Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 25 LANDNEMINN mikli, ævisaga Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson er komin út hjá bókaforlaginu Bjarti. Þetta er fyrra bindið af tveimur en síðara bindið kemur út 3. október 2003 þegar liðin verða 150 ár frá fæðingu Stephans. Kostunaraðilar við ritun verksins eru Eimskipafélag Íslands, Búnað- arbanki Íslands og Urður, Verðandi, Skuld í samvinnu við Hugvísinda- stofnun Háskóla Íslands og Rann- sóknastofnun um byggðamenningu (RABYGG) í ReykjavíkurAkademí- unni. Stephan G. Stephansson er þekkt- astur íslenskra vesturfara, skáld- mæltur bóndasonur úr Skagafirði sem varð þátttakandi í ævintýraleg- ustu fólksflutningum síðari tíma, landnámi Norður-Ameríku. Í Land- nemanum mikla er sagt frá æskuár- um hans í Skagafirði og Bárðardal, ferðinni vestur um haf og landnáms- árum hans í Bandaríkjunum og Kan- ada. Stephan nam land þrívegis, fyrst í Wisconsin, síðar í Norður-Da- kota og að síðustu í Alberta. Saga hans gefur einstaka innsýn í líf og ör- lög íslenskrar alþýðu á nítjándu öld en er jafnframt heillandi saga af böldnum sveitastrák sem varð höf- uðskáld Vestur-Íslendinga og eitt öndvegisskálda á íslenska tungu. Viðar Hreinsson bóndasonur og bókmenntafræðingur hefur unnið að rannsóknum á ævi og verkum Steph- ans G. um árabil. Meðal áður ókann- aðra heimilda sem hann vinnur úr í ævisögunni er ljóðakver með æsku- kveðskap Stephans sem Guðni Jóns- son, frændi og vinur skáldsins, tók saman, leikrit eftir Stephan sem flutt var af sveitungum skáldsins í Dakota og sveitarblaðið Fjalla-Ey- vindur, sem hefur meðal annars að geyma framsæknar greinar og kvæði um kvenréttindamál. Skrifuðu fyrstar um kvenréttindi Fyrstu íslensku konurnar til að taka opinberlega undir hugmyndir um aukin réttindi kvenna á nítjándu öld voru að öllum líkindum ungar bændakonur í Dakota í Bandaríkj- unum sem skrifuðu í sveitarblaðið Fjalla-Eyvind þar vestra, síðla vetr- ar árið 1882, þremur árum áður en Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti fræga grein um kvenréttindi í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Stephans G. Stephanssonar skálds og vesturfara eftir Viðar Hreinsson. Bókin kom út hjá bókaforlaginu Bjarti í gær, mánudaginn 11. nóv- ember. „Þetta blað, Fjalla-Eyvindur, hef- ur verið til lengi á handritadeildinni, en ég man ekki eftir að hafa nokkurs staðar séð bent á þetta,“ segir Viðar Hreinsson, höfundur bókarinnar, um uppgötvun sína. En kom honum þetta þá á óvart? „Það kemur mér nú ekkert á óvart með Stephan G. lengur,“ segir hann og hlær. Fjalla-Eyvindur var handskrifað sveitablað sem íslenskir landnemar í Dakota gáfu út árið 1882. „Það var kallað skömmótt, m.a. fyrir þessi skrif um kvenréttindamál,“ útskýrir Viðar. Samkvæmt upplýsingum hans birti Stephan G. þar róttækt kvenréttindakvæði sem hann orti í orðastað eiginkonu sem andmælir kröfum eiginmanns síns um undir- gefni kvenna. Á eftir kvæðinu birti Sigurlaug Guðmundsdóttir, liðlega tvítug systir Stephans, grein þar sem hún tekur undir með bróður sín- um og hvetur kynsystur sínar til að taka boði karla um „samvinnu og jafnrétti.“ Frjálsbornar verur með fullri skynsemi Í næsta tölublaði fylgir Karólína Dalmann grein Sigurlaugar eftir, með ritgerð þar sem hún krefst frelsis og þekkingar til handa kyn- systrum sínum. Þær hafi alist upp við bústörf og hannyrðir en van- þekking og menntunarleysi dregið úr þeim þor og þrek. Þær séu þó ekki svo skyni skroppnar að þær viti ekki að þær séu „frjálsbornar verur með fullri skynsemi“. Vill Karólína taka undir með kvæði Stephans að þær eigi að „ráða ríkinu með, hafa mál- frelsi og læra vísindin sjálfar“. Loka- orð hennar eru tæpitungulaus: „Konur og stúlkur! látum nú sjá að við séum farnar að færast nær frels- inu og inum vatnsríku lindum auðs og menntunar, og gleðjum okkur yfir því, ekki í launkofum, heldur uppá húsþökum svo allir heyri okkur segja: Lifi frelsið!“ „Þarna var í fyrsta sinn kominn vísir að umræðu um kvenréttindi,“ segir Viðar. „Ég held að ástæðan sé sú að þau hafi haft veður af frjáls- lyndri baráttu úti í Bandaríkjunum. En þarna var íslenskt bændafólk að kynna sér straumana í heimsmenn- ingunni.“ En hvað varð um kvenréttinda- konuna Karólínu? „Hún var mikill skörungur og skemmtileg kona. Tveimur árum áð- ur [en hún skrifaði í Fjalla-Eyvind] lék hún í leikriti af mikilli snilld, í gamanleikriti sem Stephan hafði samið.“ Viðar segist ekki vita hvort Karól- ína, sem var þingeysk bændakona er flutti ásamt eiginmanni sínum vestur um haf, hafi látið meira að sér kveða í kvenréttindamálum. „Hún var mjög trúuð, þannig að þegar á leið var hún frekar á trúarlegu hliðinni og hefur þá sennilega fylgt kirkjunnar málum frekar.“ Ævisaga Stephans G. Stephanssonar Skrifuðu fyrst- ar íslenskra kvenna um kvenréttindi Morgunblaðið/Þorkell Höfundur ásamt ritnefnd og kanadíska sendiherranum á Íslandi. F.v. Ást- ráður Eysteinsson, Ólafur G. Einarsson, Hörður Sigurgestsson, Viðar Hreinsson, Gerald Skinner sendiherra og Soffía Auður Birgisdóttir. Café Presto, Hlíðarsmára 15 Myndlistarmennirnir Birgir Rafn Friðriksson, Jóhannes Dagsson, Ragnhildur Magnúsdóttir og Sunna Björg Sigfríðardóttir opna myndlist- arsýningu kl. 18. Þeir eiga það sam- merkt að vera norðlendingar að upp- runa, allir innan við þrítugt. Verkin eru unnin með hefðbundnum aðferðum. Kaffihúsið er opið virka daga frá 10- 22, um helgar kl. 12-18 Sýningin stendur til 29. nóvember. Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið verður úr nýjum bókum kl. 19.30. Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr Gallsteinar afa Gissa, Kristín Steins- dóttir les úr Engill í vesturbænum, Harpa Jónsdóttir les úr Ferðin til Samiraka, Gerður Kristný les úr Marta smarta og Brynhildur Þór- arinsdóttir les úr Njálu fyrir börn og unglinga. Þá les Friðrik Rafnsson úr þýðingu sinni á bókinni Kynþátta- fordómar, hvað er það pabbi? eftir Tahar Ben Jelloun. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Jólin á Kanarí 19. desember frá kr. 60.262 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina um jólin til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 17. eða 19. desember, og þú getur valið um viku, 9 nætur, 2 vikur eða 3 vikur á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Tryggðu þér síðustu sætin um jólin Verð kr. 73.600 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 17. des., 9 nætur. Flug, gisting, skattar. Verð kr. 60.262 M.v. hjón með 2 börn, Tanife, 17. des., 9 nætur. Flug, gisting, skattar.                                                                   !"#  $    % &           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.