Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINHLEYPIR karlar mynda stærsta hóp þeirra sem fengu fjár- hagsaðstoð frá Félagsþjónustunni í Reykjavík árið 2001, eða 41%. Einstæðir foreldrar eru næst stærsti hópurinn, eða 35%. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fé- lagsþjónustunnar fyrir árið 2001. 12% fleiri fengu fjárhagsaðstoð á árinu 2001 en árið áður og var 48% fleiri synjað um fjárhagsaðstoð á sama tíma. Sé skjólstæðingum skipt upp eftir atvinnustöðu kemur í ljós að 36% þeirra sem fengu fjárhags- aðstoð voru atvinnulaus og 23% öryrkjar. Þriðji stærsti hópurinn, 15%, var í launaðri vinnu, sjúkling- ar 12%, nemar 11% og ellilífeyr- isþegar 2%. Langflestir voru skjólstæðingar Félagsþjónustunnar sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2001 á aldr- inum 20–29 ára, eða 35%. 24% voru á aldrinum 30–39 ára og 21% 40–49 ára. Flestir, eða 26%, bjuggu í leiguhúsnæði á almennum markaði, 19% dvöldu hjá ættingj- um eða vinum, 15% í félagsbústöð- um og 10% bjuggu í eigin húsnæði. Verður komið með tillögur til úrbóta Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld spurði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hvernig meiri- hlutinn í borgarstjórn hygðist taka á þessum vanda. Hún sagði sér- staklega áhugavert hversu stór hópur ungra og einstæðra karla leitaði til Félagsþjónustunnar. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, sagði að nú væri unnið að því að greina þessa aukn- ingu hjá þróunardeild Félagsþjón- ustunnar, en vitað væri að aðal- ástæðan væri aukið atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta yrði skoðað og komið með tillögur til úrbóta. Ungir einhleypir karlar leita í auknum mæli eftir aðstoð Félagsþjónustunnar 48% fleiri synj- að um fjárhags- aðstoð í fyrra Reykjavík „ÞAÐ var rosalega gaman að vinna að þessu og skemmtilegt að tengja saman atvinnulífið, háskólann og grunnskólana. Ég er ofboðslega hamingjusöm með þetta,“ segir El- ín Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar ehf., sem unnið hefur að hönnunarkeppni meðal grunnskólanema, ásamt verk- fræðideild Háskóla Íslands. Keppnin fór fram í Háskólabíói á sunnudag og endaði með sigri Hjallaskóla á miðstigi og Klé- bergsskóla á unglingastigi. Lið af mið- og unglingastigi tólf grunnskóla fengu tvær vikur til að hanna og forrita farartæki úr LegoDacta-tæknikubbum fyrir keppnina. Farartækið átti að geta flutt tennisbolta eftir þar til gerðri keppnisbraut og skilað boltanum síðan í holu á enda brautarinnar. Nemendur í verkfræðideild stjórnuðu og dæmdu keppnina en Barnasmiðjan lagði til allan efnivið og hannaði keppnisbrautina í sam- starfi við Tómas Rasmus, kennara í Salaskóla í Kópavogi, og Sigurð Brynjólfsson, deildarforseta verk- fræðideildar. Léku sér litlir með legó Einn þriggja úr vinningsliði Klé- bergsskóla, Pétur Þór Elíasson, sagði að þeir félagarnir hefðu unn- ið keppnina á tíma og að farartæki þeirra hefði verið 4,1 sekúndu að flytja boltann yfir keppnisbraut- ina. ,,Við höfum ekki unnið með legó síðan við vorum litlir strákar að leika okkur. Þetta var mest spennandi í endanum, þá vorum við tvö jöfn lið með sömu stig en við unnum á tíma. Það var svona mest spennandi þátturinn.“ Pétur sagði að nokkrar stúlkur hefðu verið með í hópnum hans til að byrja með en að þær hefðu lík- lega hætt vegna þess að þeim hefði ekki fundist þær eiga heima í strákahópnum. ,,Því fleiri sem við vorum því erfiðara var þetta. Í lok- in vorum við bara þrír eftir og byrjuðum að búa til einn bíl sam- an,“ sagði Pétur. „Við lékum okkur allir mikið með legó þegar við vorum litlir,“ segja þeir Hafsteinn Unnar Snorrason, Ólafur Garðar Gunn- arsson og Jón Pétur Gunnarsson, sem ásamt Hirti Pálma Guðmunds- syni, sem var veikur er blaðamað- ur hitti liðið, skipuðu sigurlið Hjallaskóla. Þeir eru allir tólf ára og segjast ekkert skilja í því af hverju fleiri stelpur hafi ekki tekið þátt í keppninni. „Það bauð sig bara engin stelpa fram,“ útskýrir Hafsteinn. Hjallaskólaliðinu fannst mjög gaman að taka þátt í hönn- unarkeppninni, einfaldlega af því að „það er gaman að keppa og búa eitthvað til.“ Þeir segjast alltaf fylgjast með hönnunarkeppni verkfræðinema í Sjónvarpinu og gætu alveg hugsað sér að starfa við hönnun í framtíðinni. „Það var erfiðast að hanna kló til að taka upp boltann og sleppa honum síð- an,“ segja strákarnir. „Við end- uðum með því að nota fjórar teg- undir af klóm,“ segir Jón Pétur. Þeir segjast hafa hannað far- artækið alfarið sjálfir. „Vonandi megum við líka taka þátt í keppn- inni á næsta ári.“ Elín sagði að með keppni sem þessari hefði hún komið auga á tækifæri til að kveikja áhuga stúlkna á vélbúnaðarhönnun með legó. „Rannsóknir sýna að stelpur detta út úr legóinu við fimm til sex ára aldur. Þetta er kannski ekki áhugasvið þeirra en ef þær fá svona efnivið, þekkja tækniorðin og sjá hvernig þetta virkar þá verður þessi heimur opnari fyrir þeim. Það var þónokkuð af stelp- um í keppninni en ég hefði viljað sjá fleiri.“ Hún sagði að ekki væri ólíklegt að hönnunarkeppni ýtti undir áhuga stúlkna á tækniheiminum. ,,Þetta er allt að koma, þó að við eigum enn langt í land.“ Hjallaskóli og Klébergsskóli unnu hönnunarkeppni Stelpur hætta fyrr að leika með legó Liðsmaður Flúðaskóla kemur einbeittur farartækinu fyrir á brautinni. Morgunblaðið/Golli Sigurður Brynjólfsson, deildarstjóri verkfræðideildar HÍ, ásamt sigurlið- unum frá Klébergsskóla og Hjallaskóla. Vesturbær örugg stýring viðskiptakrafna Málning fyrir vandláta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.