Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundinn og þolir ekki yfirborðsmennsku enda taka aðrir mark á því sem þú hefur fram að færa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það getur verið gaman að láta ýmislegt eftir sér en í upphafi skyldi endinn skoða. Láttu ekki einkalíf og atvinnu ganga á hlut hvort annars. Naut (20. apríl - 20. maí)  Félagslund þín og áhugi að sjá og hitta aðra dregur að þér athygli í dag. Sú til- breyting gleður sálina. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skemmtanaiðnaðurinn laðar og lokkar, en þar sem ann- ars staðar er hóf best á hverjum hlut. Hafðu allan vara á þér og ljóstraðu engu upp við fyrstu kynni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekkert til að hafa áhyggjur af þótt þér finnist þú eitthvað beygður þessa dagana. Þannig getur þú sigrast á erfiðleikunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Til að forðast allan mis- skilning þarftu að segja það sem þér býr í brjósti. Var- astu að senda öðrum misvís- andi skilaboð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur komið þér vel fyrir og ætlar að sitja sem fast- ast. Þú þarft að finna ein- hvern sem þú treystir svo þú getir haldið áfram í einkalífi og starfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er eins og allir séu upp- teknir við eigin ófarir. Allir hafa gott af einhverjum breytingum þótt bylting sé ekki á dagskrá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er rangt að halda um of í liðinn tíma. Það er nauð- synlegt að fá útrás fyrir til- finningarnar og gott ráð að hrópa þær frá sér, þar sem aðstæður leyfa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ættingi þinn kallar á at- hygli þína en þú ert of önn- um kafinn við aðra hluti. Vertu raunsær í peninga- málunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér líður eins og þú eigir fáa vini en staðreyndin er sú að þeir eru fyrir hendi þegar á reynir. Þá sérðu hverjir eru vinir og hverjir ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu ekki vonsvikinn þótt þér hafi mistekist eitthvað. Blandaðu þér ekki í vanda- mál annarra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mundu að þú ert sjálfur besti talsmaður hugmynda þinna svo gættu þín bæði til orðs og æðis. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12. nóv- ember, verður sextug Krist- jana Þorkelsdóttir, Norður- ási 2, Reykjavík. Eigin- maður hennar er Kristján Árni Ingólfsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 16. nóvember milli kl. 18 og 20 í Sal Tann- læknafélagsins, Síðumúla 35. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. O-O Be7 9. f4 O-O 10. f5 e5 11. Rde2 Bb7 12. Rg3 Rbd7 13. Be3 Hc8 14. De2 Rb6 15. Had1 b4 16. Rd5 Bxd5 17. exd5 a5 18. Kh1 Rfd7 19. Rh5 a4 20. Dg4 g6 21. Bxb6 Rxb6 22. f6 axb3 23. fxe7 Dxe7 24. Rf6+ Kg7 25. cxb3 Hb8 26. Hd3 Hbc8 27. Hdf3 e4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skák- félaga sem fram fór í húsakynnum B&L. Skák- drottningin Regína Pok- orna (2362) frá Slóvakíu og liðsmaður a- sveitar Hróksins hafði hvítt gegn Magnúsi Teits- syni (2010). 28. Dh4! exf3 29. Rh5+ gxh5 30. Dxe7 h6 31. gxf3 Rxd5 32. Hg1+ Kh8 33. Dxd6 og svartur gafst upp. Regína var fyrsta konan sem telfdi fyrir Hrókinn í efstu deild og vakti athygli fyrir glæsileika. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT INNFOK Hvílan mín er hvítum snjó hulin svartar nætur, lifandi ég ligg hér þó, og langar ekki á fætur. Innan skamms, í annað sinn, yfir hvílu mína veit ég breiðir veturinn vængi hvíta sína. - - - Þá mun varla við því hætt, ég vakni um miðjar nætur, þá fæ ég að sofa sætt og seint að rísa á fætur. Páll Ólafsson Suður spilar þrjú grönd í tvímenningi og fær út spaða- tvist, fjórða hæsta: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 983 ♥ ÁD8 ♦ K4 ♣K10765 Suður ♠ Á75 ♥ 942 ♦ ÁD ♣ÁG983 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Suður dúkkar spaðann tvisvar og austur reynist eiga DGx í litnum. Nú vakna tvær spurningar: Hvernig á að spila laufinu? Og enn- fremur – ef laufið skilar sér upp á fimm slagi, hvernig á þá að reyna við yfirslaginn? Yfirleitt spila menn út í lengsta lit eftir slíkar sagnir og því er harla ólíklegt að vestur eigi fimmlit í tígli. Eigi vestur engan fimmlit er útilokað að hann sé með eyðu í laufi og því er best að leggja fyrst niður ásinn. Það er vel lukkað, því vestur á Dxx. Þá er það yf- irslagurinn. Vissulega má svína fyrir hjartakóng (eða jafnvel fyrst fyrir G10), en öll rök hníga að því að austur sé með langt hjarta og því er betra að spila upp á inn- kastsþvingun. Norður ♠ 983 ♥ ÁD8 ♦ K4 ♣K10765 Vestur Austur ♠ K1042 ♠ DG6 ♥ G3 ♥ K10765 ♦ 10763 ♦ G9852 ♣D42 ♣-- Suður ♠ Á75 ♥ 942 ♦ ÁD ♣ÁG983 Sagnhafi tekur laufin og fylgist vel með afköstum austurs. Líklega hendir austur þremur tíglum, en þá tekur sagnhafi tvo slagi á lit- inn og lætur hjartaníuna rúlla yfir á tíuna. Austur þarf þá að spila upp í ÁD. Kjósi austur á hinn bóginn að fara niður á Kx í hjarta, dúkkar sagnhafi hjarta og fellir kónginn í næstu umferð. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson sparaðu fé og fyrirhöfn Toppar og skart Bankastræti 11 • sími 551 3930 Tilboðsdagar í Remedíu fyrir fólk á ferð og flugi Sendum í póstkröfu. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. 15% afsláttur af hinum sívinsælu flug- og stuðnings- sokkum frá Samson/Delilah. 15% afsláttur af hvítum og beige heilsuskóm í ferðalagið og í vinnuna Nýkomin sending af þýskum og amerískum handunnum sjúkraskóm 15% afsláttur af handunnum Isotoner inniskóm. Tilvaldir í ferðalagið, heima og til jólagjafa. Á meðan birgðir endast. Pantaðu jólamynda- tökuna tímanlega Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Passamyndatökur alla virka daga. Að njóta foreldrahlutverksins Fræðsla um foreldrahlutverkið og fyrsta árið í lífi barnsins 12. nóv. um vöxt, þroska, ástúðlega umönnun, svefn, reglusemi og aga. Námskeið hefst 18. nóv. nk. Leiðbeinendur eru Hertha W. Jónsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir barnahjúkrunarfræðingar. Ungbarnafæða Hvað er í boði - er allur barnamatur hollur? Lærið að matreiða sjálf holla og góða fæðu fyrir barnið ykkar. Námskeið hefjast 19. nóv. og 12. des. nk. Leiðbeinandi er Svala Ólafsdóttir matgæðingur. Skráning fer fram í síma 533 5355 Ljósm. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst sl. í Skál- holtskirkju af sr. Önnu Sig- ríði Pálsdóttur þau Hanna Jóhanna Magnúsdóttir og Ágúst Einar Skúlason. Heimili þeirra er í Kjóa- hrauni 11, Hafnarfirði. Hlutavelta Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 10.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Ragnheiður Eva Kristinsdóttir og Elín Áslaug Helgadóttir. Þessi duglega stúlka, Dag- björt Andrésdóttir, safn- aði flöskum að andvirði 3.000 krónur til styrktar Rauða krossi Íslands. Guðrún! Hefurðu séð gerviöndina mína?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.