Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 17 K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • www . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 0 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.isog fá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Einstök börn — jólakort Einstök börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa, alvarlega, sjúkdóma, gefa nú út jólakort í 5. sinn. Í ár bauðst okkur einstaklega falleg mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarmann sem heitir „Öldungar með barn“. Kortið er í stærðinni 17x17 cm með sjálflímandi umslögum. Kortin fást með eða án texta. Jólakortasalan er ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Hægt er að leggja inn pantanir í síma félagsins 568 2661 eða 699 2661 eða með tölvupósti á einstok@einstok.com. AÐ minnsta kosti fjórtán manns fórust er tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Fokker 27 Friendship fórst skömmu eftir flugtak frá flug- vellinum í Manila á Filippseyjum í gær. Um borð voru 34, þ. á m. ferðamenn frá Bretlandi og Ástr- alíu. Sextán sluppu lifandi, fjórir voru taldir af. Dýpi er átta til tíu metrar þar sem vélin kom niður. Einn farþeganna sem lifðu slysið af, Ástralinn Steve Thompson, sagðist hafa séð reyk leggja frá vinstri hreyfli vélarinnar rétt áður en flugmaðurinn hafi sagt farþeg- unum að búa sig undir nauðlend- ingu. Myndband, sem áhugamaður tók af vélinni í flugtaki, sýndi að hægri hreyfill vélarinnar var stopp er hún hrapaði. „Vélin fór í loftið. Hún flaug í þrjár mínútur og þá eiginlega þagn- aði hreyfillinn,“ sagði Thompson. „Þá tók ég eftir því að það kom reykur út úr vinstri hreyflinum og svo stöðvaðist hann. Svo lentum við í sjónum. Farþegarýmið fylltist strax af sjó. Ég hef lent í mörgu, maður. Þetta gleymist ekki.“ Flugmennirnir lifðu af Báðir flugmenn vélarinnar lifðu slysið af og bjuggust rannsóknar- menn við því að það myndi flýta rannsókninni á því. Auk þess var þess vænst að flugritarnir kæmu í leitirnar í dag. Vélin var í eigu flugfélagsins Laoag, og sagði aðstoðarfram- kvæmdastjóri þess, að þegar bilun hafi orðið nokkrum mínútum eftir flugtakið hafi flugmennirnir ætlað að nauðlenda á landi, en hafi ekki tekist. Hreyfilbilun líkleg- asta orsök hrapsins Að minnsta kosti fjórtán manns fórust í flugslysi á Filippseyjum   4  5 1 6 5 6 7 7 8 9 : ; < =  !" #$ $ %% &' %(% )* ), + - <><5 ?@=A 1B      4          !!      4 * 3  36     4   D      ' ++ C ' :7    E  Manila. AFP, AP. AP Starfsmenn filippseysku strandgæzlunnar vinna að björgun flugvélarflaksins úr Manila-flóa í gær. GREINT var frá því í gær í bandaríska blaðinu The Washington Post að John Lee Malvo, táningur- inn sem sakaður er um að vera annar tveggja manna sem skutu tíu manns til bana í ná- grenni Washington-borgar í síðasta mánuði, hefði viðurkennt að hafa í mörgum tilfellum verið sá sem tók í gikkinn. Þá hafa aðrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrt að einungis fingraför Malvos hafi fundist á riffl- inum, sem notaður var við morðin. Malvo er sautján ára gamall og var í slagtogi með John Allen Mu- hammed, sem er 41 árs. Hefur fram að þessu verið talið að hinn síð- arnefndi væri leyniskyttan svokall- aða, og að Malvo hefði fyrst og fremst veitt honum aðstoð við morðin, keyrt bifreið tvímenning- anna og þar fram eftir götunum. Fullyrt er í dagblöðum vestra að við yfirheyrslur sl. fimmtudag hafi Malvo hins vegar leyst frá skjóð- unni, jafnvel talað drýgindalega um verk þeirra Muhammeds. Er Malvo sagður hafa greint frá því að hann hafi jafnan séð um að finna staði, sem heppilegir voru fyrir ódæðis- verk félaganna, og að hann hafi m.a. viðurkennt að hafa verið sá sem skaut konu í byggingavöruvöru- verslun í Virginíu 14. október sl. Segir í The Washington Post að löggæsluyfirvöld séu nú að íhuga sönnunargögn í málinu í því skyni að reyna að sannreyna hvort yf- irlýsingar Malvos eigi við rök að styðjast. Yfirvöld vilja dauðadóm Malvo mun hafa fullyrt að þeir Muhammed hafi undirbúið morð sín vel og rækilega, og að þeir hafi litið svo á að þeir væru þátttakendur í vel skipulögðum hernaðaraðgerð- um. Þeir hafi notað talstöðvar til að ræða sín á milli og skiptst á um að „vera á verði“ á þeim dögum þegar þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt einn mann í Wash- ington, sex í Maryland-ríki og þrjá í Virginíu. Þá eru þeir grunaðir um að hafa sært þrjá til viðbótar. Þeir voru handteknir 24. október sl. og hefur verið ákveðið að réttarhöld yfir þeim fari fram í Virginíu en þar þykir líklegast að hægt verði að tryggja dauðadóm, fari svo að þeir Muhammed og Malvo verði fundnir sekir um morðin, sem héldu íbúum höfuðborgarsvæðisins í Bandaríkj- unum í heljargreipum lungann úr októbermánuði. Yfirvöld hafa grunsemdir um að tvímenningarnir tengist einnig morðum í Atlanta í Georgíu, í Louisiana-ríki, í Washington-ríki á Vesturströndinni og í Tucson í Arizona. Malvo sagður hafa játað á sig mörg morðanna Washington. AFP. John Allen Muhammad John Lee Malvo í gæslu lögreglu- manna sl. fimmtudag. BILL Gates, yfirmaður bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Micro- soft, tilkynnti í gær að hann myndi gefa eitt hundrað milljónir Banda- ríkjadollara, eða um átta og hálfan milljarð íslenskra króna, til heilsu- verndarátaks gegn útbreiðslu HIV og alnæmis á Indlandi. Gates, sem er ríkasti maður heims, kom til Indlands í gær í fjögurra daga heimsókn sem á að snúast að mestu um heilsuverndarátakið. „Indverjar eru í einstakri að- stöðu til að bæði bregðast við eigin HIV- og alnæmisvanda, og bjarga þannig milljónum mannslífa, og hjálpa öðrum þróunarlöndum þar sem faraldur er að spretta upp,“ sagði Gates á fréttamannafundi í gær. Rannsóknaraðstaða á Ind- landi væri með því besta sem þekktist í heiminum og því væri landið í aðstöðu til að taka foryst- una í þróun nýrrar tækni til að sporna við útbreiðslu HIV, veir- unnar sem veldur alnæmi. Bill Gates gefur til átaks gegn alnæmi Nýju Delhí. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.