Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÝSTÁRLEG auglýsing vekur at- hygli mína um þessar mundir. Æru- verðugt bókaforlag sýnist ætla að feta í fótspor ryksugusala og sjón- varpa og býður nýja útgáfu orðabók- ar við tilboðsverði sem lækkar enn um væna upphæð gegn framsali eldri útgáfna. Væntanlega má þá einnig gera ráð fyrir að betri tíð renni nú upp hjá því ólánsama fólki sem hingað til hefur þurft að búa við alls konar kauðalegar frumútgáfur af nóbelskáldum og þórbergum þessa lands(?) Ekki er vitað hvað forlagið ætlast fyrir með gömlu bækurnar. Líklega eiga þær þó að fara í endurvinnslu eins og úreltar símaskrár og tómar bjórdósir, nema eitthvað enn annað búi undir líkt og í Bagdað forðum. Ætli sé einhver andi í eldri útgáfum orðabókarinnar sem vantar í þá nýju? ÞÓRÐUR ÖRN SIGURÐSSON, framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, Kastalagerði 11, 200 Kópavogi. Nýir lampar fyrir gamla Frá Þórði Erni Sigurðssyni: ÞETTA mátti lesa í aðsendri grein Óla Tynes fréttamanns hér í blaðinu 6. nóv. Er ég kannski í umræddum hópi, þ.s. ég hef undanfarið verið að skrifa greinar í Moggann til að vekja m.a. athygli á því að helstu glæpir Saddams Hussein voru framdir þeg- ar hann var bandamaður Bretlands- og Bandaríkjastjórna? Ef Óli Tynes á að einhverju leyti við mín skrif (hef ekki séð mörg önnur af svipuðum toga), kallar hann það að berjast hat- rammlega gegn því að Vesturlönd snúist til varnar, fjalli maður um tímasetningar glæpa Saddams Hussein og byggi málflutning sinn á vitnisburði fyrrverandi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa sagt störfum sínum lausum í mótmæla- skyni við það sem er að gerast í Írak? Starfsmennirnir eru þeir Den- is Halliday, Hans von Sponeck og Scott Ritter fyrrum vopnaeftirlits- maður SÞ. Þeir eiga það allir sam- eiginlegt að þekkja vel ástandið í Írak og hafa ýmislegt til málanna að leggja. Enginn vill þó hlusta á þá, því í augum ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkjanna eru þeir „svikarar“. („Ef þið eruð ekki með okkur, þá er- uð þið með þeim.“ George Bush 11. sept. 2001.) Markmiðið með málflutningi sem þessum er ekki „að berjast hat- rammlega gegn varnarstarfi Vestur- landa“, heldur að fjalla um aðra hlið málsins, þá hlið sem helstu fjölmiðlar skipta sér lítið af. Afþví að það er bara rugl, ekki satt? (Ef ég er ekki í umræddum hópi, geri ég mér grein fyrir að um til- viljun gæti verið að ræða, enda að- eins tvífætt.) ÞÓRDÍS B. SIGURÞÓRSDÓTTIR, viðskiptafræðingur, Dofrabergi 9, Hf. Hvaða fjórfætlinga á hann við? Frá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur: VIÐ fyrstu sýn virtist pistill Ell- erts Schrams hér í blaðinu sunnu- daginn 10. nóvember 2002 vera sögulegur atburður. Í fyrsta skipti var pistillinn um eitthvað annað en höfundinn sjálfan. Þetta voru und- ur og stórmerki. Ég klóraði mér undrandi í kollinum. Ég hélt að fenginni reynslu, að Ellert gæti alls ekki skrifað um neitt annað en sjálfan sig. En pistill hans var að þessu sinni um það, að mér hefði verið boðið í veislu í lávarðadeild breska þingsins og Morgunblaðið birt ljósmynd af okkur Margréti Thatcher að ræða þar saman. Þetta væri af einhverjum ástæðum at- hugavert. Þegar betur er lesið, sést þó, að Ellert bregður ekki út af venju sinni. Pistillinn var að sjálf- sögðu um hann sjálfan. Hann var um það, þótt hvergi væri það sagt berum orðum, að Ellerti hefði sjálfum ekki verið boðið í þessa veislu. Ellerti tókst með öðrum orðum enn einu sinni að skrifa pist- il um sjálfan sig. Lesendur Morgunblaðsins geta því andað léttar. Allt er áfram eins og það var. En á hitt vil ég benda ritstjóra blaðsins, að það kann að vera ofrausn að kalla þennan pistil Ellerts Schrams „Hugsað upp- hátt“. Er ekki nær sanni að kalla hann „Upphátt“? HANNES H. GISSURARSON prófessor, Hringbraut 24, 101 Reykjavík. hannesgi@hi.is Sögulegur atburður? Frá Hannesi Gissurarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.