Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 31 EVRÓPUUMRÆÐAN vex dag frá degi. Er það vel því að sann- arlega er um stórmál að ræða, sem skylt er að ræða fyrir alþingiskosn- ingar. Sumir slá því fram að engin ástæða sé til að ræða þessi mál nú, þar sem af ESB-aðild geti ekki orðið fyrr en um 2010. Þetta er rangt. Óski Íslendingar aðildar væri hægt að hefja viðræður strax á árinu 2004 eða fljótlega eftir að lokið er aðild- arviðræðum við ríkin tíu sem nú er rætt við. Margra ára þátttaka okkar í EES-samstarfinu hefur m.a. leitt til þess að Íslendingar uppfylla allar helstu forsendur Evrópusambands- aðildar. Þannig má gera ráð fyrir að aðildarviðræður tækju hvorki lang- an tíma né yrðu sérstaklega erfiðar. Fyrir skemmstu stofnuðu and- stæðingar Evrópusambandsaðildar félag. Fyrir voru Evrópusamtökin, félag Evrópusinna. Allt gott er um þetta að segja og vonandi verður umræðan málefnalegri en verið hef- ur. Ýmsar furðulegar yfirlýsingar hafa verið gefnar. Ein sú furðuleg- asta og órökstuddasta er fullyrðing- in um að ESB sé hálfgerð ófreskja, skrifræðisbákn, sem ekkert gott geti komið frá. Á sama tíma blasir sú staðreynd við að allar Evrópuþjóðir eru annaðhvort innan sambandsins eða sækja fast að gerast aðilar að ESB. Varla væri svo ef ekki væri eftir einhverju að slægjast. Mér er ómögulegt að skilja greinda og gegna menn halda þessari firru fram þvert á augljósar staðreyndir. Telja þeir virkilega forystumenn og meiri- hluta íbúa þessara landa svo skyni skroppna að þeir sjái ekki hvað þeim er fyrir bestu? Eða telja þeir þá lak- ari föðurlandsvini en hina? Skömmu eftir lok síðari heims- styrjaldar fóru nokkrir franskir og þýskir hugsjónamenn að ræða þær hörmungar sem endurteknar stór- styrjaldir höfðu leitt yfir lönd þeirra og fleiri lönd í Evrópu. Þeir vildu leita leiða til að koma í veg fyrir að þessi ósköp endurtækju sig. Í þess- um hópi voru Frakkarnir Jean Monnet og Robert Schuman og þýski stjórnmálaskörungurinn Kon- rad Adenauer. Í heimalöndum þeirra höfðu á einum mannsaldri geisað þrjár stórstyrjaldir, sem kostað höfðu óhemju fórnir í manns- lífum og verðmætum. Þeir töldu að binda yrði enda á fjandskap þjóð- anna og taka upp samvinnu í þágu friðar. Fyrsta stóra skrefið í þeirri viðleitni var tekið 1952 með stofnun Stál- og kolasambandsins, sem sett var undir sameiginlega stjórn ríkjanna. Kolin og stálið í Ruhrhér- aði voru undirstaða vígbúnaðarins. Þetta var upphafið að ESB, sem síð- ar var fest í sessi með Rómarsátt- málanum 1958. Árangur þessa samstarfs ESB- þjóðanna er lengsta samfellda frið- artímabil í sögu Evrópu. Fróðir menn fullyrða líka að meðan þetta samstarf endist verði engin stór- styrjöld í Evrópu. Það er ekki lítill árangur. Annað meginhlutverk ESB er að bæta og jafna lífskjör í Evrópu og lyfta þeim verr settu upp. Sú er ástæðan fyrir því að tíu þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu sóttust eftir aðild og fá hana 2004. Fleiri munu fylgja síðar. Lífskjör í ESB-löndunum hafa stórbatnað og mest hjá fámennari þjóðunum. Þökk sé ESB-samstarf- inu fyrst og fremst. Verðum brátt að velja Mér er ljóst að Evrópusamruninn fæst ekki án fórna og erfiðis. Annað er ómögulegt því um er að ræða stærstu þjóðfélagsbreytingu sem Evrópusagan greinir frá. Ég hefi talsvert velt því fyrir mér hvernig við Íslendingar getum best mætt Evrópusamrunanum. Síðustu árin hefur niðurstaða mín verið að kostir ESB-aðildar séu miklu fleiri en gall- arnir. Enginn er eyland, hvorki þjóðríki né einstaklingur. Ísland er Evrópuþjóð sem þarf að velja sér samstarfsmenn. Versti kosturinn er einangrun, það sýnir sagan okkur. Einangrun myndi leiða til stöðnunar og okkar bestu menn færu þangað sem tækifærin væru betri. Það er ekkert minna í húfi. Ég bið þá sem ekki hafa gert upp hug sinn eða eru andstæðir aðild að kynna sér reynslu Finna. Í Morg- unblaðinu 26. og 27. október sl. birt- ust viðtöl Ólafs Þ. Stephensen við ýmsa forystumenn í stjórn- og at- vinnumálum Finnlands. Svör þeirra eru afar fróðleg enda margt líkt með Finnum og Íslendingum þegar rætt er um ESB-aðild. Finnar, sem gengu í ESB í árs- byrjun 1995, tóku fljótt þá stefnu að komast í kjarna þessa samstarfs þar sem ákvarðanir eru teknar. Á örfá- um árum hefur hagur Finna stór- batnað og þjóðin fyllst bjartsýni. Í viðtölunum segir m.a. Paavo Lipponen forsætisráð- herra: „Af hverju ættum við að láta öðrum eftir að taka ákvarðanirnar? Það er grundvallarspurning.“ Væru Norðurlöndin öll með í ESB telur hann að þau gætu haft veruleg áhrif á ákvarðanir a.m.k. í sumum málum. Jafnframt telur hann aðild landsins að myntbandalagi Evrópu efla mjög stöðugleikann í hagkerfinu en á hann hafi skort. Lauri Kivinen, framkvæmdastjóri hjá Nokia, segir ESB-aðildina hafa öllu breytt, „án hennar hefði al- þjóðavæðing atvinnulífsins ekki gengið svona hratt fyrir sig“. Jari Vilen utanríkisviðskiptaráð- herra telur aðild að Evrópusam- starfinu hafa eflt þjóðarstolt Finna. Í umræðum hér hefur mikið verið gert úr neikvæðum áhrifum ESB- aðildar á landbúnað og sjávarútveg. Lipponen segir landbúnað hafa verið meðal erfiðustu mála í viðræðunum. Hann kveður finnska bændur ánægða með niðurstöðuna og tekist hafi að tryggja hagsmuni landbún- aðarins. Skógarhögg og úrvinnsla eru meðal veigamestu atvinnugreina Finna líkt og sjávarútvegur hjá okk- ur. Finnum tókst að fá viðurkenndar sérreglur um þessa starfsgrein sem tryggja finnska hagsmuni. Er hugs- anlegt að við gætum náð svipuðum árangri varðandi sjávarútveginn? Sjávarútvegsstefna ESB og staða Íslendinga gagnvart henni verður viðfangsefni annarrar greinar minn- ar um Evrópusamrunann. Evrópu- hugsjónin Eftir Jón Skaftason „Einangrun myndi leiða til stöðn- unar.“ Höfundur er fyrrv. alþingismaður. VERKEFNISSTJÓRN um rammaáætlun kynnti fyrr á þessu ári bráðabirgðaniðurstöður um samanburð á 15 virkjunarkostum, þar á meðal um Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaöldulón sem hvoru- tveggja eru með réttu talin hafa mjög mikil og neikvæð umhverfis- áhrif. Meðal kosta í þessum verk- efnisáfanga er svonefnd Skaftár- veita sem fælist í að veita vatni úr Skaftá yfir í Langasjó og þaðan áfram vestur í Tungná. Fær sú hugmynd afar mildilega afgreiðslu í þessum bráðabirgðaniðurstöðum og er talin hafa tiltölulega lítil um- hverfisáhrif og gefa góðan hagnað á orkueiningu. Á kynningarfundi sem verkefn- isstjórn rammaáætlunar efndi til fyrr á árinu gerði ég alvarlega at- hugasemd við þetta mat að því er umhverfisáhrif Skaftárveitu snert- ir. Langisjór milli Fögrufjalla að austan og Grænafjallgarðs og Breiðbaks að vestan er einstæð náttúrugersemi eins og allir sem þangað koma og horfa yfir svæðið, til dæmis frá Sveinstindi, hljóta að skynja. Breyting á þessu 27 km² stöðuvatni í miðlunarlón með jök- ulvatni væri að mínu mati óafsak- anlegt gerræði og sama á við að ætla sér að veita vatni Skaftár vest- ur í Tungná. Slíka vatnaflutninga milli vatnasviða ætti ótvírætt að banna með lögum fyrr en seinna. Afleiðingar aðgerða sem þessara fyrir núverandi vatnakerfi Skaftár frá upptökum til ósa eru lítt kann- aðar og ófyrirséðar án umfangs- mikilla rannsókna. Varðar það með- al annars ferskvatnsstreymi um Eldhraun og grunnvatnsstöðu á stóru svæði. Með Skaftárveitu væri verið að stórspilla hálendi Skaft- árhrepps sem nú er að mestu óraskað víðerni og áhrifin fyrir ferðaþjónustu og útivist á svæðinu yrðu mjög neikvæð. Sveitarfélagið sem heild myndi bíða af þessu ómældan hnekki og efnahagslegur ávinningur fyrir heimamenn væri hverfandi til lengri tíma litið. Langisjór myndar ásamt Eldborga- röðum (Lakagígum) og upptökum Skaftár órofa heild sem þarf að verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði fyrr en seinna. Til varnar Langasjó og Skaftá Eftir Hjörleif Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður. „Með Skaft- árveitu væri verið að stórspilla hálendi Skaftárhrepps.“ v/Laugalæk, sími 553 3755. Samkvæmis fatnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.