Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 47
aukahlutverki. Herdís sagði er hún tók við verðlaununum að þetta væri sólardagur á hausti lífs síns, eins- konar „indian summer“. Leikari ársins í aukahlutverki var valinn Sigurður Skúlason en auk þess að fá verðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu fékk hann þau fyrir hlut- verk sitt í Gemsum. Loks hlaut Valdís Óskarsdóttir önnur tvennra fagverðlauna, sem veitt voru á sunnudaginn, fyrir hljóð og mynd, en verðlaunin fékk hún fyrir klippingu á Hafinu. Litla lirfan með tvenn verðlaun Litla lirfan ljóta hreppti tvenn verðlaun á hátíðinni. Myndin fékk fagverðlaun fyrir útlit myndar en Gunnar Karlsson hlaut verðlaunin fyrir listræna stjórnun mynd- arinnar. Hún var einnig valin stutt- mynd ársins, fyrsta myndin sem hreppir þau verðlaun. Þáttur Jóns Ólafssonar í Sjón- varpinu, Af fingrum fram, var val- inn sjónvarpsþáttur ársins, en auk hans annast dagskrárgerð Jón Egill Bergþórsson. Leikið sjónvarpsverk ársins var Áramótaskaup Sjónvarpsins í fyrra undir leikstjórn Óskars Jónassonar, sem gerði einnig handritið ásamt Hallgrími Helgasyni og Hjálmari Hjálmarssyni. Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður stjórnar ÍKSA, sagði í opnunarávarpi hátíð- arinnar að skortur á leiknu sjón- varpsefni hérlendis væri verulegur. Hann benti á að Danir flyttu út sjónvarpsefni sem þetta og Íslend- ingar gætu jafnvel gert hið sama. Árni Snævarr hjá Stöð 2 var val- inn sjónvarpsfréttamaður ársins. Hann tileinkaði samstarfsfólki sínu verðlaunin og sagðist við þetta tækifæri líða eins og „dragdrottn- ingu, sem villst hefði inn á alvöru fegurðarsamkeppni“. Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, einn stjórnenda þáttarins 70 mín- útna hjá Popptíví var valinn vinsæl- asti sjónvarpsmaður ársins af les- endum mbl.is. Þurfti hann að fara langa leið af svölum Þjóðleikhússins niður á svið til að taka við verðlaun- unum. Í skóm drekans var valin heimild- armynd ársins og tóku systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn við verðlaununum. Þau þökkuðu sér- staklega þeim, sem hefðu þorað að standa með þeim við gerð mynd- arinnar. Verðlaun fyrir tónlistar- myndband ársins voru veitt í fyrsta sinn á hátíðinnni. Myndband Sam- úels Bjarka Péturssonar og Gunn- ars Páls Ólafssonar við lag Sálar- innar hans Jóns míns, „Á nýjum stað“, hreppti verðlaunin. Leikstjór- arnir tveir sögðust ánægðir með að tónlistarmyndböndum skyldi vera sýnd sú virðing að vera með á há- tíðinni. Loks afhenti Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hinum þekkta sjónvarpsmanni, Magnúsi Magn- ússyni, heiðursverðlaun. Magnús þakkaði fyrir sig með skemmtilegri ræðu. Hann sló á létta strengi og sagðist í gegnum tíðina hafa verið Íslendingur að atvinnu. Eftir verðlaunaafhendinguna sóttu ánægðir verðlaunahafar og aðrir viðstaddir vel heppnaðan há- tíðardansleik á Hótel Borg. Systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn tóku stolt við verðlaunum fyr- ir heimildarmynd ársins en þau gerðu Í skóm drekans. Elva Ósk Ólafsdóttir er leikkona ársins í aðal- hlutverki en verðlaunin fékk hún fyrir Hafið. Árni Snævarr, fréttamaður á Stöð 2, sem var valinn sjónvarps- fréttamaður ársins, tekur við verðlaununum á sunnudagskvöld. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 47 Hverfisgötu  551 9000 Gott popp styrkir gott málefni www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX Stórskemmtileg grínmynd frá framleiðendum The Truman Show með Óskarsverð- launahafanum Al Pacino í sínu besta formi. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. B. i. 16. Roger Ebert kvikmyndir .is  HL. MBL i i .i . www.laugarasbio.is anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.B. i. 16. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.