Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 55

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 55 BÆÐI íslensku liðin á Ólympíu- mótinu í skák sigruðu í sínum við- ureignum í fimmtu umferð Ólymp- íuskákmótsins í Bled. Kvennalands- liðið vann sitt besta afrek á mótinu fram til þessa þegar það mætti sterku liði Norðmanna. Íslensku stúlkurnar gersigruðu, 2½–½. Þetta er stærsti sigur kvennaliðsins á þessu móti og undirstrikar góða frammistöðu þeirra. Karlarnir unnu einnig sína viðureign í fimmtu um- ferð, en keppt var við Egyptaland sem er í 64. sæti í styrkleikaröðinni. Hannes Hlífar vann enn einn sig- urinn á mótinu og tryggði þar með sigur yfir Egyptum, 2½–1½. Ein- stök úrslit urðu sem hér segir: 1. I. Abdelnabbi (2.412) – Hannes 0–1 2. K. Abdel Razik Khaled (2.354) – Helgi Áss ½–½ 3. M. Ezat (2.375) – Helgi Ólafs- son ½–½ 4. H. Sameeh Hany (2.375) – Þröstur Þórhallsson ½–½ Íslenska sveitin er nú í 39.–47. sæti á mótinu með 11½ vinning. Þær Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir og Harpa Ingólfsdóttir sigruðu báðar norska andstæðinga sína, en Aldís krækti í jafntefli eftir að hafa staðið höllum fæti. 1. Lilja – Silje Bjerke (2.065) 1–0 2. Harpa – Sylvia Johnsen (2.079) 1–0 3. Aldís – Marte Egeland ½–½ Kvennasveitin er í 36.–45. sæti með átta vinninga. Það er prýðileg staða miðað við að sveitin er í 75. sæti í styrkleikaröðinni. Af öðrum úrslitum má nefna, að Armenar, sem sigruðu Íslendinga með minnsta mun fyrr í mótinu, gerðu jafntefli við Rússa. Staðan í opnum flokki er þannig, að Bosnía og Herzegovína er í efsta sæti með 15½ vinning, en Rússar og Armenar deila öðru sæti, hálfum vinningi á eftir Armenum. Í kvennaflokki er Georgía efst, en margir höfðu spáð þeim sigri á mótinu. Bandaríkin eru í öðru sæti með 11½ vinning, en þau tefla fram mun sterkara liði en á síðasta Ólympíumóti. Lenka Ptacni- kova og félagar hennar í tékkneska landsliðinu eru í 3.–5. sæti með 11 vinninga ásamt Rússum og Hol- lendingum. Í sjöttu umferð mætir íslenska karlalandsliðið Indónesíu og kvennaliðið mætir Bangladesh. Ingvar Ásmundsson í 6.–16. sæti Frammistaða Ingvars Ásmunds- sonar á Heimsmeistaramóti öld- unga heldur áfram að gleðja skák- áhugamenn. Hann gerði jafntefli við þýska alþjóðlega meistarann Anatoli Donchenko (2.448) í áttundu umferð mótsins, en Donchenko er fjórði stigahæsti skákmaðurinn á mótinu. Ingvar hefur mætt sterkum andstæðingum og er nú í 6.–16. sæti með 6 vinninga. Alþjóðlegi meist- arinn Josef Petkevitch er einn efst- ur á mótinu með 7 vinninga. Í ní- undu umferð mætir Ingvar aftur alþjóðlegum meistara, Vladimir Karasev, sem er með 2.450 skákstig og er þriðji stigahæsti skákmaður mótsins. Tefldar verða 11 umferðir og lýkur mótinu 3. nóvember. Kjartan Maack efstur á U-2000 mótinu Kjartan Maack hélt forystunni á U-2000 mótinu með sigri á Árna Þorvaldssyni í sjöttu og næstsíð- ustu umferð í kvöld. Undir lok skák- arinnar kom upp athyglisvert enda- tafl þar sem Árni hafði tvö peð upp í biskup Kjartans, en Kjartan sýndi fágaða endataflstækni, sem ein- kennt hefur hann í þessu móti, og hafði sigur. Í öðru sæti er Rafn Jónsson með 5 vinninga og í 3.–5. sæti eru síðan Stefán Freyr Guðmundsson og Guðni Stefán Pétursson, sem gerðu innbyrðis jafntefli, og Kristján Halldórsson, allir með 4,5 vinning. Helstu úrslit sjöttu umferðar: Kjartan Maack – Árni Þorvaldsson 1–0 Stefán F. Guð- mundss. – Guðni S. Péturss. ½–½ Rafn Jónsson – Daníel Pétursson 1–0 Kristján Halldórss. – Þorsteinn Magnúss. 1–0 Ægir Ó. Hall- grímss. – Rúnar Gunnarss. 0–1 Staðan fyrir loka- umferðina: 1. Kjartan Maack 5½ v. 2. Rafn Jónsson 5 v. 3.–5. Stefán Freyr Guðmundsson, Guðni Stefán Pét- ursson, Kristján Halldórsson 4½ v. 6.–12. Árni Þorvaldsson, Daníel Pétursson, Rúnar Gunnarsson, Óskar Haraldsson, Sigurjón Frið- þjófsson, Andrés Kolbeinsson, Grímur Daníelsson 4 v. 13.–17. Þorsteinn Magnússon, Hjörtur Jóhannsson, Helgi Hauks- son, Atli Freyr Kristjánsson, Aðal- steinn Thorarensen 3½ v. 18.–25. Ægir Óskar Hallgríms- son, Arnbjörn Barbato, Páll Sig- urðsson, Kristján Þór Sverrisson, Valdimar Leifsson, Einar G. Ein- arsson, Sverrir Þorgeirsson, Ingi Tandri Traustason 3 v. o.s.frv. Sjöunda og síðasta umferð verður tefld föstudag 1. nóvember kl. 19:30 og þá tefla m.a. Kristján – Kjartan, Stefán – Rafn og Guðni – Rúnar Gunnarsson. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Góður sigur íslensku stúlknanna gegn Noregi SKÁK Bled, Slóveníu 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt. til 10. nóv. 2002 Daði Örn Jónsson Harpa Ingólfsdóttir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRILLPÖNNUR kr. 2.900 (stærri) kr. 2.300 (minni) sparaðu fé og fyrirhöfn Laugavegi 54, sími 552 5201 Langur laugardagur í FLASH Peysur 2 fyrir 1 ótrúleg kaup Hippamussur áður 2.990 Nú 1.990 Nýtt - Gallabuxur í stærri stærðum 20% kynningarafsláttur Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.