Morgunblaðið - 28.12.2002, Side 44

Morgunblaðið - 28.12.2002, Side 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Látinn er vinur minn og skátabróðir Níels Halldórsson. Á þessari stundu streyma minn- ingarnar fram í hug- ann. Það var sumarið 1944 á skátamóti í Leyningshólum í Eyjafirði að ég leit fyrst augum þennan stóra mann. Með okkur tókst strax vinátta. Það er nú einu sinni þannig að vináttubönd verða mis- sterk, en frá okkar fyrstu kynnum hefur sambandið aldrei rofnað og aldrei borið skugga á. Og skátamótin urðu fleiri. Í Frakklandi 1947, á Þingvöllum 1948 og í Noregi 1949. Alls staðar var Níels Halldórsson sá sem allir löðuðust að. Hann smitaði frá sér gleði og kátínu. Eitt atvik kemur sterkt upp í hug- ann nú, en það var í okkar fyrstu ferð til Frakklands. Mótið var haldið rétt fyrir utan París og var ógleymanleg upplifun. Gekk þar allt að óskum hjá okkur Íslendingunum. Í París höfð- um við fengið inni í auðum vörusýn- ingarskálum. Lestarsamgöngur JAKOB NÍELS HALLDÓRSSON ✝ Jakob Níels Hall-dórsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 14. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Akureyrar- kirkju 27. desember. voru greiðar inn í borg- ina og máttum við nýta okkur það og fórum út fyrsta kvöldið. Akureyringarnir héldu hópinn og við Ís- firðingarnir sömuleiðis og áttum við að koma heim kl. 22. Okkur varð á að koma 30 mín. of seint. Akureyringarnir höfðu lent á röngum lestarpalli en við Ísfirð- ingarnir álpast inn á of langa bíómynd. Straffið var tilkynnt um morg- uninn og refsingin var stofufangelsi til kl. 2. Þetta var okkur mikið áfall. Þá tók Nelli að syngja „Ég var færð- ur í fangelsi að morgni,“ og fljótlega var tekið hressilega undir og hávaði af því nokkur í skálunum. Stjórnend- ur styttu refsinguna umsvifalaust úr fjórum tímum í tvo. Þá komumst við niðrí miðborg. Mikil stemmning skapaðist í Gallerie Lafayette í kringum stráhattakaup og styttur af „Naflajóni“. Þannig var alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gerast í kring- um Nella. Uppúr 1952 átti ég oft leið til Ak- ureyrar vegna starfa minna. Vann Nelli þá hjá Sælgætisgerðinni Flóru í Gilinu og framleiddi m.a. brjóstsyk- ur. Seinna starfaði hann hjá verð- lagseftirlitinu og dreg ég í efa að fundist hafi skemmtilegri „verðlags- eftirlitsmaður“. Einni lítilli skemmti- ferð man ég eftir frá þessum árum en þá bauð hann mér með sér í stór- hríð upp í fjárhús og var ég hafður í hlífðarfötum af honum, þar sem lítið stóð niður úr, eða út úr af mér, enda mikill stærðarmunur á okkur vinun- um. Við skátabræðurnir í Einherjum á Ísafirði héldum áfram hópinn og vor- um þá flestir búnir að stofna heimili. Í öllum ferðum okkar til Akureyrar var Nelli heimsóttur. Fjölskyldurnar stækkuðu og alltaf tóku þau hjónin á móti okkur öllum, hversu mörg sem við vorum, af sömu höfðinglegu gest- risninni. Varð hann því sjálfskipaður ræð- ismaður okkar Ísfirðinga í höfuðstað Norðurlands Akureyri. Eitt sinn slóst hann í för með okk- ur til Austfjarða. Þá var nú mörg at- hugasemdin látin fjúka m.a. hvort stóru kleinurnar á Hótel Egilsstöð- um hefðu verið flattar út á flugvell- inum. Í einkalífi sínu var Nelli hamingju- maður. Konan hans Binna og börnin tvö voru líf hans og yndi og síðan barnabörnin. Menn eins og Níels Halldórsson eru fyrir mér tákn þess góða og sterka afls sem býr í ham- ingjusömu fólki, fólki sem lifir í sátt við sig og sína og á sér hugðarefni sem það helgar líf sitt. Þannig fólk sækist ekki eftir titlum og heiðurs- merkjum það hreykir sér ekki yfir aðra. Þeirra lífsviðhorf er að njóta þess fagra og sanna í lífinu, þess litla og látlausa, þar sem allir sitja við sama borð – eru jafnir. Nú þegar leiðir skilja þökkum við honum og fjölskyldunni áralanga vináttu og gleðistundirnar allar. Blessuð sé minning Níelsar Hall- dórssonar. Gunnar Jónsson og fjölskylda. Við erum margir gömlu skátarnir sem minnumst góðs skáta frá Ak- ureyri. Alltaf var hann hrókur alls fagnaðar og gleði hvar sem hann fór. Aldrei voru brandarar hans grófir eða særandi um náungann. Nelli eins og hann var venjulega nefndur var alltaf viðbúinn enda verið skáti sem hafði alist upp undir áhrifum frá Tryggva Þorsteinssyni hins frábæra skátaforingja sem lengi naut við. Ég man fyrst eftir Nella á skáta- foringjanámskeiði á Úlfljótsvatni 1946 og þá eins og síðar á Jamboree 1947 var hann alls staðar hinn góði gleðigjafi sem allir minnast með hlýju. Síðan hafa samverustundir verið of fáar. Heilsu Nella hafði hrakað og nú er Nelli „farinn heim“ eins og við skátar segjum. Ég færi aðstandendum hans samúðarkveðjur og minnist kátra daga í skátahópi. Páll Gíslason. Þegar ég sit síðla kvölds með penna í hönd og rifja upp kynni mín við Níels Halldórsson þá er undir- spilið í huganum vel valin hvatning- arhróp. Röddin þín sterk og ákveðin, alltaf jákvæður, alltaf réttsýnn, allt- af einlægur. Ánægðastur allra þegar eftir- minnilegir sigrar unnust en ekki síð- ur, fyrstur til að klappa á bakið ef illa gekk. Þetta er sú minning um þig sem við KA-félagar munum varðveita um ókomna tíð. Keppni og sigrar voru ef til vill ekki það sem í þínum huga var dýr- mætast. Ánægjan við að sjá tugi barna og unglinga á íþróttaæfingu var þér enn meira virði en titlar og verðlaun. Flesta daga komst þú á KA-svæð- ið, fylgdist með æfingum, hittir börnin og félagana og gleðin í hjart- anu var augljós. Börnin þín hafa helgað félaginu starfskrafta sína og ekki síst vegna þeirra mun minning þín lifa lengi hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Ég rifja upp margar góðar stundir í KA-heimilinu yfir kaffibolla. Frá- sagnargleðin var mikil, sögurnar af gömlum félögum voru óteljandi. Leiftrandi kímnigáfan naut sín vel og um engan mann talaðir þú illa. Þegar heilsu þinni fór að hraka kom vel í ljós ástríki eiginkonu þinn- ar og barna. Þau gerðu allt sem þau gátu til að þér liði sem best, allt þar til kallið kom. Elsku Birna, Sigurbjörg og Gunn- ar. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu Níelsar Hall- dórssonar. Jóhannes G. Bjarnason. Mér er oftast glatt í geði gleymi því sem miður fer. Eigirðu nóg af innri gleði eyðist skuggi dagsins hver. Sestu jafnan svefns að beði í sátt við það sem lífið er. (R.R.) Þegar við nú kveðjum góðan fjöl- skylduvin streyma fram minningar um mann sem við erum viss um að kvaddi lífið sáttur. Okkur finnst að minnsta kosti að Nelli hljóti að hafa verið einstaklega hamingusamur maður. Hann bar með sér hlýju og barnslega gleði sem þeir einir eiga sem lifa sáttir við Guð og menn. Þegar Nelli var nefndur á nafn fylgdi nafn Binnu alltaf með. Binna og Nelli. Varla höfum við kynnst samrýndari hjónum, þau horfðu á hvort annað á þann hátt að það var eins og þau væru alltaf nýtrúlofuð. Í huganum sjáum við Nella fyrst og fremst sem ljúfan fjölskyldu- mann. Hann gerði ekki upp á milli manna, orðið kynslóðabil þekkti hann ekki og aldrei lagði hann öðru fólki illt orð. Í fjölskylduboðum var hann alltaf í aðalhlutverki, hvort sem hann spjall- aði við yngstu kynslóðina, sagði fermingarbörnunum sögur frá Akur- eyri í gamla daga eða fór yfir íþrótta-, bæjar- eða heimsmálin. Aldrei var húmorinn langt undan og hann átti alltaf sviðið einn, því þeir sem þekktu vissu að það mátti ekki missa af neinu þegar Nelli hafði orðið. Frásagnarlist hans var með ein- dæmum, hann lifði sig svo inn í frá- sögnina að það var eins og lærður leikari færi með vel æft hlutverk. Nelli var góður liðsmaður hvar sem hann tók þátt. Hann var stoltur af því að vera skáti, bindindismaður, KA maður og karlakórsmaður, en fyrst og fremst var hann mikill og góður Akureyringur. Við viljum að leiðarlokum þakka indæl kynni. Eftir lifir minningin um ljúfan mann sem öllum vildi vel. Hann gerði lífið bæði litríkara og skemmtilegra. Elsku Binna, Bögga, Gunni og fjölskylda, Guð veri með ykkur á erf- iðum tímum. Hákon og Úlfhildur. Hjartkær bróðir minn, BIRGIR JÓNASSON, síðast til heimilis í Skálagerði 3, lést laugardaginn 21. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Jónasdóttir. Faðir okkar, LARS TRANBERG JAKOBSSON, lést að morgni fimmtudagsins 26. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Larsson, Valdís Sigrún Larsdóttir, Sveinn Björgvin Larsson, Árni Jakob Larsson. Elskuleg frænka okkar, GUÐRÚN LÍNEY VALGRÍMSDÓTTIR, Skjóli, sem lést mánudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Jóhanna Guðjónsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUNNLAUGUR J. BRIEM, lést að morgni aðfangadags á Landspítala Landakoti. Zophanía E. Briem, börn og tengdabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KAREN ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR fyrrum húsmóðir á Þorláksstöðum í Kjós, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós mánudaginn 30. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi. Einar Ólafsson, Ólafur Einar Ólafsson, Sólveig Grímsdóttir, Signý Ósk Ólafsdóttir, Siggeir Ólafsson, Ester Haraldsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Róbert Gunnar Geirsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Valgerður Þor- steinsdóttir, tengda- móðir mín, lést á Droplaugarstöðum 19. desember síðastliðinn þar sem hún dvaldi tvö síðustu æviárin. VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Valgerður Þor-steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 19. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. des- ember. Valgerður var kona virðuleg í fasi og höfð- ingleg, í góðu meðal- lagi há og sterkbyggð. Augun voru hlýleg og lifandi og þegar hún brosti var brosið breitt og allt andlitið ljómaði. Þessu breiða brosi hélt hún alveg fram undir það síðasta. Hlýnaði þá allt í kringum hana. Hún hafði fallegar hreyfingar og hafði unun af dansi. Voru það hennar gleðistund- ir á Droplaugarstöðum þegar starfsfólkið sló upp í dans- leik. Hún var ávallt með nýlagt hár, grátt eftir að ég kynntist henni, og lagði rækt við klæðaburð sinn án nokkurs tildurs. Þannig átti jafn vel við að vera í kápu og með hatt og tösku, hvort sem hún spókaði sig á breiðgötum Parísarborgar eða í miðju Þingvallahrauni í berjamó. Valgerður var listhneigð og unni góðum listum. Hún lék með Leik- félagi Akureyrar á yngri árum. Hún var víðlesin í bókmenntum, þekkti allar íslenskar bókmenntir út og inn og hafði ljóð þjóðskáldanna á hrað- bergi. Einnig hafði hún lesið feiknin öll af heimsbókmenntunum. Þá hafði hún mikið dálæti af tónlist þótt hún spilaði ekki sjálf á hljóð- færi. Hefur sá áhugi hennar skilað sér til afkomendanna sem öll stunda tónlist að meira eða minna leyti. Náttúruunnandi var Valgerður mikill. Hún var ákaflega hrifnæm og hafði fjörugt ímyndunarafl. Fyr- ir henni var náttúran svo sannar- lega ekki samsafn örnefna, landa- fræði og jarðfræði. Hún var ekki sammála fjallagarpnum hjá Tómasi: Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Hún horfði hins vegar bergnumin á tign fjallanna, mjúkar línur dal- anna, litadýrð gróðursins, mikil- fengleik náttúrunnar og ekki síst dulúð. Þar voru einnig bústaðir álfa og huldufólks. Allt var þetta hluti sköpunarverksins. Hún gat því frekar tekið undir með afa sínum, Matthíasi, þegar hann kvað: Hvert strá er orð, hvert blóm er bæn, hver foss hver bunulækur Huldumáli svarar. Valgerður var mikið elskuð af ættingjum sínum og vinum. Hennar er sárt saknað en hún skilur eftir hlýjar minningar í hjörtum þeirra sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Baldvin Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.