Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óskar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. janúar 1932. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 3. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Elías Sím- onarson sjómaður, f. 13. september 1898, d. 30. júní 1980, og Lára Mar- grét Knudsen húsfrú, f. 23. októ- ber 1904, d. 20. júní 1986. Óskar var yngstur fjög- urra systkina. Bræður hans voru Lárus, f. 19. júní 1924, d. 17. maí 1994, og Yngvi, f. 13. júní 1929, d. 10. júlí 1981. Systir Óskars er Hrefna, f. 2. maí 1926. Óskar kvæntist Oddnýju Helgadóttir en þau slitu sam- vistir. Óskar kvæntist 24. júlí 1965 Erlu Friðriks- dóttur, f. 11. des- ember 1944. For- eldrar Erlu voru Friðrik Guðmunds- son, f. 15. septem- ber 1906, d. 20. apríl 1988, og Þór- unn Halldórsdóttir, f. 11. september 1909, d. 28. septem- ber 1981. Dætur Óskars og Erlu eru a) Þórunn Ásdís, f. 21. mars 1964, sambýlismað- ur hennar er Júlíus Þorfinnsson, f. 1965, sonur þeirra er Sindri, f. 2002, fyrir átti Júlíus Styr, f. 1992. b) Guðný Arndís, f. 16. apríl 1971, fyrrverandi maður hennar er Fahad Falur Jabali, f. 1963, son- ur hans er Corto, f. 1988. Útför Óskars verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Djúp virðing og þakklæti er mér efst í huga við fráfall tengdaföður míns, Óskars Guðmundssonar. Virð- ing fyrir persónunni, lífshlaupi hans og glæsileika, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum hlýja og mæta manni. Óskar var Vesturbæingur í húð og hár, alinn upp í verkamannabústöð- um við Hringbraut og nemandi í Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Sextán ára hóf hann nám í bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi 1952 og starfaði síðan hjá Ræsi hf. næstu fimm árin. Á lífsleiðinni taka menn margar ákvarðanir, stórar sem smáar, og sumar þeirra geta mótað ævina alla. Árið 1957 tók Óskar tvær slíkar grundvallarákvarðanir. Hann ákvað að hætta störfum sem bifvélavirki, venda kvæði sínu í kross og hefja störf í herrafataverslun Anderson & Lauth. Sama ár hóf Óskar að æfa badminton. Má með sanni segja að Óskar hafi þarna fundið hilluna sína, því fataverslun var hans lifibrauð í ríflega þrjá áratugi og badminton eitt hans helsta hugðarefni, ævina á enda. Óskar vann í nokkrum helstu herrafataverslunum borgarinnar á sjöunda, áttunda og níunda áratugn- um og nutu því ófáir smekkvísi hans, kynslóð eftir kynslóð. Lengst starfaði Óskar hjá Karnabæ. Honum var mjög umhugað að vera vel til fara og var ávallt smekklega klæddur, hvort sem leiðin lá í veislu eða einfaldlega út í garð að slá blettinn. Hann var líka fljótur til afskipta, ef honum fannst að eitthvað mætti betur fara í klæða- burði annarra. Sjálfur hef ég notið góðs af vönduðum fatasmekk Óskars, alltaf einhverja snilld að finna í rann- sóknarleiðöngrum upp á háaloft á Nesveginum. Og engin föt fara mér betur en gömlu smókingfötin Óskars. Árið 1963 var Óskari einnig heilla- drjúgt. Í ársbyrjun kynntist hann Erlu, ástinni sinni. Þau felldu strax hugi saman og um sumarið varð Erla ófrísk að Þórunni Ásdísi, eldri dóttur þeirra og konu minni. Um vorið varð Óskar tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton fyrir TBR. Og um haustið lét Óskar gamlan draum rætast og stofnaði, ásamt öðrum, badminton- deild KR. Ég hugsa að minn maður hafi verið býsna sáttur í árslok. Óskar var KR-ingur frá blautu barnsbeini, hafði æft og keppt í knattspyrnu og á skíðum fyrir KR, sat um tíma í stjórn skíðadeildar og tók virkan þátt í uppbyggingarstarfi félagsins í Skálafelli. Óskar var for- maður badmintondeildar KR nær óslitið frá 1963, þar til hann lét af störfum sökum veikinda á síðasta ári. Óskar sat um árabil í stjórn Badmint- onráðs Reykjavíkur, var um tíma í stjórn TBR, hann var einn stofnenda Badmintonsambands Íslands, í stjórn þess og varaformaður um skeið. Óskar tók að sér margvísleg ábyrgðarstörf í tengslum við badminton, sinnti m.a. þjálfun og dómgæslu, en mestu afrek sín vann Óskar inni á sjálfum vellinum. Óskar varð fimmtán sinnum Ís- landsmeistari í badminton í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik á árunum 1959 til 1970, þar af átta sinnum í ein- liðaleik. Reykjavíkurmeistaratitlar voru enn fleiri. Þessi árangur skipar Óskari á bekk með bestu badminton- mönnum Íslands, fyrr og síðar. Fyrir afrek sín og störf að íþróttamálum hlaut Óskar margar viðurkenningar, en vænst þótti honum um gullmerki KR og heiðurskross Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands, sem hann var sæmdur á 100 ára afmæli KR við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í febr- úar 1999. Í einkalífi var Óskar mikill gleði- og gæfumaður. Hann naut sín hvergi betur en í hópi fjölskyldu og vina, var mikill selskapsmaður og þótti ekki leiðinlegt að skemmta sér – og öðr- um. Óskar var söngmaður mikill, lip- ur dansari og ræðumaður góður. Myndaalbúmin á Nesveginum eru óræk heimild um mikið fjör á sjöunda og áttunda áratugnum, stór og traustur vinahópurinn hefur greini- lega haft nóg að gera. Með árunum fjölgar fjölskyldumyndunum, enda fullkomnast fjölskyldan 1971 þegar yngri dóttirin, Guðný Arndís, kemur til sögunnar. Skíðaferðir, utanlands- ferðir og tjaldferðir eru greinilega mikið teknar – og ekki síður veiði- ferðir, því laxveiði var mikið áhuga- mál Óskars, raunar skotveiði einnig. Óskar og veiðifélagarnir stunduðu allar helstu laxveiðiár landsins. Óskar sagði mér margar eftir- minnilegar veiðisögur frá þessum túrum, en engar ótrúlegar. Hann veitti mér ómælda leiðsögn þegar ég fór að stunda laxveiði. Hann lýsti veiðistöðum og straumi nákvæmlega fyrir mér, þó ekki hefði hann komið á þann bakkann í áratugi. Hann var gríðarlega lunkinn með flugustöng- ina, og náttúrutalent í veiði, eins og öðrum íþróttum sem hann spreytti sig á. Óskar byrjaði t.d. að spila golf sextugur, var fljótur að komast upp á lagið og náði draumahöggi allra golf- ara, holu í höggi, innan fárra ára. Kempa var hann, en ekki síður um- hyggjusamur eiginmaður og faðir. Óskar færði henni elsku Erlu sinni blóm reglulega og engan mann veit ég stressaðri yfir afmælis- og jóla- gjöfum handa konu sinni. Hann var vakinn og sofinn yfir vel- ferð dætra sinna og fjölskyldu, var í stöðugu sambandi við alla og skipti þá engu hvar í heiminum meðlimir fjölskyldunnar voru staddir. Afa- strákarnir Corto, Styr og Sindri fóru ekki varhluta af gæsku og hlýju Ósk- ars, missir þeirra er mikill. Betri tengdaföður get ég ekki hugsað mér. Við Óskar vorum ekki lengi að ná saman. Enda báðir gegn- heilir KR-ingar og deildum áhuga á fótbolta og veiði; það var góður grunnur að byggja vináttu á. Stuttu eftir að við Þórunn kynntumst var ég kominn í eins konar beinlínusamband við Óskar, sem hélst alla tíð. Þau voru ófá sím- og samtölin, um leikinn í gær, leikinn í kvöld, næstu veiðiferð eða daginn og veginn. Óskar var t.a.m. svo mikill KR-ingur að hann hafði ekki taugar til að sjá mikilvæga leiki, og fékk því skýrslu frá mér að leik loknum. En aldrei brást að flagga KR fánanum á leikdögum, og raunar miklu oftar. Það var líka dæmigert fyrir Óskar að snudda eitt- hvað í kringum okkur. Ef eitthvað þurfti að dytta að heimavið, var hann mættur í verkið óumbeðinn, meðan hann hafði heilsu til. Eða kom fær- andi hendi með eitthvað smálegt, sem við vissum ekki að okkur vantaði. Óskar háði hetjulega baráttu síð- ustu æviár sín, en hann greindist með krabbamein fyrir rúmum sex árum. Engum vafa er undirorpið að sú bar- átta hefði orðið mun skammvinnari, ef ekki hefði verið fyrir keppnishörku Óskars, ásamt þessari eðlislægu lífs- gleði sem einkenndi hann. Þetta sýndi sig í eftirminnilegri ferð til Ítalíu í sumar. Óskar var þjáð- ur, en það stöðvaði hann ekki í að njóta lífsins. Ekki frekar en steypi- regn stöðvaði skrautlegan golfhring sem við tókum, þar sem Óskar lék eins og engill. Og á kvöldin skyldi far- ið á fínan restaurant og notið matar og drykkjar. Óskar var þarna í essinu sínu kvöld eftir kvöld, lék á als oddi og vafði þjónum um fingur sér, vinstri og hægri. Einmitt á þeim nót- um vil ég minnast Óskars Guðmunds- sonar. Far í friði, vinur, og takk fyrir allt. Júlíus Þorfinnsson. Það myndast mikið tóm í huga og hjarta þegar nákominn yfirgefur okkar jarðneska líf. Þetta gerist þrátt fyrir langvarandi veikindi þess manns og þrátt fyrir að búast hefði mátt við að hann yfirgæfi okkur miklu fyrr. En Óskar svili minn og mágur Systu var ekki neinn venju- legur maður að líkamlegu og andlegu atgervi. Hann hafði ætíð pláss fyrir marga og mörg viðfangsefni í senn. Óskar var fagurkeri og snyrtimenni fram í fingurgóma, mikill unnandi tónlistar og hlustaði löngum á fræg- ustu tenóra heims. Hann var hús- bóndi á sínu heimili og mikill faðir sinna tveggja dætra, þeirra Þórunn- ar og Guðnýjar. Heimili hans var allt- af opið okkur hjónum og börnum okkar en það var á heimili hans sem ég kynntist best þessum hlýja manni og um leið skoðanasterka. Við rædd- um ætíð mikið um stjórnmál enda báðir með ákveðnar meiningar í þeim málaflokki. Hann var frjálslyndur hægrimaður, hafði alltaf miklar taugar til samhjálpar og fann sterkt til samúðar með þeim sem minna máttu sín. Óskar gat samt verið harð- ur í horn að taka ekki síst þegar al- mannafé var sóað. Annar vettvangur með þeim hjónum Óskari og Erlu var þegar við fórum í okkar mörgu sum- arferðir. Þær ferðir munu seint úr minni okkar hverfa. Einu gleymdi hann aldrei í ferðum þessum en það voru badmintonspaðar og boltar. Í spaðana tókum við oft ef veður var gott og þessi eilífi unglingur lét mig heyra það að ég, ungur maðurinn, ætti að vera í mun betra formi. Síðustu árin voru Óskari erfið vegna veikinda hans en ljósið í myrkrinu var fyrsta barnabarnið hans Sindri, sonur Þórunnar og Júl- íusar, sem fæddist í upphafi þessa árs. Það er með virðingu og þökk, sem við kveðjum mætan vin, sem er okkur svo minnisstæður á svo margan hátt. Við biðjum guð að styðja og styrkja Erlu, dæturnar Þórunni og Guðnýju og fjölskyldur þeirra í sorg sinni. Blessuð sé minning hans Óskars Guðmundssonar. Pétur, Guðríður (Systa) og fjölskylda. Með sorg og eftirsjá í hjarta kveðj- um við kæran bróður, mág og frænda. Við andlát góðra vina renna í gegnum hugann minningar um þann sem látinn er og er svo einnig í þetta sinn. Minningarnar eru margar og góðar. Alltaf var glatt á hjalla þar sem fjölskyldurnar komu saman. Skemmtileg voru alltaf gamlárs- kvöldin á Hringbrautinni, hér fyrr á árum, þar sem öll fjölskyldan heilsaði nýju ári og skaut upp flugeldum. Mikið var hlegið og skrafað í veislum í gegnum árin enda húmorinn í góðu lagi. Óskar var sannur KR-ingur og stundaði sjálfur badminton í mörg ár og var þar sigursæll og margfaldur Íslandsmeistari í þeirri íþrótt. Það var ekki lítil upphefð fyrir okkur systurnar að eiga þennan mikla af- reksmann fyrir frænda. Óskar var mikill útivistar- og sportveiðimaður og eru margar minningarnar tengdar útilegum og veiðiferðum sem farnar voru. Á þessu ári höfum við stórfjöl- skyldan komið tvisvar saman til að fagna stórafmælum, en það var síðast í júní í fimmtugsafmæli Ragnars frænda, og svo 16. janúar þegar við ásamt fjölskyldu Erlu og vinum fór- um í rútu austur í Þjórsárdal, þar sem Óskar ásamt fjölskyldu dvaldi í sumarbústað, og komum honum að óvörum á afmælisdaginn hans þegar hann varð sjötugur. Varð þetta mjög skemmtileg kvöldstund og dýrmæt minning fyrir okkur. Fyrir nokkrum árum greindist Óskar með þann sjúkdóm sem nú hefur haft yfirhöndina. Aðdáunar- vert hefur verið að fylgjast með því hve samhentar þær mæðgur Erla, Þórunn og Guðný hafa verið um að gera honum lífið léttara og hversu ákveðin þau voru í að njóta lífsins eins og kostur var. Missir okkar allra er mikill en mestur þó Erlu, Þórunnar, Guðnýjar og þeirra fjölskyldna og biðjum við þeim guðsblessunar á þessum erfiðu tímum. Við söknum góðs vinar og fé- laga í leik og starfi og þökkum fyrir að hafa fengið að eiga hann sem bróð- ur, mág og frænda. Blessuð sé minning hans. Hrefna og Ragnar, Bryndís, Sigurbjörg og fjölskyldur. KR-kveðja Óskar Guðmundsson er látinn eftir sex ára baráttu við krabbamein. Læknar sögðu í upphafi að þetta yrði snöggt stríð en það fór á annan veg, þeir þekktu ekki seiglu Óskars. KR-ingar vita að hann var ekki þeirrar gerðar að gefast upp. Óskar kom barnungur í félagið, en hann átti heima í verkamannabústöð- unum við Hringbraut og þaðan komu margir góðir KR-ingar. Hann var í knattspyrnu og á skíð- um og var góður í báðum greinum. Upp úr 1960 var Óskar ásamt Sveini Björnssyni og Birgi Þorvaldssyni að- alhvatamaður að því að stofna badmintondeild KR. Hann var kjör- inn formaður deildarinnar og gegndi formennsku nánast óslitið þar til á síðasta ári, þá orðinn helsjúkur. Hann var margfaldur Íslands- meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í badminton. Óskar hlaut heiðursmerki KR fyrir íþróttaafrek sín og félagsstörf. Einn- ig hlaut hann heiðurskross ÍSÍ. KR-ingar muna Óskar sem góðan íþróttamann og traustan félaga. Aðalstjórn félagsins þakkar Óskari Guðmundssyni störf hans í þágu KR og sendir eiginkonu hans, Erlu Frið- riksdóttur, og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. Óskar Guðmundsson var glæsileg- ur meistari. Hann átti stóran þátt í að gera badminton að verðugri keppn- isíþrótt á Íslandi. Ég var svo lánsamur sem smá- pjakkur úr Kleppsholtinu að fá að fara með æskuvini mínum Steinari Petersen og hans foreldrum að fylgj- ast með badmintonmótum vestur í KR-heimili. Þar var Óskar Guð- mundsson, sem fljótlega skráði nafn sitt á spjöld badmintonsögunnar, sem aldrei verður afmáð. Við Steinar dáðumst að hæfni hans og glæsileika. Hann var okkar hetja. Til þess að gera langa sögu stutta, varð hann síðar einn af okkar bestu vinum. Við Óskar vorum saman í stjórn Badmintonsambandsins en hann var ávallt mjög virkur í fé- lagsmálunum auk þess að vera í fremstu röð keppenda. Þegar Óskar, margfaldur Íslands- meistari, að lokum lét veldið af hendi til Haraldar Kornelíussonar í einliða- leik og hans og Steinars í tvíliðaleik, var Óskar þar til þess að samfagna hinum ungu meisturum. Þá varð til okkar sterki vinahópur sem hittist reglulega í matarboðum. Þar var ávallt glatt á hjalla og var okkur full- kunnugt að okkar betri helmingar voru búnar að heyra sömu sögurnar mörgum sinnum og löngu búnar að fá nóg, en við höfðum ávallt jafngaman af. Mér er sérstaklega minnisstætt sá glæsileiki og myndarskapur sem við urðum aðnjótandi þegar við sóttum Óskar og Erlu heim. Á síðustu árum, höguðu örlögin því þannig að mér tókst ekki, m.a. vegna búsetu minnar erlendis, að rækta okkar vinskap. Ég átti þó mjög gott samtal við Óskar fyrr á þessu ári og var það dæmigert hvernig hann hélt sinni reisn og hetjulegu yfirbragði þrátt fyrir langvarandi veikindi. Góður félagi, traustur vinur og glæsilegur meistari er fallinn frá, en minningin um góðan dreng og afrek- in lifa. Kæri vinur, þín verður sárt saknað en hvergi meir en hjá þinni elskulegu konu Erlu og dætrunum Þórunni og Guðnýju. Guð blessi ykkur. Sigurður Ág. Jensson. ÓSKAR GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Ósk- ar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SOFFÍU SIGURÐARDÓTTUR, frá Njálsstöðum. Guðrún Hafsteinsdóttir, Jósefína Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, tengdabörn og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ARNBJARGAR ARADÓTTUR frá Grýtubakka. Aðalbjörg, Sigríður, Sigrún, Margrét, Jónas, Bryndís, Ari og Guðmundur Baldursbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.