Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rúmteppi frá kr. 5.600 Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 108 Reykjavík sími 525 8200 Fax 525 8201 Veffang www.z.is Netfang z@z.is Þetta gæti gerbreytt stöðunni hjá okkur í heilbrigðisgeiranum, Davíð minn, engar pillur eða skurðaðgerðir, bara svona títiprjónar. Fundur um vistvæna byggingarstarfsemi Sjálfbær þróun að leiðarljósi RÁÐSTEFNA, sember yfirskriftinaVistvæn bygging- arstarfsemi – frá skipulagi til niðurrifs, verður haldin á Grand Hótel Reykjavík nk. fimmtudag, 14. nóvem- ber, klukkan 9 til 17. Hrafn Hallgrímsson, deildar- stjóri hjá umhverfisráðu- neytinu, er í forsvari fyrir ráðstefnuna. – Hvað er vistvæn bygg- ingarstarfsemi? „Þetta er spurning sem kannski er ekki auðsvarað í stuttu máli. En rétt er að taka mið af hugmynda- heimi sjálfbærrar þróunar þar sem grunntónninn er að ganga ekki á auðlindir heims, skila heiminum til komandi kynslóða í betra eða að minnsta kosti jafngóðu ástandi og við búum við. Þar sem byggingariðnaður nýtir alla jafna óendurnýjanlegt hráefni er kannski erfitt að heimfæra þann hugmyndaheim á byggingarstarf- semina. Hugtakið vistvænn er hér valið með skírskotun til að vera í sátt við náttúruna. Það er þó ekki alveg án vandamála því að öll mannvirki eru misjafnlega lítið í sátt við náttúruna. Þegar farið er að deila byggingarstarfsemi niður í einstaka þætti, þ.e. frumhug- mynd, hönnun, framkvæmd, rekstur og niðurrif, er kannski auðveldara að gera sér grein fyrir hvernig unnt er að nálgast lausn á þessum þáttum í bestu hugsan- legri sátt við manneskjuna, nátt- úruna og umhverfið. Þá gefur líka að skilja að vistvæn byggingar- starfsemi getur verið önnur eða allavega fengið aðrar áherslur á Íslandi en í öðrum löndum. Við höfum fengið hollenskan fyrirles- ara, Ronald Rovers, ritstjóra al- þjóðlegs tímarits um sjálfbær byggingarmálefni, til að segja frá hvernig byggt er í sátt við náttúru og umhverfi um heim allan og í Hollandi sérstaklega. Björn Mar- teinsson verkfræðingur og arkí- tekt mun svo setja þessar hug- myndir inn í íslenskan veruleika með áherslu á efnis- og orkunotk- un í byggingariðnaði.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar á ráðstefnunni? „Þarna er sum sé kominn upp- taktur ráðstefnunnar en hér er verið að brydda upp á skoðun byggingarmálefna út frá sjónar- horni sem lítt hefur verið sinnt hér á landi. Hins vegar ber að geta þess að nokkurs konar byrjun á viðfangsefninu vistvæn bygging- arstarfsemi hér á landi kom út frá spurningunni: Hvað eigum við að gera við byggingarúrganginn? Og á vegum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og ERGO- ráðgjafastofu í samvinnu við Sorpu, Samtök iðnaðarins, Iðn- tæknistofnun og Reykjavíkur- borg hefur verið unnið rannsókn- arverkefni er lýtur að byggingarúrgangi. Meðal annarra hefur umhverfisráðuneytið styrkt verkefnið. Þegar komið var að lokum verkefn- isins og áformað að kynna niðurstöður, m.a. með ráðstefnu kom fram hugmyndin um að setja þetta verkefni sem er í hæsta máta með sjálfbæra þróun að leiðarljósi í víðtækara sam- hengi við byggingarstarfsemi í landinu. Þá er hugsað til allra fyrrgreindra þátta: skipulags, hönnunar, framkvæmdar, rekst- urs og niðurrrifs (umbreytinga).“ – Hver er tilgangur ráðstefn- unnar? „Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja umræðu um að byggingar- starfsemi í landinu lúti lögmálum sjálfbærrar þróunar. Það er því von og ósk þeirra sem að ráðstefn- unni standa að í kjölfarið komi al- menn umræða, málþing og fundir sem setji þennan viðamikla geira samfélagsins í skynjanlegt og skiljanlegt samhengi við sjálf- bæra þróun.“ – Hvernig verður ráðstefnan byggð upp? „Ráðstefnan er þannig byggð upp að auk þeirra almennu fyr- irlestra sem fyrr um getur verður allítarlega gerð grein fyrir niður- stöðum rannsóknarverkefnis um byggingarúrgang sem unnið hef- ur undir verkefnisstjórn Eddu Lilju Sveinsdóttur. Auk þess er um morguninn hugleitt í hvaða mæli löggjöf gæti stuðlað að vist- vænum byggingariðnaði. Eftir hádegi er ráðstefnunni skipt í tvær málstofur. Í annarri þeirra eru fyrirlestrar sem eink- um snúa að skipulagi hverfa og hönnun bygginga. Hvað er unnt að gera strax á skipulagsstigi? Eru byggingarlistinni settar skorður? Sýndar verða myndir frá norrænni sýningu um vistvænan arkitektúr. Þetta er raunar sam- sýning norrænna arkitekta sem sett var saman til sýningar í Berl- ín í sumar. Um er að ræða far- andsýningu og standa vonir til að hún komi til Íslands á næsta ári. Í hinni málstofunni verður sjón- um beint að hringrás samfélags- ins, þátt stjórnvalda og hlutverki Staðardag- skrárvinnu sveitarfé- laga. Stuttlega verður greint frá niðurstöðum úr málstofum en ráð- stefnunni lýkur með tveimur hug- leiðingum. Önnur af vettvangi stjórnvalds sveitarstjórna og hin frá íbúa og notanda vistvæns um- hverfis.“ – Hverjum er ráðstefnan ætl- uð? „Hún er að sjálfsögðu öllum op- in og ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á víxláhrifum manns og náttúru.“ Hrafn Hallgrímsson  Hrafn Hallgrímsson er fæddur í Reykjavík 1938, arkitektanám frá 1959 í Finnlandi og starfaði þar. Arkitekt við embætti Skipu- lagsstjóra ríkisins 1975–83 og frá 1984–91 á skrifstofu Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Ósló og Kaupmannahöfn sem ráðgjafi um byggingar- og hús- næðismálefni. Deildarstjóri í um- hverfisráðuneyti frá 1991. Eig- inkona er Sigurlaug Jóhannesdóttir myndlistarmaður og börnin eru Margrét og Hall- grímur, auk þess sem hann á dóttur, Gyðu Kristínu, sem bú- sett er í Svíþjóð. Skynjanlegt og skiljanlegt samhengi NÝ hjarta- og lungnaskurðlækningadeild var opnuð á Landspítala við Hringbraut í síðustu viku. Við það tækifæri gaf Lionsklúbburinn Víðarr deildinni 18 sjón- varpstæki sem þýðir að hver og einn sjúklingur þar hefur eigið sjónvarp. Með opnun nýju deildarinnar er lokið endurskipulagningu á starfsemi og húsnæði vegna sameiningar hjartalækninga á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Hafa hjartadeildir, bæði skurð- og lyf- lækningar, sem verið hafa í Fossvogi, smám saman ver- ið fluttar að Hringbraut á árinu. Á nýju deildinni verða einnig nokkur rúm sem ætluð eru augnlækningum. Bjarni Torfason, yfirlæknir hjartalækninga, flutti ávarp við opnun deildarinnar. Að baki honum er Jónas Magnússon, prófessor í skurðlækningum. Morgunblaðið/Golli Sameiningu hjartadeilda lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.