Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 35 m orðum, gjald á til- ota það til m vörum. ri verðtil- undruðum m.a. sá að gum fært eimila bú- m að gera m verka- mjólkur- ðlast ekki rráðherra nýtt sér rslu og til urði sam- ikudag er ttur til að lu og að amningar ekki sam- rir sunn- rðan askiptingu á að dag- og aðrar akmarkað geymsluþol, eru framleiddar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Mjólkursamlögin fyrir norðan fram- leiða hins vegar osta og aðrar vörur sem hafa mikið geymsluþol. Mjólk- ursamlögin eru sem sé ekki að keppa sín á milli um viðskipti á smá- sölumarkaði. Mjólkursamlagið á Akureyri, Norðurmjólk, er t.d. ekki að selja nýmjólk í búðir í Reykjavík. Öll nýmjólk sem framleidd er fyrir norðan er seld á því svæði og mjólk sem Mjólkurbú Flóamanna fram- leiðir er ekki til sölu á Akureyri. Flóabúið er heldur ekki að framleiða osta sem Norðurmjólk framleiðir. Talsmenn mjólkuriðnaðarins telja að þessi verkaskipting hafi leitt af sér hagræðingu sem hafi komið neytendum til góða. Þeir benda á að mjólkursamlögum hafi fækkað um 45% á síðustu árum. Samhliða þessu hafi orðið æ meiri sérhæfing hjá samlögunum. Þeir minna á að stjórnvöld hafi gert kröfu um þessa hagræðingu þegar tillögum svokall- aðrar sjömannanefndar, sem var skipuð fulltrúum bænda og aðila vinnumarkaðarins, var hrint í fram- kvæmd. Afleiðingar þessarar stefnu hafi m.a. verið sú að Mjólkursam- lagið í Borgarnesi, sem var eitt af stærri mjólkursamlögum landsins, var lagt niður. Gagnsæjar reglur mjólkuriðn- aðarins um magnafslætti Það er erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvað gerist ef tillögum sam- keppnisráðs verður hrint í fram- kvæmd. Það er þó ljóst að ef verð- tilfærsla á mjólkuriðnaði verður algerlega aflögð verður rekstrar- grundvöllur nokkurra lítilla mjólk- urbúa mjög erfiður. Það er að nokkru leyti pólitísk og byggðaleg spurning hvort leggja eigi þau niður. Það er hins vegar erfitt að sjá fyr- ir hvaða áhrif verða af því ef sam- komulag um verkaskiptingu verður numið úr gildi. Það er ekki endilega víst að Norðurmjólk á Akureyri sjái sér hag í því að fara að selja mjólk á höfuðborgarsvæðinu þó að það fái heimild til að gera það. Líklegra er að samkeppni verði í ýmsum öðrum unnum mjólkurvörum. Smásölukaupmenn hafa oft kvart- að yfir þeirri sterku stöðu sem mjólkuriðnaðurinn hefur á markað- inum. Ljóst er að mjólkuriðnaðurinn hefur miklu sterkari stöðu en ýmsir aðrir birgjar gagnvart smásölu- versluninni. Mjólkuriðnaðurinn hef- ur getað svarað kaupmönnum, sem sækja á um afslætti, með því að vísa í að það sé opinber verðlagning á mjólkurvörum og þeir einfaldlega geti ekki hreyft sig frá þessu verði. Mjólkuriðnaðurinn varð hins vegar að svara kröfu stórra verslana um magnafslátt og það var gert með því að settar voru fyrir fjórum árum reglur um magnafslætti. Sam- keppnisyfirvöld samþykktu þessar reglur. Fróðlegt er að skoða í þessu sam- hengi það sem Samkeppnisstofnun segir um afslætti í skýrslu sinni um matvörumarkaðinn sem út kom í apríl 2001. „Sá afsláttur sem tíðkast í viðskiptum matvöruverslana og matvörubirgja er margbreytilegur og í flestum tilvikum ógagnsær. Það er einkum í viðskiptum þar sem matvörubirgjar hafa mjög sterka stöðu sem afsláttur er kerfisbund- inn, gagnsær og hlutlægur, þ.e. af- sláttur tengist með beinum hætti meintu hagræði af umfangi við- skipta og er öllum aðgengilegur. Má sem dæmi nefna mjólkurvörur. Það vekur óneitanlega eftirtekt að fyr- irtæki birgja þurfi nánast að vera í einokunarstöðu til að geta starfað með kerfisbundið og hlutlægt af- sláttarkerfi.“ Þess má geta að Samkeppnis- stofnun hefur nú til skoðunar að setja siðareglur um samskipti smá- söluverslunarinnar og birgja. Ástæðan er sú að birgjar hafa kvart- að yfir því að vera beittir óeðlilegum viðskiptaháttum af hálfu verslunar- innar. Jógúrt hefur hækkað meira en nýmjólk Neytendur spyrja sig væntanlega hvort líklegt sé að verð á mjólkur- vörum eigi eftir að lækka verði þess- ar breytingar, sem samkeppnisráð kallar eftir, gerðar. Því er vandsvar- að. Hins vegar má benda á að frá því í mars 1997 hefur verð á nýmjólk hækkað um 21,5% á sama og neyslu- verðsvísitala hefur hækkað um 25,6%. Verðlagning á mjólk er ákveðin af verðlagsnefnd. Verðlagn- ing á jógúrti er hins vegar frjáls og það hefur hækkað um 36,7% frá því í mars 1997. Og ostar hafa hækkað um 33,8% en verðlagning á þeim er að verulegu leyti frjáls. Freistandi er að álykta út frá þessum tölum að mjólkursamlögin hafi í krafti sterkr- ar stöðu sinnar haft tilhneigingu til að auka álagningu sína á jógúrti og ostum, en minnka hana á nýmjólk og fleiri vörum sem eru undir opinberri verðlagningu. Ef þetta er rétt minn- ir þetta dálítið á það ástandi sem varð til fyrir allmörgum árum þegar hveitibrauð og rúgbrauð voru undir opinberri verðlagningu, en frjáls verðlagning var á heilhveitibrauði og fleiri brauðtegundum. Hveiti- brauðið hækkaði sáralítið en heil- hveitibrauðið og alls kyns aðrar brauðvörur voru hins vegar verð- lagðar með allt öðrum hætti. Ágóði bakaranna var tekinn út á þessum tegundum, en lítill hagnaður var af að framleiða hveitibrauð. Morgunblaðið/Árni Sæberg aukið í vörum? egol@mbl.is koðun að staðið ókn. „Ég kki sam- m lætur mkeppni ssari vek at- verið búvara, ASÍ, g mjólk- ur hafa ðrar ru í land- Þetta enn r fé- mjólk- vægt að pyrja sig k- urvörum eigi að borga byggða- framlagið sem fer í að tryggja rekstur lítilla mjólkurbúa sem starfa í fjarlægum landshlutum. Það er spurning hvort ríkisvaldið á að greiða það,“ sagði Guðni. Þegar Guðni var spurður hvort til greina kæmi að flýta breyt- ingum á kerfinu í samræmi við tilmæli samkeppnisráðs svaraði hann því til að hann sæi ekki fram á það. „Við féllumst á að gefa þennan frest. Samningur er samningur og orð skulu standa.“ Guðni tók jafnframt fram að mjólkuriðnaðurinn hefði árið 1997 verið búinn að fallast á þessa breytingu og væri nú að búa sig undir hana. Á ráðherra var því að skilja að opinberri verðlagningu á mjólkurvörum í heildsölu yrði hætt árið 2004. únaðarráðherra ting n 2004 MIKLAR umræður urðuum velferðarmál ogvanda heilbrigðiskerf-isins á ársfundi ASÍ í gær. Í tillögu velferðarnefndar ASÍ sem lögð var fyrir fundinn segir að sem viðbót við opinbera þjónustu þurfi að skapa betri for- sendur og möguleika á að þróa þjónustutilboð frá einkaaðilum. ,,Þetta gæti gerst með því að gefa starfsmönnum tækifæri til að yf- irtaka tiltekin verkefni, eða með almennum þjónustuútboðum,“ segir í tillögunni. Aukið valfrelsi tryggir nýsköpun Þar segir einnig að til þess að þróa velferðarsamfélagið sé einnig þörf fyrir meiri valmöguleika og breytileika í þjónustutilboðum. ,,Aukið valfrelsi tryggir nýsköpun í opinberum þjónustutilboðum í skólum, umönnun og heilbrigðis- kerfi,“ segir í tillögunni. Þorbjörn Guðmundsson, for- maður velferðarnefndar, sagði í framsöguræðu sinni að tryggja verði að sjúkrahúsin verði áfram rekin af ríkinu og skerpa þyrfti skilin á milli starfsemi sjúkrahús- anna og sérfræðinga. Lagt er til að tekið verði upp tilvísanakerfi í læknisþjónustu og að óhjákvæmi- legt sé að fallið verði frá því að stýra eftirspurn með mikilli gjald- töku. Í tillögunni segir að skoða verði leiðir til þess að fela einkareknum læknastofum tiltekin verkefni sem lúti virku gæða- og kostnaðareft- irliti. ,,Efla verður heilsugæsluna, samhliða því að opna verður fyrir fleiri rekstrarform,“ segir þar einnig. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri að vísu rétt að sambandið væri að opna á möguleika á breyttu rekstrarformi við þjónustu velferðarkerfisins. ,,En þegar við skoðum rekstrar- formin þurfum við að hafa í huga að svona afbrigði af einkarekstri hefur verið hér við lýði nokkuð lengi. Við höfum allmörg almanna- heillafélög. Endurhæfingin er til dæmis nánast alfarið rekin af slík- um aðilum,“ sagði Grétar og benti m.a. á starfsemina að Reykjalundi og í Hveragerði máli sínu til stuðnings, auk þess sem meirihluti öldrunarheimila væri rekinn með þessum hætti og nýtt rekstrar- form hefði verið tekið upp á hjúkrunarheimilisins í Sóltúni. Leggja mat á aðild að ESB ,,Okkur finnst þetta allt hafa gefist vel á sinn hátt og það sé al- veg þess virði að skoða fleiri form, ef þau bjóðast. En það verður auðvitað að setja ákveðin skilyrði. Það verður að tryggja mjög góða þjónustu og aðgengi allra og það sem skiptir öllu máli er að efna- hagur má aldrei ráða því hvort fólk á möguleika á þeirri þjónustu sem þarna er veitt eða ekki,“ sagði hann. Í tillögu um Evrópumál sem lögð var fram á ársfundinum í gær kemur fram að viðfangsefni sam- bandsins sé að leggja mat á kosti og galla þess hvort ná eigi mark- miðum um að treysta réttindi og kjör launafólks með frekari þróun EES-samningsins, eða umsókn um aðild að ESB. „ASÍ telur úti- lokað að hægt verði að ná þessum markmiðum með tvíhliða við- skiptasamningi án félagslegra ákvæða,“ segir í tillögunni, en um- ræða um hana hófst á ársfund- inum í gær. Gunnar Páll Pálsson, formaður alþjóðanefndar ASÍ, sem vann greinargerðina um Evrópumál, sagði í framsögu sinni um Evrópu- málin á ársfundinum í gær að ekki væri lagt til að tekin yrði afstaða til þess hvort sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu að þessu sinni. Mikil umræða um heilbrigðis- og velferðarmál Skapa möguleika á þjónustu einkaaðila Morgunblaðið/Þorkell Velferðarmál og Evrópumál eru stærstu viðfangsefni ársfundar ASÍ. GRÉTAR Þorsteinsson,forseti AlþýðusambandsÍslands, sagði í ávarpisínu við setningu árs- fundar sambandsins í gær að hús- næðismál hjá stórum hópum í samfélaginu væru í sjálfheldu. ,,Ákvörðun um að draga veru- lega úr niðurgreiðslu vaxta í fé- laglega kerfinu bitnar á þeim sem síst skyldi. Þeim breytingum sem gerðar hafa verið á síðustu árum hefur ekki fylgt nauðsynleg fjölg- un félagslegra leiguíbúða, og það sem skiptir ekki minna máli, að gera lágtekjufólki kleift að búa í slíku húsnæði. Ef menn vilja af al- vöru takast á við þetta vandamál, þá verður leigan að vera viðráð- anleg fyrir þetta fólk. Húsaleigu- bætur duga þar ekki til, nema þær verði hækkaðar verulega,“ sagði Grétar. Í ræðu sinni fjallaði Grétar um samkomulag aðila vinnumarkaðar- ins sem gert var í desember á síð- asta ári varðandi endurskoðun á launalið samninga og verðlagsvið- mið sem sett voru í maí sl. í þeim tilgangi að ná tökum á verðbólgu. Sagði hann ljóst að ekki þyrfti að fjölyrða um árangurinn. „Rauðu strikin héldu og það tókst að vinda ofan af verðbólgunni, jafnvel hrað- ar en menn þorðu að vona,“ sagði hann. Grétar benti hins vegar á að þó að þetta hefði tekist hefðu tvö at- riði samkomulagsins sem gert var 13. desember sl. ekki gengið eftir. ,,Þar er annars vegar við atvinnu- rekendur að sakast og hins vegar við ríkisstjórnina, einkum fjár- málaráðherra. Samtök atvinnulífs- ins hafa ekki verið tilbúin að standa við eitt prósent í viðbót- arlífeyrissparnað gagnvart sjó- mönnum. Það mál er nú fyrir Fé- lagsdómi. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum við fjármálaráðherra um jöfnun rétt- inda okkar fólks sem starfar hjá ríkinu við réttindi annarra ríkis- starfsmanna. Það verður að koma í ljós á næstu mánuðum hvort ráð- herrann sér að sér eða hvort við verðum að beita samtakamættin- um við endurnýjun kjarasamninga að ári,“ sagði Grétar. Gefur kost á sér áfram sem forseti ASÍ Í dag fer fram kjör forseta ASÍ og sex meðstjórnenda í miðstjórn á ársfundinum. Grétar Þorsteins- son staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að hann gæfi kost á sér áfram í embætti forseta. Kjör- nefnd fundarins lagði í gær tillögu sína um kjör Grétars og sex mið- stjórnarmanna til næstu tveggja ára fyrir fundinn. Skv. lögum sam- bandsins fer svo kosning varafor- seta og sjö miðstjórnarmanna fram á næsta ársfundi ASÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, á ársfundi Húsnæðismál hópa fólks í sjálfheldu Morgunblaðið/Þorkell Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, flytur ræðu við setningu ársfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.