Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 13 IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 07 6 10 /2 00 2 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Ef til vill finnst flér tvisvar á dag ekki nóg. A› minnsta kosti ekki flegar upplifun í IS200 er annars vegar. fia› ver›ur nánast vanabindandi a› finna spennuna, sem fylgir flví a› snúa lyklinum, a› skynja afli› og fjöri›. Stíll og fágun au›kenna sérhvert smáatri›i. Glæsileg innrétting og sjálfvirk loftræsting ver›a til fless a› ökumanni og farflegum lí›ur betur en í nokkrum ö›rum bíl. 6 diska geisla- spilari er felldur inn í mælabor›i›. fiú hlustar á uppáhaldstónlistina flína og ert í sjöunda himni frá flví a› lagt er af sta› og flar til slökkt er á bílnum. Sérkenni Lexusbíla, hva› fleir láta vel a› stjórn og eru gæddir frábærum aksturseiginleikum, gera fla› enn ánægjulegra a› aka IS200. En fyrst og fremst er léttir til fless a› vita a› flví eru engin takmörk sett hversu oft á dag má njóta fless a› aka IS200. En hér er gó› vi›mi›unarregla: fieim mun oftar, fleim mun skemmtilegra. Rá›lag›ur dagskammtur: a.m.k. tvisvar N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S HUGMYNDUM um „grisjun“ þorsk- stofnsins og að aukinn náttúrulegur dauði gæti verið skýringin á ofmati Hafrannsóknastofnunar á stærð þorskstofnsins á árunum 1997 og 1998 var hafnað af vísindamönnum á fyrirspurnarþingi sjávarútvvegs- ráðunetisins í gær. Á þinginu var far- ið yfir þá gagnrýni, sem fram hefur komið á störf Hafrannsóknastofnun- ar við stofnstærðarmat og veiðiráð- gjöf og flutt áfangaskýrsla um afla- regluna svokölluðu. Réttar reikniaðferðir Andrew Rosenberg, deildarforseti líffræði- og landbúnaðardeildar há- skólans í New Hamshire, kynnti nið- urstöður skýrslu um rannsókn á ná- kvæmni og öryggi á stofnstærðar- mati þorsks hér við land og hagnýtingu aflareglu. Rosenberg fór yfir fyrri útreikninga Hafrannsókna- stofnunar sem leiddu til ofmats á stofninum og sagði hann reikniað- ferðir stofnunarinnar hafa verið rétt- ar í öllum meginatriðum, en niður- staða annarra, sem endurskoðað hafa matið er á svipuðum nótum. Hann taldi að ekki hefði verið hægt að sjá ofmatið fyrir, enda hefði það ekki komið í ljós fyrr en tveimur árum eft- ir að það átti sér stað. Hann sagði marga þætti hafa valdið ofmatinu, en taldi að taka mætti meira tillit til vafaatriða og óvissuþátta við matið og ætíð bæri að fara varlega í aukningu aflaheimilda. Vísindamenn Hafrann- sóknastofnunar telja að aukinn veið- anleiki á árinu 1998 sé skýringin á of- matinu en ekki sé ljóst hvers vegna veiðanleikinn hafi aukizt á því ári. Töluvert var deilt á aðferðir Haf- rannsóknastofnunar, það gerðu með- al annarra Kristinn Pétursson, fisk- verkandi á Bakkafirði, Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Jónas Bjarnason, fyrrum forstjóri RF, Jón Kristjánsson fiskifræðingur og Sveinbjörn Jónsson, fyrrum sjómað- ur. Fulltrúar stofnunarinnar og And- rew Rosenberg höfnuðu með öllu þeim hugmyndum að of lítið væri veitt og ekki borgaði sig að geyma fiskinn í sjónum, heldur þyrfti að veiða meira af smáfiski. Enginn þeirra taldi heldur að aukinn náttúru- legur dauðdagi væri skýringin á of- matinu. Máli sínu til stuðning bentu þeir meðal annars á að þorskstofninn væri nú aðeins um fjórðungur þeirrar stærðar, sem hann var fyrir nokkrum áratugum og hann ætti því frekar að hafa meira að éta nú en þá. Í svipuðum sporum og 1994 Friðrik Már Baldursson við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, kynnti áfangaskýrslu um afla- regluna svokölluðu, sem tekin var upp 1995. Meginmarkmið hennar er að ekki verði veitt meira en 25% úr veiðistofni þorsks hverju sinni. Hann taldi að vafalítið hefði töluvert áunn- izt með aflareglunni, miðað við að annars hefði verið haldið áfram á sömu braut og gert var fyrir upptöku hennar, en þá var mun hærra hlutfall úr stofninum veitt. Taldi hann að hag- rænn ávinningur af því að taka upp regluna gæti verið um 20 milljarðar króna fram til ársins 1998, er stofninn var ofmetinn. Hann sagði að stað- reyndin væri reyndar sú að við vær- um nú í svipaðri stöðu og 1994, þegar ákveðið var að taka aflaregluna upp. Aflinn væri svipaður og staða þorsk- stofnins líka. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, sleit þinginu og lýsti ánægju sinni með gang mála. Hann sagði marga hafa komið að þessari umfjöllun. Helzt hefði verið fjallað um stofnstærðarmatið sjálft og að- ferðir við það, aflaregluna og viðmið, sem nota mætt við beitingu hennar og loks líffræðilegar forsendur stjórnkerfisins. Nú væri að vinna úr því sem fram hefði komið. „Við þurfum nú að finna nýjan far- veg til að halda umræðunni áfram. Það er nauðsynlegt að alltaf sé í gangi umræða um þessi málefni, þannig að við séum alltaf að hugsa, alltaf að skiptast á skoðunum og alltaf að taka inn nýja þætti í vinnuna hjá okkur. Við megum aldrei staðna í þessum fræðum og verðum alltaf að vera tilbúin. Það hefur verið mikil gagnrýni á Hafrannsóknastofnun en mér finnst hún hafa brugðizt rétt við. Hún hefur haft forystu um það að leita að skýr- ingum og hún hefur verið tilbúin til þess að breyta aðferðum og bæta vinnubrögð sín. Það er ekki þar með sagt að þau á Hafrannsóknastofnun hafi alltaf haft rétt fyrir sér. En þau hafa alltaf sýnt ýtrasta vilja til að gera eins vel og mögulegt hefur verið á hverjum tíma. Ég trúi því að það hafi enginn getað gert betur,“ sagði Árni. Morgunblaðið/RAX Árni M. Mathiesen ræðir málin við Jónas Bjarnason, fyrrv. forstjóra Rf. „Grisjun“ hafnað HAGNAÐUR SÍF nam sem svarar 36 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, en SÍF gerir nú upp í evrum og er þetta miðað við meðalgengi tímabilsins. Hagnaðurinn er 418 þúsund evrur, en var 3,4 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur námu 499 milljónum evra eða tæpum 43 milljörðum króna en voru 513 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir nam 11 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum þessa árs eða 960 millj- ónum króna en í fyrra var hagnaður fyrir afskriftir rúmar 12 milljónir evra að frádregnum söluhagn- aði eigna. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 6,1 milljón evra, 528 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var veltufé frá rekstri 6,5 milljónir evra. Í fréttatilkynningu frá SÍF kemur fram að rekstur félagsins á þriðja fjórðungi ársins hafi verið nokkru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en í þeim var reiknað með taprekstri. Tekjur þriðja ársfjórðungs hafi aukist um tæp 7% frá fyrra ári og rekstrarkostnaður lækkað um 17%. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 1,3% á fyrstu níu mánuðum ársins en 11,0% á sama tíma- bili í fyrra. Eiginfjárhlutfall var 14,4% í lok tíma- bilsins en 16,0% á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár 1,3% Horfur fyrir árið eru sagðar þær að eftirspurn eftir saltfiski sé vaxandi, sala meiri en gert hafi verið ráð fyrir og verð hafi hækkað. Framleiðsla saltfisks sé minni en oft áður og birgðir fari hratt minnkandi. Ljóst sé að aðhaldsaðgerðir muni skila jákvæðum áhrifum á rekstur samstæðunnar á síð- ustu mánuðum ársins. Áætlanir geri ráð fyrir hagnaði á síðasta fjórðungi ársins, sem samkvæmt venju sé afgerandi besti fjórðungur samstæðunn- ar. Hagnaður SÍF 36 milljónir króna Þriðji fjórðungur yfir áætlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.