Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 25
FRUMVARP fjárhagsáætlunar
2003 fyrir Ísafjarðarbæ gerir ráð
fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og
stofnana hans verði 1.880 millj. kr.,
en rekstrargjöld án fjárfestinga
1.764 millj. kr. svo afgangur frá
rekstri er 116 milljónir króna.
Fjárfestingar og sérstök viðhalds-
verkefni 190 millj. kr. sem er hækk-
un milli umræðna um fjárhagsáætl-
unina vegna ákvörðunar um flýtingu
framkvæmda vegna spár um tíma-
bundinn samdrátt í efnahagslífinu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill
leggja sitt af mörkum til að draga úr
hugsanlegum áhrifum af samdrætti
með því að flýta framkvæmdum.
Laun eru áætluð 867 millj. kr.,
vöru- og þjónustukaup 768 millj. kr.,
framlög, styrkir og rekstrartil-
færslur 176 millj. kr. og fjármagns-
gjöld að frádregnum fjármagns-
tekjum 47 millj. kr.
Fræðslumál fjárfrekust
Þeir málaflokkar sem mest taka til
sín í rekstri eru fræðslumál með 554
millj. kr., æskulýðs- og íþróttamál
101 millj. kr., félagsþjónusta 88 millj.
kr., umhverfismál og almannavarnir
122 millj. kr., sameiginlegur kostn-
aður 108 millj. kr. og menningarmál
42 millj. kr.
Gert er ráð fyrir að greiða 189
millj. kr. í afborganir langtímalána
en nýjar lántökur eru áætlaðar 40
millj. króna. Lán verða því greidd
niður um 149 millj. króna.
Nýbygging við grunnskólann
Milli umræðna hafa fjárfestingar-
tillögur verið endurskoðaðar og til-
laga er um að fjárfestingar á árinu
2003 verði 190 milljónir í stað 153
milljóna eins og tillaga var við fyrri
umræðu. Reiknað er með framlagi til
undirbúnings nýbygginga fyrir
Grunnskólann á Ísafirði.
Í frétt frá Ísafjarðarbæ segir m.a.
um fjárhagsáætlunina: Í atvinnu-
málum verður lögð áhersla á að
vinna eftir vestfirskri byggðaáætlun
og leita allra tækifæra sem gefast í
atvinnulífinu. Þar er verið að vinna
að mörgum hugmyndum sem munu
líta dagsins ljós á árinu 2003. Dæmi
um slíkt er stofnun snjóflóðarann-
sóknarseturs sem fjárlaganefnd
veitti fé til, stofnun rannsóknarset-
urs Háskóla Íslands í samstarfi við
fleiri, umsókn um þátttöku í stóru
verkefni um rafrænt samfélag,
samningaviðræður um ríkisvaldið
um rannsóknarmiðstöð í þorskeldi,
miðstöð veiðarfærarannsókna og
fleiri atriði sem eru verulega mik-
ilvæg fyrir atvinnulíf bæjarfélagsins.
„Innan Ísafjarðarbæjar er mikið
af góðum hugmyndum að verkefnum
sem munu efla hag svæðisins og um
leið þjóðarhag. Einn mikilvægasti
þátturinn í eflingu svæðisins er stað-
festing á Ísafjarðarbæ sem byggða-
og þjónustukjarna fyrir Vestfirði.
Ísafjarðarbær með Ísafjörð sem
miðpunkt verði einn þriggja til fjög-
urra öflugra kjarna á landsbyggð-
inni þar sem uppbygging opinberrar
þjónustu verður aukin svo eftir sé
tekið. Slíkt hefur margfeldisáhrif
sem skilar sér svo um munar í æðar
efnahagskerfis viðkomandi byggðar-
laga,“ segir einnig í frétt frá bæj-
aryfirvöldum.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar
Gert ráð fyrir
116 milljóna
króna afgangi
Ísafjörður
Á SÍÐUSTU tónleikum Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar fyrir jól sungu
forskólanemendurnir jólalög. Tón-
leikarnir voru haldnir í Borgarnes-
kirkju og má sjá hópinn á meðfylgj-
andi mynd þar sem krakkarnir biðu
spenntir eftir því að röðin kæmi að
þeim að byrja. Birna Þorsteins-
dóttir er kennari forskólahópsins.
Forskóla-
börn syngja
á tónleikum
Borgarnes
LÚÐVÍK Bergmann hjá Búaðföngum
ehf., Stórólfsvelli við Hvolsvöll, var í jóla-
skapi á dögunum þegar hann kom fær-
andi hendi með „Playmobil“ búgarða og
gaf leikskólunum á Hellu, Laugalandi og í
Þykkvabæ.
Alls eru sex leikskólar í Rang-
árvallasýslu og færði Lúðvík þeim öllum
samskonar leikföng. Haft var á orði í leik-
skólanum á Hellu að í kössunum væri allt
sem þyrfti til að reka gott kúabú. Fyr-
irtæki Lúðvíks flytur einmitt inn og selur
búaðföng fyrir bændur og hugsanlega eru
framtíðarviðskiptavinir hans í hópi þeirra
leikskólabarna sem njóta gjafa hans.
Færir leik-
skólum gjafir
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Leikskólastjórarnir Anna Lilja Torfadóttir, Þykkvabæ, Kristín
Sveinsdóttir, Hellu, og Kristín Bjarnadóttir, Laugalandi, og börnin í
Heklukoti á Hellu taka við gjöfum frá Lúðvík Bergmann.
Hella
Hagstæð skíðafargjöld með
Flugleiðum og SAS á bestu skíðasvæði Evrópu
ÍTALÍA
Mílanó 44.400 kr.*
• Madonna di Campiglio
• Val di Fassa
• Selva Val Gardena
FRAKKLAND
Genf 44.840 kr.*
• Val d´Isère / Tignes
• Dalirnir þrír (Méribel, Courcheval og
Val Thorens)
• Chamonix
AUSTURRÍKI
München 44.560 kr.*
• Kitzbühel / Kirchberg
• Zell am See
• Lech / St. Anton
SVISS
Zürich 45.160 kr.*
• St. Moritz
• Cranz Montana
• Davos
Skíða-ævintýri
FRANKFURT – flug og bíll
48.735 kr.**
m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku.
PARÍS – flug og bíll
48.175 kr.**
m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku.
Snjórinn
færir okkur
nær hvert
öðru…
Ferðir þessar gefa 3600-4200 ferðapunkta
* Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Flogið er í gegnum Kaupmannahöfn og áfram með SAS.
Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1.des.-31.mars (síðasti heim komudagur er 31. mars). Bókunarfyrirvari
er 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur.
** Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1. okt.-31.mars (síðasti
heimkomu dagur er 31.mars). Enginn bókunarfyrirvari. Lágmarksdvöl er 7 dagar
og hámarksdvöl er 1 mánuður.
*/** 2ja–11 ára börn greiða 67% og yngri en 2ja ára greiða 10% af fargjaldi.
Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100
(svarað mánud.–föstud. kl. 8–20, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. frá kl. 10–16).
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
19
81
9
1
2/
20
02
www.icelandair.is