Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi sem fram fór á laugardag. Ein- ar K. Guðfinnsson alþingismaður varð í öðru sæti, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður varð í þriðja sæti, Guðjón Guðmundsson alþing- ismaður í fjórða sæti og Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður lenti í fimmta sæti. Sturla Böðvarsson hlaut 1.433 atkvæði í fyrsta sætið en Vilhjálmur Egilsson fékk næst- flest atkvæði í það sæti eða 1.392 atkvæði og munaði því aðeins 41 atkvæði á Vilhjálmi og Sturlu í fyrsta sætinu. Prófkjörið er bindandi fyrir sjö efstu sætin. Alls tóku um 6.000 manns þátt í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 5.789, auð og ógild 205. Utan- kjörfundaratkvæði voru um 2.100 talsins. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins kveða á um að kjörnefnd sé heimilt að ákveða, að þeim, sem atkvæð- isrétt eiga í prófkjöri og gera ráð fy heiman auglýsta prófkjörsdaga, sé le kvæði í prófkjörinu 1–3 vikum fyrir Harður slagur í Norð 538 6+/  ) ( 6  /  ) $ ) #  - 8  9  5) & - 8  D**) 9  "= - 5) "! 5) %) *-  0"= %) 8 - 2!0 = % *!  "#.,,     )    ) ( +      C     %#+"&        ! "# $"= & + & -  ' @< "#*+% & 2   STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segist ánægður með að fá tækifæri til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi. „Það er það sem ég stefndi að og lagði áherslu á,“ segir hann. „Mér var hins vegar alveg ljóst að þarna yrði mjög hörð barátta. Þarna er hópur mjög öflugra fram- bjóðenda sem hefur mik- inn stuðning í hinum gömlu kjördæmum.“ Sturla segir að búast hefði mátt við því að sú svæðaskipting hefði sýnt sig í fylgi við einstaka frambjóðendur. Sú hefði orðið raunin. „Að vísu hafði ég vonast til þess að menn reyndu að stilla sig inn á þá bylgjulengd að horfa á kjördæmið nýja sem heild en ekki að halda áfram í hinum gömlu kjördæmum. En nú er það verkefni okkar og verkefni mitt sem forystumanns í kjördæm- inu að leiða þennan hóp saman og vinna fyrir kjördæmið allt.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaður og fram- bjóðandi í Norðvesturkjördæmi, hefur gagn- rýnt mjög harðlega hvernig staðið var að ut- ankjörfundaratkvæðagreiðslunni á Akranesi. Spurður um þetta bendir Sturla á að fram- kvæmd prófkjörsins hafi verið í höndum kjör- nefndar og stjórnar kjördæmisráðsins. „Ég get því ekki svarað fyrir þetta,“ segir hann og ítrekar að það séu trúnaðarmenn flokksins á hverjum stað sem sjái um utankjörfund- aratkvæðagreiðsluna, um atkvæðagreiðsluna á kjördegi og síðan úrvinnslu. „Þetta er því í höndum þeirra,“ segir Sturla og kveðst því ekki vilja tjá sig um þetta mál. Sturla Böðvarsson Mitt verkefni að vinna fyrir kjördæmið allt Sturla Böðvarsson „ÉG er auðvitað bæði sæll og glaður með þessa niðurstöðu,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son alþingismaður, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Norðvest- urkjördæmi á laugardag- inn. Einar segir ljóst af því atkvæðamagni sem hann fékk að hann eigi stuðning fólks alls staðar í kjördæminu og slíkt sé sér mikilvægt veganesti inn í kosningabaráttuna fyrir komandi þingkosn- ingar. „Þetta voru mjög afger- andi úrslit hvað mig áhrærir. Ég fékk flest atkvæði í heildina eða um 80%. Ég fékk líka 540 fleiri atkvæði í annað sætið en sá sem næstur mér kemur. Þegar ég skoða heildar- atkvæði í þrjú efstu sætin, sem við höfum litið á sem væntanleg þingsæti, kemur í ljós að ég fæ um 3.350 atkvæði í þau. Af þessu dreg ég þá ályktun að meirihluti þeirra atkvæða sem ég hef fengið í þessi þrjú væntanlegu þing- sæti hafi komið frá íbúum utan gamla Vest- fjarðakjördæmisins. Að mínu mati er þetta því til marks um það að ég hef fengið víð- tækan stuðning frá fólki alls staðar að úr kjördæminu, og finnst mér skipta mjög miklu máli að fólkið í hinu nýja Norðvesturkjör- dæmi lítur á mig sem fulltrúa sinn á Alþingi,“ segir Einar Kristinn. Hann segir ánægjulegt hversu margir tóku þátt í prófkjörinu. „En þessar deilur sem hafa orðið um framkvæmd málsins á Akra- nesi varpa auðvitað skugga á. Það er hins vegar mál sem við þurfum að ræða innan flokksins og komast að skynsamlegri nið- urstöðu um,“ segir hann. Einar segir ennfremur að taka beri gagn- rýni Vilhjálms Egilssonar alvarlega en að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig um hana því ræða beri þessi mál innan flokksins. Einar K. Guðfinnsson Ánægður með afgerandi úrslit Einar K. Guðfinnsson EINAR Oddur Kristjánsson alþingismaður segist vera mjög ánægður með þann árangur sem hann náði í prófkjörinu. Einar Oddur hafnaði í þriðja sæti, fékk 2.816 atkvæði í 1.–3. sæti og 4.469 atkvæði samtals í kosningunni eða næstflest atkvæði í heildina á eftir Einari K. Guðfinnssyni. „Ég leitaði eftir því að fá öruggt sæti í framboðinu, það er að segja eitt af þremur efstu, og það gekk eftir. Ég er mjög þakk- látur þeim sem kusu mig og öllum þeim sem lögðu mér lið,“ segir Einar Oddur. Þátttakan í prófkjörinu varð heldur meiri en Einar Oddur kveðst hafa átt von á, eða tæplega 6.000 kjósendur. Aðspurður um gagnrýni Vilhjálms Egilssonar á framkvæmd kosninganna sagðist Einar Oddur ítreka þau ummæli sín að hann harmaði ef menn færu svo óvarlega við framkævmd kosninganna að tortryggni vekti. „Það er mjög slæmt fyrir flokkinn og fyrir prófkjörið,“ sagði Einar Oddur. Einar Oddur Kristjánsson Sóttist eftir öruggu sæti og það gekk eftir Einar Oddur Kristjánsson GUÐJÓN Guðmundsson alþingismaður er ekki ánægður með að hafa hafnað í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi um helgina. „Ég stefndi hærra og náði ekki því takmarki sem ég setti mér, þ.e.a.s. öruggu sæti, og þar af leiðandi er ég ekki ánægður með þessi úrslit,“ segir hann. Spurður hvaða skýr- ingar hann hefði á þess- ari niðurstöðu segir Guð- jón að væntanlega hafi verið meiri eftirspurn eft- ir öðrum frambjóðendum. „Baksíðufrétt Morgunblaðsins á kjördag um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á Akranesi kom mér afskaplega illa. Ég er mjög undrandi á Morgunblaðinu að tala aðeins við Vilhjálm [Egilsson] og Einar Odd [Kristjánsson] en ekki mig, því þá hefðu þau sjónarmið komið fram að menn töldu sig gera þetta með réttu. Ég er mjög óánægður með framgöngu Morgunblaðsins á kjördag,“ segir Guðjón. Hann var einnig spurður hvort hann ætl- aði að t og svar kjörnef Guðj gagnrý ismaðu kjörfun inu á A stöðugu síðustu máli. S hefðu f úti í bæ Þarn urnesin kvæmd vera að Guðj þetta h máli er irritaði anlega kvæði e gera þe hvarfla gera þe teldu a einhver var hal um allr máli lok yrði ey upp á n ið, en V sér fær sagði G Guðjón Guðmundsson Ekki ánægður með þessi úrslit Guðjón Guðmundsson VILHJ sem ha stæðisf ekki æt ir alþin ar vera kosning þakklát ur af þe geri hin þessa fr greiðslu verið br Eins unblaði utankjö einu fyr kvæði a gagnrý að söm Akrane „Það ekki sp a.m.k. t í fyrirtæ segja u að kjós „Síða hvaða a hætti o atkvæð Vilhjá Seg í pr Vilhjálm Egilsson FATLAÐIR EIGNAST HEIMILI LÆRDÓMSRÍK PRÓFKJÖRSHELGI Stjórnmálaflokkarnir eru mikilvæg-ur hluti af lýðræðiskerfinu á Ís-landi, meðal annars vegna þess að á þeirra vegum eru valdir þeir frambjóð- endur, sem síðan keppa um hylli kjós- enda í almennum kosningum. Þegar lagt er mat á þroska lýðræðisins er ekki nóg að horfa á það hvernig kosningar til lög- gjafarsamkundunnar fara fram, heldur þarf líka að líta til þess hvernig flokk- arnir standa að vali á frambjóðendum. Vissulega er hægt að draga nokkurn lærdóm í þessum efnum af þeim próf- kjörum, sem fram fóru um síðustu helgi. Segja má að það séu t.d. jákvæðar frétt- ir fyrir lýðræðið að það skipti augljós- lega ekki mestu máli í huga kjósenda hver eyddi mestum peningum í kosn- ingabaráttu sína, heldur réðst afstaða þeirra af öðru. Raunar vaknar sú spurn- ing, hvort dýrustu auglýsingaherferð- irnar hafi jafnvel haft allt önnur áhrif á kjósendur en til var ætlazt. Eftir sem áður blasir við að sá gegndarlausi fjár- austur í auglýsingar og kynningarefni, sem frambjóðendur í prófkjörum hafa talið sig þurfa að grípa til, hefur fælt margt hæft fólk frá því að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa á þingi og í sveitar- stjórnum. Þau vinnubrögð, sem voru viðhöfð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi, eru hins vegar lýðræðinu sízt til framdráttar. Við val á framboðs- lista fyrir þingkosningar þurfa auðvitað að gilda skýrar reglur, rétt eins og í al- mennum kosningum, og það þarf að fara eftir þeim til þess að fólk tortryggi ekki niðurstöðurnar. Það virðist hafið yfir allan vafa að reglur um utankjörfund- arkosningu voru brotnar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Eftir að ásakanir um slíkt höfðu komið fram frá einum frambjóðendanna, Vilhjálmi Egilssyni alþingismanni, var haldinn fundur kjör- nefndar sl. fimmtudagskvöld, þar sem ákveðið var að ógilda 80 atkvæði, sem safnað var með því að ganga með kjör- gögn í fyrirtæki, í andstöðu við próf- kjörsreglur flokksins. Vilhjálmur Egilsson lýsti því yfir í frétt hér í blaðinu á laugardag, að ekki væru öll kurl komin til grafar í málinu og færir í dag rök fyrir því að brotin á próf- kjörsreglunum hafi verið mun umfangs- meiri og miklu fleiri atkvæði en þessi 80 fengin með ólögmætum hætti. Þeim, sem söfnuðu atkvæðunum, hafi sjálfum verið falið að finna út hvaða atkvæði hafi verið ólögmæt og auk þess hafi talning utankjörfundaratkvæðanna ekki verið samkvæmt reglum. Þetta eru alvarlegar ásakanir og óhjá- kvæmilegt fyrir flokksstofnanir Sjálf- stæðisflokksins að fara rækilega ofan í málið. Það er eins og sumir telji að taka eigi létt á málinu. Þannig segir Guðjón Guðmundsson alþingismaður hér í blaðinu í dag að þetta hafi verið „bara einhver misskilningur milli manna“. Hvernig getur þingmaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, sem hef- ur ýtarlegar prófkjörsreglur og ára- tugareynslu af að halda prófkjör, borið svona skýringar á borð? Yrði sú skýring tekin gild ef gerð væru álíka mistök í þingkosningum, að það væri bara ein- hver misskilningur? Álíka furðuleg er sú staðhæfing Guð- jóns, að baksíðufrétt Morgunblaðsins um þetta mál á kjördag hafi komið hon- um illa í prófkjörinu, af því að ekki hafi verið rætt við hann í fréttinni. Við Morg- unblaðið voru ekki settar fram neinar ásakanir um að Guðjón tengdist þessum brotum á reglum á nokkurn hátt og ekk- ert slíkt kom fram í fréttinni. Hvaða ástæða var þá til að tala við hann? For- maður kjörnefndar nefndi í fréttinni sömu útskýringu og Guðjón segist hafa viljað nefna, að þetta væri „misskilning- ur“. Það er ekki ástæða til að afgreiða þetta mál sem léttvæg mistök, eða að segja sem svo að nú sé það búið og bezt að allir séu sáttir. Ef staðreyndir máls- ins verða ekki upplýstar, sáir það fræj- um tortryggni og skaðar bæði Sjálf- stæðisflokkinn og þá frambjóðendur, sem í hlut eiga. Sigríður Ósk Jónsdóttir er brosmild aðeðlisfari og hefur líka fulla ástæðu til að brosa. Hún er nýflutt á heimili fyrir fatlaða með séríbúðum, þar sem hún hef- ur út af fyrir sig stofu með verönd, bað- herbergi, eldhúskrók og svefnkrók. Þarna hefur hún notalega aðstöðu til að taka á móti gestum, eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag. Auk þess er á heimilinu sameiginlegt rými fyrir alla sex íbúana, þ.e. stofa, borðstofa, eldhús og þvottahús. Það er af sem áður var, þegar þeir sem áttu við mikla fötlun að stríða dvöldust „24 tíma sólarhringsins inni á altækum stofnunum, jafnvel alltaf á sömu deild og innan sömu veggja“, eins og fram kemur í máli Sigríðar Kristjánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, í viðtali í Morg- unblaðinu sl. sunnudag. Mikil áhersla hefur verið lögð á það í markmiðssetningu fyrir fatlaða að fella stofnanamúrana og búa þeim heimili úti í samfélaginu. Enda er kveðið á um það í lögum að leitast skuli við að „tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífs- kjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi“. Það sýnir vel hversu framþróunin er ör í málefnum fatlaðra að hjá Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur verið bætt við heimilum fyrir 31 einstakling á einu ári. Á undanförnum árum hafa verið miklir tilflutningar frá stofnunum yfir á heimili, sem sést vel á því að á Landspítalanum í Kópavogi, sem áður nefndist Kópavogshæli, eru nú 28 einstaklingar, en voru flestir 184 árið 1975. Breytingarnar hafa haft í för með sér að aðbúnaðurinn er orðinn mun betri, t.d. voru áður allt að 15 á deild, á meðan 4 til 6 búa á heimilum fyrir fatlaða. Það er ekki einungis æskilegt fyrir fatlaða að þeim sé gert kleift að eignast heimili eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, heldur er það ekki síður gott fyrir sam- félagið. Vart hefur orðið fordóma hjá ná- grönnum þegar farið hefur verið af stað með ný heimili, en það er aðeins til marks um vanþekkingu á málefnum fatl- aðra. Reynslan sýnir að fólkið skiptir um skoðun þegar kemur í ljós að nábýlið við fatlaða hefur ekkert slæmt í för með sér. Þvert á móti að heilbrigt og hollt sé fyrir börn og fullorðna að búa í nágrenni við fatlaða og kynnast margbreytileika mannlífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.