Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 11 Steinunn Björk Birgisdóttir, sálfélagslegur ráðgjafi. Ég er hæf kona og veit hvað ég vil Námskeið fyrir konur sem vilja takast á við ólokin verkefni og skerpa markmið sín og hugsjónir. Við byggjum okkur upp, ræðum um sjálfsvirðingu og sjálfsþekkingu. Setjum okkur markmið, skoðum hindranir að þeim og finnum leiðir til að yfirstíga þær. Námskeiðið verður haldið laugardagana 16. og 23. nóvember frá kl. 13 til 16. (Báðir dagarnir innifaldir). Verð kr. 10.500. Skráning í síma 588 7010. Einstaklings-, fjölskyldu- og hjónaviðtöl Opið lau. kl. 11-16 www.oo.is Jólafötin komin BARNAVÖRUVERSLUN Full búð af nýjum, glæsilegum vörum. Nóvembertilboð Gluggatjaldahreinsun 20% afsláttur Háaleitisbraut 58-60, s. 553 1380  Álfabakka 12 í Mjódd, s. 557 2400 MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi tilkynningar vegna yf- irlýsingar Landsvirkjunar og um- ræðunnar um fyrirhugaða Norð- lingaölduveitu. Gísli Már Gíslason prófessor gerir athugasemd við yfirlýsingar Lands- virkjunar og ummæli Friðriks Soph- ussonar í fjölmiðlum síðustu daga. „1. Ég hef ekki haft samráð við starfsfélaga mína Arnþór Garðars- son og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í umræðunni sem hefur átt sér stað að undanförnu, en ég er sammála því sem þau hafa sagt. 2. Ég gerði í tvígang athugasemd- ir um meðferð á gögnum mínum í bréfum til Skipulagsstofnunar með- an matsskýrsla um Norðlingaöldu- veitu var þar til umfjöllunar. Fyrra bréfið var skrifað 28. maí og síðara bréfið 5. júlí. Auk þess hafði ég kom- ið athugasemdum á framfæri við rit- stjóra skýrslunnar. 3. Sem formaður Þjórsárvera- nefndar tók ég þátt í undirbúningi og vinnslu þeirrar ályktunar til Náttúruverndar ríkisins um að úr- skurður Skipulagsstofnunar skyldi kærður. Þjórsárveranefnd samdi greinargerð um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu, sem Náttúru- verndin notaði sem rökstuðning til að kæra úrskurðinn. Þar sem ég var sammála greinargerðinni var ekki ástæða til að ég sendi samhljóða kæru. 4. Það er gagnrýnisvert af hálfu framkvæmdaraðila að fara þannig með gögn þeirra vísindamanna sem unnu að rannsóknum á einstökum hlutum matsins, að raunverulegar afleiðingar framkvæmdarinnar koma ekki fram í lokaskýrslu. Varanlegur og alvarlegur umhverfisvandi Arnór Garðarsson prófessor hefur sent Morgunblaðinu afrit af svari sem hann gaf við yfirlýsingu frá Landvirkjun. Segir Arnór að honum þyki rétt að minna á að varasömustu áhrifin af Norðlingaöldulóni felist ekki í því að setja hluta friðlands í Þjórsárverum undir vatn, heldur í því að valda á komandi áratugum al- varlegum og varanlegum umhverf- isvanda inni á friðlandinu. „Friðland í Þjórsárverum var stofnað 1981 með samkomulagi milli Náttúruverndarráðs, Landsvirkjun- ar og heimamanna. Í friðlýsingunni er staðfest samkomulag þessara að- ila um (1) að heimila Kvíslaveitur 1–5 og (2) að veita undanþágu „til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lóns- myndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúru- verndarráðs (nú: Náttúruverndar ríkisins).“ Því miður sýna margvís- legar rannsóknir að lón við Norð- lingaöldu rýra mjög náttúruvernd- argildi Þjórsárvera og varla verður véfengt að Náttúruvernd ríkisins metur það svo. Framkvæmdin, ef af verður, verður því óhjákvæmilega í bága við áðurnefnt samkomulag. Svar mitt til Landsvirkjunar við yfirlýsingu, dags 8.11. 2002 fylgir hér með: „Hef móttekið yfirlýsingu yðar. Þar eru 3 prófessorar, þar á meðal undirritaður, og ummæli þeirra spyrt saman, rétt eins og þeir myndi einhvers konar hóp eða klíku. Þremenningarnir eru sagðir hafa „í fjölmiðlum ýmist gefið í skyn eða lýst yfir að Landsvirkjun hafi beitt óeðlilegum vinnubrögðum…, með því að beita vísindamenn þrýstingi eða þvingunum og velja með óeðli- legum hætti úr niðurstöðum…“ Skorað er „á þremenningana að draga ummæli sín til baka en finna þeim stað ella“. Í þessu skeyti svara ég einungis fyrir mig, enda hef ég ekki haft sam- ráð við kollega mína, þau Gísla Má Gíslason og Þóru Ellen Þórhalls- dóttur um efni þess. Undirritaður kannast ekki við að hafa viðhaft ummæli af þessu tagi. Að vísu sagði ég fréttamanni frá að ég hefði bent höfundum matsskýrslu á vafasama notkun atviksorða og lýsingarorða í skýrslunni. Það geta höfundar eflaust staðfest. Sumt af þessu var lagað, annað ekki. Sem skýrt dæmi um ranga orð- notkun má taka Töflu 20.5 á bls 135 í matsskýrslunni. Þar segir t.d. 2. dálkur (575 m y.s.), 9. strikuð lína (Áhrif á fjölda hreiðurstæða sem fer undir vatn): „<2% af heildarvarps- tofni heiðagæsar. Lítil til nokkur áhrif.“ Þessi flokkun er ekki í sam- ræmi við ráðgjöf mína til VSÓ og ekki í samræmi við raunveruleikann. Um er að ræða allt að 2% af heildar- varpstofni heiðagæsar. Svæðið er friðlýst samkvæmt al- þjóðlegu samkomulagi, Ramsar- sáttmálanum, en eitt af viðmiðum þess sáttmála er að svæði skuli standa undir a.m.k 1% af stofni teg- undar til þess að teljast hafa alþjóð- legt mikilvægi. Neðanmáls á bls. 135 er vísað til skilgreininga á lýsing- arorðum á bls. 40 (Tafla 10.2). Skil- greiningarnar virðast vera heimatil- búnar. Lítil áhrif eru sögð „ekki áberandi og yfirleitt tímabundin“, breytingar „ekki áþreifanlegar“, „framkvæmd hefur litlar afleiðing- ar“. Nokkur áhrif: breytingar „að einhverju leyti áþreifanlegar/áber- andi“, „ekki..grundvallarbreyting“, „áhrif kunna að vera óafturkræf“ og „áhrif verða staðbundin“. Hér er því verið að draga úr alþjóðlega viður- kenndu mikilvægi svæðisins með hæpinni orðnotkun. Almenn um- mæli mín um orðanotkun í mat- skýrslunni standa. Ef Landsvirkjun vill gera athugasemdir við önnur ummæli undirritaðs og fara fram á að þau verði dregin til baka, er sjálf- sagt að taka slíkt til greina, reynist ummælin ekki á rökum reist. Rýrir verndargildi Þjórsárvera óhæfilega Áhugahópur um verndun Þjórsár- vera hefur einnig sent frá sér til- kynningu í kjölfar yfirlýsingar Landsvirkjunar. „Fyrirhuguð fram- kvæmd er því í samræmi við for- sendur sem lágu að baki samkomu- lagi um friðlýsingu Þjórsárvera.“ (sbr. matsskýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Norðlingaöldu- veitu, bls. 168.) Hið sannara er að þegar Þjórs- árver voru friðlýst voru sett þau skilyrði fyrir framkvæmdum að : „…enda sýni rannsóknir að slík lóns- myndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúr- verndarráðs (Náttúruverndar ríkis- ins).“ Áhugahópurinn um verndun Þjórsárvera vill benda á að Náttúru- vernd ríkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu og hafnar „…Norðlinga- ölduveitu við 575 m y.s. eða öðrum lónshæðum eins og þeim er lýst í matsskýrslu Landsvirkjunnar. Nátt- úrvernd ríkisins telur að umtalsverð umhverfisáhrif verði vegna Norð- lingaölduveitu og að náttúruvernd- argildi Þjórsárvera muni rýrna óhæfilega.“ Áhugahópurinn skorar á um- hverfisráðherra að árétta skilyrði friðlýsingarinnar og niðurstöðu Náttúruverndar ríkisins og verja friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við fyrri yfirlýsingar umhverfisráð- herra og landbúnaðarráðherra. Yfirlýsingar vegna tilkynn- ingar frá Landsvirkjun ÓLAFUR Ragnar Grímsson efndi til móttöku á Bessastöðum í gær fyrir leikara og sjónvarpsfólk sem hlutu Edduverðlaunin. Afhending verðlaunanna fór sem kunnugt er fram í Þjóðleikhúsinu á sunnu- dagskvöld en þá gat leikari árs- ins, Gunnar Eyjólfsson, ekki verið viðstaddur vegna ferðar sinnar með ólympíulandsliðunum í skák til Slóveníu. Forseti Íslands fagn- aði Gunnari sérstaklega en hann hlaut verðlaunin fyrir aðalhlut- verk sitt í Hafinu, kvikmynd Balt- asars Kormáks, sem fékk átta Edduverðlaun. Morgunblaðið/Sverrir Edduverðlaunahafar á Bessastöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.