Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, varð efstur í sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur um helgina. Hann hefur ákveðið að taka efsta sætið í norðurkjördæminu en efstu frambjóðendur geta valið í hvort kjördæmið þeir fara á endan- legum lista fyrir þingkosningar. Jóhanna Sigurðardóttir varð önn- ur í prófkjörinu og ætlar sér að leiða Samfylkinguna í suðurkjördæmi Reykjavíkur. Bryndís Hlöðversdóttir atti kappi við Jóhönnu um annað sæt- ið en varð að láta sér lynda þriðja sætið. Fer hún fram í norðurkjör- dæminu, næst á eftir Össurri. Össur segist í samtali við Morgun- blaðið vera fyllilega sáttur við sína út- komu í prófkjörinu miðað við að hann hafi algjörlega haldið sig til hlés í kosningabaráttunni, enda sá eini sem hafi stefnt á fyrsta sætið. „Engum dylst að með mér er einn af óskoruðum alþýðuforingjum í ís- lenskum stjórnmálum síðustu ára, Jóhanna Sigurðardóttir. Hver sá maður sem hefur hana sér við hlið er lukkunnar pamfíll,“ segir Össur. Hvað varðar útkomu Samfylking- arinnar í prófkjörum helgarinnar segir Össur að flokkurinn komi sterk- ur út úr þeim. Mikil umræða hafi skapast um stefnu flokksins og fram- bjóðendur tekist á með drengilegum hætti. Augljóst sé að þingflokkurinn sé að uppskera fyrir góða frammi- stöðu á síðustu mánuðum. Hann segir prófkjörin hafa leitt fram á hið póli- tíska svið nýja sveit ungra leiðtoga- efna og nefnir þar frambjóðendur eins og Björgvin G. Sigurðsson, Katr- ínu Júlíusdóttur, Helga Hjörvar og Ágúst Ólaf Ágústsson. Áskorun til forystunnar Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa náð settu marki, öðru sætinu, þannig að hún ætlar sér að leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er afar þakklát þeim kjósend- um sem studdu mig til að ná þessu markmiði. Mér hefði ekki tekist þetta nema að hafa sterka stuðningssveit í kringum mig sem vann nótt og dag til að ná þessari niðurstöðu. Ég lít á hana sem áskorun til flokksforystu Samfylkingarinnar um að setja þær áherslur um jöfnuð og réttlæti, sem að ég hef staðið fyrir, í öndvegi í kom- andi kosningabaráttu. Þær hafa víð- tækan hljómgrunn meðal fólksins sem styður Samfylkinguna,“ segir Jóhanna. Aðspurð um úrslitin í heild í Reykjavík segir hún að hart hafi ver- ið sótt að þingflokknum. Úrslitin sýni styrk hans þar sem fólk meti reynsl- una mikils. Einnig sé ungt fólk að banka upp á eins og Ágúst Ólafur, Helgi Hjörvar og Mörður Árnason. Á brattann var að sækja „Ég er sátt við þessa niðurstöðu. Það var alltaf ljóst þegar ég ákvað að stefna á annað sætið að það yrði á brattann að sækja þar sem fyrir er mjög sterkur þingmaður, Jóhanna Sigurðardóttir, í forystu í kjördæm- inu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Hún sóttist eftir fyrsta sæti á öðr- um hvorum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík en hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að þetta gæti farið á tvo vegu. Ég get í raun og veru verið sátt við niður- stöðuna þó að ég hafi ekki náð því hæsta markmiði sem ég setti mér. Ég mun fara í annað sætið í Norðurkjör- dæmi á eftir mínum formanni og get verið mjög sátt við þá stöðu,“ segir Bryndís. Markmiðinu náð Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, segist hafa náð markmiði sínu með því að lenda í 8. sæti og það sé mikill sigur. „Ég er afskaplega ánægður með útkomu mína og hún er framar vonum. Ég þakka Samfylkingarfólki fyrir að sýna ungum manni þetta traust, sem gefur mér fjórða sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en á góðum degi er það þingsæti og í það minnsta fyrsta varaþingmanns- sæti.“ Ágúst Ólafur segist hafa byrjað baráttuna frekar óþekktur auk þess sem hann hafi verið langyngsti fram- bjóðandinn, 25 ára. „Ég var að keppa við afar öflugt lið og það eru öflugir kandídatar fyrir aftan mig,“ segir hann. „Ég held að þetta sýni að Sam- fylkingin er flokkur ungs fólks og hún er tilbúin að treysta því, sem ég fagna. Ég sé líka góða útkomu hjá ungu fólki í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, þannig að nú er ný kynslóð að koma upp enda er nauð- synlegt að stokka upp á Alþingi. Ég vona bara að kjósendur í Reykjavík geri 8. sæti Samfylkingarinnar að þingsæti.“ Helgar sig sennilega atvinnulífinu Einar Karl Haraldsson stefndi á öruggt þingmannssæti en hafnaði í 9. sæti. „Alþýðuherinn hennar Jóhönnu réð úrslitum og síðan má kannski segja að aðferðafræði Jakobs [Frí- manns Magnússonar] hafi hugsan- lega orðið þess valdandi að krafan um breytingar breyttist í andóf gegn breytingum,“ segir hann og bætir við að sumum hafi þótt krafan keyra úr hófi fram auk þess sem hann hafi orð- ið var við hræðslubandalög þing- manna. Einar Karl segist hafa gefið kost á sér vegna þess að hann hafi unnið mikið fyrir Samfylkinguna og erfitt sé að vera með annan fótinn inni og hinn fyrir utan, ekki síst þegar menn séu í sjálfstæðum rekstri. Hann hafi ætlað að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að helga sig stjórnmálunum í fullu starfi og hafi teflt fram hug- myndum í því sambandi. Nú verði hann að meta framhaldið. „Ég er frekar á þeim buxunum að helga mig atvinnulífinu heldur en stjórnmálun- um,“ segir Einar Karl. Jakob segist vera með frítt spil Jakob Frímann Magnússon setti stefnuna á 2. til 3. sæti en hafnaði í 10. sæti. Hann segist hafa tekið úrslit- unum af yfirvegaðri rósemi enda ver- ið viðbúinn þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið afgerandi ákvörðun um að fara annaðhvort í forystusveit eða halda sig til hlés ella. „Ég set áhugamál mín og stefnu- mál á oddinn og annaðhvort set ég orku mína á bak við þau á þessum vettvangi eða annars staðar og það er ljóst að ég mun gera það með öðrum hætti en sem þingmaður Samfylking- ar.“ Í því sambandi segir hann að margar leiðir komi til greina til að vinna málum brautargengi og fylgi. Það sé ekki bundið þingsetu í tiltekn- um stjórnmálaflokkum. „Ég held, því miður, að þessi niðurstaða helgarinn- ar gæti af sumum túlkast sem sigur Davíðs Oddssonar, þótt ég voni inni- lega að félögum mínum í Samfylking- unni takist með einhverjum hætti að munstra sig inn í næstu ríkisstjórn.“ Spurður hvort hann sé hættur af- skiptum af stjórnmálum segir hann svo ekki vera en ekki liggi fyrir hvort hann gefi kost á sér í Samfylkingunni aftur eða annars staðar en það hefði verið hreyfingunni til framdráttar hefðu nýjar áherslur fengið hljóm- grunn. „Það er alveg ljóst að ég get lifað góðu lífi bæði með og án Sam- fylkingar. Ég get beitt mér og unnið mínum hugsjónum fylgi með ýmsum hætti. Mér hefði aldrei dottið í hug að yfirgefa gamla flokkinn minn að fyrra bragði en niðurstöðum prófkjörsins fylgir ákveðin frelsistilfinning og ég get með góðri samvisku sagt að ef flokkurinn minn yfirgefur mig þá hef ég frítt spil til að gera og segja það sem mér sýnist hvar sem mér sýnist.“ Jóhanna fékk góða kosningu í annað sætið ! "# $ %&   ' ( " ' ) "#*+%)% &  ,   -   2   ! +38 + / B )  538 6+/  ) ) ( 6  /  )  .) $ /01 - 2!0 $ ) *!   *' 3 # *!  4 ( 2!0 *!  5) 6 .%) **!  # ) 4 - 3  3"#  46 7 &) 46 - 8  9  3  *- 2 -: ;   6- "#-*- )  ) ( +      C      "#*$*   )          "#33%             )   "#3$"     ))           "#3*+         )     )   %#&%3    )    )  C    C)    C    C            )  ) "#$$-    )  )  C            )      %#&"&      C   Össur Skarphéðinsson Jóhanna Sigurðardóttir Einar Karl Haraldsson Bryndís Hlöðversdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Jakob Frímann Magnússon Fimm þingmenn Sam- fylkingarinnar röðuðu sér í efstu sætin í próf- kjöri flokksins í Reykja- vík. Össur Skarphéð- insson segir prófkjörin um helgina endurspegla styrk flokksins. Framsóknarflokk- urinn í Norðvest- urkjördæmi Þrettán gefa kost á sér ÞRETTÁN gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer á tvöföldu kjördæm- isþingi að Laugum í Sælingsdal næsta laugardag, 16. nóvember. Þeir sem gefa kost á sér eru: Albertína Elíasdóttir háskóla- nemi, sækist eftir 6. sæti. Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri, sækist eftir 1. sæti. Birk- ir Þór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, sækist eftir 3. sæti. Egill Heiðar Gíslason, að- stoðarmaður utanríkisráð- herra, sækist eftir 3. sæti. Elín R. Líndal bóndi, sækist eftir 3. sæti. Eydís Líndal Finnboga- dóttir jarðfræðingur, sækist eftir 4. sæti. Herdís Á. Sæ- mundardóttir framhaldsskóla- kennari, sækist eftir 2. sæti. Ingi Björn Árnason nemi, sæk- ist eftir 5. sæti. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sækist eftir 1. sæti. Magnús Stefánsson alþingismaður, sæk- ist eftir 1. sæti. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, sækist eft- ir 1. sæti. Ragna Ívarsdóttir, sækist eftir 4. sæti og Þorvald- ur T. Jónsson, sækist eftir 1. sæti. Pétur Blöndal alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir 3.–5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningum vorið 2003. Pétur hefur setið á Alþingi frá 1995. Pétur mun reka einfalda og hógværa kosningabaráttu án mikils tilkostn- aðar, segir í tilkynningu. Hann verð- ur ekki með sérstaka kosn- ingaskrifstofu en í stað þess heldur hann fræðslufundi í Odda í Háskól- anum. Þar mun hann ræða um við kjósendur um efni sem skipta alla Íslendinga máli og skiptast á skoð- unum við þá. Þá hvetur Pétur kjós- endur til að hringja í sig og ræða málin, koma við í kaffi á heimili hans eða senda honum tölvupóst. Pétur H. Blöndal er fæddur 1944. Hann stundaði framhaldsnám í stærðfræði, eðlisfræði, tölvufræði, líkindafræði og tryggingastærð- fræði í Þýskalandi og varði dokt- orsritgerð sína í líkindafræði við Há- skólann í Köln 1973. Auk þess að starfa sem sérfræðingur á sviði tryggingastærðfræði var Pétur stundakennari við Háskóla Íslands til 1977 þegar hann varð forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann átti þátt í stofnun Kaupþings hf. ásamt fleirum 1982 og var fram- kvæmdastjóri Kaupþings 1984–1991 þegar hann sneri við blaðinu og gerðist stærðfræðikennari í Verzl- unarskólanum. Pétur hefur átt sæti í stjórnum fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka, meðal annars Húseig- endafélagsins, Landssambands líf- eyrissjóða, Verðbréfaþings Íslands, Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og fjölda hlutafélaga. Pétur á sex börn á aldrinum átta til þrítugs og fimm barnabörn. Í DAG STJÓRNMÁL AÐSKILNAÐUR ríkis og þjóðkirkju myndi taka nokkur ár frá því ákvörð- un yrði tekin um að stefna að aðskiln- aði þar til slíkur aðskilnaður tæki gildi. Þetta kemur m.a. fram í skrif- legu svari dóms- og kirkjumálaráð- herra, Sólveigar Pétursdóttur, við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnars- dóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins og formanns allsherjarnefndar þingsins. Í fyrirspurninni spurði þingmaðurinn m.a. því hvaða þáttum í stjórnskipan, lögum og reglugerðum þyrfti að breyta ef til aðskilnaðar ríkis og þjóðkirkju kæmi. Í svarinu eru talin upp ýmis lög sem þyrfti að breyta ef til aðskilnaðar kæmi. Þá þyrfti að fella 62. gr. stjórn- arskrárinnar á brott, en í henni segir m.a. að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja Íslands. „Ljóst er að ef stefnt yrði að aðskiln- aði ríkis og þjóðkirkju þyrfti að vanda mjög til undirbúnings hans. Skipa þyrfti nefnd til þess að fara nákvæm- lega yfir saumana á þeim breytingum sem gera þyrfti og síðan yrði að gefa breytingunum nokkurn aðlögunar- tíma. Aðskilnaðarferlið myndi því taka nokkur ár frá því að ákvörðun væri tekin um að stefna að aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju þar til slíkur að- skilnaður tæki gildi.“ Í svarinu kemur jafnframt fram að aðskilnaður þjóð- kirkju og ríkis sé ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar. Aðskilnaður ríkis og kirkju tæki nokkur ár SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra lagði á föstudag fram í ríkisstjórn frumvarp um breytingu á lögum um almannavarnir. Frum- varpið kveður á um breytingar á stjórnsýslu almannavarna og er meginbreytingin sú að starfsemi og verkefni sem til þessa hafa verið í höndum almannavarnaráðs og Al- mannavarna ríkisins eru flutt til embættis ríkislögreglustjóra. Mörg rök eru sögð mæla með flutningi verkefna almannavarna til embættis ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri fari með mál- efni lögreglunnar í umboði dóms- málaráðherra, en samkvæmt gild- andi lögum fara lögreglustjórar með stjórn almannavarna hver í sínu umdæmi. Þannig megi sam- nýta vel þá starfskrafta sem nú starfa hjá Almannavörnum ríkisins og embætti ríkislögreglustjóra. Unnt verði að virkja enn betur samskiptakerfi lögreglunnar vegna almannavarna og koma neyðar- áætlunum með skilvirkum hætti inn í boðunarkerfi lögreglunnar og Neyðarlínunnar. Þá feli þessi breyting í sér styttingu á boðleið- um í almannavarnaástandi og ein- földun á stjórnskipulagi almanna- varna og loks megi ná fram sparnaði með þessum breytingum, sem áætlaður er rúm 21 milljón í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Verkefni Almanna- varna ríkisins flutt til Ríkislögreglustjóra Frumvarp dómsmálaráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.