Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  HALLDÓR Bjarnason braut- skráðist með doktorsgráðu í hag- sögu frá University of Glasgow í Skotlandi 30. nóv. 2001. Heiti doktorsritgerðarinnar er „The for- eign trade of Iceland, 1870– 1914: An analys- is of trade stat- istics and a survey of its implicatons for the Icelandic economy“. Rit- gerðin fjallar um utanlands- verslun Íslendinga og hlut hennar í þeirri umbreytingu efnahagslífs- ins sem varð í lok 19. aldar og upphafi 20. aldar. Umbreytingin fólst einkum í nýjungum í sjávarútvegi, þ.e. miklum vexti þilskipaútgerðar og tilkomu vélbáta- og togaraútgerð- ar, ásamt eflingu bankastarfsemi, bættum samgöngum, stækkandi þéttbýli o.fl. Utanlandsverslunin hefur yfirleitt ekki verið talin af- drifarík fyrir upphaf og framvindu þessarar umbreytingar en í rit- gerðinni er þetta samband tekið til athugunar með skírskotun til erlendra rannsókna og kenninga um efnið. Niðurstöður rannsókn- arinnar eru að utanlandsverslunin hafi verið mjög þýðingarmikil fyr- ir efnahagsumbreytingu Íslend- inga og þá að tvennu leyti. Verslunin réð miklu um hinn mikla vöxt þilskipaútgerðar sem varð á níunda og tíunda áratug 19. aldarinnar. Spratt hann af miklu verðfalli á saltfiski á Spánarmark- aði. Samtímis hratt verslunin af stað blautfiskverkun sem fólst í því að kaupmenn hættu að kaupa saltfiskinn verkaðan (þurrkaðan) af fiskimönnum og útvegsbændum og fóru þess í stað að kaupa hann óverkaðan (blautan) og verka með aðstoð verkafólks sem þeir réðu til sín. Varð þetta mikil lyftistöng fyrir þéttbýlismyndun sem komst á traustan fót við þetta. Um og eftir aldamótin fór svo af stað önnur hrina breytinga er notkun peninga breiddist út á helstu þétt- býlissvæðunum og áttu þar hlut að máli verslunarfyrirtæki í breskri og norskri eigu. Þessi pen- ingavæðing hafði víðtæk efnahags- leg og félagsleg áhrif fyrir al- menning og atvinnulíf á sviði sparnaðar, fjárfestingar og neyslu. Leiðbeinandi Halldórs var pró- fessor J. Forbes Munro við Dep- artment of economic and social history. Andmælendur voru dr. Alastair J. Durie við sömu deild og dr. Poul Holm við Centre for maritime and regional history í Esbjerg í Danmörku. Halldór naut margra styrkja við rannsóknina, m.a. ORS-styrks vegna skóla- gjalda og styrks frá Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands. Halldór er fæddur á Akureyri árið 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá MH árið 1981, BA-prófi í sagn- fræði við HÍ árið 1987 og cand.mag.-prófi þaðan í sömu grein árið 1994. Hann vann um árabil við fræðistörf og bókaút- gáfu og hefur stundað kennslu. Hann er ritstjóri og meðhöfundur ritverksins Saltfiskur í sögu þjóð- ar: Saga íslenskrar saltfiskfram- leiðslu og -verslunar frá 18. öld til okkar daga (1997) og hefur birt nokkrar greinar í sagnfræði- tímaritum og víðar. Halldór er nú við framhaldsrannsóknir í rann- sóknarstöðu sem kostuð er af Vís- indasjóði við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór er sonur hjónanna Bjarna Benediktssonar, bónda á Bjarnastöðum í Axarfirði (látinn), og Magneu Bjarnadóttur. Fóstur- foreldrar Halldórs eru hjónin Hildur Bjarnadóttir og Brynjólfur Sigmundsson, bóndi í Hvamms- gerði í Vopnafirði (látinn). Halldór er kvæntur Elínu Hannesdóttur píanókennara og eiga þau fjögur börn. Doktor í hagsögu INGVI Guðmundsson, framkvæmdastjóri Spar- verslunar, efast um að nýjar leiðbeinandi reglur um viðskipti verslana og birgja, sem stofnunin birti nýlega, breyti miklu eða skili því sem þeim sé ætlað að skila. Hann segir þó jákvætt að reglurnar hafi verið settar en jafnframt að erf- itt verði fyrir Samkeppnisstofnun að sjá til þess að reglunum verði framfylgt. Ingvi segir að Samkeppnisstofnun virðist ekki taka á brotum á ákvæðum samkeppn- islaga, sem hún viti um, og að með reglunum sé hún í raun og veru að leggja blessun sína á þá ólögmætu viðskiptahætti sem fram hafi komið í matvöruskýrslunni svokölluðu. Ingvi segir al- þekkt að ýmsar leiðir séu farnar í samningum milli birgja og verslana, ýmsir hliðar- og auka- samningar séu gerðir sem hvergi komi fram. Eina leiðin fyrir Samkeppnisstofnun til að hafa eftirlit með þessu sé að skoða bókhaldið reglu- lega. „Auðvitað er gott að hafa eftirlit með því hvort það sé verið að mismuna verslunum hvað þetta varðar en ég held að menn komist ekkert frekar að því með einhverjum svona samskipta- reglum. Í reglunum eru samt ákveðnir þættir sem er tekið á ef menn verða uppvísir að ein- hverjum bolabrögðum og það er gott,“ segir Ingvi. Samningar við birgja eigi að vera gagnsæir og verslanir eigi að geta treyst því að þær fái bestu kaupin sem völ sé á. Engin leið sé mögu- leg fyrir minni verslanir til að fullvissa sig um það. Sparverslun muni ekki breyta starfsemi og viðskiptaháttum sínum í kjölfar reglnanna, enda sé reglunum fyrst og fremst beitt gegn þeim sem hafi yfirráð á markaðnum. „Við erum það litlir að við getum ekki beitt neinum bola- brögðum og það hvarflar ekki að okkur að setja einhverja upp við vegg,“ segir Ingvi. Almennt telur hann að betri samkeppnislög vanti hér á landi. Þurfa að gera smávægilegar breytingar Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri matvö- rusviðs Kaupáss, fagnar því að reglurnar hafi verið settar. Hann eigi eftir að fara betur yfir þær og skoða hvað þær hafi í för með sér. Kaupás hafi síðustu ár farið eftir vinnureglum sem Samtök verslunar og þjónustu gerðu en í kjölfar nýju reglnanna þurfi Kaupás að endur- skoða einhver atriði samninga, t.d. varðandi gildistíma og uppsagnarfrest. Það séu þó smá- vægilegar breytingar. Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Sam- kaupa, segist einnig sáttur við reglurnar, hann sé nýbyrjaður að skoða hvað þær hafi í för með sér og hann ætli sér t.d. að skoða hvaða reglur gildi í nágrannalöndunum. „Það er mikilvægt að það séu leikreglur og að þær séu gagnkvæmar þannig að þær gildi í báðar áttir,“ segir Guðjón. Bæði verslanir og birgjar hafi ákveðnum skyld- um að gegna samkvæmt reglunum. Framkvæmdastjóri Sparverslunar hefur litla trú á reglum um viðskipti við birgja Telur reglur Samkeppnis- stofnunar ekki breyta miklu Stofnunin í raun að leggja blessun sína yfir ólögmæta viðskiptahætti BJARNI Kristinn Torfason hlaut í ár styrk úr Minningarsjóði Þorvald- ar Finnbogasonar. Tilgangur sjóðs- ins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan háskóla. Er styrkurinn veittur þeim verkfræðinema sem skarar fram úr í námi og er hann veittur einum nemanda árlega. Bjarni Kristinn stundar nám á 3. ári í véla- og iðnaðarverkfræði. Hann hefur lokið 73 einingum með meðaleinkunina 9.46. Er þetta af- burðaárangur í alla staði. Á þessu misseri hefur Bjarni dvalið sem skiptistúdent í Bologna á Ítalíu. Hann er fæddur 17. desember 1980, sonur Torfa Magnússonar læknis og Laufeyjar Ragnheiðar Bjarna- dóttur kennara. Þorvaldur Finnbogason var bróð- ir Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta. Hann lést ungur að árum, rétt áður en hann ætlaði að halda utan til verkfræðináms. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum Þor- valdar, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, á 21 árs afmæli sonar þeirra, hinn 21. desember 1952 og er ávallt út- hlutað úr sjóðnum á afmælisdeg- inum. Morgunblaðið/Kristinn Fékk styrk úr Minningarsjóði Þorvaldar Finnbogasonar RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands hefur endurnýjað kjarasamn- ing sinn við Samtök verzlunarinnar. Samningurinn felur í sér sambæri- legar hækkanir á næsta ári og aðrir launþegar fá og einnig var samið um greiðslu í séreignasjóð. Á síðasta ári náðist samkomulag í launanefnd ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins um að setja inn í kjara- samninga að vinnuveitendur ættu frá 1. júlí 2002 að greiða 1% í sér- eignarsjóð óháð framlagi launa- manns. Einnig varð að samkomulagi að launahækkun 1. janúar 2003 ætti að vera 0,4% hærri en samið hafði verið um í kjarasamningum. Í kjarasamningi Rafiðnaðarsam- bandsins og Samtaka verslunarinn- ar eru ákvæði um að hægt sé að segja honum upp í desember 2002, annars framlengist hann um eitt ár. Eftir viðræður milli aðila náðist samkomulag um að reikna inn í launahækkun 1. janúar nk. ígildi þeirra aukahækkana sem höfðu orð- ið á almennum markaði á samnings- tímanum og áttu að verða nú um áramótin. Einnig varð samkomulag um að fella inn í samninginn ákvæðið um séreignarsjóð. Auk þess var und- irrituð bókun um að samningsaðilar muni koma saman í mars verði breytingar á almennum kjarasamn- ingum. Samið við Norðurljós Þá hefur Rafiðnaðarsambandið endurnýjað kjarasamning við Norð- urljós, en hann átti að renna úr 28. febrúar nk. Samkvæmt samningn- um er launatöflu breytt, auk þess var samið um 3,4% hækkun um ára- mótin og 3% hækkun 1. janúar 2004. Einnig er í samningnum ákvæði um endurskoðun launaliðar hans síðar í vetur. Starfsmenn Norðurljósa hafa samþykkt samninginn. RSÍ semur við Samtök verslunarinnar ÍSLENSKA kvikmyndasam- steypan hefur verið sýknuð í Hæstarétti af greiðslu 3,3 millj- óna króna bóta vegna leigu á tækjum til kvikmyndatöku en þau voru framleigð erlendu fé- lagi og aldrei skilað. Í ljós kom að svik voru í tafli og var er- lenda félagið ekki til. Íslenska samsteypan afhenti leigusalanum Storm ehf. nýjan búnað í stað þess sem leigður var og hvarf. Umsaminn leigu- tími var frá 10. til 12. júlí 1999 og skyldi skila búnaðinum 13. sama mánaðar. Nýi búnaðurinn var afhentur 6. september en leigusalinn krafðist leigugjalds vegna tækjanna til þess tíma. Hæstarétti þótti að almennt væri óheimilt að framleigja hlut sem tekinn hefur verið á leigu án samþykkis leigusala. Færi leigutaki út fyrir heimildir sín- ar varðandi meðferð leiguhlut- ar bæri hann fébótaábyrgð vegna þess tjóns leigusala, sem af hlytist. Ekki lagastoð Hins vegar yrði því ekki fundin lagastoð að óheimil með- ferð leigutaka á leiguhlut ylli því að leigusali gæti krafið leigutaka um greiðslu leigu vegna hlutarins eftir lok um- samins leigutíma og eftir að hluturinn ferst eða týnist og leigunotum lýkur. Í málinu væri höfð leigukrafa en ekki skaðabótakrafa á hend- ur Íslensku kvikmyndasam- steypunni og féllst Hæstiréttur ekki á að leigusalinn gæti átt leigukröfu vegna tímans eftir að hið leigða hvarf. Var kvik- myndafélagið því sýknað af kröfunni, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók kröfuna til greina í mars sl. og dæmdi fé- lagið til að greiða leigusalanum 3,3 milljónir með vöxtum. Málið dæmdu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Lögmaður Ís- lensku kvikmyndasamsteyp- unnar var Sigmundur Hannes- son hrl. og lögmaður Storm Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Ekki unnt að krefj- ast leigu fyrir horf- inn búnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.