Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ betri innheimtuárangur „SKÓLAR fyrir unga afbrotamenn“ er opinbert heiti upptökuheimilanna í Mexíkó en þar fer fram lítil sem engin kennsla. Mörg þeirra eru ekkert annað en fangelsi þar sem börnin hafa verið barin og jafnvel bundin við tré í marga daga eða alin á svínafóðri. Beto, heimilislaus drengur, var tíu ára þegar lögreglan færði hann á upptökuhæli í borginni Merida eftir að hann var staðinn að því að stela tveimur gullhnöppum í versl- un. Hann hélt að vistin á hælinu yrði betri en eymdarlífið á göt- unum. Næstu fimm árin varð hann að dúsa innan múra hælisins, læstur inni í herbergi með tveimur ung- lingum sem höfðu verið sakfelldir fyrir nauðganir. Beto, kennari og læknir, sem störfuðu á hælinu, segja að konan sem stjórnaði því hafi barið börnin og sparkað í kyn- færi drengjanna í bræðiköstum. „Þið eigið öll eftir að rotna hérna,“ sagði hún börnunum og Beto var farinn að trúa henni. „Engin réttargæsla fyrir börn“ Um 4.200 börn dvelja á tugum upptökuhæla í Mexíkó og þótt sum þeirra séu vel rekin er algengt að börnin sæti illri meðferð í „litlu fangelsunum“ eins og hælin eru kölluð. Sum barnanna hafa aldrei framið glæp en voru vistuð á hæl- unum vegna þess að þau voru heim- ilislaus og yfirvöldin gátu ekki hýst þau annars staðar. Yfirvöld hafa haft lítið sem ekk- ert eftirlit með hælunum og for- eldrum er oft meinað að heimsækja börnin sín. Kvarti þeir yfir meðferð- inni á börnunum versnar hún oft um allan helming nema þeir greiði vörðunum mútur. „Þessar stofnanir eru hryllileg- ar,“ sagði Elena Azaola, afbrota- fræðingur sem hefur rannsakað barnafangelsin. „Börnin búa við mikla eymd.“ Mörg börn, sem eru dæmd fyrir lögbrot í Mexíkó, hafa engan að- gang að lögfræðingi. Dómarar sem fjalla um mál ungra afbrotamanna kveða upp dómana en oft er ekkert eftirlit með því hvernig þeim er full- nægt. Forstöðumenn upptökuhælanna ráða því í reynd hversu lengi börn- unum er haldið og við hvaða að- stæður. Þeir eru skipaðir af rík- isstjórum eða öðrum háttsettum embættismönnum í sambandsríkj- um Mexíkó sem eru 31. „Í Mexíkó er engin réttargæsla fyrir börn. Þau eru fórnarlömb geð- þóttaákvarðanna þeirra sem ráða,“ sagði Guillermo Alonso Angulo, ráð- gjafi UNICEF, Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, í Yucatan-ríki. Arfleifð flokksalræðis Upptökuhælin eru arfleifð Bylt- ingarflokksins, PRI, sem var einn við völd megnið af öldinni sem leið. Frá 1929 til 2000 voru forsetar landsins, flestir ríkisstjóranna, borgarstjóranna, lögreglustjóranna og æðstu embættismanna ríkjanna í Byltingarflokknum. Á þessum tíma réð flokksholl- ustan mestu um það hverjir fengu embættin. Mennirnir sem stjórnuðu stofnunum, sem áttu að vera til hagsbóta fyrir samfélagið, gerðu oft lítið annað en að draga sér opinbert fé og þeim var sjaldan refsað. Vicente Fox forseti, sem tók við embættinu árið 2000, hefur lofað að bæta dómskerfið og tryggja að farið verði að lögum en ekki geðþótta- ákvörðunum embættismanna eða pólitískum duttlungum. Börnin á upptökuhælunum vona nú að forsetinn efni loforðin. Þau reyna nánast í hverri viku að vekja athygli á aðstæðum sínum með því að klifra upp á þök hælanna, kveikja elda og efna til óeirða. Þeg- ar fréttamenn koma á staðinn hrópa börnin að þau hafi verið barin með kústsköftum og beltum. Barsmíðar og einangrun í svínastíu Forstöðukona upptökuhælisins í Merida, Maria del Rocio Martel Lo- pez, var læknir með mjög góð póli- tísk sambönd í Yucatan-ríki. Tugir barna hafa komið fram og lýst því hvernig hún misþyrmdi þeim á hæl- inu. Mannréttindanefnd Mexíkó rannsakaði ásakanirnar og birti skýrslu í apríl þar sem fram kom að börnin sættu „harðneskjulegri og niðurlægjandi meðferð“, meðal ann- ars barsmíðum og auðmýkjandi refsingum. Foreldrar kvörtuðu yfir grimmd Martel árið 1999 en ríkisstjórinn sem skipaði hana, Victor Cervera Pacheco, gerði ekkert. Margir telja að hann hafi ekkert aðhafst í málinu vegna þess að Martel er ekkja fyrr- verandi forystumanns Bylting- arflokksins í Yucatan-ríki. „Stundum sagði hún strákunum að fara úr buxunum og sparkaði á milli fóta þeim þar til þeir fóru að gráta,“ sagði Beto og fyrrverandi starfsmenn hælisins staðfestu þetta. Læknar og kennarar sögðu lög- reglunni að Martel hefði barið börn- in þar til þeim blæddi. Munaðarlausri stúlku var haldið í einangrun í gluggalausu herbergi í tvo mánuði og hún fékk aðeins eina máltíð á dag. Önnur stúlka, sem var þrettán ára þegar hún var vistuð á hælinu, var neydd til að sofa í svína- stíu í þrjár nætur með fimmtán svínum. Læknir, sem kom á hælið einu sinni í viku, segist eitt sinn hafa séð fjóra drengi bundna við tré með reipi frá hálsi niður að hnjám. „Það var þvag og saur í fötunum þeirra, þannig að þeir hljóta að hafa verið þarna í alllangan tíma.“ Læknirinn skýrði lögreglunni frá þessu en hún aðhafðist ekkert. Martel fer nú huldu höfði og mannréttindahreyfingar saka ráða- menn í Mexíkó um að hafa leyft henni að fara í felur til að komast hjá réttarhöldum sem geti dregið dilk á eftir sér. Börnum misþyrmt í „litlu fangelsunum“ Algengt er að börn sæti illri meðferð á upp- tökuheimilum í Mexíkó Tvær systur, 13 og 15 ára, sofa á upptökuhæli fyrir börn í borginni Merida í Mexíkó. Þær voru vistaðar á hælinu eftir að hafa stolið farsíma. Merida. The Washington Post. SKÝSTROKK lýstur niður skammt frá West Mansfield í Ohio-ríki í Bandaríkjunum á sunnudaginn, er fjöldi slíkra strokka varð a.m.k. 31 að bana í Ohio, Tennessee og Alabama, og margra hundraða var enn saknað í gær. Erfiðlega hafði gengið að ná sambandi við afskekktar byggðir, og var óttast að tala lát- inna myndi fara hækkandi er liði á daginn. Eignatjón varð gíf- urlegt af völdum veðursins, sem í gær var ekki enn gengið niður. Stormviðvaranir voru í gildi í Norður- og Suður-Karólínu. AP Manntjón af völdum skýstrokka FULLTRÚAR Evrópusambandsins (ESB) og Rússlands náðu í gær sam- komulagi um það með hvaða hætti rússneskir ríkisborgarar geti ferðast til og frá Kalíníngrad-svæðinu eftir að það verður umkringt landsvæði ESB, en það gerist við inngöngu Litháens og Póllands í sambandið árið 2004. Kaliníngrad-svæðið var fram til 1945 norðurhluti Austur-Prússlands, austasta héraðs Þýzkalands, í kring- um hina fornu borg Königsberg sem Rússar umskírðu eftir föllnum flota- foringja Rauða hersins og breyttu í lokaða sovézka herstöð. Nú búa þar um 950.000 manns, flestir við mjög þröngan kost, og höfðu harðar deilur geisað um alllanga hríð milli stjórn- valda í ESB og í Moskvu um ferða- frelsi Rússa til og frá héraðinu. Málið var snúið þar sem landa- mæri Litháens og Póllands verða ytri landamæri ESB og því ófrávíkj- anleg krafa af hálfu ESB að tekið yrði upp strangara eftirlit á þeim. Rússar höfðu hins vegar krafizt þess að rússneskir ríkisborgarar þyrftu ekki að sækja um vegabréfsáritun inn á ESB-svæðið í hvert sinn sem þeir ferðast milli Kalíníngrad og rússneska móðurlandsins og hafði Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótað að mæta ekki á eins dags leið- togafund ESB og Rússlands, yrði ekki gengið að þessum kröfum, en fundurinn fór fram í Brussel í gær. Sérstök lestartenging Fulltrúar beggja samningsaðila sögðu í gær að samkomulag væri svo gott sem frágengið um vegabréfs- áritanir sem giltu til margra ferða til og frá héraðinu og að komið yrði síð- ar á sérstakri lestartengingu sem ætti að geta gert áritanir óþarfar. Með samkomulagi um Kalinín- grad-málið er enn einni hugsanlegri hindruninni á leiðinni að stækkun ESB til austurs rutt úr vegi. Evrópusambandið Samið um Kalinín- grad-ferðir Brussel. AFP. Reuters Vladimír Pútín, forseti Rússlands (t.v.), situr að baki Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, í Brussel í gær. BRESKUM föngum er heimilt að fá sent til sín gróft klámefni eftir að raðmorðingi fékk fellt úr gildi bann sem fangelsisyf- irvöld höfðu sett, og var ógild- ingin byggð á vísan til evr- ópskra mannréttindalaga, að því er The Sunday Telegraph greindi frá. Bresk fangels- ismálayfirvöld eru nú að semja nýjar reglur sem heimila fangavörðum að taka ákvarð- anir um sendingar á grófu klámi til þeirra sem sitja inni. Bannið var ógilt á þeim for- sendum, að það stangaðist á við bresk mannréttindalög, er byggja á Mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem tryggir tjáningarfrelsi og frelsi til að taka við upplýsingum. Það var Dennis Nielsen, sem var dæmdur í fangelsi 1983 fyrir að myrða sex unga menn, sem beitti sér hvað harðast fyrir því að fá banninu aflétt. Tals- maður samtaka fórnarlamba ofbeldis gagnrýndi ákvörðun fangelsisyfirvalda. Sungið í leku leikhúsi NÝJA leikhúsið í Singapore, Esplanade, „forsýndi“ söng- leikinn Sungið í regninu á dálít- ið sérstakan hátt um helgina, þegar þak hússins byrjaði að leka. Gífurlegt úrhelli varð í borginni á sunnudaginn og varð það þaki hússins ofviða, en hús- ið var opnað fyrir tæpum mán- uði. Á morgun á að frumsýna Sungið í regninu, en menn eru nú önnum kafnir við að þurrka upp þessa óvæntu forsýningu. Smyglari dæmdur JAMAÍKUMAÐUR sem reyndi að smygla kókaíni til Bret- lands í gervifæti sínum hefur verið dæmdur í tíu ára fang- elsi. Maðurinn, Yenline Neil, er 59 ára, og var handtekinn á Gatwick-flugvelli við London fyrr á þessu ári eftir að fíkni- efnaleitarhundur fór að gelta að honum. Ákváðu lög- reglumenn þá að gegnumlýsa gervifót mannsins, sem náði frá mjöðm, og síðan var fót- urinn skrúfaður af honum og þá komu í ljós rúm 820 grömm af kókaíni. Hald var lagt á fót- inn sem sönnunargagn, og Neil var handtekinn. Neil sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft hugmynd um að kók- aín væri falið í fætinum, en kviðdómurinn gaf lítið fyrir þá fullyrðingu og var aðeins fimmtán mínútur að sakfella Neil einróma. Klám talið mann- réttindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.