sýslumaðurinn í Kópavogi gæfi skýringar á drætti á rannsókn. Sýslumaður átti að svara 28. október en svarið barst ráðuneyt- inu síðdegis í gær. Þar segir að þar sem fjármunirnir hefðu skilað sér til kæranda, málið ekki verið sett í þann flokk mála sem njóta forgangs. Þar sem ríkislögreglustjóri ynni nú að rannsókn málsins hafi kæra Þrastar verið send þangað. Ekkert skriflegt erindi hjá dómsmálaráðuneytinu Guðrún Árnadóttir, formaður fé- lags Fasteignasala, segir að félagið hafi margoft bent dómsmálaráðu- neytinu á að eftirlit yrði hert með starfsemi fasteignasala, sérstaklega með meðferð þeirra á vörslufé. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að engin skrifleg beiðni um þetta hefði verið lögð fram. Hugsanlega hefði óskin verið sett fram munnlega en hann vissi þó ekki til þess. „Í frumvarpi að núgildandi lögum, sem unnið var í ráðuneytinu, var gert ráð fyrir að tryggingar fast- eignasala tækju jafnt til gáleysis- sem ásetningsbrota. En því var breytt á Alþingi eftir umsögn frá Trygginga- eftirliti og fleirum. Þannig að nú taka tryggingarnar bara til ásetnings- brota,“ segir Björn. Gjaldþrotabeiðni 5. september Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði í gær að bú fasteignasölunn- ar Holts í Kópavogi skyldi tekið til gjaldþrotaskipta og maðurinn hefur einnig farið fram á að verða sjálfur lýstur gjaldþrota. Í skriflegri yfirlýs- ingu frá 16. júlí 2002 lýsir fram- kvæmdastjórinn, sá sem nú hefur ját- að tugmilljóna fjárdrátt, því yfir að fyrirtækið væri eignalaust. Hinn 5. september fór sýslumaðurinn í Kópa- vogi fram á að fyrirtækið yrði úr- skurðað gjaldþrota vegna 9,1 milljón- ar í gjaldfallin opinber gjöld. Ekki náðist í sýslumanninn í Kópavogi vegna þessa. Fasteignasalan Holt á Akureyri vill taka fram, að hún sé alveg ótengd samnefndri sölu í Kópavogi. Fasteignasali sem játaði tugmilljóna fjárdrátt kærður til lögreglunnar í Kópavogi fyrir 9 mánuðum Íbúðalánasjóður hefði ekki átt að afgreiða bréfin Morgunblaðið/Golli Fasteignasölunni Holti hefur verið lokað, enda fyrirtækið gjaldþrota. Ekki er ljóst hvaða afleiðingar tugmilljóna svik fasteignasala í Kópavogi hafa fyrir þá sem hafa keypt eða selt fasteignir með milligöngu hans. Sama dag og maðurinn gaf sig fram við lögregluna höfðu fulltrúar Íbúðalánasjóðs gert athugasemdir við framsöl á 6–8 fasteignaverðbréfum sem hann hafði fengið greidd hjá sjóðnum. Rúnar Pálmason kynnti sér málið. runarp@mbl.is KALDBAKUR hf. og S-hópurinn svonefndi (þ.e. Eignarhaldsfélagið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirð- ingur hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn) afhentu í gær framkvæmdanefnd um einkavæðingu svör við þeim spurningum sem hún hafði beint til þessara tveggja fjárfestahópa, þ.e. um fjárhagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignar- hlut sem viðkomandi óskar eftir kaupum á, hugmyndum um stað- greiðsluverð og áformum varðandi rekstur Búnaðarbankans. „Jú, það er rétt, við fengum svör frá þeim í dag (í gær) en ég tek fram að það er ekki rétt að kalla þetta tilboð,“ áréttar Skarphéðinn Steinarsson hjá framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu. „Það stendur ákveðið söluferli yfir sem gengur út á það að velja hvorn aðilann verður farið í viðræður við. Við höfum átt fundi með þeim og þeir farið á kynningarfundi í Búnað- arbankanum og við höfum lagt fyrir þá spurningar sem þeir hafa nú svar- að. Þær spurningar snúa að mörgum þáttum og þetta er með líkum hætti og þegar unnið var að sölu Lands- bankans.“ Skarphéðinn segir að á næstu dög- um verði farið yfir svörin frá Kaldbaki og S-hópnum. „Það er ómögulegt að segja til um hvenær niðurstaða liggur fyrir en ég vonast þó til þess að hún geti legið fyrir nokkuð fljótt.“ Kaldbakur og S-hópur- inn svöruðu í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.