Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 19

Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 19 ÍBÚAR Aachen, þessarar fornu þýzku landamæraborgar, hika ekki við að fagna evrunni. Enda losaði innleiðing hins sameiginlega gjald- miðils tólf Evrópulanda þá við þörf- ina á að hafa sífellt vasareikni og aukaseðlaveski meðferðis við ferðir yfir landamærin að Hollandi og Belgíu, sem eru aðeins í fáeinna öku- mínútna fjarlægð frá borginni. En þó – þegar Aachen-búar líta á verðmiða á vörum sjá þeir enn fyrir hugskotssjónum verðgildi í gömlum mynteiningum – mörkum, frönkum og gyllinum. Þeir reikna verð enn í úreltum gjaldmiðlum og kenna evr- unni gjarnan um verðbólgu. Umreikningurinn úr þýzkum mörkum í evrur og öfugt er reyndar einfaldur – deilt er í verðið í mörk- um með tveimur. Ítalir eiga líka til- tölulega auðvelt með slíkan um- reikning úr sínum gamla gjaldmiðli – til að finna út upphæðina í evrum er deilt í líruverðið með tveimur og þrjú núll skorin af. Á Spáni er um- reikningurinn aðeins flóknari – í hverri evru eru 166 gamlir pesetar. Þetta veldur því að mjög margar verzlanir á Spáni sýna enn verð á flestum vörum í gömlu myntinni. Blendnar tilfinningar Afleiðingin af þessu eru blendnar tilfinningar í garð evrunnar. Jafnvel þótt fólk viðurkenni almennt að Evr- ópumyntin sé framför finnst mörg- um að draugar genginna gjaldmiðla hafi háð fyrstu jólaverzlunarvertíð- inni þar sem evran ræður ríkjum. „Evran er praktísk; hún auðveld- ar okkur lífið,“segir Ursula Clasen, sem selur marsípan og súkkulaði á fjölsóttum jólamarkaði í miðborg Aachen og þarf ekki lengur að hafa búðarkassann hjá sér að minnsta kosti þrískiptan til að geta þjónustað gesti frá grannlöndunum jafnvel og heimamenn. „En það er svolítið hik á viðskiptavinunum í ár,“ segir hún. „Þeir staldra við til að umreikna í gamla gjaldmiðilinn.“ Ef evran hefði átt að eiga mögu- leika á að falla einhvers staðar í góð- an jarðveg, var það í Aachen. Íbú- arnir eru flestir að minnsta kosti tvítyngdir, vinna og verzla yfir landamæri og eru stoltir af því að í borginni voru höfuðstöðvar Karls mikla, sem sameinaði stóran hluta álfunnar undir merkjum Hins heil- aga rómverska ríkis á áttundu og ní- undu öld. Evran var tekin upp sem gjald- miðill á fjármálamörkuðum í árs- byrjun 1999 og seðlar og mynt fóru í umferð þremur árum síðar, í árs- byrjun 2002. Gekk hin sögulega myntbreyting, þegar rótgrónum gjaldmiðlum tólf Evrópuríkja var rutt af sjónarsviðinu, áfallalítið fyrir sig. En vandkvæðin við aðlögunina að þessum breyttu aðstæðum koma skýrt í ljós í nýbirtum niðurstöðum skoðanakönnunar, sem gerð var á vegum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins í evrulöndunum í síðasta mánuði. Aðeins um 12% aðspurðra eru far- in að temja sér að hugsa í evrum við mikilvægar ákvarðanir um kaup og sölu á varningi. Um helmingur seg- ist enn eiga í einhverjum vandræð- um með að hugsa í nýju myntinni, þótt hlutfallið sé mjög mismunandi milli landa; 72% Íra segjast ekki eiga í neinum teljandi vandræðum (ein evra jafngildir 78 gömlum írskum pensum) en aðeins 36% Frakka eru svo jákvæð (ein evra jafngildir 6,6 frönskum frönkum). Jafnframt eru flestir neytendur í evrulöndunum sannfærðir um að rétt sé að kenna myntbreytingunni um verðhækkanir – einkum og sér í lagi á veitingahúsum. „Bolli af espressokaffi kostar núna 0,70 eða 0,80 evrur en áður var verðið aldrei hærra en 1.200 lírur [um 0,60 evrur],“ segir Angelo Zilli, leigubílstjóri í Róm. Viðurkenna verðhækkanir Wim Duisenberg, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), hefur reyndar viðurkennt að innleiðing evrunnar sem gjaldmiðils hafi víða á evrusvæðinu leitt til hækkana á vöruverði. Hollenzka blaðið Fin- ancieel Economische Tijd hafði eftir Duisenberg í gær, að talsmönnum bankans hefði verið hollara að við- urkenna að til vissra verðhækkana hefði komið í kjölfar þess að evr- useðlar og -mynt voru tekin í umferð eftir síðustu áramót. Heildaráhrifin á verðlag hefðu þó verið mjög lítil, að sögn Duisenbergs. Verðbólga á ársgrundvelli á evrusvæðinu öllu mældist ekki meiri en 2,2% í nóv- ember og framkvæmdastjórn ESB hefur fullyrt að þáttur myntbreyt- ingarinnar í þessu sé í mesta lagi 0,2% og takmarkist við vissar grein- ar, aðallega veitingahúsabransann. Í Grikklandi var daglöngu „neyt- endaverkfalli“ hrint í framkvæmd í september í mótmælaskyni við verð- hækkanir og svipaðar aðgerðir voru skipulagðar víða á evrusvæðinu, ekki sízt í Þýzkalandi. Í Gallup-könnun sem gerð var í evrulöndunum í september voru svarendur m.a. spurðir að því hvort þeir væru persónulega ánægðir með evruna og svöruðu á heildina litið 53% því játandi en það er 14 pró- sentustigum minna en í sambæri- legri könnun í janúar sl. Full 82% sögðu að verðbreytingar úr gömlu myntinni í evrur hefðu íþyngt pyngju neytenda og aðeins 19% sögðust reikna verð aðeins í evrum. Ánægja með evruna var minnst í Þýzkalandi eða 38%. Aðstandendur könnunarinnar sögðu að margir kynnu að nota evr- una sem blóraböggul fyrir efnahags- örðugleikana sem Evrópuríkin eiga við að etja um þessar mundir. Gömlu myntirnar víkja seint úr huga fólks Aachen. Associated Press. AP Evran hefur auðveldað mörgum lífið, t.d. fólkinu sem hér sést á jólamark- aði í þýzka bænum Aachen, nærri landamærunum að Hollandi og Belgíu. Ánægjan með nýju Evrópumyntina er þó blendin. ’ Full 82% að-spurðra fullyrða að verðbreytingar úr gömlu myntinni í evrur hafi íþyngt pyngju neytenda. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.