Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 7
SÓLVEIG Pétursdóttir hefur opn- að nýjan upplýsingavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning2003.is, vegna al- þingiskosninganna sem fram fara næsta vor. Á vefnum er að finna fræðandi og hagnýtar upplýs- ingar um atriði sem lúta að næstu alþingiskosningum. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingar af hálfu hins opinbera vegna alþing- iskosninga eru settar fram með þessum hætti. Morgunblaðið/Golli Friðjón R. Friðjónsson vefstjóri og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. um almenningi. Hún tók fram að vefurinn væri unninn eftir nýrri aðferðafræði og í samræmi við stefnu stjórnvalda um að upplýs- ingatækni verði beitt í þágu fatl- aðra og sérstaklega tekið á að- gengi sjónskertra að vefnum. Upplýsingarnar eiga að nýtast almennum kjósendum, stjórn- málasamtökum og þeim sem vinna að kosningunum. Fjallað er um lög og reglugerðir, kjósendur, framboð, framkvæmd kosninga og tölulegar upplýsingar. Kostur gefst á því að skoða breytta kjör- dæmaskipan í myndrænni fram- setningu með skýringum. Þegar nær dregur kosningum verður hægt að fá upplýsingar um fram- boðslista og kjörstaði. Þá geta menn sent fyrirspurnir til ráðu- neytisins um hvaðeina sem lýtur að framkvæmd alþingiskosning- anna. Útlit og kennimerki upplýs- ingavefjarins er hannað af auglýs- ingastofunni Fastlandi og er vef- urinn settur upp af Hugsmiðjunni. Ráðherra opnar nýjan kosningavef Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, opnaði upp- lýsingavefinn og sagði að með vefnum væri stigið enn eitt skref í átt til þess að gera upplýsingar stjórnvalda enn aðgengilegri öll- FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 7 ÍBÚÐARHÚS í byggðinni við Reykjaskóla við Hrútafjörð brann til ösku sl. laugardag. Það voru íbúar í Reykjaskóla sem urðu eldsins varir um kl. 23.20 og hringdu í Neyðarlín- una, 112. Slökkvilið Hvammstanga brá skjótt við og var komið um 30 mínútum síðar, en um 25 km eru milli staða. Húsið var þá alelda, enda hvöss austanátt og stóð vindur á nærliggj- andi íbúðarhús, sem slökkviliðsmönn- um tókst að verja. Húsið sem brann, var einnar hæðar timburhús, áður bústaður skólastjóra Barnaskólans á Reykjum, en var nú í eigu nýstofnaðs félags, Reykjaeigna ehf. Einn starfsmaður Skólabúðanna á Reykjum bjó í húsinu en var fjarver- andi þegar eldurinn kom upp. Engu varð bjargað og missti íbúinn allt sitt innbú og heimili. Vegna aðsteðjandi hvassviðris aðfaranótt mánudags, var vettvangsrannsókn hraðað og síðdeg- is á sunnudag var brakinu mokað á flutningabíla sem fluttu það á geymslustað nærri Hvammstanga. Eldsupptök eru ókunn. Stofnaður hefur verið styrktarsjóð- ur fyrir íbúa hússins, við Sparisjóð Húnaþings og Stranda, með banka- slóð: 1105-05-402900. Íbúðarhús brann til ösku SAMRÁÐSÞING Frjálslynda flokks- ins var haldið sl. laugardag í Reykja- vík. Áttatíu manns mættu á þingið hvaðanæva af landinu, fulltrúar úr kjördæmafélögum og miðstjórn ásamt flokkfélögum. Unnið var í mál- stofum og farið var yfir grundvallar- stefnu flokksins í öllum málaflokkum. Áhersla var lögð á að átaks væri þörf í velferðarmálum, gera þyrfti heil- brigðiskerfið skilvirkara og skattkerf- ið réttlátara. Þá var fjallað um sam- göngumál og umhverfismál og síðast en ekki síst sjávarútvegsmál. Við val á framboðslista viðhefur Frjálslyndi flokkurinn uppstillingu og verða framboðslistar kynntir eftir áramót. Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að mjög góður andi hafi verið á fundinum, veruleg þátt- taka ungs fólks og hugur í fundar- mönnum vegna kosninga að vori. Frjálslyndi flokkurinn und- irbýr framboð ♦ ♦ ♦ skrefi framar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.