Morgunblaðið - 28.12.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
FIMMTÁN starfsmönnum var sagt
upp hjá SÍF í gær. Gunnar Örn
Kristjánsson, forstjóri fyrirtækisins,
segir ástæðuna vera hagræðingu og
uppsagnirnar hafi ekkert með hug-
myndir um samruna SÍF og Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH,
að gera.
Gunnar sagði að uppsagnirnar
mætti að nokkru leyti rekja til áhrifa
af sameiningu SÍF og Íslenskra sjáv-
arafurða, ÍS. „Ástæða uppsagnanna
er sú að tæknibreytingar og sam-
legðaráhrif eru enn að skila sér.
Einnig hafa starfshættir á skrifstofu
gengið betur. Þetta er afleiðing af
hagræðingarferli sem er ennþá að
skila sér.“
Af þeim sem sagt var upp störfuðu
tíu í vinnslu fyrirtækisins og fimm á
skrifstofum. Gunnar Örn sagði ekki
von á fleiri uppsögnum.
Á sama tíma í fyrra var tíu starfs-
mönnum SÍF sagt upp störfum af
sömu ástæðum að sögn Gunnars
Arnar.
Hagnaður SÍF nam sem svarar 36
milljónum króna á fyrstu níu mán-
uðum ársins. Rekstur félagsins á
þriðja fjórðungi ársins var nokkru
betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en í
þeim var reiknað með taprekstri.
Tekjur þriðja ársfjórðungs höfðu
aukist um tæp 7% frá fyrra ári og
rekstrarkostnaður lækkað um 17%.
Í nóvember var gert ráð fyrir hagn-
aði á síðasta fjórðungi ársins, sem
samkvæmt venju er besti fjórðungur
samstæðunnar.
Fimmtán sagt upp hjá SÍF
RÖDDIN eftir Arnald
Indriðason var sölu-
hæsta skáldverk jóla-
bókavertíðarinnar en
alls seldust 12.000 ein-
tök af bókinni nú fyrir
jólin. Bækur Arnalds
hafa samtals selst í
30.000 eintökum frá því
í janúar. Að sögn Péturs
Más Ólafssonar útgáfu-
stjóra Vöku–Helgafells
er þetta líklega einhver mesta sala ís-
lensks höfundar á einu ári um langt ára-
bil.
Kiljuútgáfur á skáldsögum Arnalds
hafa verið vinsælar. Dauðarósir kom út í
ársbyrjun og hefur selst í um 7.000 eintök-
um, Grafarþögn var gefin út í kilju um
mitt sumar og hefur farið í 4.000 eintök-
um. Napóleonsskjölin komu á markað í
nýrri kiljuútgáfu á haustmánuðum og
hafa selst 2.000 eintök af henni. Þá hefur
Mýrin selst í 5.000 eintökum á árinu en
hún var sem kunnugt er valin besta
glæpasaga Norðurlanda í vor og hlaut að
launum Glerlykilinn.
Í febrúar kemur fyrsta bók Arnalds út á
erlendum markaði en það er Mýrin í
Þýskalandi. Af því tilefni er von á átta
þýskum blaðamönnum til að kynna sér
sögusvið bókarinnar og umhverfi höfund-
arins nú í lok janúar. Þá koma bækur hans
út í Englandi, Hollandi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi og Finnlandi á næsta ári.
Bækur Arn-
alds í 30 þús-
und eintök-
um á árinu
Arnaldur
Indriðason
„ÞAÐ ríkti hálfgerð gullgrafarastemning
meðal þeirra sem ætluðu að selja jólatré fyrir
jólin þar sem skortur var á trjám í fyrra,“
sagði Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri
Blómavals, en um 500-600 tré voru óseld í
versluninni þegar jólin gengu í garð. Má
áætla að útsöluverð þeirra hefði orðið um 1,5
milljónir króna. Örlög þessara trjáa voru því
ekki að skrýðast jólaljósum og skrauti á heim-
ilum landsmanna heldur að verða að ösku á
einni af fjölmörgum áramótabrennum borg-
arbúa. „Það er keppst um að fá trén á brenn-
urnar því þetta er auðvitað góður efniviður í
brennu,“ sagði Kristinn.
Offramboð var á jólatrjám fyrir jólin en í
fyrra sárvantaði fleiri tré á markaðinn. Marg-
ir hafa því hugsað sér gott til glóðarinnar og
telur Kristinn óhætt að áætla að um tíu þús-
und tré hafi aldrei komist úr verslunum og
inn í stofu landsmanna. Þau munu væntanlega
flest hljóta sömu örlög og umframtré Blóma-
vals; standa í ljósum lögum á gamlárskvöld.
„Það koma hingað á þessa brennu einvörð-
ungu um 10 bílfarmar af óseldum jólatrjám og
það eru rúmlega 100 tré í hverjum farmi.
Þetta verða því rúmlega þúsund tré sem hér
fuðra upp á gamlárskvöld,“ sagði borg-
arstarfsmaður er fulltrúar Morgunblaðsins
fylgdust með brennugerð innst við Fossvog í
gærdag.
Morgunblaðið/Júlíus
Þúsundir jólatrjáa á brennur
Offramboð var á jólatrjám fyrir þessi jól en í fyrra sárvantaði fleiri tré
VEÐURGUÐIRNIR hafa farið einstaklega
blíðlegum höndum um Ísland undanfarna
daga og vikur og á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur veðrið verið líkt og á mildum haustdegi.
Ýmislegt óvenjulegt miðað við árstíma
hefur því gerst í heimi plantna, brum trjáa
hefur opnast og sömuleiðis hafa fögur sum-
arblóm sprungið út. Eyjólfur M. Guðmunds-
son, Vallhólmi í Kópavogi, smellti af þessari
mynd af stjúpum í garðinum hjá sér á dög-
unum. Nú er reyndar tekið að frysta á höf-
uðborgarsvæðinu og eru horfur á kulda víðs
vegar um land á næstu dögum svo ekki er
víst að stjúpurnar verði langlífar.
Ljósmynd/Eyjólfur
Blómstrandi
stjúpur á jólum
ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna,
segir að ekki sé rúm fyrir alla kjúklingafram-
leiðendur sem nú eru á markaðnum. Í gær
fengu Móar, sem eru annar stærsti kjúklinga-
framleiðandi á landinu, greiðslustöðvun. Fyr-
irtækið skuldar um 1,4 milljarða, en bókfærðar
eignir þess eru tæplega 1,09 milljarðar. Ari seg-
ir það ekki koma mjög á óvart að Móar hafi
fengið greiðslustöðvun. Menn hafi vitað af
vandamálum hjá félaginu um nokkra hríð og
sumir hafi raunar orðið til þess að gagnrýna
Búnaðarbankann fyrir of mikla biðlund gagn-
vart fyrirtækinu.
Ari segir alveg ljóst að eins og er sé ekki rúm
arra kjötframleiðenda. Ari telur að staða Móa
sé til marks um þá grisjun sem óneitanlega
hljóti að verða í greininni. Önnur fyrirtæki í
kjúklingaframleiðslu hafi einnig lent í erfiðleik-
um. „Ég ætla ekki að dæma um það hvort það
séu Móar sem eigi að hætta eða einhverjir aðr-
ir. En það er ekki pláss fyrir þá alla. Ef menn
halda áfram að framleiða jafnmikið af kjúklingi
og verið hefur síðustu mánuði verða þeir seldir
undir kostnaðarverði sem bitnar á kjúklinga-
framleiðendum og öllum öðrum kjötframleið-
endum. Í því er ekkert vit,“ sagði Ari.
fyrir alla kjúklingaframleiðendurna á markaðn-
um. „Það er framleitt verulega meira af kjúk-
lingum en þörf er á. Það er líklegt að salan á
árinu sem er að hefjast verði einhvers staðar á
bilinu 4–5 þúsund tonn, það veltur á því hvort
verðið verður hærra en sem nemur kostnaðar-
verði. Framleiðslugetan á næsta ári er liðlega
sex þúsund tonn en það er óeðlilegt að ætla að
árssalan nái fimm þúsund tonnum miðað við
eðlilega verðlagningu á kjúklingum.“
Ari bendir á að kjúklingar hafi að undanförnu
verið seldir töluvert undir kostnaðarverði. Með
þessu móti hafi náðst fram verulega aukin sala
á kjúklingum og auðvitað einnig á kostnað ann-
Formaður Bændasamtakanna um stöðuna á kjötmarkaðnum
Ekki er pláss fyrir alla
kjúklingaframleiðendur
Kjúklingabúið Móar í greiðslustöðvun/6