Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 19 Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 Samkvæmisfatnaður Kynning 8.-16. nóvember Stærðir 40-52 Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu Skólastígur/Eyrarlandsvegur Oddeyrargata/Brekkugata ⓦ Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kau vangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. Stjórnmála- námskeið Þátttökugjald 4.000 kr. Námsmenn 2.000 kr. Innritun sími 462 1500 frá kl. 9-12 Netfang: xd@aey.is Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efna til stjórnmálanámskeiðs í Kaupangi. Kennt verður tvo laugardaga, 16. og 23. nóvember D A G S K R Á : 16. nóvember kl. 13-17:30 Íslenska stjórnkerfið Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stefna Sjálfstæðisflokksins Halldór Blöndal Skipulag og starf Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir Fjölmiðlar Gréta Ingþórsdóttir 23. nóvember kl. 13-17:30 Ísland og umheimurinn Tómas Ingi Olrich Bæjarmálastarfið Kristján Þór Júlíusson Flutningur talaðs máls Sunna Borg Fundarstjórn og fundarsköp Anna Þóra Baldursdóttir o.fl. ANNA Margrét Ólafsdóttir hafnaði í áttunda sæti á Heimsmeistaramóti unglinga í hreysti, sem fram fór í Portúgal um helgina. Heiðrún Sig- urðardóttir hafnaði í tíunda sæti en þær stöllur voru fulltrúar Íslands á mótinu. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Guðmann fararstjóra stúlknanna, var styrkleiki þess mik- ill, eins og nærri má geta þar sem 30 lönd sendu sína bestu keppendur til leiks. Árangur Önnu Margrétar er sá besti sem náðst hefur á alþjóðlegu móti í hreysti frá upphafi. Hún hafnaði í 6. sæti í danslotunni og í 9. sæti í samanburði. Sigurvegari mótsins kom frá Rússlandi og heitir Daria Akinchina og sigraði hún með yfirburðum. Á sama tíma og mótið fór fram var keppt í vaxta- rækt unglinga og í karla- og kvennaflokkum 40 ára ogeldri. Önnu Margréti og Heiðrúnu var í lok mótsins boðið að halda til Ja- maica, til að kynna íþrótt sína fyrir þarlendum en báðar vöktu þær mikla athygli fyrir frumlegar og líf- legar danslotur. Anna Margrét Ólafsdóttir í keppni á heimsmeistaramótinu í hreysti í Portúgal um helgina. HM unglinga í hreysti Anna Margrét hafnaði í 8. sæti FJÖLDI fólks lagði leið sína á vís- indadag í Háskólanum á Akureyri sl. laugardag. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna, sem vakti ekki síður at- hygli yngstu fjölskyldumeðlim- anna. Flutt voru fróðleg erindi sem tengjast daglegu lífi, forvitnilegar tilraunir voru sýndar á sviði jarð- vísinda, efna- og eðlisfræði, lifandi sjávarverur voru til sýnis, sem og varðveittar lífverur í smásjá og víðsjá, auk vísindasmiðju fyrir börnin. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína í Háskólann á Akureyri á vísindadegi, þar sem margt var að sjá og heyra. Þessi börn voru að klappa lifandi þorskum og ýsum sem geymd voru í körum fyrir utan skólann. Fjölmenni á vísindadegi LÖGREGLAN á Akureyri hætti í gær, mánudag, þeirri áralöngu þjón- ustu sinni að opna læsta bíla fyrir bifreiðaeigendur. Fyrirtæki í einka- eigu hefur nú tekið þessa þjónustu í bænum að sér og beinir lögregla því þeim tilmælum til þeirra sem á þjón- ustunni þurfa að halda að snúa sér til Aðstoðar ehf. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri sagði að ástæða breytingnna væri fyrst og fremst sú að einkafyrirtæki hefði tekið að sér að veita þessa þjónustu og komið sér upp tækjum og tólum til þess. Það væri siðlaust af okkur að halda áfram að veita þessa þjónustu í samkeppni við einkaaðila,“ sagði Ólafur og benti á að áður fyrr hefði lögregla oft verið kölluð til að gefa straum en eftir að fyrirtæki úti í bæ hefði boðið upp á slíka þjónustu hefði því verið hætt. Óökuhæfur eftir harðan árekstur Harður árekstur tveggja bifreiða varð um helgina á gatnamótum Þór- unnarstrætis og Glerargötu og skemmdist önnur mikið og var dreg- in óökuhæf af vettvangi. Bifreið, sem ekið var upp í snjó- ruðning, skemmdist talsvert, en að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar leyndust brot af kantsteinum eftir snjóruðningstæki í ruðningnum og ollu tjóni á bílnum. Alls urðu 14 umferðaróhöpp á Ak- ureyri í liðinni viku en öll án teljandi meiðsla. Þá voru 18 kærðir fyrir of hraðan akstur og 2 fyrir meinta ölv- un við akstur. Lögreglan á Akureyri Hættir að opna læsta bíla TVÖ tilboð bárust í fram- kvæmdir í Sundlaug Akureyrar og voru þau bæði undir kostn- aðaráætlun. Tréverk ehf. bauð rúmar 7,7 milljónir króna í verkið, eða 72% af kostnaðar- áætlun en SS Byggir ehf. bauð tæpar 9,6 milljónir króna, eða um 89% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 10,8 miljónir króna. Verkið felst í að steypa vegg þvert yfir gamla laugarkarið og plötu og stytta laugina úr 33 metrum í 25 metra. Einnig að sjá um jarðvegsskipti, lagnir og uppsteypu á burðarvirki undir vaktturn og jarðvegsskipti í stíg frá Þórunnarstræti og að sundlaug. Framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar Tréverk með lægra tilboð FYRSTA hverfisnefndin verður stofnuð á Oddeyri á fundi sem hald- inn verður í Oddeyrarskóla í kvöld, þriðjudagskvöldið, 12. nóvember. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveð- ið að hafa forgöngu um stofnun slíkra nefnda í öllum hverfum bæj- arins, en þær munu starfa sjálfstætt og á eigin ábyrgð. Hlutverk þeirra verður að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt. Mál sem hverfisnefndir munu fjalla um eru m.a. málefni barna og ungmenna, skipulagsmál, umgengis- umhverfis- og umferðarmál. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri mun kynna þá hugmynd sem liggur að baki stofnun hverfisnefnda á fundinum. Einnig verður fjallað um skipulagsmál Oddeyrar og kosið verður í hina nýju hverfisnefnd. Fundurinn hefst kl. 20. Fyrsta hverfis- nefndin stofnuð Myndir úr heimi íþrótta; er yf- irskrift ljósmyndasýningar Þóris Ó. Tryggvasonar, íþróttaljósmyndara Vikudags á Akureyri, í glugga Pedromynda við Skipagötu. Þetta er fyrsta ljósmyndasýning Þóris og sýnir hann fjölmargar myndir úr íþróttalífi bæjarins, auk þess sem hann hefur einnig fest áhorfendur á einstökum viðburðum á filmu. Myndirnar eru teknar á 22 ára gamla Olympus OM-2N myndavél en unnar og stækkaðar hjá Pedro- myndum. Í DAG MEIRIHLUTI félagsmálaráðs sam- þykkti að auglýsa starf deildarstjóra búsetudeildar laust til umsóknar inn- an bæjarkerfisins. Bragi Guðmunds- son, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, lagði fram bókun á fundinum, þar sem fram kemur að VG telji að auglýsa beri laus störf á vegum opinberra aðila. Lokuð aug- lýsing innan bæjarkerfisins sé vafa- samt fordæmi og geti skapað óraun- hæfar væntingar í framtíðinni. Í bókun Braga kemur einnig fram, að með auglýsingu eigi allir jafnan rétt og aðstöðu til þess að sækjast eftir lausum störfum, enda séu þau kostuð af almenningi. Með auglýs- ingu náist til þess hluta hæfasta fólksins sem vilji og hafi aðstöðu til að sækja um viðkomandi starf, óháð fyrri störfum og búsetu. Með auglýs- ingu séu mestar líkur til þess að eðli- leg nýliðun eigi sér stað hjá viðkom- andi vinnuveitanda. Með auglýsingu sé ekki verið að útiloka neinn fyrir- fram sem á annað borð uppfyllir kröfur sem gerðar eru til umsækj- enda. Starf deildarstjóra búsetudeildar Aðeins aug- lýst innan bæj- arkerfisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.