Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Guð-mundsdóttir var fædd í Hafnarfirði 8. júlí 1942. Hún lést í Malmö í Svíþjóð 16. október síðastliðinn. Hún ólst upp í Hafn- arfirði og Bolunga- vík hjá móður sinni Ósk Guðmundsdótt- ir, f. 11.9. 1924, og fósturföður Guð- mundi Jónssyni, f. 19.8. 1924, d. 30.10. 2002. Guðbjörg gift- ist 25.8. 1961 Björg- vin Kristjánssyni, f. í Skálavík v/ Bolungavík 17.12. 1936. Þau eiga fjóra syni, Guðmund, f. 31.5. 1961, Indriða, f. 23.7. 1962, Trausta, f. 4.8. 1963, og Halldór, f. 24.1. 1966. Barnabörnin eru orðin 14. Guðbjörg útskrif- aðist úr Sjúkraliða- skóla Íslands vorið 1984 og starfaði hér heima og í Svíþjóð. Útför Guðbjargar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sit við gluggann og horfi út. Hvað veröldin getur breyst í einu vetfangi. Hún Guðbjörg vinkona mín er dáin. Minningarnar streyma í gegnum hugann. Við í sjúkraliðaskólanum, við í sumarbústað upp í Borgarfirði, við á Kirkjuveginum í Keflavík, við ásamt Erlu Báru vinkonu okkar á „Strikinu“, Í Tívoli í Kaupmanna- höfn, í Malmö í Svíþjóð, að ógleymdri ferð til Krítar. Kynni okkar Guðbjargar hófust haustið 1981 þegar við settumst á skólabekk í sjúkraliðanám. Hún kom mér fyrir sjónir sem hæglát, ljúf og kurteis. Þeir eiginleikar einkenndu hana alla tíð. Þegar svo við kynntumst betur, kom í ljós einstök þolinmæði og trygglyndi. Ég heyrði hana aldrei hallmæla neinum. Árið 1988 flutti hún ásamt eig- inmanni sínum Björgvini Krist- jánssyni til Svíþjóðar. Þar undi hún sér vel og starfaði sem sjúkra- liði, þar til hún varð að láta af störfum vegna veikinda. En hún gafst aldrei upp og hafði aðra ávallt í fyrirrúmi. Síðast þegar ég talaði við hana örfáum vikum áður en hún lést, sagði hún að það væri ekki mikið að sér, miðað við allt þetta vesa- lings veika fólk sem lægi þarna á sjúkrahúsinu. Það er komið að leiðarlokum. Þegar vindar lífsins næða um mig, ylja ég mér við minningarnar um fallegt bros, hlý orð, um yndislega stúlku sem öllum vildi vel. Ég trúi því að guð hafi tekið vel á móti henni Guðbjörgu minni og þegar ég fer að sofa í kvöld, hafi enn ein stjarna bæst við á himn- inum sem lýsir niður til mín. Elsku Ósk, Björgvin minn, Gummi, Indriði, Trausti, Halldór, tengdadætur og barnabörn ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sofðu rótt elsku vinkona. Björg. GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þorsteinn Gísla-son fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1962. Hann lést á Nyköping sjúkrahúsinu í Sví- þjóð 1. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Ingi- björg Sæmundsdótt- ir húsfrú í Þorlákshöfn, gift Sigurði Sigurþórs- syni verkamanni, og Gísli Einarsson Þor- steinsson múrari í Kópavogi. Sambýlis- kona hans er Malee Suwannatha, starfsstúlka á sjúkrahúsi. Systkin Þorsteins eru Úlfar Gíslason múrari, kona hans er Fanney Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, og Marta Sonja Gísladótt- ir, gift Brynjari S. Sigurðssyni bónda. Þorsteinn gekk í hjónaband 17 nóvember 2000 með Susanne Anne Marie Gísla- son, f. 17. nóvember 1968, og er hún af sænsku bergi brot- in. Úr fyrri sam- böndum átti hann þrjú börn, þau eru: Ingi Þór, f. 30. apríl 1986, hann býr í Hafnarfirði, Em- anúela Lind, f. 10. september 1986, og Aron Freyr, f. 29. ágúst 1989, þau búa bæði í Svíþjóð. Þorsteinn ólst upp á Vindási í Hvol- hreppi. En eftir að hann fór úr föðurhúsum bjó hann stuttan tíma á Selfossi, í Reykjavík og Þorlákshöfn en fluttist til Sví- þjóðar árið 1990 þar sem hann lengst af rak bílaverkstæði. Útför Þorsteins var gerð frá Kristens samfundets kyrka (Kirkja Kristins safnaðar) við Saltå í Svíþjóð 11. nóvember. Susanne mágkona mín í Svíþjóð hringdi um klukkan 6 að morgni föstudaginn 1. nóvember og sagði þessi orð sem ég mun aldrei gleyma: „Ég verð að segja þér að bróðir þinn er sofnaður svefninum langa.“ Það getur ekki verið hugsaði ég, við pabbi ætluðum að heimsækja hann og áttum bókað flug þann 8. nóvember. Þá ætlaði hann að vera svo hress og taka á móti okkur á flugvellinum. Við ætluðum ekki að koma til að sjá hvað hann væri veikur heldur til að sjá hvað hann yrði hress þá. Það er rúm vika síð- an ég talaði við hann í síma og þá var hann svo bjartsýnn um að hon- um tækist að sigrast á veikindum sínum, þó læknarnir væru búnir að gefast upp. En þetta er staðreynd sem verð- ur að taka trúanlega, eftir stutta en snarpa baráttu er hann Denni þessi stóri og sterki maður farinn úr þessari jarðvist langt fyrir aldur fram. Eins og það er stutt á milli hlát- urs og gráts eru breytingarnar fljótar að gerast þegar krabbinn er á ferðinni. Annan daginn leið hon- um vel en illa þann næsta. Þannig var sumarið og haustið búið að líða hjá honum. Tveim dögum áður en hann féll frá hringdi ég í hann. Þá lét hann vel af sér og var tilbúinn til að hughreysta mig. En ég heyrði að hann var búinn að gefast upp. Við vorum búin að vera svo náin, því við höfðum svipaðar skoðanir og veltum fyrir okkur ýmsum hlut- um sem sumir hugsa jafnvel ekki um. Þegar hann veiktist hringdi hann fyrst í mig og bað mig að segja foreldrum okkar og bróður frá þessu. Þegar hann var með ein- hverjar vangaveltur um lífið og til- veruna, eða dauðann, þá hringdi hann í mig. Þegar hann þurfti að gráta þá hringdi hann í mig og við grétum bæði. Þetta var ekki alltaf auðvelt en er mér mikils virði nú. Við munum fara til Svíþjóðar en ekki í heimsókn til hans heldur til að fylgja honum til hinstu hvílu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kæri bróðir, minningarnar eru margar góðar og ljóslifandi, sér- staklega síðan í vor þegar við pabbi komum til þín. Þá ræddum við meðal annars um trúmálin og þú sagðist trúa á Biblíuna, Jesú Krist og líf eftir dauðann en varst ekki viss um hvað eða hver Guð væri. Núna veist þú það. Þakka þér fyrir samfylgdina og þakka þér fyrir að leyfa mér að styðja þig í þínum erf- iðleikum. Þín systir Marta Sonja Gísladóttir. Það var stórt skarð höggvið í lít- inn systkinahóp þegar skaparinn kallaði mág minn hann Þorstein eða Denna eins og hann var kall- aður meðal vina. Föstudagurinn 1. nóvember verður mér ætíð minn- isstæður sem dagurinn sem Sus- anne svilkona mín í Svíþjóð hringdi og tilkynnti okkur að Denni væri dáinn. Það er ætíð sorglegt þegar ungt fólk fellur frá en er þó fyr- irgefanlegt þegar erfiðir sjúkdómar eru annars vegar. Denni háði snarpa baráttu við vágestinn, krabbann, en gafst þó aldrei upp og var ætíð jákvæður sem er eina vopnið í baráttunni við krabbann, það veitir aðstandendum og ekki síður sjúklingi mikinn með- byr. En krabbinn hefur ætíð vinning- inn og var mín fyrsta hugsun eftir fréttirnar af Denna sú að hann þyrfti ekki að kveljast lengur en þessa fjóra mánuði sem veikindin stóðu. Mér er alltaf minnisstætt þegar Denni kom í heimsókn til okkar þar sem við bjuggum í Þorlákshöfn og sat inni í stofu með mér og beið eft- ir að Marta færi að sækja kaffið fram í eldhús. Eftir svolitla þögn sagði Denni: „Jú‚ ég held að það sé allt í lagi með þig, ég sé og finn að Mörtu líður vel með þér.“ Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Denna. Ég sat algjörlega orðalaus, en létti mikið að heyra þetta frá til- vonandi mági mínum. Þessi orð eru mér minnisstæð og hef ég geymt þau með mér æ síðan. Það hefði verið réttlátt að setja þau í minn- ingargrein eftir svona fjörutíu til fimmtíu ár eða svo en ekki sextán árum eftir að við kynntumst. Denni var með rólegri mönnum sem ég hef kynnst um ævina, talaði aldrei af sér og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það eru mannkostir sem gott er að hafa. Denni flutti til Svíþjóðar fyrir tólf árum ásamt Kristjönu konu sinni og tveimur börnum þeirra. Þau slitu samvist- um en héldu alltaf góðu sambandi. Hann kynntist eftirlifandi konu sinni Susanne í Svíþjóð og hefur hún tekið börnum Denna sem sín eigin börn væru, Denni og Susanne áttu ekki börn saman. Denni rak bílaverkstæði í Sví- þjóð og var þar á heimavelli enda voru viðgerðir honum alltaf hug- leiknar. Elsku Susanne, Ingi Þór, Emma Lind og Aron Freyr, söknuðurinn er mikill en Guð er réttlátur og veit hvað hann gerir. Ég sendi ykkur foreldrum og systkinum Denna mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænarstund. Ég legg sem barnið, bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal.) Brynjar S. Sigurðsson. ÞORSTEINN GÍSLASONElskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON fyrrverandi kaupmaður í Straumnesi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Kristín Sigtryggsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Lína Margrét Þórðardóttir, Sigurður Jónsson, Jófríður Halldórsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Róbert Melax, Ágústa Jónsdóttir, Helgi Baldvinsson, Steingrímur Jónsson, Ásta Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN J. INGIMARSDÓTTIR, Bakkastöðum 161, áður til heimilis í Álftamýri 46, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 5. nóvember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Bára Todd, Gunnar Sigurbjartsson, Esther Halldórsdóttir, Reynir Haraldsson, Birgir Halldórsson, Ragnheiður B. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR, Lindargötu 57. Sigríður G. Kærnested, Erna Grétarsdóttir, Gunnar Á. Þorkelsson, Sigurjón Grétarsson, Eygló Ebba Hreinsdóttir, Ágústa Sigurjónsdóttir, Guðmundur H. Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, DANÍELS S. LÁRUSSONAR, Óðinsgötu 8, Reykjavík. Dóróthea Magnúsdóttir, Árný Daníelsdóttir, Hörður Harðarson, Daníel Sigurður, Tómas Atli, Orri og Darri, Brynja Daníelsdóttir, Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir, Margrét Lárusdóttir, Siguróli Jóhannsson, Sigurður Lárusson, Dúfa Ólafsdóttir, Björn S. Lárusson, Anna Kjartansdóttir. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MATTHÍAS HAUKSSON, Löngumýri 1, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 14. nóvember kl. 13.30. Sigurður Jónsson, Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir, Kristján Jónsson, Margrét Rósa Jónsdóttir, Árni Haukur Gunnarsson, Elísabeth Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.