Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 mbl.is Þekktasti vesturfarinn Ævisaga Stephans G. Steph- anssonar komin út Listir 25 Þakka fyrir að geta gengið Þrautaganga Stefáns Þórðarsonar kanttspyrnumanns Íþróttir 2 Meðbyr að heiman Baltasar Kormákur sópaði að sér Eddunum Fólk 45 UTANRÍKISMÁLANEFND íraska þingsins lagði til í gær að Írakar höfnuðu nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um Írak. Formaður nefndarinnar, Salem al-Quba- issi, sagði á aukafundi íraska þingsins að nefndin legði einnig til að Saddam Hussein yrði veitt umboð til að gera það sem hann teldi nauðsynlegt til að verja írösku þjóðina og ákveða hvernig bregðast ætti við álykt- uninni. Þingið kemur aftur saman í dag til að greiða atkvæði um tillögur nefndarinnar. Lagt til að Írakar hafni ályktun SÞ Bagdad. AFP. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hafnar með öllu kröfum Evrópusambandsins um framlög EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB í tengslum við viðræður vegna stækkunar ESB og EES-svæð- isins. Jafnframt segir forsætis- ráðherra að þær tölur sem nefndar hafi verið sem greiðslur séu „alveg út úr kú og fullkom- lega óeðlilegar“. Rök ESB fyrir þessum kröfum eru að með stækkun fái EFTA- ríkin aðgang að mun stærri markaði og því sé eðlilegt að þau taki þátt í miklum kostnaði við að byggja þann markað upp. „Það var alltaf gert ráð fyrir því að við myndum ganga inn í EES-samning við [þau ríki] sem gengju inn í Evrópusambandið. Því fylgir enginn sérstakur kostnaður fyrir okkur. Þau eru að laga sinn landbúnað og þess háttar, sem við erum ekki aðilar að, að kerfi Evrópusambandsins með miklum kostnaði og við eig- um ekki að greiða fyrir það á nokkurn hátt. Jafnframt höfum við talið að þeim væri skylt að tryggja að fríverslunarsamningar sem við kynnum að hafa við ríki í fyrrum Austur-Evrópu héldu þrátt fyrir breytingarnar. Það lægi í eðli EES-samningsins og reyndar í eðli alþjóðlegra viðskiptareglna og fyrir það ætti ekki að þurfa að borga,“ segir hann. Davíð bendir einnig á að ekki sé um mikla hagsmuni fyrir Ís- land að ræða í bili vegna frí- verslunarsamninga við umrædd ríki. „Allur útflutningur sam- kvæmt þessum samningum er kannski svona einn gámur á ári. Menn mega því ekki heldur fara að mikla það fyrir sér en það er hins vegar rétt og eðlilegt upp á framtíðina að þetta sé í lagi og við höfum lagt áherslu á þennan þátt.“ Hafnar kröfum ESB Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson segir kröfur ESB vegna þróunarsjóðsins ósann- gjarnar og óeðlilegar. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir tölurnar sem nefndar hafi verið um aukin framlög út úr kú Morgunblaðið/Alfons Björgunarmaður setti hjálm á höfuð Tómasar áður en hann var tekinn í land og settur á börur. Í millitíðinni hjarnaði hann við. Frækileg björgun Mjög var dregið af Svani Tómassyni þegar hann bjargaðist eftir að hafa lamist í grjótinu í ísköldum sjónum. ALI Khamenei, erkiklerkur og æðsti leið- togi Írans, hótaði í gær að beita „valdi al- þýðunnar“ ef stjórnkerfi landsins lamaðist vegna deilna umbótasinna í stjórn Mo- hammads Khatamis forseta og á þinginu við afturhaldssama dómstóla. Khamenei, sem hefur lokaorðið í öllum málefnum ríkisins, útskýrði ekki hvað hann átti við með „valdi alþýðunnar“. Aft- urhaldsöflin hafa bæði tögl og hagldir í ör- yggissveitum landsins, meðal annars Bas- ij-varaliðinu sem er skipað sjö milljónum manna og oft kallað „alþýðuhersveitirn- ar“. Stjórn Khatamis hefur síðustu vikurnar reynt að nota meirihluta sinn á þinginu til að afnema vald dómstólanna til að ómerkja lög en afturhaldssamt klerkaráð segist ætla að beita neitunarvaldi sínu gegn breytingunum. Khamenei hót- ar valdbeitingu Teheran. AFP. EKKI mátti tæpara standa þegar gröfu- stjóra var bjargað úr hjólaskóflu sem hafði lent úti í brimgarðinum við Ólafsvíkurenni í gærmorgun. Sonur mannsins lagði sig í mikla hættu við að bjarga föður sínum og munaði minnstu að illa færi þegar brimið hreif hann með sér og kastaði honum til og frá í stórgrýttri fjörunni. „Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Maður veit ekki hvað snýr upp og hvað niður. Það eru bara ægileg högg og hávaði,“ sagði Svanur Tómasson í samtali við Morgunblaðið /6. MELES Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, hvatti í gær þjóðir heims til að taka tafar- laust höndum saman um að afstýra nýrri hungursneyð í landinu sem gæti orðið enn skæð- ari en á árunum 1984–85 þegar tæp milljón Eþíóp- íumanna dó úr hungri. Meles sagði að sex milljónir manna þyrftu nú þegar á hjálp að halda og hungursneyð kynni að vofa yfir allt að 15 millj- ónum manna í byrjun næsta árs vegna þurrka. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur sent út ákall um að safna sem svarar 16 milljónum svissneskra franka, andvirði um 960 milljóna króna, til neyðarhjálpar í Eþíópíu. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna, WFP, hefur varað við því að neyðarmatar- birgðir stofnunarinnar í Eþíópíu kunni að verða uppurnar í byrjun desember. Óttast að 15 millj. manna svelti í hel Ástandið í Eþíópíu talið enn verra en árið 1984 London. AFP, AP. Meles Zenawi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.