Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 46
Bubbi Morthens, Egill Ólafsson og Thor Vilhjálmsson glöddust með kvik- myndagerðar- og sjónvarpsfólki á góðri stundu á Hótel Borg. KVIKMYNDIN Hafið var ótvíræð- ur sigurvegari Edduverðlaunahátíð- arinnar, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar, ÍKSA. Verðlaunin voru veitt með viðhöfn í Þjóðleik- húsinu á sunnudagskvöldið og mætti fólk í sínu fínasta pússi til að fagna því sem best hefur verið gert í íslenskum kvikmyndum og sjón- varpi á árinu. Hafið hreppti átta verðlaun auk þess sem hún verður framlag Íslendinga til næstu Ósk- arsverðlauna. Hafið var valin bíó- mynd ársins og Baltasar Kormákur leikstjóri ársins fyrir sömu mynd. Baltasar tók einnig við verðlaunum fyrir handrit ársins fyrir myndina ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni. Aðalkynnar hátíðarinnar voru Valgerður Matthíasdóttir og Logi Bergmann Eiðsson en auk þeirra stigu fjölmargir þjóðþekktir ein- staklingar á svið til að afhenda verðlaun. Dorrit Moussaieff og Arn- ar Jónsson afhentu verðlaunin fyrir kvikmynd ársins. Baltasar sagði er hann tók við verðlaununum að hann tileinkaði þau Þjóðleikhúsinu því án leikhússins væri kvikmyndagerðin fátækari. Hann sagðist hafa haft af því ómælda ánægju að sjá hvern stórleikarann á fætur öðrum, sem starfað hefðu í leikhúsinu, taka við Edduverðlaunum. Leikarar Hafsins sópuðu til sín verðlaunum á hátíðinni. Gunnar Eyjólfsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki. Gunnar var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna þar sem hann er staddur í Bled í Slóveníu með skáklandsliðinu á ól- ympíuskákmóti. Gunnar ávarpaði þó áhorfendur í gegnum farsíma Baltasars og að ósk hans tóku dæt- ur hans, Þorgerður Katrín og Kar- itas, við verðlaununum fyrir hans hönd. Leikkona ársins í aðalhlutverki var valin Elva Ósk Ólafsdóttir og hlaut hún mikið lófaklapp við- staddra fyrir. Enn meira lófaklapp fékk þó Herdís Þorvaldsdóttir en hún var valin leikkona ársins í Morgunblaðið/Jim Smart Maður kvöldsins, Baltasar Kormákur, smellir kossi á kinn Dorritar Moussaieff. Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, tóku við verðlaununum af Dorrit og Arnari Jónssyni þegar Hafið var útnefnt kvikmynd ársins. Í kjöl- farið var tilkynnt að myndin yrði ennfremur framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna bandarísku. Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir og leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson ræða saman á hátíðardansleik á Hótel Borg eftir verðlaunaafhendinguna. Heiðursverðlaunahafinn Magnús Magnússon og Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona ársins í aukahlutverki, samgleðjast í Þjóðleikhúsinu. Ríkuleg uppskera Hafsins á Eddu 46 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50. B. i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.15. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mögnuð mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Robin Williams aldrei betri" - USA Today Missið ekki af þessar 5, 7.30 og 10. Gott popp styrkir gott málefni 1/2Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com DV USA Today SV MblDV RadíóX  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.B. i. 16.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. i i l i illi l i i - i i i Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Sýnd kl. 4. með ísl. tali Búðu þig undir nýja tilraun í hrylling. Það geta allir séð þig og það heyra allir í þér. En það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð hryllingsmynd. Sýnd kl. 8. Stranglega bönnuð innan 16 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.