Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EYÐIBÝLIÐ Grænaborg á Vatns- leysuströnd brann á laugardags- kvöldið. Talið er að fikt barna með eld hafi valdið brunanum. Húsið var 120 ára gamalt, var annað steinhúsið í þorpinu, og voru uppi hugmyndir um að gera það að minjasafni. Grænaborg var grasbýli frá Minni- Vogum og stendur íbúðarhúsið eitt eftir á nesi rétt norðan við megin- byggðina í þorpinu í Vogum. Íbúðar- húsið var byggt úr tilhöggnum steini, líklega á árunum 1880 til 1881, og var talið annað steinhúsið sem reis í Vog- um. Það reisti Ari Egilsson útvegs- bóndi og bar húsið mjög af þeim húsakynnum sem menn áttu þá að venjast. Stúlka brann inni Grænaborg brann vorið 1882. Löngu áður hafði staðið þarna bær, Hólakot, sem brann og síðan lá sú sögn á að þarna ætti að brenna þrisv- ar sinnum. Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, er birt frásögn Kristleifs Þorsteinssonar af brunanum 1882. Þar kemur fram að eldurinn kviknaði á neðri hæð hússins. Einn háseta Ara, Ingimund- ur Gíslason, vakti allt fólkið sem þusti á fætur á nærklæðum einum. Hann sló síðan glugga úr stafni og stökk út en kom ómeiddur niður. Systir hans var með kornabarn á fyrsta ári. Vafði hún það í sæng og kastaði út í fang bróður síns. Hann greip barnið á lofti og sakaði það ekki. Það fólk sem kast- aði sér út um gluggann komst slysa- laust af, því að Ingimundur tók þar af fallið með fimleika og snarræði. Tvennt áræddi ekki að stökkva út um gluggann, stúlka og ungur maður, en ætlaði að hlaupa niður stiga og komast þannig til dyra. Stúlkan féll í eldinn og brann inni en pilturinn komst út, mikið brunninn. Þótt hann lifði af brunann bar hann þessa at- burðar aldrei bætur á geði. Grænaborg var byggð aftur upp 1916 en hefur verið breytt síðan, með- al annars hefur verið byggt ofan á húsið. Það var í einkaeigu en þar hef- ur ekki verið búið í hálfan annan eða tvo áratugi. Vatnsleysustrandar- hreppur eignaðist húsið fyrir um það bil ári. Þótt búið hafi verið að loka húsinu hafa börn og unglingar úr Vogum komist þangað inn og vanið komur sínar þangað. Slökkvið Brunavarna Suðurnesja fékk tilkynningu um eld- inn um klukkan 22 á laugardags- kvöldið og þegar að var komið var húsið alelda. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri segir að ekkert hafi verið hægt að gera annað en að tryggja umhverfið og leyfa húsinu að brenna og ganga svo frá málum þann- ig að fólki stafi ekki hætta af. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík liggur fyrir að tveir drengir, tíu og ellefu ára gamlir, kveiktu eld í netum í húsinu þegar þeir voru þar að leik fyrr um daginn. Þeir töldu sig hafa slökkt eldinn þeg- ar þeir yfirgáfu húsið en eigi að síður er talið að þetta sé upptök húsbrun- ans. Áhugi á endurbyggingu Grænaborg stendur eitt og sér á fallegum stað við sjóinn, skammt fyr- ir utan þorpið. Þar í kring eru tóttir ýmissa útihúsa. Hjá menningarnefnd hreppsins hefur verið áhugi á að gera húsið upp og nýta það í þágu minjasafns um út- gerð sem á sér mikla og langa sögu á Vatnsleysuströnd. Snæbjörn Reynis- son, formaður nefndarinnar, segist ekki vita hverju bruninn breyti. Hús- ið hafi verið illa farið. Þannig hafi allt timburverk verið lélegt og líklega hefði þurft að skipta um það hvort sem er. En steinveggirnir standa uppi. Snæbjörn segir að ástand þeirra þurfi að athuga áður en næstu skref verði ákveðin. Hundrað og tuttugu ára gamalt yfirgefið íbúðarhús á Grænuborg á Vatnsleysuströnd brann Fikt með eld talið orsök brunans Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Húsið Grænaborg er ekki lengur fagurt en stendur á fallegum stað við ströndina, rétt utan við Vogaþorp. Vogar SÚ sögn lá á að hús á þeim stað sem Grænaborg stendur ætti að brenna þrisvar sinnum. Með brun- anum um helgina hefur það nú orðið. Sagt er frá þessu í bók Árna Óla, Strönd og Vogar. Eftir brun- ann 1882 stóðu steinveggirnir ber- ir í rúm þrjátíu ár. Benjamín Hall- dórsson segir frá því að hann hafi farið til Klemensar í Minni-Vogum vorið 1916 og óskað eftir að fá að byggja húsið upp að nýju. Hann hafi tekið þessu mjög dræmt og helst viljað eyða málinu. Þegar Benjamín sótti fastara á sagði eigandinn honum frá því að einhvern tímann fyrir ævalöngu hafi staðið þar bær sem hét Hóla- kot. Kotið brann og síðan hafi leg- ið sú sögn á að þarna ætti að brenna þrisvar sinnum. Vogamenn höfðu vitað af þess- ari sögn þegar Ari byggð húsið 1880 en ekki óttast það sem þeir kölluðu hégiljur og hindurvitni. En þar sem nú hafi brunnið þarna tvisvar hafi Klemensi fundist að ekki ætti að gera leik til þess að spásögnin rættist að fullu. Benjamín lét þetta ekki á sig fá og fékk að nota veggina. Hann átti raunar húsið ekki nema í tvö ár því hann tapaði svo miklu á út- gerð að hann varð að selja allt sem hann átti. Og nú hefur húsið brunnið í þriðja sinn og spáin ræst að fullu. Spásögnin hefur ræst að fullu ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. áttu lægsta tilboð í jarðvinnu og lóðarframkvæmdir við nýju sorp- brennslustöðina í Helguvík. Tilboð fyrirtækisins er um 67% af kostn- aðaráætlun. Verkið felst í því að grafa fyrir húsinu, sem verður á iðnaðarsvæð- inu við Helguvík, skipta um jarð- veg og fylla í lóð, leggja lagnir og ganga frá lóðinni með slitlagi og gróðri. Annað fyrirtæki sér um að setja upp brennslustöðina. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. (SS) fékk níu tilboð í útboði á lóð- arframkvæmdunum. Tilboð Ís- lenskra aðalverktaka var lægst, tæplega 39 milljónir kr. og er það 67,1% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 58 milljónir. Ellert Skúlason hf. átti næstlægsta tilboðið, 43,5 milljónir. Hæsta til- boðið var rúmlega 71 milljón kr. Samkvæmt upplýsingum frá SS er áætlað að jarðvegsframkvæmdir hefjist um leið og búið verður að ganga frá samningi við verktaka, eða í lok nóvember. Verkinu skal að fullu lokið 15. október á næsta ári. ÍAV buðu best í lóðar- framkvæmd Helguvík Menningar- og safnaráð Reykjanes- bæjar mun afhenda Súluna, menningarverðlaun Reykjanes- bæjar árið 2002, og úthluta styrkj- um til styrkþega í dag, þriðjudag, klukkan 18. Athöfnin fer fram á Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum. Í tilkynningu frá formanni menningar- og safnaráðs kemur fram að allir eru hjartanlega vel- komnir. Í DAG BYGGINGARNEFND íbúða aldraðra í Garði efnir til kynn- ingarfundar í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi, klukkan 20. Á fundinum mun Sigurður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri hjúkrunarheimilisins Eir- ar í Reykjavík, kynna starfsemi sinnar stofnunar en þar eru einnig íbúðir fyrir aldraða, þar sem íbúar geta fengið þjónustu frá heimilinu. Einnig mun Sigríður Sigþórs- dóttir, arkitekt húsanna í Garði, mæta á fundinn og svara fyrir- spurnum um hugmyndirnar að skipulaginu og uppbyggingu á svæðinu. Fulltrúi frá Húsagerð- inni, verktaka að íbúðum fyrir aldraða, svarar fyrirspurnum. Byggingarnefndin hvetur Garðmenn til að mæta og fá upplýsingar um framkvæmdina. Kynning á íbúðum aldraðra Garður TVEIR stofnfélagar í Kiwanis- klúbbnum Hofi í Garði voru heiðraðir í þrjátíu ára afmæl- ishófi klúbbsins sem haldið var í fyrradag. Félagarnir Ingimundur Þ. Guðnason og Jón Hjálmarsson eru þeir einu af stofnendum sem enn eru starfandi í klúbbnum. Afmælishófið var haldið í Kiw- anishúsinu að Heiðartúni 4 sem Hofsfélagar hafa nú breytt og lagfært. Fjöldi gesta kom í hófið og þáði kaffi og meðlæti, meðal annars gestir frá kiwanishreyfingunni og öðrum félagasamtökum í Garði. Sigurður Jónsson, fyrrverandi forseti klúbbsins, kvaðst ánægður með daginn. Í tilefni afmælisins hafa Hofsfélagar bætt aðstöðu fyrir fjölfatlaðan dreng í Gerða- skóla, í samvinnu við önnur fé- lagasamtök, lagt fé til tækja- kaupa í æskulýðsmiðstöðinni og stutt skátastarf. Þess má geta að skátafélagið hefur aðstöðu í Kiw- anishúsinu. Ljósmynd/VíkurfréttirGestir þáðu kaffi í afmælishófi Kiwanisklúbbsins Hofs. Tveir stofnfélagar heiðraðir Garður FÉLAG ungra jafnaðarmanna (UJ) á Suðurnesjum var stofnað 1. nóv- ember sl. í sal Verkalýðsfélagsins í Keflavík og er það aðildarfélag að Ungum jafnaðarmönnum, ungliða- hreyfingu Samfylkingarinnar. Sjötíu einstaklingar skráði sig í félagið á stofnfundinum. Formaður Ungra jafnaðarmanna á Íslandi, Ágúst Ólafur Ágústsson hélt ræðu og flestir frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mættu á fundinn og héldu stutta tölu. Kosið var í stjórn og er formað- ur Brynja Magnúsdóttir, varafor- maður Steinþór Geirdal, ritari Hall- björn Valgeir Rúnarsson, gjaldkeri Hilmar Kristinsson, meðstjórnendur Rósa María Óskarsdóttir og Davíð Bragi Konráðsson. Auk þess voru kosnir þrír varamenn Hafdís Ólafs- dóttir, Linda Guðmundsdóttir og Ljósbrá Logadóttir. Aðild að félaginu geta átt allir ein- staklingar á aldrinum 16–35 ára sem vilja vinna að framgangi fé- lagshyggju og jafnaðarstefnu. Mark- mið félagsins er að auka samskipti og samkennd ungs jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks með félagsstarfi og útgáfu, efla nýsköpun og frumkvæði ungra með því að stofna til skoðana- skipta, umræðna og málefnavinnu, einkum í málaflokkum sem varða líf ungs fólks, sem byggja á grunnhug- myndum jafnaðarstefnunnar, segir í frétt frá Félagi ungra jafnaðar- manna á Suðurnesjum. Vefsíða ungra jafnaðarmanna er: www.politik.is. Ungir jafnaðarmenn stofna félag Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.