Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLMAR Árnason, formaður iðn- aðarnefndar Alþingis, segir fund sem nefndin átti í gær með Lands- virkjun, VSÓ og vísindamönnum vegna ásakana vísindamannanna um að misfarið hafi verið með framlag þeirra til umhverfismats vegna Norðlingaölduveitu hafa verið gagn- legan. Hann segir að af honum megi draga þann lærdóm að skýrar reglur þurfi að vera fyrir hendi um hvaða skyldum hver og einn eigi að sinna þegar ráðist sé í verk af þessu tagi og hver beri hina endanlegu ábyrgð. Hann segir að nefndin muni ekki að- hafast frekar í málinu. Landsvirkjun hafði óskað eftir því að fá að koma fyrir nefndina til að bera af sér sakir nokkurra vísinda- manna um að það hafi verið misfarið með framlag þeirra til umhverfis- matsins. Iðnaðarnefnd bauð vísindamönn- um sem nefndir hafa verið í um- ræðunni að koma á fund nefndarinn- ar og gera grein fyrir sakargiftum. Að sögn Hjálmars ræddi nefndin við Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófess- or, Ragnhildi Sigurðardóttur líf- fræðing og Gísla Má Gíslason pró- fessor. Arnþór Garðarsson prófessor var einnig boðaður á fund- inn en að sögn Hjálmars gerði hann nefndinni grein fyrir því í bréfi að hann gagnrýndi ekki vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu. Að því búnu mættu fulltrúar Landsvirkjunar og VSÓ á fund nefndarinnar. Hjálmar segir að eftir að hafa hlýtt á mál allra aðila sé hann þeirr- ar skoðunar að málið sé í þeim far- vegi sem lög mæli fyrir um og það sé ekki í höndum Alþingis. Hjálmar segir það atriði skipta miklu máli að Skipulagsstofnun tók við matsskýrslu sem er verk Lands- virkjunar og á ábyrgð fyrirtækisins. „Landsvirkjun fær undirverk- taka, VSÓ, til að vinna þessa skýrslu og VSÓ fær síðan undirverktaka til að safna saman ýmsum vísindagögn- um frá einum 50 vísindamönnum.“ Hann segir ljóst að misskilningur virðist hafa orðið varðandi hlutverk ritnefndar við samantekt á umrædd- um vísindagögnum. „Þar virðist ein- hvern veginn hafa orðið sá misskiln- ingur að þetta væri að öllu leyti unnið fyrir vísindamennina, en ekki sem verktaka af hálfu VSÓ,“ sagði Hjálmar. Hjálmar segir að það liggi einnig ljóst fyrir að athugasemdir vísinda- mannanna voru teknar inn í endan- lega útgáfu frá VSÓ til Landsvirkj- unar en ekki þó allar þar sem það hafi verið mat þeirra að næg rök væru ekki fyrir hendi. „Vísindamennirnir sendu síðan at- hugasemdir til hins óháða aðila, þ.e. Skipulagsstofnunar, og gátu komið sínum ábendingum og ýmsum grunnupplýsingum til Skipulags- stofnunar þannig að stofnunin hefur öll gögn í hendi sér.“ Hjálmar segir að nefndin líti al- varlegum augum þær ásakanir sem fram hafa komið frá Ragnhildi Sig- urðardóttur um að ónefndur verk- fræðingur hafi haft í hótunum við hana. „Við vildum fá að vita um hvern væri að ræða þannig að við gætum tekið það mál upp sem raunverulegt dæmi við Landsvirkjun. En við feng- um ekki þau svör.“ Hjálmar segir það sitt mat að það að bera fram jafnalvarlega ákæru kalli á að menn stígi skrefið til fulls þannig að hægt sé að taka á meint- um sakargiftum. Sé það ekki gert, með því að nafngreina sökudólginn, sé ekki hægt að túlka hana nema sem dylgjur í versta falli. Matið unnið með heiðarlegum hætti og í fullu samræmi við lög Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að fulltrúar Landsvirkjunar og VSÓ ráðgjafar hafi á fundi með iðn- aðarnefndinni sýnt fram á að matið á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu hafi verið unnið með heiðarleg- um hætti og í fullu samræmi við lög. Fram kemur að Guðjón Jónsson, verkefnastjóri hjá VSÓ, hafi lagt fram gögn sem lýsi nákvæmlega samskiptum VSÓ við Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Gísla Má Gíslason, en þau hafa bæði gefið til kynna að óeðlilega hafi verið farið með nið- urstöður vísindamannanna í mats- vinnunni. Þá kemur fram að Guðjón hafi gert grein fyrir samskiptum VSÓ við dr. Ragnhildi Sigurðardótt- ur en það mál sé Landsvirkjun óvið- komandi og mun VSÓ gera þessar upplýsingar um viðskiptin við vís- indamennina opinberar. Landsvirkj- un lýsir yfir ánægju með að Arnþór Garðarsson skuli hafa tekið af öll tví- mæli í opinberri yfirlýsingu um að hann hafi aldrei haldið því fram að Landsvirkjun hafi haft áhrif á vís- indamenn eða niðurstöður þeirra við matsvinnuna. Þá segir í tilkynningunni að það að Ragnhildur Sigurðardóttir vilji ekki nafngreina neinn verkfræðing Landsvirkjunar um að hafa beitt hana óeðlilegum þrýstingi sé ekki hægt að skilja öðruvísi en að opinber yfirlýsing hennar sé ómerk orðin. Formaður iðnaðarnefndar um fund um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu Í þeim farvegi sem lög mæla fyrir um DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir kröfur Evrópusambandsins um framlög EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB, í tengslum við viðræður vegna stækkunar ESB og EES-svæðisins, bæði ósanngjarnar og óeðlilegar og ekki sé hægt að finna þeim stað. Upphaflega áttu þessar greiðslur að standa í fimm ár, út árið 1998, en eins og fram hefur komið er gerð krafa um margföld og varanleg framlög EFTA-ríkjanna í drögum framkvæmdastjórnar ESB að samningsumboði vegna viðræðnanna sem standa fyrir dyrum. „Við vorum með fimm ára greiðslur sem samið var um. Síðan virti Evrópusambandið ekki þá samninga, sem voru auðvitað mikil vonbrigði. Við vorum með vissum hætti þvingaðir til að halda þessum greiðslum áfram umfram það sem samn- ingar höfðu staðið til. Það er náttúrlega vont,“ segir forsætisráðherra. ESB skylt að tryggja að fríverslunarsamningar héldu Fram hefur komið að rök ESB fyrir þessum kröfum eru að með stækkun fái EFTA-ríkin að- gang að mun stærri markaði og því sé eðlilegt að þau taki þátt í miklum kostnaði við að byggja þann markað upp. „Það var alltaf gert ráð fyrir því að við mynd- um ganga inn í EES-samning við [þau ríki] sem gengju inn í Evrópusambandið. Því fylgir enginn sérstakur kostnaður fyrir okkur. Þau eru að laga sinn landbúnað og þess háttar, sem við erum ekki aðilar að, að kerfi Evrópusambandsins með mikl- um kostnaði, og við eigum ekki að greiða fyrir það á nokkurn hátt. Við höfum því talið þær kröfur vera ósanngjarnar og óeðlilegar og ekki hægt að finna þeim stað,“ segir Davíð. „Jafnframt höfum við talið að þeim væri skylt að tryggja að fríverslunarsamningar sem við kynnum að hafa við ríki í fyrrum Austur-Evrópu héldu, þrátt fyrir breytingarnar. Það lægi í eðli EES-samningsins og reyndar í eðli alþjóðlegra viðskiptareglna og fyrir það ætti ekki að þurfa að borga,“ segir hann. Þarf að vera í lagi upp á framtíðina að gera Davíð bendir einnig á að ekki sé um mikla hagsmuni fyrir Ísland að ræða í bili vegna frí- verslunarsamninga við umrædd ríki. „Allur út- flutningur samkvæmt þessum samningum er kannski svona einn gámur á ári. Menn mega því ekki heldur fara að mikla það fyrir sér en það er hins vegar rétt og eðlilegt upp á framtíðina að þetta sé í lagi og við höfum lagt áherslu á þennan þátt. Ef einhverjar greiðslur ættu yfirleitt að koma til verður nú að vera alveg ljóst að við séum ekki að selja þetta hvað fyrir annað – hvort tveggja þarf að vera inn í myndinni fyrir við- ræður. En þær tölur sem hafa heyrst nefndar eru alveg út úr kú og fullkomlega óeðlilegar,“ segir forsætisráðherra. Ósanngjarnar og óeðli- legar kröfur af hálfu ESB Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson forsætisráðherra. VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar hafa greint hvernig krabbameinslyfið Topotecan hindrar frumuskiptingu með því að tengjast við lyfjamark sitt, tópóísómerasa I og DNA. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að greina nákvæmlega hvernig þessi tenging á sér stað í þrí- víðu rúmi. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að þessar nið- urstöður undirstriki getu ÍE til að greina þrívíddarbyggingu próteina. Þær séu einnig grunnur að áfram- haldandi rannsóknum fyrirtækisins sem miði að þróun nýrra krabba- meinslyfja af svipaðri gerð. Niður- stöðurnar verða birtar í næsta hefti tímarits bandarísku vísindaakademí- unnar, Proceedings of the National Academy of Sciences. Rannsóknir Íslenskrar erfða- greiningar fólust í því að greina ná- kvæmlega, í þrívíðu rúmi, hvernig Topotecan binst við tópóísómerasa I og DNA. Að sögn ÍE hafa þær aukið skilning á því hvernig lyf af gerð camptothecin-beiskjuefna trufla starfsemi tópóísómerasans. Á fyrsta stigi rannsóknanna tókst vísinda- mönnum fyrirtækisins í Seattle í Bandaríkjunum að búa til stöðugt samband tópóísómerasa og DNA, sem mögulegt var að kristalla. Síðan voru kristallarnir röntgenmyndaðir hjá AXAS, dótturfyrirtæki ÍE. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreining- ar, að um sé að ræða meiriháttar nið- urstöður á sviði þrívíddargreiningar á próteinum og mikilvægt framlag til aukins skilnings á virkni ákveðinnar krabbameinsmeðferðar. Segir Kári að rannsóknarhópur fyrirtækisins í Seattle vinni nú að þróun á nýjum tópóísómerasa I-hömlum sem bein- ast að krabbameini. Camptothecin er beiskjuefni sem unnið er úr kínverskri runnategund og Topotecan er önnur tveggja tilbú- inna útgáfna þess sem hafa verið samþykktar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu. Eiginleikar þess- ara beiskjuefna sem krabbameins- lyfja voru uppgötvaðir fyrir meira en 30 árum og á miðjum 9.áratugnum var vitað að þau verka með því að bindast tópóísómerasa I, mikilvægu ensími í eftirmyndunarferli DNA. Rannsókn ÍE Eykur skilning á virkni meðferðar GARÐSKAGAVITI hefur löngum haft mikið aðdráttarafl enda útsýn- ið mikilfenglegt og fjölbreytt fugla- líf á svæðinu. Gamli vitinn, sem hér sést á mynd, hefur lengi staðið op- inn almenningi en stefnt er að því að nýi vitinn verði í auknum mæli opinn fyrir almenning einnig og á í þeim tilgangi meðal annars að gera sögu svæðisins í kring og vitunum betur skil með aðstoð fræðsluefnis. Viti var fyrst reistur á Garðska- gatá árið 1897 en áður hafði verið þar leiðarmerki. Nýr viti var byggður 1944. Þeir sem hafa upplifað umhverf- ið þar á þann máta sem hér sést ættu ekki að þurfa að velta vöngum yfir því af hverju fólk sækir í að komast í vitana. Norðurljós við Garð- skagavita Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.