Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 28
Morgunblaðið/Árni Sæberg Í fyrra voru um 280.000 blys flutt til landsins. SALA á flugeldum er hafin og flestir flugeldamarkaðir hafa opið um helgina og fram eftir degi á gamlárs- dag. Að sögn Óskars Bjartmarz hjá lögreglunni í Reykjavík voru t.d. um 500.000 flugeldar fluttir inn til lands- ins í fyrra og um 280.000 blys en svo virðist sem magnið sé svipað og í fyrra. Óskar telur ekki ólíklegt að fjárhæðirnar hlaupi á hundruðum milljóna sem verið er að brenna um áramótin. Í sama streng tekur Ólafur Jónsson, umsjónarmaður flugelda hjá Landsbjörgu. Hann telur að lands- menn kaupi flugelda fyrir a.m.k. á bilinu 250–300 milljónir krónur. Á fjórða hundrað tonn af púðri Ólafur segir að á fjórða hundrað tonn flugelda berist til landsins fyrir þessi áramót og samkvæmt könnun- um taki á bilinu 60–70% landsmanna þátt í að skjóta þeim á loft. Af þessum upplýsingum að dæma telur hann því að Íslendingar eigi heimsmet í notkun flugelda og ekki síst í að skjóta öllu púðrinu á loft á sama klukkutímanum eða nálægt miðnætti á gamlárskvöld. Flugeldaiðjan í Garðabæ hefur frá árinu 1958 búið til blys fyrir lands- menn og fyrir þessi áramót eru búin til hátt í hundrað þúsund blys í Garða- bænum sem er svipað magn og í fyrra. Að sögn Þórarins Símonarson- ar, sem rekur Flugeldaiðjuna ásamt konu sinni Ingunni Ingvadóttur, eru Bengal-blysin ávallt vinsælust en þau gefa frá sér hreinan loga rauðan eða grænan. Íslensku blysin eru seld hjá Landsbjörg og KR. Verðið mismunandi Þegar verð var kannað á flugelda- pökkum kom á daginn að pakkaverðið er svipað og í fyrra en ógerningur er að bera saman verð milli söluaðila, svo ólíkir eru pakkarnir að gæðum og stærð. Að lokum skal tekið fram að upp- lýsingar sem er að finna í meðfylgj- andi töflu eru ekki tæmandi, mörg íþróttafélög og önnur félagasamtök sem ekki er getið um í töflunni selja flugelda. Verðið á fjölskyldupökkun- um gefur aðeins vísbendingu þar sem innihald pakkanna er mismunandi eftir seljendum. Margir selja einnig flugelda, blys, kökur, stjörnuljós og annan slíkan varning í lausasölu og verðið er misjafnt eftir sölustöðum.  '"% () * * !"  + ,%& ! *-.$ /%          0   1&*.*! *2 $.   !  " *1$(%&$ *&$  ()& . !               #  $% &   ' ( & ) *! ' (+ $    ' ! ' '      ' ,  (+     (+   ' ( & ) ' + )              -( . &   !  3**- (+ /  )%&% ,  *! *4 %  () * "*/&1 *! *    *.*"*-%&(&  !$  1&*! *-%&! %% !    /*'  !( *( /*56$67&6*!*899% ! 0   ! & / :;*'(& !$*-% $  &* 1% / :1*'(& !$   #(%&$*         7"$%%< 2344 +.$ = < 5544 7 %%< 5644 $/*= < 7644 :() = < 8544 7. < 8644  = < 3644 '  *$< 8444 7 &$< 9644 7(%% = < 3744 *= < 23444 4$  = < 57444 7"$%%< 2344 7 %%< 5644 7. < 8644 7 &$< 9644 *3**>*$%. =  *! *$%*(%&* ;* ;%= !*.*(& !*!" *&,*% *? %*=   *;* *! *.& * , %$ *,**.*!        ! " ! # # ! $    0!& $/ () *   +     + +   +  +.$ = < 5544 '  *$< 8444 7(%% = < 3744    #  2 $* 2&= < 8444 7$& < 9744 %( : & ' &$  .%$* *.* , &!* * * $ @% $= < 8644 $/*= < 7644  = < 3644 1;  :1 , &=% &*!* 1$&!.*.* , &!*  *+/= A $= < 7644  <- -  - B )*  % & =1  :.%$ !* +.$ = < 5444 '  *$< 8444 7(%% = < 3444 Landsmenn kaupa flugelda, kökur og blys fyrir a.m.k. 250–300 milljónir Um 500.000 flugeldum skotið á loft Morgunblaðið/Þorkell Talið er að milli 60 og 70% landsmanna taki þátt í að skjóta flugeldum á loft. NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 11-11 búðirnar Áramótatilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Gourmet piparsteik .............................. 2.394 2.993 2.394 kr. kg Eðalf. reyktur og grafinn lax í bitum ........ 1.662 2.374 1.662 kr. kg Emmess jólaís, 1,5 ltr .......................... 489 698 320 kr. ltr Stjörnusnakk paprikustjörnur ................ 215 269 215 kr. st. Doritos ídýfur, 3 tegundir ...................... 238 298 238 kr. st. Stickletti saltstangir ............................. 119 148 119 kr. st. Mountain dew ..................................... 169 Nýtt 169 kr. ltr Viking léttöl, 0,5 ltr .............................. 89 103 178 kr. ltr KRÓNAN Áramótatilboð nú kr. áður kr. mælie.verð SS koníakslegnar grísalundir................. 1.399 1.999 1.399 kr. kg Piparostur, 150 g................................. 129 155 860 kr. kg Hvítlauksostur, 150 g ........................... 129 156 860 kr. kg Casa fiesta tortilla snakk, 3 bragðteg. 2 fyrir1, 200 g ..................................... 80 159 400 kr. kg Casa fiesta salsasósur, 300 g ............... 169 249 560 kr. kg Stickletti saltstangir ............................. 89 115 89 kr. pk. Houber saltkringlur............................... 95 107 95 kr. pk. 7 Up, 2 ltr ........................................... 129 171 65 kr. ltr NÓATÚNSVERSLANIR Áramótatilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Drottningaskinka ................................. 1.298 1.853 1.298 kr. kg SS rauðvínsl. lambalæri ....................... 998 1.368 998 kr. kg Ungnauta rib eye steik.......................... 1.799 2.278 1.799 kr. kg Doritos snakk, 200 g, 3 bragðteg. ......... 169 259 840 kr. kg Maarud snakk, 4 bragðtegundir ............ 259 309 259 kr. st. Snakk á tilboði Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum MÓNA hefur sett á markað nýja vörutegund, heita súkkulaði- og karamellusósu til að bera fram með ís. Í fréttatilkynningu frá Mónu kem- ur fram að sósan sé hituð í umbúð- unum í opinni dós í u.þ.b. 2 mínútur á lágum hita í örbylgjuofni. Eftir það er hrært í og er hún þá tilbúin til notkunar. Einnig má hita sósuna í vatnsbaði. Hér er um að ræða nýjug sem hefur verið þróuð hjá Mónu. Í sósurnar eru einungis notuð ekta súkkulaði- og karamelluefni af mestu gæðum. NÝTT Heit súkku- laði- og kara- mellusósa VERSLUNIN Leonard hefur fengið umboð fyrir úr frá Breil og Dolce & Gabbana. Meðal annarra þekktra vörumerkja hjá Leonard eru Tag Heuer, Breitling og Cartier. Vefsíða verslunarinnar Leonards hefur nýlega tekið miklum breytingum og af því tilefni er efnt til jólagetraunar á vefsíðunni og er úr frá Breil í verðlaun. Slóðin er: www.leon- ard.is Leonard með umboð fyrir Breil og Dolce & Gabbana www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.