Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduo, Skeiðfaxi, Þerney og Helgafell koma í dag. Dettifoss, Selfoss og Borgin fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson. Fimmtudaginn 14. nóv- ember verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá Veisluna, miðapantanir í afgreiðslu s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kór eldri borgara í Damos. Laugard: Kl. 10– 12 bókband, kl. 11 línu- dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Árshátíð FEB verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ, föstudaginn 15. nóvember. Húsið opnað kl. 18. Miðapant- anir á skrifstofu FEB s. 588 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er í Ás- garði Glæsibæ. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9. vinnu- hópur gler, kl. 10.30 boccia, 11.40 leikfimi karla, kl. 13. málun, 13.30 tréskurður. Fóta- aðgerðastofan 899 4223. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Handa- vinna og brids kl. 13.30, pútt í Hraunseli. Kl. 13. Námskeið í leirmótun fyrir byrjendur verður á föstudögum kl 13 vantar fleiri þátttakendur. Skráning í Hraunseli, sími 555 0142 Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16. 30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 16. 15 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Fjölskyldudag- ur verður í Gjábakka laugard. 16. nóv. kl. 14. Fjölbreytt dagskrá, m.a. syngur Samkór Kópa- vogs nokkur lög, Jón Oddur og Jón Bjarni frá Þjóðleikhúsinu líta inn. Þorvaldur Halldórsson syngur þekkt lög, Ari Trausti Guðmundsson les úr nýútkominni bók sinni. Sköpunarhornið verður fyrir unga sem aldna. Vöffluhlaðborð. Alli velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans, kl. 19 gömlu dansarnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerðir hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13– 16 frjáls spil, brids tví- menningur. Mánudaginn 18. nóv. kl. 13 verður veitt lyfjaráðgjöf og mældur blóðþrýstingur. Fyrirbænastund fimmtudaginn 21. nóv. kl. 10.30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar dómkirkju- prests. Fræðslufundur þriðjudaginn 26. nóv. kl. 13. 30. Upplýsingar um lífeyri. Kaffiveitingar á eftir. Jólafagnaður verð- ur fimmtudaginn 5. des. Nánar auglýst síðar. Föstudaginn 6. des. kl. 13–16 verður hand- verksýning. Margt góðra muna, t.d. jólaskraut, tréútskurður, prjónavörur, dúkar, hálsmen og fleira. Nem- endur í myndmennt sýna. Kaffiveitingar. All- ir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mósaik, kl. 14 félagsvist. Háteigskirkja eldri borgar á morgun mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s.553 5979 Jón, s.551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Frá félagi kennara á eft- irlaunum. Bókmennta- hópur Félags kennara á eftirlaunum hittist í Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15, laust fyrir klukkan 14 fimmtu- daginn 14. nóvember. Púttklúbbur Ness. Pútt- klúbbur Hrafnistu í Hafnarfirði kemur þriðjudaginn 12. nóv- ember. Keppni hefst kl. 13.30 í Tennishöllinni í Kópavogi. Sinawik í Reykjavík. Fundur í kvöld kl. 20. Tískusýning. Þjóðdansafélag Reykja- víkur. Opið hús í kvöld, þriðjudaginn 12. október kl. 20.30 í Álfabakka 14a. Gömlu dansarnir, Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar fundur miðvikudaginn 13. nóv. kl 20. Farið í skoð- unarferð. Í dag er þriðjudagur 12. nóvember, 316. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, ver- ið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (1. Kor. 16, 13–14.23.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hollráðið, 8 happið, 9 atvinnugrein, 10 greinir, 11 nefið, 13 kveif, 15 sæti, 18 moð, 21 tré, 22 treg, 23 hamingja, 24 hagkvæmt. LÓÐRÉTT: 2 inntaks, 3 hárug, 4 þjálfun, 5 út, 6 drungi, 7 for, 12 vond, 14 dveljast, 15 rétt, 16 án fyrirvara, 17 aur, 18 brotsjór, 19 fim, 20 svelgurinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skáld, 4 þrúga, 7 urtan, 8 ökrum, 9 nem, 11 dúða, 13 ásar, 14 gumar, 15 farg, 17 asni, 20 gró, 22 log- ar, 23 nauða, 24 runni, 25 tuddi. Lóðrétt: 1 Skuld, 2 ástúð, 3 dúnn, 4 þröm, 5 útrás, 6 aumur, 10 eimur, 12 agg, 13 ára, 15 fúlar, 16 ragan, 18 stund, 19 iðaði, 20 grói, 21 ónýt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI fylgdist með beinniútsendingu frá Edduverðlaun- unum í sjónvarpinu síðastliðið sunnu- dagskvöld og hafði nokkuð gaman af þótt ameríski blærinn á hátíðinni sé henni síst til framdráttar. Æskilegt væri að Eddan skapaði sér meiri sér- stöðu, helst íslenska í samræmi við nafnið. Gefum hátíðinni þó tíma en þetta er aðeins í fjórða sinn sem Ís- lenska kvikmynda- og sjónvarpsaka- demían veitir þessi verðlaun. Víkverji fylgist ágætlega með á þessu sviði og bar kennsl á flesta menn og verk sem þarna voru heiðr- uð. Í einum flokki kom Víkverji þó af fjöllum. Það var þegar sjónvarps- maður ársins var útnefndur. Sverrir Sverrisson heitir maðurinn. Hver er þetta? hugsaði Víkverji með sér í sóf- anum og ekki var laust við að hann fyndi til vanmáttar síns. Geta menn verið þekktir fyrir að hafa aldrei heyrt minnst á sjónvarpsmann árs- ins? Víkverji kannast við Sverri Sverrisson knattspyrnumann en hef- ur aldrei heyrt getið um sjónvarps- mann með þessu nafni. En sjaldnast þarf að sækja vatnið yfir lækinn. Þar sem Víkverji iðaði í sófanum í skelf- ingu sinni gall í þrettán ára gömlum syni hans: „Nei, Sveppi!“ Sveppi? Hvað meinarðu drengur, þekkirðu þennan mann? „Já, þetta er Sveppi. Hann sér um 70 mínútur á Popp Tíví.“ Já, hann, muldraði Víkverji of- an í bringu sér. Sjaldan hefur hann verið svona utan gátta. x x x VÍKVERJI er gamall aðdáandiBlack Sabbath og hefur því lúmskt gaman af sjónvarpsþáttunum um Osbourne-fjölskylduna á Stöð 2 en fjölskyldufaðirinn, Ozzy, var ein- mitt broddmenni þeirrar ágætu rokksveitar á áttunda áratugnum. Ozzy karlinn er kominn af léttasta skeiði og óhætt að segja að úr honum sé mestur þróttur. Í stað þess að skelfa menn með framkomu sinni vekur hann nú hlátur – í besta falli. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hefur maðurinn gengist upp í gjálífinu um þriggja áratuga skeið – og ríflega það. Raunar er Ozzy einhver mesta himnasending sem um getur fyrir vímuvarnaryfir- völd. „Svona verðið þið!“ Eru til frek- ari víti til varnaðar? Oft bregður fyrir gestum í þáttum þessum og Víkverji hvetur íslensk vímu- og tóbaksvarnaryfirvöld til að reyna að koma sínum manni að, ein- hverjum holdgervingi heilsu og hreysti sem gæti lesið hinum sokkna syndasel pistilinn. Til dæmis Þor- grími Þráinssyni. Sjá menn það ekki fyrir sér, Þorgrímur og Ozzy? Þessi upprifjun á tilvist Ozzys Osbourne hefur orðið til þess að Vík- verji hefur verið að gramsa í kössum og dusta rykið af gömlu Black Sabb- ath-plötunum sínum. Og þvílík sæla! Þessi um það bil þrjátíu ára gamla rokktónlist stenst svo sannarlega tímans tönn. Verk eins og Black Sabbath, Paranoid, Children of the Grave, Snowblind og Iron Man eru sannkölluð rokkklassík. Að ekki sé talað um War Pigs, sem hlýtur að vera ein af meistarasmíðum rokksög- unnar. Víkverji botnar ekkert í því hvers vegna þetta prýðilega efni hef- ur legið undir skemmdum ofan í kössum svona lengi. Það væri nær fyrir rokksögufræð- inga að bera Black Sabbath á hönd- um sér en stagast stöðugt á Rolling Stones! Bragðlaus fiskistappa MIG langar að taka undir með Víkverja þegar hann skrifaði um daginn um mat- inn um borð í millilanda- fluginu hjá Flugleiðum. Ég flaug frá Kaupmannahöfn um daginn á almennu far- rými og var boðið uppá sama matinn og hann talaði um, bragðlausa fiskistöppu í furðulegri sósu með nokkrum rækjum ofan á. Með þessu var boðið uppá eina brauðbollu. Ég hafði keyrt ásamt manni mínum frá Óðins- véum og farið beint á flug- völlinn og var orðin frekar svöng en rækjurnar sem ég tíndi ofan af söddu ekki hungur mitt. Enginn eftir- réttur. Ég hef ferðast á Saga Class-farrými og fengið þennan fína mat þar, þann- ig að ég átti ekki von á þessu og hefði viljað vera vöruð við svo ég gæti satt hungur mitt fyrir flugferð- ina. Hvað varð af þriggja rétta matnum sem var boð- ið uppá? Brauðbakki væri örugglega skárri en þessi fiskbúðingur. Flugfarþegi. Háreyðingarvörur FYRIR nokkru horfði ég á fréttir í danska sjónvarp- inu, sem ég geri reglulega. Í þessum fréttatíma var fjallað sérstaklega um hár- eyðingarvörur að nafni Veet. Þar var talað við tvær stúlkur, sem notað höfðu þessar vörur, og brunnið svo illa á fótleggjum að skipta þurfti um húð á stórum svæðum á fótleggj- um þeirra. Kemur mér því ekki að óvörum, sú grein sem birt- ist í Mbl. 7. nóv. sl. Vil ég því bara segja við þær konur sem nota þessi efni, haldið fegurð ykkar en látið ekki glepjast af slíkum vörum. Nógu ljótt var að sjá, hve þær höfðu leikið þessar stúlkur illa. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Ómerkt undirgöng MIG langar að benda á al- varlega misbresti í gatna- málum við Essó-stöðina á Ártúnshöfða. Þar eru göng undir Vest- urlandsveginn, en engar gangstéttir að göngubraut- inni og lélegar merkingar sem benda til þess að þarna séu undirgöng. Það vantar alveg betri merkingar báðum megin við Vesturlandsveginn. Það þyrfti einnig að setja grind- verk á milli Bíldshöfða og Ártúnshöfða. Það hefur freistað margra að hlaupa yfir þessa miklu umferðargötu. Þarna hafa orðið hræðileg slys og eitt ekki alls fyrir löngu. Lesandi. Kvæðabækur ER einhver sem á Kvæða- bækurnar eftir Sigurð Breiðfjörð og gæti útvegað mér þær? Vinsamlegast hafið samband við Margréti í síma 553 8237. Tapað/fundið Gallakápa týndist SÍÐ gallakápa, fóðruð, með kanínuskinn á kraga, týnd- ist líklega í miðbænum að- faranótt laugardagsins 16. nóvember. Skilvís finnandi hafi samband í síma 846 5483. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is NÚ er fyrir dóm dreg- inn tónlistarmaður sem varði sig er hóp- ur æstra pilta veittist að honum. Sumir telja eflaust að hér sé um að ræða hlægilegt mál, smápústra, en sé vel að gáð má sjá að þetta er stórpólistískt mál sem varðar grundvallarmannrétt- indi. Að baki réttum lög- um liggur stjórn- arskrá og að baki stjórnarskrá liggur náttúrurétturinn. Ein af meginstoðum nátt- úruréttarins er rétt- urinn til sjálfsvarnar. Hann verður ekki tekinn af mönnum, en er framseldur sam- félaginu; á ögurstundu þegar ármenn ríkisins eru ekki til staðar er hann þó í fullu gildi. Af málsatvikum við Hagaskóla má ljóst vera að múgur réðst að spektarmanni. Hann mátti þar óttast um velferð sína og hefur hann þá rétt til að verja sig, reyndar samfélagslega skyldu til að verjast ofbeld- ismönnum svo að þeir og aðrir mættu eitt- hvað af læra. Því er með eindæm- um að saksóknari, að könnuðum máls- atvikum, sé svo sið- blindur að hann vilji svívirða náttúrulegan rétt allra manna með því að stefna til æru- missis fórnarlambi of- beldis frekar en ójafn- aðarmönnunum. Árni Leifsson, Reykjanesbæ. Rétturinn til sjálfsvarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.