Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 27 „eftir nánari ákvörðun kjörnefndar, og þá á sérstökum kjörstað (kjörstöðum) innan eða utan kjördæmis, sem hún hefur opinn í þessu skyni“, eins og segir í 6. grein prófkjörsreglna flokks- ins. Þar segir einnig að þeim sem greitt hefur at- kvæði utan kjörfundar sé ekki heimilt að greiða atkvæði að nýju, né heldur sé atkvæði hans ógilt, þó að hann verði í sveitarfélaginu próf- kjörsdagana. 20. grein prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins kveður á um að ágreiningi, sem kann að koma upp innan kjörnefndar um skýringu á reglunum og önnur atriði varðandi prófkjörið, megi skjóta til úrskurðar stjórnar kjördæmisráðs. Ágreiningi, sem fram kunni að koma innan stjórnar kjördæmisráðs varðandi prófkjörið, megi skjóta til miðstjórnar sem þá felli endanlegan úrskurð um ágreiningsefnið. yrir að verða að eyfilegt að greiða at- fyrsta prófkjörsdag ðvesturkjördæmi    ) %#*"3            ) %#$3*       )  ) )   ,#&+-     )  ) )  )   ,#*,-  C    C)    C    C     ,   -   „VIÐ funduðum um þetta mál síðastliðinn fimmtudag og þar komust menn að sam- komulagi um að ljúka þessu máli. Það stend- ur,“ segir Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um þá gagnrýni sem Vilhjálmur Egilsson alþingismaður hefur sett fram á framkvæmd utankjörfundaratkvæða- greiðslu í prófkjörinu. Jóhann vísar þar til fundar sem kjörnefnd og fulltrúar frambjóðenda í kjördæminu áttu sl. fimmtudag vegna athugasemda Vilhjálms við að farið var með kjörgögn í fyrirtæki á Akranesi og starfsmönnum gefinn kostur á að kjósa utan kjörfundar. Í framhaldi af því var ákveðið að ógilda um 80 atkvæði sem greidd höfðu verið. Allir kjörnefndarmenn sammála „Á sunnudaginn funduðum við í kjörnefnd- inni og menn voru einróma um að halda þess- ari vinnu áfram og það stæði sem búið var að tala um. Það liggur alveg fyrir. Það voru allir kjörnefndarmenn sammála um að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Jóhann. Aðspurður hvort dæmi væru um að farið hefði verið í fleiri fyrirtæki og á heimili með kjörgögn við framkvæmd utankjörfund- aratkvæðagreiðslunnar en í umrætt fyrirtæki á Akranesi sagðist Jóhann engar upplýsingar hafa um það. „Eins og fram hefur komið varð þarna ákveðinn misbrestur og við reyndum að fá það leiðrétt með þessari aðferð en ég hef ekki heyrt af neinu slíku annars staðar í kjördæm- inu,“ segir hann og kveðst aðspurður ekki hafa neina ástæðu til að ætla að fram komi kæra á framkvæmd prófkjörsins. Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar Samkomulag stendur sem gert var taka fjórða sætið á framboðslistanum raði hann því að næsta skref væri hjá fndinni. ón segist lítið hafa að segja um þá ýni sem Vilhjálmur Egilsson alþing- ur hefur sett fram á framkvæmd utan- ndaratkvæðagreiðslunnar í prófkjör- Akranesi. Hann segist hafa verið á u ferðalagi um hið stóra kjördæmi u vikurnar og lítið fylgst með þessu agðist hann þó hafa vitað að komið fram óskir um að fólk fengi að kjósa æ. na hefði orðið misskilingur á milli Ak- nga og þeirra sem sáu um fram- d prófkjörsins, sem hefðu talið sig ð gera rétt. ón sagði jafnframt að sér skildist að hefði verið gert víðar. „Það sem skiptir r að þetta fólk sem var að kjósa und- stuðningsyfirlýsingu og hefði vænt- komið á skrifstofuna og greitt þar at- ef það hefði ekki talið að það mætti etta svona. Það hefði náttúrlega ekki að að neinum, sem að þessu stóðu, að etta með þessum hætti, nema þeir ð þetta væri í lagi. Þetta er því bara r misskilningur á milli manna. Síðan dinn fundur í Borgarnesi með fulltrú- ra frambjóðenda og þar var þessu kað með því að þessum atkvæðum ytt og fólki gefinn kostur á að kjósa nýtt. Þar með átti málinu að vera lok- Vilhjálmur hefur sjáanlega ekki séð rt að standa við það samkomulag,“ Guðjón. S amfylkingin hélt prófkjör í fjórum kjördæmum um helgina, Reykjavíkur- kjördæmi, Suð- vesturkjördæmi, Suður- kjördæmi og Norðausturkjördæmi. Það sem vekur athygli er að þrátt fyrir að fyrir nokkrum vikum hafi mikið verið rætt um nauðsyn þess innan flokksins að einhver endurnýjun yrði á þingliði Samfylkingarinnar er meginniðurstaða helgarinnar sú að litlar breytingar verða á þeim vettvangi. Meðal þeirra sem höfðu haft uppi yfirlýsingar af þessu tagi var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann lýsti því yfir í september, þegar ljóst var orðið að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir gæfi ekki kost á sér í framboð í alþingiskosningum, að nauðsynlegt væri að endurnýjun yrði í þingflokknum. Brýnt væri að yngra fólk kæmi þar til starfa sem og fólk með reynslu úr atvinnulífinu. Í öllum kjördæmunum fjórum varð hins vegar nið- urstaðan sú að sitjandi þingmenn halda sínu. Þingmenn lentu í fimm efstu sætunum í Reykjavík, þremur efstu í Suðvesturkjördæmi og tveimur efstu sætunum í Suður- kjördæmi. Eini þingmaður Samfylkingarinnar, sem ekki náði öruggu sæti, er Sigríður Jóhannesdóttir í Suður- kjördæmi. Sigríður, sem hefur verið þingmaður Reyk- nesinga frá árinu 1996, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna, lenti í fimmta sæti í prófkjörinu. Vissulega ætti þetta í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Tregðulögmálið er sterkt í stjórnmálaflokkum og það þarf mikið að ganga á til að flokksfélagar knýi á um upp- stokkun í prófkjöri. Sagan sýnir að í prófkjörum hafa þingmenn ákveðið forskot á þá er sækjast eftir að kom- ast nýir inn á lista. Í Reykjavík vekur gott gengi Marðar Árnasonar at- hygli. Mörður, sem verið hefur varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, náði sjötta sætinu eftir látlausa kosningabar- áttu. Í því sjöunda varð svo Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi og fyrrum forseti borgarstjórnar. Ágúst Ólafur Ágústs- son, sem var helsti fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Reykjavík, varð í áttunda sæti. Aðrir fulltrúar yngra Samfylkingarfólks eru í baráttusætum í sínum kjör- dæmum, Katrín Júlíusdóttir í því fjórða í Suðvesturkjör- dæmi og Björgvin G. Sigurðsson í þriðja sæti í Suður- kjördæmi. Ef sá skilningur er lagður í orðið „endurnýjun“ að í því felist að gömlu sé skipt út fyrir nýtt er augljóst að engin endurnýjun á sér stað þótt nýtt fólk bætist hugsanlega við vegna stækkunar þéttbýlis- kjördæmanna. Óneitanlega horfa margir á útkomu Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Össur háði ekki kosningabaráttu fyrir prófkjörið (að undanskilinni einni auglýsingu) og var sá eini er sóttist eftir fyrsta sæt- inu. Hins vegar hlaut hann einungis 1.989 atkvæði í fyrsta sætið eða um 55% af alls 3.605 atkvæðum. Össur gegnir því erfiða hlutverki að vera fyrsti formaður nýs stjórnmálaflokks, sem myndaður er úr þremur eldri flokkum, og hann hefur aldrei verið óumdeildur sem leið- togi Samfylkingarinnar. Það er þó vart hægt að tala um niðurstöðuna sem vantraust á formanninn. Jóhanna Sig- urðardóttir hlaut hátt í þúsund atkvæði í fyrsta sætið og er niðurstaðan líklega frekar enn ein staðfestingin á því gífurlega persónufylgi er hún nýtur innan Samfylking- arinnar. Það vekur athygli að ekki bar eins mikið á gömlu flokkaskiptingunni í prófkjörinu og margir höfðu spáð, ekki síst á suðvesturhorni landsins. Þegar haldið var prófkjör fyrir síðustu kosningar var það opið en með „girðingum“ til að tryggja að þeir þrír flokkar er áttu hlut að Samfylkingunni ættu allir sína fulltrúa trygga á framboðslistum. Nú voru prófkjörin bundin við flokks- bundna félaga í Samfylkingunni en jafnframt voru engar girðingar til staðar. Það er frekar að hægt sé að skilgreina frambjóðendur eftir hugmyndafræðilegum línum en gömlum flokkslín- um. Vekur athygli að flestir þeir er náðu árangri í Reykjavík lögðu mesta áherslu á vel- ferðarmálin. Hins vegar náði Einar Karl Haraldsson, sem er í hópi þeirra er hafa lagt mesta áherslu á markaðinn og atvinnulífið ásamt Össuri, einungis níunda sætinu. Seg- ir það líklega mikla sögu um þá breytingu er orðið hefur á íslenskum stjórnmálum á síðasta áratug að fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans er trekk í trekk nefndur sem einn helsti málsvari markaðskerfisins í flokki sínum. Einnig virðist það hafa komið frambjóðendum til góða að vera í hópi efasemdarmanna um virkjunarmál og þá eru margir þeirra er náðu góðu kjöri í hópi þeirra er vilja fara varlega í Evrópumálum. „Það blasir við að Evrópu- málin verða ekki í forgrunni heldur bakgrunni eftir þetta prófkjör,“ sagði einn frambjóðandi. Þá má segja að landafræði hafi einnig skipt nokkru máli. Guðmundur Árni Stefánsson vann nokkuð öruggan sigur á Rannveigu Guðmundsdóttur í baráttunni um efsta sætið í Suðvesturkjördæmi en það voru ekki síst Kópavogur og Hafnarfjörður er tókust á. Hinsvegar er góður árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur, er náði þriðja sætinu, athyglisverður í því ljósi og sagði einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði „afsannað þá goðsögn að menn yrðu að hafa bæjarfélag eða íþrótta- félag á bak við sig til að ná árangri“. Sá frambjóðandi er hafði sig hvað mest frammi í próf- kjörinu með auglýsingum og kynningarstarfsemi var óneitanlega Jakob Frímann Magnússon. Hann stefndi á annað til þriðja sæti í prófkjörinu en náði einungis því tí- unda. Það er greinilegt á samtölum við áhrifamenn í Samfylkingunni að sú harða kosningabarátta er Jakob Frímann háði hefur farið öfugt í marga flokksmenn. Lík- legt má telja að sú yfirlýsing að hann stefndi á annað sæti hafi gert það að verkum að hann fékk marga stuðn- ingsmenn Jóhönnu Sigurðardóttur og Bryndísar Hlöð- versdóttur, sem sóttust eftir öðru sætinu, upp á móti sér en sömuleiðis virðist sem sjálfur ákafinn í baráttu Jak- obs hafi þjappað flokksmönnum um sitjandi forystu- menn. Einn viðmælandi orðaði það svo að Jakob hefði „keypt sig út af listanum“. Hörð barátta í Norðvesturkjördæmi Vegna kjördæmabreytinganna er taka gildi í næstu kosningum var ljóst að baráttan í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi yrði hörð og óvægin. Fimm þingmenn flokksins tóku þátt í prófkjörinu en lík- legt þykir að fjórða sætið verði baráttusætið í næstu kosningum. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um ýmiss konar bandalög þingmanna í aðdraganda prófkjörsins er ljóst þegar tölur eru skoðaðar að þau hafa ekki haldið ef þau voru þá til staðar. Alls tóku 5.994 þátt í prófkjörinu en fjórir frambjóðendur fengu meira en þúsund atkvæði í fyrsta sætið. Það bendir til að þeir hafi fengið nær óskor- aðan stuðning í fyrsta sætið á sínum heimaslóðum en mun minna á öðrum stöðum. Eini frambjóðandinn er ekki fær mörg atkvæði í fyrsta sætið er Einar Oddur Kristjánsson. Hann var heldur ekki nefndur í tengslum við nein kosningabandalög. Hann fékk hins vegar jafnari stuðning en aðrir frambjóðendur og náði öruggu kjöri í þriðja sæti listans. Auðvitað má segja að óhjákvæmilegt var vegna kjör- dæmabreytinganna að hart yrði barist um öll sætin á listanum. Hjá því verður hins vegar ekki litið að efsti maður á lista, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, nær því sæti með einungis tæpum fjórðungi atkvæða, sem varla getur talist „ótvíræður“ sigur. Þær deilur er hafa vaknað um fyrirkomulag utankjör- staðaatkvæðagreiðslu á Akranesi varpa óneitanlega nokkrum skugga á prófkjörið. Vilhjálmur Egilsson hefur staðhæft að brögðum hafi verið beitt og eftir á að koma í ljóst hvort einhver eftirmál verða. Hvar er endurnýjunin? Samfylkingin hélt prófkjör í fjórum kjördæmum um helgina og Sjálfstæðisflokkurinn í einu. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér niðurstöðum helgarinnar. AF INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Sverrir sts@mbl.is JÁLMUR Egilsson alþingismaður, afnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálf- flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist tla að taka fimmta sætið á listanum fyr- ngiskosningarnar í vor. Hann gagnrýnir harðlega framkvæmd prófkjörsins í samtali við Morgunblaðið og segir að brögðum hafi verið beitt í prófkjörinu á Akranesi. Aðeins munaði 41 atkvæði á Vilhjálmi og Sturlu Böðvarssyni í fyrsta sæt- inu. Vilhjálmur er afar ósátt- ur við niðurstöðu próf- kjörsins en segist hins veg- a ánægður með hvernig gabarátta hans var rekin. „Ég er mjög tur mínum stuðningsmönnum og stolt- eim fyrir þá vinnu sem þeir unnu. Ég ns vegar miklar athugasemdir við framkvæmd utankjörstaðaatkvæða- unnar á Akranesi, og tel að þar hafi rögð í tafli,“ segir Vilhjálmur. s og greint hefur verið frá í Morg- inu ógilti kjörnefnd fyrir síðustu helgi örstaðaatkvæði sem safnað hafði verið í rirtæki á Akranesi. Alls var um 80 at- að ræða en að sögn Vilhjálms, sem ýndi þessa framkvæmd, kom síðar í ljós u aðferð hafði verið beitt mun víðar á esi í utankjörfundarkosningunni. ð kom svo upp úr dúrnum að þeir lögðu pilin á borðið. Það var hópur manna, tíu manns, sem gekk um með kjörgögn æki og heimahús og keyrði meira að um göturnar og stoppaði fólk og bað það sa,“ segir Vilhjálmur. an er þeim sjálfum falið að finna út atkvæði eru illa fengin með þessum og ógilda þau. Þeir ógilda rúmlega 80 ði, en mér var ekki heimilað að tékka þetta neitt af. Þeir þurftu aldrei að leggja fram nafnalista eða neina skilagrein með þeim atkvæðum sem þeir ógiltu, s.s. í hvaða fyr- irtækjum atkvæði hefðu verið greidd, hvaða menn það voru sem fóru um með kjörgögnin og hver lét gera hvað, hvar og hvenær. Þetta þýðir það að sjálfsögðu að ég hef alls enga ástæðu til að ætla að þessi utankjörstaða- atkvæði hafi bara verið 80,“ segir hann. „Svo gerðist það að þegar utankjörstaða- atkvæðagreiðslunni var lokið á Akranesi rifu þeir upp alla atkvæðaseðlana og sturtuðu öll- um atkvæðunum í pott, sem er aldrei gert og þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað,“ segir Vilhjálmur. „Þegar við gerðum svo kröfu um það í gær [sunnudag] að þeir legðu fram lista yfir menn- ina og staðina, til þess að geta sannreynt upp- lýsingarnar, var því hafnað. Ég hef því enga ástæðu til þess að ætla annað en að miklu fleiri atkvæði hafi verið illa fengin en þau 80 sem ógilt voru,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir alveg ljóst að hann taki ekki fimmta sætið á framboðslistanum. „Fyr- ir mig persónulega er margt annað í lífinu en pólitík. Hún er ekki upphaf og endir alls en mér sárnar fyrir hönd stuðningsmanna minna og alls þess fjölda fólks, sem lagði gífurlega mikið á sig í þessari baráttu, að Skagamenn- irnir vildu hafa mörkin misjafnlega stór,“ seg- ir hann. Spurður hvort hann hafi leitt hugann að sérframboði eða að gefa kost á sér í öðru kjör- dæmi sagði Vilhjálmur það ekkert á dagskrá. Hann var einnig spurður hvort hann ætlaði að kæra framkvæmd kosninganna og svaraði þá: „Maður kærir sig ekki í framboð.“ álmur Egilsson gir brögð í tafli rófkjörinu mur n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.