Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 35 ✝ Ólafur GísliHjartarson fædd- ist í Reykjavík 3. október 1926. Hann lést á Borgarspítalan- um 30. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur L. Jóns- son, f. 29. júní 1904, d. 12. október 1990, og Jakobína Jakobsdótt- ir, f. 29. júlí 1900, d. 27. maí 2000. Systkini Ólafs eru Jón Berg- mann, f. 29. septem- ber 1929, d. 7. janúar 1930; Ingibjörg Krist- ín Hjartardóttir Gröndal, f. 18. júní 1931, d. 18. mars 2000, maki Ragn- ar Gröndal, f. 17. júlí 1929; og Jón Lárus Hjartarson, f. 2. júlí 1934. Ólafur vann ýmis störf bæði til sjós og lands alla tíð. Hann rak vörubíl, var á togurum, í sigling- um, hjá Landhelgis- gæslunni í þorska- stríðum, Iscargo og Arnarflugi og nú síð- ustu ár var hann vaktmaður hjá Haf- rannsóknastofnun. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú hélst það, en ellikerling sótti þig aldrei heim. Mér fannst það skrýtið, hélt að þú yrðir 100 ára eins og mamma þín. Hún var yndisleg. Öllu er afmörkuð stund. Þú fékkst krabba- mein í vélindað, fórst í aðgerð í byrjun maí. Það var aldrei uppgjafar- né kvörtunartónn í þér. Þú varst vanur að taka á þegar þess þurfti, það sýndi sig nú. Á sjónum, á yngri árum þín- um, þurftir þú að berja ís í nokkra sól- arhringa ásamt félögum þínum, þið höfðuð hent öllu fyrir borð. Sú seigla að komast lífs af úr slíkum hrakning- um er til marks um seiglu þína. Við- horf þín til lífsins urðu mér leiðarljós. Kærleikur í garð náungans geislaði frá þér. Sumir héldu að þú værir ekki trúaður, en ég kynntist öðru. Þú lést þér annt um mig og mína. Við kynnt- umst þegar ég var á sautjánda ári 1977, hjá Iscargo. Þá lifðir þú öðruvísi lífi. En það breyttist. Við urðum feðg- ar. Þú eignaðist þrjú barnabörn, varðst fyrirmyndarafi. Þú tókst þátt í flest öllum mínum gerðum á löngu árabili. Studdir við, en komst og fórst. Það var háttur þinn. Þegar þú komst í mat, varstu jafnvel búinn áður en allir voru sestir. Oft hlógum við þegar mamma var að reyna að ala þig upp. En eftir að við Dísa stofnuðum heimili dvaldir þú aðeins lengur. Þar sem ég var, varst þú. Þú varst velkominn alls- staðar. Orðheppinn með eindæmum, með skemmtilegasta húmorinn án þess að særa nokkurn með háði. Nú þegar þú kvaddir, fékk ég hringingar víða að. Ég veit þú vakir yfir velferð okkar. Ég veit líka að sá þráður sem milli okkar var bundinn, nær langt út yfir gröf og dauða. „Elsku drengurinn“ ég veit að ég heyri það ekki oftar, en ég er sáttur og veit að þú ert það líka. Guð veri með þér, elsku Óli minn. Bjarki Harðarson. Ég lá veikur heima og beið eftir að móðir mín kæmi úr sveitinni. Ég var sex ára og mjög kvalinn, aðallega þó vegna fjarveru móður minnar. Birtist þá góðlegur, brosandi og gamall mað- ur með fullan poka af nammi til þess að lina þjáningar mínar. Ég hafði aldrei séð jafnmikið sælgæti og þótt ég hefði ekki lyst á því þá, leið mér strax betur við tilhugsunina um hvað biði mín þegar mér batnaði. Þetta voru mín fyrstu kynni af Óla „gamla“. Ég sótti strax eftir auknum fé- lagskap Óla gamla því mér fannst hann óhemju fyndinn og skemmtileg- ur. Ég suðaði í móður minni að bjóða honum oftar í heimsókn og oftast kom hann tvisvar í viku. Hann blótaði mikið og fór ég að apa það eftir honum. Móður minni fannst það ekki eins fyndið og því fórum við Óli í „blótleikinn“. Leikreglurnar voru einfaldar, hvert blótsyrði kostaði 10 kr. Leikar stóðu jafnir framan af en svo fór að síga á ógæfuhliðina hjá Óla gamla. Við móðir mín vorum að flytja inn til Bjarka í fjölbýlishús við Keilugrandann og Óli gamli bauð hjálp sína. Flutningarnir gengu mis- vel og óvenju illa hjá Óla gamla. Hann bar oftast stóra og þunga hluti og rak þá alls staðar utan í og þá sérstakega handriðið svo að í glumdi. Hófst þá eitthvert hið mesta blót á Íslandi frá því á tímum Þorgeirs goða. Ég skemmti mér konunglega, fylgdi Óla gamla hvert fótmál og taldi: tíu, tutt- ugu, þrjátíu o.s.frv. Ekki man ég hvernig leikar stóðu eftir flutningana en hver ferð, upp og niður stigana, kostaði Óla gamla allt að þrjátíu krón- um. Á tímabili heimsótti ég Óla gamla einu sinni í viku og þá horfðum við á sakamálaþáttinn Matlock sem sýndur var á RÚV. Þetta var spari-kvöld hjá okkur og ég fékk alltaf eins mikið af gosi og sætindum eins og ég gat í mig látið. Það var merkilegt að Óli gamli gat alltaf leyst ráðgátuna í Matlock og þegar við horfðum á fótbolta þá vissi hann alltaf hvort liðið færi með sigur af hólmi, þótt hann hefði lítið vit á íþróttinni. Óli hafði skoðanir á flestum þjóðum heimsins og komu þær oft í ljós þegar við horfðum á landsleiki í knattspyrnu. Hann var hrifnastur af Spánverjum og Hollendingum en blótaði mest Fransmönnum (Frökk- um), Tjöllunum (Englendingum) og Ræningjunum (Tyrkjum). Þrisvar sinnum fór ég með Óla til útlanda. Tvisvar til Amsterdam og einu sinni til Kanarí. Óli gamli var alltaf skemmtilegur í útlöndum og það var unun að fylgjast með honum. Hann talaði ensk-íslensku reiprenn- andi sem flestir íbúar jarðarinnar skilja. Ég man þegar Óli gamli pant- aði sér kók þá var það: „One Kóka- kóla and no andskotans ice.“ Ég hef aðeins lýst broti af sam- skiptum okkar Óla gamla, því af nógu var að taka. Ég missti báða afa mína ungur en Óli gamli fyllti skarð þeirra og rúmlega það. Þó kallaði ég hann aldrei afa heldur Óla eða „My best friend“. Ég kvaddi hann með miklum söknuði því aldrei hef ég kynnst jafn- góðhjörtuðum manni. Málshátturinn „sælla er að gefa en þiggja“ lýsir hon- um vel. Ég dáist að hans dugnaði og hefur hann verið mér mikil fyrir- mynd. Verst þykir mér að börnin mín munu aldrei njóta þeirrar gæfu að fá að kynnast Óla gamla og jólin eru óhugsandi án jóla-Óla. Erfitt er að lýsa hversu vænt mér þótti um hann og mun ég varðveita okkar minningar svo lengi sem ég lifi. „Your best friend“, Örn Þorsteinsson (Öddi). Ég kynntist Óla gamla fyrir 17 ár- um þegar ég hitti manninn minn. Ég varð alveg undrandi þegar ég sá hann. Af hverju var hann kallaður Óli gamli? Mér fannst hann svo ungur. Okkur varð fljótt vel til vina og eig- inlega miklu meira en það. Við hitt- umst daglega þegar hann var á land- inu. Þótt hann væri erlendis hringdi hann daglega, bara til að taka púlsinn. Hann var mjög sérstakur á alla lund. Við vorum sjaldan sammála. Hann talaði annaðhvort um kell- ingar eða stelpur, aldrei um konur. Konur voru ekki háttsettar hjá hon- um. Ef honum líkaði við kvenkynið, þá voru það stelpur. En það voru víða stelpur. Þær voru á Kanarí Klara, Gunna, Auður og konan hans Örvars. Þær voru stelpur. Svo bættust í hóp- inn stelpurnar á Borgarspítalanum. Við hittumst alltaf tvisvar í viku á kaffihúsi. Þá snerist umræðan um þrjú mál; Kanarí, landsmálapólitík og Davíð, hvað hann væri frábær, og Hafró. Davíð var sko strákur eins og strákarnir á Hafró. Hann var besti vinur hans síðan Frankó dó. Sl. sumar kynntist hann lækni sem var líka strákur, það var Hjörtur læknir. „Það er sko allt í lagi með hann, hann er ekkert alltaf að gefa pillur.“ Undir skráp þessa harða togarajaxls bjó sá dýpsti kærleikur sem ég hef kynnst. Hann var eins og hjá foreldrum mín- um. Hvernig hann kom fram við börn- in mín og okkur hjónin verður ekki í orðum lýst. Hann var alltaf til staðar, reiðubúinn en samt alltaf að flýta sér. En það var bara hans persónuleiki, að vera ekki að íþyngja öðrum. Elsku Óli, takk fyrir árin okkar. Lífið heldur áfram, þótt mér finnist vera komið stórt skarð í heimilislíf okkar. En við eigum margar og góðar minningar eftir. Með dýpsta þakklæti. Þórdís Einarsdóttir. Óli gamli var besti vinur minn og hann gaf mér margar og fallegar gjaf- ir. Einu sinni gaf hann mér eyrna- lokka. Ég bað hann að kaupa litla hringeyrnalokka handa mér. En mamma vildi fá að tala við Óla gamla. Hún sagði: „Ekki hafa þá voða dýra, þá skaltu ekki kaupa þá.“ Þá sagði ég við mömmu: „Má ég tala við Óla gamla?“ Hún sagði: „Allt í lagi.“ Þá sagði ég við Óla gamla: „Kauptu þá samt, en taktu bara verðmiðann af svo mamma sjái ekki hvað þeir kosta.“ Óli keypti þá. Ég er alltaf með þá og vil ekki taka þá af mér. Ég sakna þín, Óli. Þín Halla Margrét. ÓLAFUR GÍSLI HJARTARSON Elsku bróðir minn og vinur. Með trega kveð ég þig, nú þeg- ar þú hefur lokið starfi og leggur upp í þína hinstu ferð. Minningin um tryggð þína og vináttu mun vera ljós í lífi mínu. Far þú í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Jón Lárus. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Ólaf G. Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, LAUFEY VALDEMARSDÓTTIR SNÆVARR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést laugardaginn 9. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Birna H. Stefánsdóttir, Pétur Stefánsson, Stefanía V. Stefánsdóttir, Gunnsteinn Stefánsson. Bróðir okkar, SIGURÐUR JÓHANNESSON múrarameistari, lést á Hrafnistu laugardaginn 9. nóvember. Fyrir hönd vina og vandamanna, Auðunn Jóhannesson, Leópold Jóhannesson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR DAGNÝSSON frá Seyðisfirði, Miðvangi 8, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 3. nóvember, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Helga Sveinsdóttir, dætur, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS E. NORDQUIST, Espigerði 4, lést á Kanaríeyjum sunnudaginn 10. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Halla Sigríður Jónsdóttir, Jón Nordquist, Pálína Friðgeirsdóttir, Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, barnabörn og barnbarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, andaðist laugardaginn 9. nóvember sl. Þórdís Ástríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir, Jóhannes Hermannsson, Gunnar Freyr Jóhannsson og barnabarnabörn. Bróðir minn og besti vinur okkar, ÓLAFUR G. HJARTARSON, Ásvallagötu 33, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 12. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Hjartarson Bjarki Harðarson, Þórdís Einarsdóttir og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR JÓNSSON frá Marbæli, Skarðshlíð 14A, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 8. nóvember. Hulda Jónsdóttir, Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.