Morgunblaðið - 28.12.2002, Side 47

Morgunblaðið - 28.12.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 47 BRAUTSKRÁNING stúdenta fór fram frá Flensborgarskólanum fyr- ir jól. Alls útskrifaðist 41 stúdent, 22 karlar og 19 konur, en í frétt frá skólanum segir að konur hafi til þessa yfirleitt verið í meirihluta. Bestum námsárangri náði Ari Sverrisson sem útskrifaðist af tveimur brautum, náttúrufræði- og eðlisfræðibraut. Næst í röðinni voru Rósa Guðmundsdóttir af eðl- isfræðibraut og Ingi Þór Kúld af náttúrufræðibraut. „Fleiri nem- endur koma á hæla þeirra einnig með framúrskarandi árangur og má meðal þeirra nefna Lilju Guð- mundsdóttur, tvíburasystur Rósu, sem einnig útskrifaðist af eðl- isfræðibraut. Margir nýstúdent- anna útskrifuðust eftir þriggja og hálfs árs nám,“ segir m.a. í frétt frá skólanum. Fjórir afreksíþróttamenn úr hópi nemenda voru heiðraðir, þau Þórunn Arnardóttir, Hjördís Har- aldsdóttir, Sólrún Haraldsdóttir og Logi Geirsson. Þá hlutu Ásthildur Linnet og Hannes Helgason styrk úr Minningarsjóði Jóns Þórarins- sonar. 41 brautskráður frá Flensborg Ljósmynd/Lárus Karl Ingason skrifaðist með burtfararpróf af sjúkraliðabraut. Nokkrum útskriftarnemum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Berglind Matthíasdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum og stærðfræði; Ólöf Helga Jónsdóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í FÖSTUDAGINN 20. desember, voru 39 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Nemendurnir eru af 13 mismunandi námsbrautum, 19 stúlkur og 20 piltar. Af þessum 39 nemendum luku 23 stúdentsprófi, 11 luku iðnnámi, 4 nemendur luku verslunarprófi af viðskiptabraut og einn nemandi út- raungreinum, stærðfræði og þýsku; Ragnar Björnsson fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í efnafræði og frönsku; Thelma Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum, frönsku og dönsku. Thelma fékk einnig viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi á haustönn 2002. Brautskráning frá FVA ÁRLEG flugeldasala KFUM og KFUK í Reykjavík hefst í dag, 28. desember, klukkan 14 í húsi félagsins, Holtavegi 28 í Reykjavík. Ágóðinn af sölunni rennur til æskulýðs- starfs félagsins. Nokkuð á fjórða tug deilda er víðs veg- ar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars félagsheimili á hjólum í tveggja hæða bresk- um strætisvagni, miðbæjar- starf í hjarta borgarinnar og sumarbúðirnar í Vatnaskógi í Hvalfjarðarhreppi og Vindás- hlíð í Kjós. Á flugeldamarkaðnum er á boðstólum úrval af flugeldum í öllum stærðum, tertum og fjölskyldupökkum. Afgreiðslutíminn verður sem hér segir: Í dag. kl. 14– 22, á morgun, sunnudag kl. 14–22, mánudaginn 30. des- ember kl. 14–22 og á gaml- ársdag er opið frá kl. 10 til 15. KFUM og KFUK með flugelda- markað SAMSKIP og almannatengslafyrir- tækið Athygli ehf. hafa samið sín á milli um að Athygli sjái um ráðgjafa- þjónustu og öll almannatengsl fyrir Samskip. Samningurinn kveður á um að At- hygli sjái um alla vinnslu og útgáfu fréttabréfa Samskipa, bæði á ís- lensku og ensku, auk bæklinga Sam- skipa. Fréttatilkynningar Samskipa og samskipti fyrirtækisins við fjöl- miðla verða í umsjón ráðgjafa At- hygli, svo og ráðgjöf fyrir æðri stjórnendur fyrirtækisins. Ráðgjaf- ar Athygli munu einnig sjá um texta- vinnslu og samhæfingu ársskýrslu Samskipa og sinna öðrum verkefn- um sem upp koma á samningstím- anum eftir þörfum Samskipa. Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri skrifaði undir samninginn fyrir hönd Athygli en Árni Þórður Jónsson verður aðalráðgjafi Samskipa og Anna Guðný Aradóttir, markaðs- stjóri Samskipa, leiðir samstarfið fyrir hönd Samskipa. Samskip semja við Athygli Við undirritun samstarfssamningsins, frá vinstri: Agnar Már Jónsson, Anna Guðný Aradóttir, Bjarni Jónsson og Árni Þórður Jónsson. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Alþýðusam- bandi Austurlands: „Um áramótin nk. fá flestir laun- þegar 3% launahækkun. Þrátt fyrir það úrskurðar Kjaradómur um 7% launahækkun til ráðamanna þjóðar- innar. Stjórn Alþýðusambands Austur- lands sættir sig ekki við slík vinnu- brögð og bendir á að með þessum að- gerðum er enn verið að auka á launamun í landinu. Þá mótmælir stjórn Alþýðusam- bands Austurlands hækkunum á þjónustugjöldum sveitarfélaganna sem er verið að ákveða þessa dag- ana.“ ASA mótmælir hækkunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá læknaráði Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri: „Læknar heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri lýsa yfir undrun og vanþóknun á framgöngu stjórn- valda Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja í tilraunum þeirra við lausn á vanda heilsugæslunnar á Suðurnesj- um. Samfelld og persónuleg tengsl heimilislæknis og skjólstæðings hafa grundvallarþýðingu fyrir góða og árangursríka heilsugæslu. Að velflestir íbúar Suðurnesja skuli nú missa heimilislækna sína samtímis veldur mjög alvarlegum skaða sem stjórnvöld virðast ekki hafa nægi- legan skilning á. Hugmynd um að 7–8 heimilis- læknar geti veitt 17.000 íbúum við- unandi þjónustu eru fráleitar og hrein lítilsvirðing við þá sem vinna við heimilislækningar á Íslandi.“ Lýsa vanþóknun á framgöngu stjórnvalda Í GREIN um nýfundinn helli á Reykjanesi í Morgunblaðinu í gær var sagt að ábending um hann hefði komið frá Sesselju Guðmundsdóttur, húsfreyju frá Brekkum í Vogum. Hið rétta er að Sesselja er fædd á Brekk- um en hefur aldrei verið húsfreyja þar. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT BÚNAÐARBANKINN sendi ekki jólakort til viðskiptavina sinna fyrir þessi jól. Í stað þess styrkir bankinn Styrktarfélag vangefinna og SÍBS um þá fjárhæð sem ella hefði farið til jólakortaframleiðslu og útsendingar. Skiptist fjárhæðin jafnt á milli þess- ara samtaka, en styrkirnir voru af- hentir á Þorláksmessu. Stjórn Styrktarfélags vangefinna hyggst verja fénu til verkefna á næsta ári í tengslum við Evrópuár fatlaðra. Stjórn SÍBS segir þörf á að efla innra félagsstarf samtakanna og að þessi styrkur gæti meðal annars komið að góðum notum í þeim efnum. Andvirði jóla- korta til Styrkt- arfélags vangef- inna og SÍBS Nýársmót Skeljungs Sex stórmeistarar munu taka þátt í Nýársmóti Skeljungs sem fram fer 29. desember. Teflt verður í húsa- kynnum Skeljungs á Suðurlands- braut 4 og hefst taflmennska kl. 13. Auk stórmeistaranna munu taka þátt þrír alþjóðlegir meistarar ásamt Ís- landsmeistara kvenna, Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Keppendalisti: 1. SM Jóhann Hjartarson 2.635 2. SM. Margeir Pétursson 2.605 3. SM. Jón L. Árnason 2.535 4. SM. Helgi Ólafs- son 2.520 5. SM. Friðrik Ólafsson 2.510 6. AM. Karl Þorsteins 2.500 7. SM. Þröstur Þórhallsson 2.460 8. AM. Stefán Kristjánsson 2.460 9. FM. Bragi Þorfinnsson 2.405 10. AM. Jón Viktor Gunnarsson 2.390, 11. Ágúst Sindri Karlsson 2.345, 12. Guðlaug Þorsteinsdóttir 1.900. Keppendur verða alls 16, tveir af þeim verða efstu menn á Jólahraðskákmóti TR. sem fram fer í dag 28. desember kl. 14. Flugeldasýning við höfnina í Hafn- arfirði. Í tilefni af 100 ára afmæli Sparisjóðs Hafnarfjarðar 22. desem- ber sl. býður Sparisjóðurinn upp á risaflugeldasýningu í og við höfnina í Hafnarfirði. Sýningin hefst á því að kveikt verður á blysum á þaki Spari- sjóðs Hafnarfjarðar við Strandgötu og björgunarsveitarmenn síga niður húsgaflinn. Sýningin er haldin í sam- vinnu við Björgunarsveit Hafn- arfjarðar og eru hún hin stærsta sem Björgunarsveitin hefur staðið að til þessa í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl. 20.30 sunnudaginn 29. desember. Dagskrá vegna flugeldasýning- arinnar verður útvarpað á FM 106,1 frá kl. 19.30 sama kvöld. Flugeldasýning við Perluna. Bylgj- an, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarsveitirnar í Reykjavík bjóða upp á flugeldasýningu að vanda. Sýningin fer fram við Perluna í Öskjuhlið sunnudaginn 29. desember kl. 17. Það sem gerir þessa sýningu sérstaka er tónlistin sem fylgir sjón- arspilinu sem áhorfendur geta hlýtt á á Bylgjunni FM98,9. Blysför og fjölskylduganga Sunnu- daginn 29. desember 2002 efnir Ferðafélag Íslands til fjölskyldu og blysfarar um Öskjuhlíð að Perlunni. Safnast verður saman við bílastæðin í Nauthólsvík kl.16 þar sem seldir verða göngukyndlar á vegum FÍ. Labbað verður af stað klukkan 16.15 um göngustíga Öskjuhlíðarinnar að Perlunni þar sem göngufólk fær handblys frá Landsbjörg til að brenna í upphafi flugeldasýning- arinnar sem hefst kl. 17. Allir eru vel- komnir og þátttaka í göngunni er ókeypis. Göngukyndlar verða seldir á bílastæðum við Nauthólsvík. Á MORGUN ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.