Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Sigur-geirsson húsa- smíðameistari fædd- ist í Hafnarfirði 31. mars 1931. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 3. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónína Guðrún Jóns- dóttir, f. í Hafnarfirði 7. okt.1903, d. 4. maí 1986, og Sigurgeir Sigurðsson, f. á Eyr- arbakka 18. júní 1896, fórst með togaranum Sviða frá Hafnarfirði 2. des. 1941. Systir Sigurðar var Guðrún, f. 15. maí 1925, d. 27. des. 1983. Sigurður kvæntist 24. desem- ber 1952 Jenný Körlu Jensdóttur, f. á Ísafirði 22. desember 1932. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðardóttir, f. á Rangárvöllum 5. nóv. 1905, d. 28. maí 1972, og Jens Karl Magnús Steindórsson, f. á Melum í Trékyllisvík 28. okt. 1902, d. 14. feb. 1965. Börn þeirra eru: 1) Sigur- geir, f. 31. jan. 1952, d.12.maí 1995, dóttir Jenný Rut, f. 1972, gift Stein Simonsen, búsett í Noregi. 2) Elísabet, f. 1. apríl 1955, gift Guðjóni Guðmundssyni, f. 4. júlí 1954, sonur Sig- urður, f. 1978. 3) Ingibjörg, f. 22. júní 1964, gift Jóni Gunn- ari Baldurssyni, f. 2. júní 1962, börn Guð- rún Kamilla, f. 1985, Selma, f. 1992, Magnús, f. 1994. Sigurður lærði húsasmíði og fékk meistararéttindi 1956. Hann starfaði hjá Verksmiðju Reykdals, Verk, Húsasmiðjunni, Ísbirninum, rak eigið verkstæði og hann starf- aði einnig með Sigurgeiri syni sín- um. Hann stundaði einnig sjó- mennsku í nokkur ár. Útför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við Sigga, afa minn. Ég er á þessari stundu sorgmædd vegna þess að ég sakna þín, afi. En ég er einnig þakklát fyrir það að hafa átt þig að og fyrir það hversu stóran þátt þú átt í mér. Gullkista minninganna er stór: Apavatn, fréttir, hunangskaka, RÚV, harmónikulög, fréttir, Bronco-jepp- inn, sögur úr Firðinum þegar afi var ungur, fréttir, verkstæðin, sag, veiði- stöng, kaffi með þeim ömmu við eld- húsborðið og fréttir. Mín allra fyrsta minning tengd afa er auðvitað frá Hverfisgötu 42. Það var hversu gott mér þótti að fara á fætur á morgnana. Hjá ömmu og afa var aldrei kalt. Og alveg frá því ég var pínulítil hefur mér þótt fátt annað skemmtilegra en að vera hjá þeim. Sitja við eldhúsborðið og spjalla um heima og geima með gufuna í bakgrunninum. Alltaf nægur tími fyrir afastelpur. Svo flutti ég í „kjallarann“ og naut þess að vera í námunda við ömmu og afa í nokkur ár. Það var yndislegt að geta skotist upp til þeirra í hlýjuna og fá sér kaffisopa og flatköku með afa. Fórnfýsi og hjálpsemi eru eigin- leikar sem prýddu afa. Fjölskyldan fyrir öllu og hann var alltaf tilbúinn að hjálpa til. Maður varð að gæta þess að biðja ekki um of mikið því afi gat aldr- ei sagt nei. Aldrei kvartaði hann held- ur hélt ótrauður áfram. Þessi eigin- leiki kom vel í ljós þegar pabbi dó. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll, sérstaklega fyrir ömmu og afa. Ég fylltist auðmýkt þegar ég sá styrkinn sem þau bjuggu að. Afi var líka ósérhlífinn og vinnu- samur. Vann allra helst alla daga vik- unnar og tók sér bara frí til þess að fara í bústaðinn á Apavatni. Ég er óspart búin að monta mig af þessum afa mínum hér í Noregi þar sem slík vinnusemi telst bilun. Fyrir tveimur árum komu þau amma í heimsókn til okkar Steina í Noregi. Það var eins og að fá bestu vini okkar í heimsókn. Við fjögur í lít- illi stúdíóíbúðinni okkar með einn fer- metra á mann. Það er oft gott að eiga ungan afa og ömmu. Við notuðum tímann vel, skoðuðum Ósló, fórum á kaffihús og veitingastaði, ég útskrif- aðist úr skólanum að ömmu og afa viðstöddum og við keyrðum og heim- sóttum fjölskyldu Steina í N-Noregi. Auðvitað náði svo afi að eyða einum degi í nýrri íbúð okkar. Þar hengdi hann upp myndir, gerði við hurðir og valdi með okkur veggmálningu. Alla tíð var afi líka léttur og glaður og það var aldrei langt í húmorinn. Jafnvel upp á það síðasta var ekki langt í skopskynið. Eitt af því síðasta sem við afi spjölluðum um var að hann minntist á það með bros á vör hversu músikalskar garnir hann hefði. Þá hafði hann ekki borðað í marga daga og garnirnar voru farnar að segja til sín. Eins og alltaf tókst afa að bægja áhyggjum okkar á braut og segja: „Hafið engar áhyggjur af mér.“ Sögurnar hans afa er líka eitthvað sem við barnabörnin eigum eftir að varðveita um ókomna framtíð. Um fyrrum tíð í Hafnarfirði, frímerkja- safnið, Flensborg o.s.frv. Eftir stutta og erfiða baráttu vann krabbameinið og tók hann afa frá okkur. Kannski var hann búinn að gefa okkur svo mikið að hann átti lítið eftir í eigin baráttu. Veikindunum mættu afi og amma með hugrekki og æðruleysi. Enn og aftur sýndu þau styrk sinn. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að koma heim og hitta afa áður en það var um seinan. Það var mikilvægt að geta kvatt hann þó að það hafi verið bar- áttuhugur í okkur þegar við kvödd- umst. Við ætluðum að hittast aftur um jólin. En nú er afi horfinn á braut. Hugg- un mín er sú að það eru margir góðir hinum megin sem örugglega taka vel á móti honum. Það eru forréttindi að hafa átt Sigga Jónu sem afa. Elsku besta amma. Guð veiti þér styrk. Þú ert hetja. Með þökk fyrir allt, elsku afi minn. Megir þú hvíla í friði. Jenný Rut. Elsku afi minn. Það er svo skrýtið að þú sért horfinn á braut. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem hefur verið eins lifandi og þú. Þín einstaka vinnusemi og hjálpsemi, þín um- hyggja og þín jákvæða lífssýn voru eiginleikar sem ég dáði. Þrátt fyrir að þú hafir verið mikið veikur þegar við Jenný Rut komum og heimsóttum þig síðast á Íslandi þá var enn mikið eftir af hinum gamla góða afa. Af hinum óeigingjarna afa sem helst vildi gefa allt en ætlaðist ekki til þess að fá neitt til baka. Þú mættir okkur enn og aft- ur með skondnu svörunum þínum og með hlýjum og traustum faðmlögum. Síðast og ekki síst: Þú varst ennþá afi sem bauð mér uppá Cognac. Það gerðir þú í hvert skipti sem ég kom á Hverfisgötuna (þú fékkst þér líka þó að þér fyndist það alls ekki gott). Og svo sátum við við eldhúsborðið og ræddum málin. Sögurnar þínar og eldmóður þinn við frásagnirnar eru mér kærar minningar núna. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvaða tungumál við töluðum saman fyrstu árin áður en ég lærði að tala íslensku. Þetta voru notalegar stundir. Önnur kær minning er sumarið 2000 þegar þið amma komuð í heimsókn til Nor- egs. Fjölskylda mín er enn þakklát fyrir það að þið með glöðu geði keyrð- uð 1000 km hvora leið frá Ósló til Norður-Noregs til þess eins að heim- sækja þau. Ég er ótrúlega stoltur og þakklátur fyrir það að hafa átt slíkan afa. Þvílíkur maður. Stein. Ég fór í heimsókn á Hverfisgötuna á sunnudagskvöldi, afi fékk að vera heima um helgi meðan var verið að rannsaka hvað væri að honum. Þegar ég kvaddi karlinn sá ég í augunum á honum að eitthvað væri ekki með felldu, en eins og honum var einum lagið skaut hann á mig: ,,Hvað er þetta, maður, ég verð kominn upp á þak næsta sumar.“ Mikið vildi ég að svo hefði orðið. Afi fæddist á Hverfisgötunni og bjó alla sína tíð þar. Á unga aldri missti hann föður sinn, það hefur eflaust hert hann, því aldrei sá ég hann kvarta eða kveina, hann var líka svo nægjusamur. Það var ekki hægt ann- að en að brosa þegar hann kom stolt- ur að austan, búinn að mála súkkuna og setja ,,alvöru“ lamir á afturhurð- ina. Austur í bústaðinn fóru afi og amma reglulega með okkur krakk- ana. Ég fór iðulega að veiða með afa sem var með afbrigðum hraustur og hafði lítið fyrir því að róa heilu dag- ana. Við lögðum net, veiddum á stöng og yfirleitt komum við heim með góð- an afla og um kvöldið var svo grillaður silungur Á mynd einni liggjum við Kamilla með afa á milli okkar í gömlu A-tjaldi, en myndin er tekin fyrir austan. Við erum öll brosandi út að eyrum, ég klæddur í vinnuskyrtu með uppbrett- ar ermar, allt gert til að vera alveg eins og afi. Kamilla liggur við hlið afa og horfir upp til hans, líkt og við krakkarnir höfum öll gert alla tíð. Afi bað sjaldan um aðstoð en var alltaf tilbúinn til að veita hana. Ég fékk þó að hjálpa honum í september, fékk að mála smá hluta af húsinu. Þar ræddum við heima og geima og þar sagði afi sínar sögur eins og honum var einum lagið. Mikið er ég þakk- látur fyrir þann dag. Sigurður. SIGURÐUR SIGURGEIRSSON  Fleiri minningargreinar um Sigurð Sigurgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur, KRISTJÁN GRÉTAR SIGURÐSSON, Valhúsabraut 29, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur föstudaginn 8. nóvember. Sigurður Ásgeir Kristjánsson, Erna G. Jensdóttir, Sigurður Á. Kristjánsson, Rafn H. Sigurðsson, Suzanne Kay Sigurðsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Aðalheiður Gestsdóttir, Jens Pétur Sigurðsson, Patricia Segura Valdes. Ástkær sonur, bróðir okkar og mágur, JÓN KRISTJÁN KJARTANSSON, Kirkjuteigi 9 og Tjaldanesi, andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 10. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Kjartan Ingimarsson, Þóra Kjartansdóttir Guðmundur H. Karlsson, Ingimar Kjartansson, Kristinn Árni Kjartansson, Guðrún Ágústsdóttir, Björg Vigfúsína Kjartansdóttir. Elsku litli drengurinn okkar, bróðir og barna- barn, BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON, Urðarvegi 54, Ísafirði, lést á barnadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 8. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Hulda Lind Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Eyjólfur Karl Gunnarsson, Kristjana Lind Ólafsdóttir, Kristjana Júlía Jónsdóttir, Eyjólfur Karlsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigmundur Freysteinsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GESTUR JÓNSSON loftskeytamaður, Ljósheimum 18a, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 8. nóvember. Þóra Þorgrímsdóttir, Heiða Sigurrós Gestsdóttir, Stefán Þór Magnússon, Svanur Þór Stefánsson, Gestur Magnús Stefánsson, Inga Sigríður Gestsdóttir, Gerða S. Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HÓLMFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 10. nóvember. Steinar Þór Guðlaugsson, Margrét Óskarsdóttir, Hrafn Steinarsson, Ása Steinarsdóttir, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, Arndís Tómasdóttir, Erna Rán Arndísardóttir, Ingólfur Þór Tómasson, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Styrmir Guðlaugsson, Thelma Hansen, Gylfi G. Styrmisson, Ernir Styrmisson, Hróar Styrmisson. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.