Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 41 FULLORÐINSFRÆÐSLA Laug- arneskirkju er haldin hvert þriðjudagskvöld kl. 20:30 í gamla safnaðarheimili kirkjunnar. (Gengið inn að austan verðu.) Þessar vikur er Bjarni Karlsson sóknarprestur að fjalla um hin ýmsu viðfangsefni mannlífsins í ljósi Biblíulegrar trúar. Í kvöld mun hann ræða um kristin viðhorf til ástar og hjónabands. Þátttaka er öllum frjáls, aðgangur kostar ekkert, en gott er að hafa með sér Biblíu eða Nýja testamenti. Að fræðslu og umræðum lokn- um gefst öllum kostur á að vera með í lofgjörðarstund í kirkju- skipinu kl. 21:00, þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn- arssonar en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Kl. 21:30 er stundinni lokið en boðið er fram til fyrirbæna undir handleiðslu Margrétar Scheving sálgæsluþjóns kirkjunnar og hennar samstarfsfólks. Tollgæslan í Hafnarfjarðarkirkju Í KVÖLD mun tollhundurinn Bassi koma í heimsókn til foreldra fermingarbarna Hafnarfjarð- arkirkju ásamt eiganda sínum Þorsteini Þorsteinssyni, en þeir félagar starfa við Tollgæsluna í Reykjavík Ætla þeir að fjalla um skaðsemi eiturlyfja og reynslu sína af hin- um harða heimi þeirra sem neyta, smygla og selja eiturlyf. Þorsteinn segir frá en hundurinn Bassi, sem er lögregluhundur af labrador ætt, sýnir listir sínar. Hafa þeir félagar heimsótt þús- undir fermingarbarna um allt land í þessum tilgangi. Heimsóttu þeir þannig fermingarbörn Hafn- arfjarðarkirkju fyrir viku og spjölluðu við þau. En nú er komið að foreldrunum. Eftir frásögn þeirra félaga gefst tækifæri til að koma með spurningar og at- hugasemdir. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir. Sr. Þórhallur Heimisson. Ást og hjóna- band í Laugar- neskirkju Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunn- ar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laug- ardalinn eða upplestur úr góðum bók- um fyrir þá sem ekki treysta sér í göng- una. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrðarstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Tólfsporafundur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Foreldramorgnar Bú- staðakirkju. Munið jólaföndurkvöldið kl. 20. Við munum skreyta jólakertin. Efni er selt á staðnum á kostnaðar- verði. Kaffi kostar kr. 300. Lovísa Guð- mundsdóttir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður að samverustund lokinni. 10– 12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 20. Sr. Bjarni Karls- son sóknarprestur fjallar nú hvert þriðjudagskvöld um viðfangsefni dag- legs lífs í ljósi kristinnar trúar. Að þessu sinni verður talað um ást og hjóna- band. Engin skráning. Þægilegt að vera með. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknar- prestur flytur guðs orð og bæn. Fyrir- bænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Mar- grétar Scheving sálgæsluþjóns og bænahóps kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10–12. Mataræði ung- barna. Hjúkrunarfræðingur frá heilsu- gæslunni á Seltjarnarnesi sér um efn- ið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) k. 16. Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. STN – Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.15–17.15. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur málsverður. Helgistund, samveru- stund. Grindvíkingar koma í heimsókn. Kaffiveitingar. KFUM&KFUK í Digranes- kirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17– 18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöld- verður, fræðsla, umræðuhópar. Kenn- ari Sigurjón Á. Sigurjónsson. (Sjá nán- ar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgríms- dóttur djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting- ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Graf- arvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikarunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka. Leikjadagur. Keflavíkurkirkja. Sameiginlegur fundur með öllum fermingarbörnum. Þor- steinn Þorsteinsson og Bassi frá Toll- gæslunni í Reykjavík koma í heimsókn. Fjallað verður um fíkniefni og forvarnir kl. 14.30. Áfallahjálp í minni sal Kirkju- lundar kl. 20.30. Er þörf á opnu húsi fyrir atvinnulausa? Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldra- morgunn. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi 28. Fund- urinn er haldinn í Ömmukaffi, Austur- stræti 20, og hefst kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur, sér um efni kvöldsins. Kaffi og terta kosta 600 kr. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar- heimili. Hópur 3 8.E Lundarskóla og 8.C Brekkuskóla. Safnaðarstarf HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 19.920,- Næsta bil kr. 15.438,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 15.562,- Næsta bil kr. 13.197,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 10 11 / TA K T ÍK - N r.: 29 B Handklæði & flíshúfur Flíspeysur m. Félagsmerkjum, flísteppi o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is JólatilboðÍ 12 árSérmerkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.