Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 19 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 419kr. á lítrann Norðan tíu í 10 lítra dósum BIÐLISTI eftir leikskólavist hjá Reykjanesbæ hefur aldrei verið styttri en nú. Einungis fimm börn á aldrinum tveggja til sex ára hafa ekki fengið inni á leikskóla, að því er fram kemur í skýrslu leikskólafull- trúa Reykjanesbæjar um börn á leikskólum í þessum mánuði sem lögð hefur verið fram í bæjarráði. Ástæður styttri biðlista eftir leik- skólaplássum eru sagðar þær, meðal annars, að vegna breyttrar reglu- gerðar hefur verið hægt að fjölga börnum í leikskólunum. Þá hefur leikskólinn Garðasel verið stækkað- ur og unnt að fjölga þar um 21 barn. Þá kemur fram að börnum hefur heldur fækkað í yngstu árgöngun- um. Börn í leikskólum Reykjanesbæj- ar eru alls 649. Í heilsdagsrýmum eru 369 börn, en 130 í hálfsdagsvist- un. Mikil eftirspurn er eftir heils- dagsrýmum og hefur þeim fjölgað nokkuð. Vakin er athygli á því að 90 börn eru í níu og hálfs tíma vistun á dag, sem þykir langur vinnudagur á leikskóla. Rekstrarkostnaður leikskóla hef- ur aukist umtalsvert á undanförnum árum en árið 2001 var kostnaður á barn liðlega 452 þúsund krónur. Þar af greiða foreldrar liðlega 76 þúsund krónur. Biðlistar í leikskóla aldrei verið styttri Reykjanesbær TIL stendur að skipa starfshóp til þess að athuga hvernig best sé að nýta þá möguleika sem felast í sérstæðum stöðum í umhverfi Grindavíkur. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í lögreglunni í Reykjavík, hefur staðið fyrir göngu- ferðum hóps fólks og rannsóknum á ýmsum athyglisverðum mannvirkj- um og stöðum í náttúru Suðurnesja. Að undanförnu hefur hópurinn, sem nefndur er Ferlir, farið mikið um ná- grenni Grindavíkur. Hefur Ómar Smári bent bæjarstjóra og bæjar- fulltrúum á ýmsa athyglisverða hluti í því sambandi, meðal annars á það hvar Þórkatla og Járngerður muni vera dysjaðar. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í vikunni. Voru Ómari Smára færðar þakkir fyrir ábendingar hans og ákveðið að skipa starfshóp með hon- um til að fjalla um hvernig nýta mætti möguleika sem í þeim felast. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að starfshópurinn verði beðinn að forgangsraða þessum stöðum, at- huga með aðgengi ferðafólks og kynna. Vilja nýta möguleika sérstæðra staða Grindavík SIGRID Österby er með myndlist- arsýningu í Fræðasetrinu í Sand- gerði. Sýningin stendur til 7. nóvem- ber næstkomandi. Á sýningunni eru myndir af ýmissi gerð, eins og listamaðurinn orðar það. Sýningin í Fræðasetrinu er opin daglega frá klukkan 9 til 17, um helg- ar frá 13 til 17. Sigrid Öst- erby sýnir í Fræðasetrinu Sandgerði KRAKKARNIR í 8. til 10. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði heim- sóttu jafnaldra sína í Grindavík nú á dögunum. Margt var sér til gam- ans gert og skemmtu sér allir vel. Krakkarnir spiluðu í skólanum forvarnarspil, félagsvist, minigolf og boccia en eftir hádegismat sem lauk með skemmtiatriði í sal skól- ans fóru gestirnir út í bæ en þar var þeim boðið að heimsækja fé- lagsmiðstöðina Þrumuna, fara í sund eða í íþróttahúsið. „Ég er sérlega ánægður með heimsóknina. Þetta gekk vel í alla staði og umgengni var fín enda frábærir gestir hér á ferð sem hittu fyrir frábæra gestgjafa. Toppurinn var náttúrulega gít- arspil sjö snilllinga í hádeginu hér í salnum. Þeir áttu salinn hrein- lega,“ sagði Pálmi Ingólfsson, deildarstjóri á unglingastigi í Grunnskóla Grindavíkur. Góðir gestir úr Hafnarfirði Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Krakkarnir úr Hafnarfirði og Grindavík léku boccia og sýndu fína takta. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.