Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 35
Rauðarárstíg 14-16,
sími 551 0400,
Kringlunni,
sími 568 0400,
www.myndlist.is
Njóttu þess að fjárfesta í íslenskri myndlist
Á HVÖRFUM níunda og tíunda
áratugar 20. aldar var ástandið fyrir
unga myndlistarmenn í London afar
báglegt. Öll gallerí og sýningarrými
voru umsetin af eldri og viðurkennd-
um listamönnum og þeir ungu
hírðust úti í kuldanum. Hópur ungra
listamanna sem hlaut nafngiftina
YBA (Young British Artists), undir
forustu Damien Hirst sem er í dag
einhver þekktasti og umdeildasti
listamaður Breta, hóf að leita leiða til
að koma list sinni á framfæri og
ákváðu að fá lánuð auð og hrá hús til
að nota fyrir sýningarhald. Hirst og
félagar vissu að ef slíkar fram-
kvæmdir ættu að skila sér þá yrðu
sýningarnar að vekja meiri athygli
og umtal en þær sem voru í hefð-
bundnum sýningarsölum. YBA hóp-
urinn lagði því mikinn metnað í sýn-
ingarnar og sparaði jafnframt ekki
uppátækin til að hneyksla og hleypa
lífi í myndlistarumræðuna. Sýning-
arnar vöktu gríðarlega athygli og
viðbrögð breskra gallerista urðu
auðvitað þau að taka meðlimi hóps-
ins upp á sína arma og ný gallerí
spruttu upp í London.
Ungir listamenn á Íslandi standa
ekki frammi fyrir sömu vandamálum
og YBA hópurinn gerði, enda er gall-
erírekstur hér á landi af allt öðrum
toga. Nóg er að eiga 50-150 þúsund
krónur í vasanum til að borga leigu-
gjald og þá er vandamálið leyst. En
ekki hafa allir sem stíga út úr list-
námi þennan aur á milli handanna og
öðrum ofbýður leigukerfið og leita
því að auðu húsi og sýna verk sín þar.
En hina ungu listamenn virðist
skorta vilja eða kunnáttu til að bylta
við því sem þegar er í gangi í gall-
eríunum og eftir að hafa skoðað þær
sýningar sem nú eru í óhefðbundn-
um sýningarsölum, eins og í gamla
húsnæði Íslandsbanka við Banka-
stræti og í Hjallasmára 11, vekur
það furðu mína hve hefðbundin list
er þar til sýnis og er hún satt að
segja ekki frábrugðin því sem mætti
sjá í Húsi málaranna eða Listsýning-
arsalnum Man.
Sá listamaður sem sýnir í hráu
húsnæði Hjallasmára 11 nefnist Árni
Bartels og er þetta fjórða opinbera
einkasýning hans. Árni er 24 ára
gamall og sjálfmenntaður í list sinni.
Á sýningunni eru 7 málverk unnin í
anda abstraktmálverka eftirstríðs-
áranna í Evrópu. Franski tachism-
inn og þýski listamaðurinn Emil
Schumacher koma mér til hugar sem
og tímabil í ferli Þjóðverjans Bernd
Koberling. Hæfileikar Árna leyna
sér ekki og mundi ég segja að hann
hefði nokkuð góð tök á þessari teg-
und af málverki. En það eitt og sér
er varla nóg fyrir ungan og upprenn-
andi listamann og þótt hann vinni
eftir vissri hefð þá vantar að hann
brjóti sig út úr því útliti sem var ráð-
andi í evrópsku málverki skömmu
eftir síðari heimstyrjöldina eða taki
það skrefið lengra, gangi yfir strikið,
ef svo má að orði komast.
Hefð eða útlit?
MYNDLIST
Hjallasmári 11
Lokað á milli jóla og nýárs. Opið 4.–12.
janúar 2003 frá klukkan 14–17.
MÁLVERK
ÁRNI BARTELS
Málverkið „Dýrið“ á sýningu Árna Bartels í Hlíðarsmára.
Jón B. K. Ransu
Á DJASSHÁTÍÐINNI í sept-
ember kom Sunna heim með þá
Drew Gress og Stott McLemour
og hélt ljóðadjasstónleika á
Jazzhátíð Reykjavík-
ur og hljóðritaði
þennan disk í Saln-
um í Kópavogi.
Kristjana Stefáns-
dóttir og Sigurður
Flosason voru kvödd
til liðs við gestina
frá New York.
Ólíkt því sem var
á tónleikum Sunnu á
djasshátíðinni eru
öll lögin sungin á
diskinum sem hefst
á lagi Sunnu við ljóð
Tómasar Guðmunds-
sonar; Frá liðnu
vori. Laglínan er
grípandi eins og
fleiri línur Sunnu á
þessum diski, en
meir í ætt við ljóða-
lög en djass og það er platan í
heild. Þó er þetta ekki nein
vísnaskífa. Hljóðfæraleikararnir
fá að spinna af hjartans lyst
þótt sveiflan sé ekki heit og
Kristjana Stefánsdóttir verði að
syngja á klassískum nótum.
Þess eðlis eru lögin. Er það
synd því oss þyrstir að heyra
meiri sveiflu af vörum söngdív-
unnar frá Selfossi – í þeirri list
er hún best. Sigurður er mjúk-
tóna og titurlítill í sjarmerandi
spuna sínum í þessu lagi sem
öðrum á diskinum og í næsta
lagi, Ég leyfi mér að dreyma,
hnykkir hann skemmtilega á
sóló sínum með blúsaðri sveiflu.
Þar eru upphafshljómar Drews
dramatískir. Þetta er ástarjátn-
ing Sunnu til eiginmannsins,
trommarans Scotts McLemore,
en mikið hefði verið betra að
Sunna hefði ort þetta á ensku,
eða í það minnsta látið bókstafs-
rímið íslenska lönd og leið, því
textinn er frekar barinn saman
af vilja en mætti. Þá er komið
að meistaraverki Tómasar Guð-
mundssonar, er diskurinn dreg-
ur nafn af, þar sem lágstemmd-
ur spuni Sunnu á fínt hljómandi
píanó Salarins er sérdeilis fal-
legur. Sumar við sjó eftir Stein
Steinarr er næsta lag á dagskrá
og bassasóló Gress hljómar öllu
betur en á Kaffi Reykjavík á
djasshátíð. Sunna
spinnur fínan sóló
af meiri krafti en
oftast á plötunni. Í
lögum eins og
Margar nætur við
texta Sunnu er
stundum of lítið
samband milli tón-
listar og orða eins
og hefði verið auð-
velt þegar höfund-
ur er einn, en pí-
anósóló Sunnu er
sérdeilis tær. Dú-
ettinn Heim nú
reikar hugurinn er
í svipuðum stíl. Ég
mun takast á við
heiminn gæti orðið
smellur og ekki
spillir hnoðið fyrir
í þeim heimi: „með jákvæðum
huga/minn kjarkur mun duga
o.s.frv. Lestin mikla er betra
lag við fínt ljóð Tómasar og pí-
anósólóinn á dekkri nótunum
sem undirstrikar ferðalagið
mikla. Í lokalaginu, Skipaskaga,
er hljómaríkur bassasóló Drews
Gress það besta.
Þetta er dálítið misheppnaður
djassdiskur, en kannski var
honum ætlað annað hlutverk.
Aftur á móti held ég að hann
verði ekki ofarlega á vinsælda-
listum. Til þess er hann of
djasstóna – og þó sér í lagi ein-
tóna – en tónlistin er listavel
flutt.
Hin fagra
veröld Sunnu
Vernharður Linnet
DJASS
Geisladiskur
Kristjana Stefánsdóttir söngur, Sunna
Gunnlaugsdóttir píanó, Sigurður
Flosason altósaxófón, Drew Gress
bassa og Scott McLemoer trommur.
Öll lögin eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur
við ýmsa texta.
Hljóðritað í Salnum Kópavogi í októ-
ber 2002. Sunny Sky 726, Dreifing:
Edda miðlun og útgáfa 2002.
SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR:
FAGRA VERÖLD
Sunna Gunnlaugsdóttir
leikur á geisladisknum
Fögru veröld.
UM jólin voru verðlauna-hafar Pennastyrksins til-kynnir, en hann er veitt-ur upprennandi
myndlistarmönnum, og urðu þau
Erla S. Haraldsdóttir og Jóhann
Ludwig Torfason fyrir valinu. Eitt
sem vakti athygli mína var að báðir
listamennirnir nota tölvutækni við
listsköpun sína. Mynd af verki Erlu
sem birtist í Morgunblaðinu daginn
sem verðlaunahafarnir voru kynntir,
var ljósmynd tekin á Pósthússtræti
þar sem umhverfinu hafði verið
breytt í tölvu og verk Jóhanns var
málverk unnið á tölvu.
Ljósmyndin er ungur miðill í
myndlistarheiminum sem blómstrar
fyrst á Íslandi á áttunda áratugnum
þegar listamenn tóku að nálgast
hana á hugmyndalegum forsendum.
Málverk eiga sér talsvert lengri
sögu og skipa veigamikinn sess í
þróun myndlistar gegnum aldirnar.
Undanfarinn áratug hefur málverkið
oft verið til tals í opinberri myndlist-
arumræðu á Íslandi, en ekki í sér-
lega málefnalegum flutningi. Um-
ræðan snýst jafnan um það hvort
málverkið sé „inni“ eða „úti“, og er
það þá ýmist „komið aftur“ eða gert
„brottrækt“. En málverk ber ekki að
skoða sem andvígt öðrum list-
miðlum, sbr. málverk gegn öðrum
miðlum. Það er einn tjáningarmiðill
af mörgum innan myndlistar og hef-
ur sína sérstöðu, líkt og aðrir. Nýir
tjáningarmiðlar hafa hingað til ekki
tekið við af þeim eldri, þeir einfald-
lega bætast við og hafa jafnvel áhrif
á aðra listmiðla og kalla á tímabæra
endurskoðun. Það gerðist m.a. þegar
ljósmyndin var kynnt árið 1839 og
afar þreytandi frasi leit dagsins ljós,
sem enn er tönnlast á annað veifið
rúmum 160 árum síðar, þegar
franski málarinn Paul Delaroche sá
ljósmynd í fyrsta sinn og sagði „nú
er málverkið dautt“. En ljósmyndin
tók einfaldlega við hlutverkinu að
skrásetja umhverfið og listmálarar
sem áður höfðu séð um það hófu að
nálgast málverkið á öðrum for-
sendum. Ljósmyndin leysti þannig
málverkið úr ánauð frekar en að
ganga að því dauðu og opnaði list-
málurum nýjar gáttir til rannsókna á
eiginleikum miðilsins.
Með komu stafrænnar ljómynd-
unar standa ljósmyndarar nú
frammi fyrir samskonar straum-
hvörfum og málarar gerðu um miðja
19. öldina. Trúverðugleiki ljósmynd-
arinnar sem eftirmynd er ekki hinn
sami áður þar sem öllu má breyta í
tölvunni. Afstaða ljósmyndara skipt-
ist í tvennt. Sumir telja stafrænu
tæknina böl fyrir ljósmyndun en
aðrir eru himinlifandi og nýta sér
möguleika tækninnar til nýrra rann-
sókna á miðlinum. Enn er hún þó
skammt á veg komin og nýjungar
bætast við á degi hverjum. Það verð-
ur því spennandi að fylgjast með
þróun ljósmyndarinnar á næstu ár-
um.
Listmálarar virðast ekki hafa
túlkað tölvutækni sem ógn við mál-
verkið, kannski vegna reynslunnar
að baki. Gott dæmi um það er mynd-
listarmaðurinn Albert Oehlen sem
var einn af ungu villtu Þjóðverjum
nýja málverksins snemma á áttunda
áratugnum. Hann hefur undanfarið
fengist við málverk í tölvuformi og
þannig komið ferskur inn í mál-
verkið og alþjóðlega myndlist-
arumræðu á nýjan leik.
Tölvumynd eftir Albert Oehlen sem er rúmir 300 cm að lengd.
Af gömlum og nýjum
tjáningarmiðlum
Eftir Jón B.K. Ransu
Höfundur er myndlistargagnrýnandi
á Morgunblaðinu.
TÓNLEIKAR verða haldnir í Ver-
sölum, Þorlákshöfn, á sunnudag kl.
17. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, sópran, Sigurður Ingvi
Snorrason og Kjartan Óskarsson,
klarínettur, Joseph Ognibene og
Þorkell Jóelsson, horn og Brjánn
Ingason og Björn Árnason, fagott.
Á efnisskrá eru verk eftir Johann
David Heinichen, Händel, Mozart
Gunnar Þórðarson og fleiri.
Tónleikar
í Versölum
♦ ♦ ♦
Saga Alexanders mikla er endur-
útgefin. Hún var þýdd úr latínu á ís-
lensku á 13. öld, blómaskeiði ís-
lenskra fornbókmennta. Alexanders
saga hefur aðeins einu sinni áður ver-
ið gefin út á Íslandi og hefur lengi ver-
ið ófáanleg á almennum markaði.
Gunnlaugur Ingólfsson bjó söguna
til prentunar með skýringum og eft-
irmála.
Útgefandi er Steinholt, bókaforlag.
Háskólaútgáfan sér um dreifingu.
Bókin er 222 bls. Verð: 3.900 kr.
Fornbókmenntir