Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 23 DAUÐVONA listamaður sér æv- ina þjóta hjá fyrir hugskotssjónum sínum, staldrar við einstaka atvik og rifjar upp aðstæður og atburði. Þetta sjónarhorn á ævisögu Guðmundar Thorsteinssonar er lykillinn að vel heppnuðu verki. Þó að eini leikarinn í sýningunni bregði sér í gervi 16 auka- persóna gleymist aldrei að hann leik- ur listmálara að leika persónur sem mótuðu lífshlaup hans. Hvað þennan einleik varðar er þessi lausn eðlileg vegna þess að hægt er að leiða líkur að því að verkið gerist allt í hugar- heimi aðalpersónunnar. Elfar Logi Hannesson talar beint til áhorfenda og undirstrikar þar með einsemd hins deyjandi listmálara. Hann á sér engan viðmælanda síð- ustu stundir sínar, hann rifjar söguna upp sjálfum sér til hugsvölunar. Í angistarfullri upprifjun leitar hann samhengis hlutanna og merkingar lífs síns. Stutt kvikmyndainnskot eru hér nýtt á hugvitssamlegan hátt. Þau setja mikinn svip á sýninguna án þess að verða yfirþyrmandi. Þau eru notuð til að bregða upp lifandi dæmum um sköpunargáfu Guðmundar í samhengi við myndræna tísku síns tíma – þar er endurgert atriði úr Sögu Borgarætt- arinnar gott dæmi um fjölhæfni hans á vegum listarinnar. Önnur myndskeið undir- strika eftirsjá Guðmund- ar eftir einfaldari gildum horfinnar æsku – Dimmalimm og prinsinn minna ekki einungis á ævintýraheim þann sem sagnaþulurinn Dauja bjó honum til handa heldur líka að persónurnar eru táknrænn hluti af sjálfs- mynd listamannsins í leikgerðri ímynd hlut- veruleikans. Umgjörð leiksins er stílhrein og táknræn og leikmunir jafnt sem bún- ingur minna í einfald- leika sínum á skilin milli hráslagalegs raunveru- leika og íburðar draum- sýnarinnar sem birtist á hvíta tjaldinu. Hin sára þrá eftir því sem aldrei getur orðið endurspeglast í um- ræðunni um stórvirkið – hina þrí- skiptu altaristöflu þar sem Kristur er sýndur lækna sjúka. Mynd þessi, sem Guðmundi reyndist ógerlegt að ljúka við, var honum ofarlega í huga stóran hluta ferilsins, enda mælikvarðinn sem hann sjálfur kaus að nota á gildi sitt sem listamanns. Guðmundur mál- ar Krist í eigin líki, enda er hann í huga hans ekki einungis kallaður að lækna líkamleg mein heldur lýsir þessi mynd líka ákafri löngun til að yf- irstíga andlega örðugleika af eigin rammleik, að endurfæðast til nýs lífs sem nýr og betri maður, laus úr helsi efans um eigið ágæti – sjálfum sér og hæfileikum sínum trúr. Harmsaga Guðmundar Thorsteins- sonar – listamannsins sem dó áður en hann náði fullum listrænum þroska – er á vissan hátt misskilningur. Eftir hann liggur ótölulegur fjöldi verka af margvíslegu tagi. Hann mætir meiri skilningi nú en í samtíð sinni enda njóta verk hans almenn- ingshylli enn í dag. Ein- leikur þessi sviptir á ákveðinn hátt róman- tískri hulu af æviskeiði Guðmundar. Fyrir aug- um áhorfenda birtist ákaflega hæfileikaríkur listamaður sem vanmet- ur sjálfan sig svo gegnd- arlaust að það dregur úr honum sjálfan lífskraft- inn. Elfari Loga tekst vel að lýsa ferlinu frá áhyggjuleysi æsku og unglingsára til alvöru manndómsáranna og hvernig sjálfsefinn helst í hendur við hnignandi heilsu allt til hinna óum- flýjanlegu endaloka. Vigdís Jakobsdóttir og Elfar taka efniviðinn skáldlegum tökum. Þau byggja verkið á heimildum um ævi Guðmundar og þá helst á Muggi, bók Björns Th. Björnssonar. Björn les meistaralega á milli línanna og svið- setur marga atburði úr lífi Guðmund- ar en eðli leikverks af þessu tagi veitir höfundum þess enn meira listrænt svigrúm. Þeirra er að tengja saman atburðina og mynda úr þeim sann- færandi heild – að finna merkinguna í lífi listamannsins sem hann leitar ár- angurslaust í verkinu, blindur á eigin verðleika. Að lokinni frumsýningu einleiksins um Mugg á Bíldudal 24. október var hann sýndur tvisvar sinnum á Ísa- firði, 27. og 30. sama mánaðar. Næstu sýningar verða í Borgarleikhúsinu í Reykjavík að kvöldi fimmtudags 14. nóvember og sunnudags 17. nóvem- ber. LEIKLIST Kómedíuleikhúsið Höfundar handrits: Elfar Logi Hannesson og Vigdís Jakobsdóttir. Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir. Leikmynda- og bún- ingahönnuður: Rebekka A. Ingimund- ardóttir. Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason. Höfundur kvikmyndar: Ragnar Bragason. Fram koma í kvikmynd: Alvar Óskarsson, Björg Caterine Jónsdóttir Blöndal, Eyvindur P. Eiríksson og Oliver Másson. Leikari: Elfar Logi Hannesson. Miðvikudagur 30. október. MUGGUR Sjúkur leitar lækningar Sveinn Haraldsson Elfar Logi Hannesson sem Muggur. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þessi fagra eyja á sér fjölmarga að- dáendur enda ríkir hér andrúmsloft sem er einstakt í heiminum og náttúrufegurð sem á engan sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina eða í hjarta Havana og hér getur þú valið um spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða sem eru hér á heimavelli. Val um: - Dvöl í Varadero 7 nætur - Varadero og Havana - Havana 7 nætur Sérflug Heimsferða Verð kr. 98.650 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 103.650. Hótel Arenas Doradas **** Glæsilegt 4 stjörnu hótel við ströndina með frábærum aðbúnaði. Verð kr. 94.750 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 99.750. Hótel Villa Tortuga *** Fallegt 3ja stjörnu hótel við ströndina með góðum aðbúnaði. Kúba 25. febrúar frá kr. 94.750 7 nætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.