Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dálítillar þreytu er nú farið að gæta í röðum guðsmanna þar sem kirkjan leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk staðfesti ráð sitt. Endurmenntunarstarf Garðyrkjuskólans Aðsóknarmet sett í fyrra Garðyrkjuskóli ríkis-ins á Reykjum íÖlfusi er með öfl- uga starfsemi, ekki síst á sviði endurmenntunar og hefur skólinn nýlega kynnt starfsemina og námskeiða- haldið á nýju ári. Í yfirliti yfir endurmenntunarnám- skeið Garðyrkjuskólans fyrir fagfólk árið 2003 birt- ist afar fjölbreyttur pakki sem spannar 39 námskeið. Fjölbreytileiki þeirra sést á því að skoða nokkur dæmi: Loftslagsstýring í ylrækt, áburðarblandarar – með- ferð og notkun, verndun fornminja og náttúru í skógrækt, garðrækt í Jap- an – þemadagur, vefja- ræktun, skógarnytjar og lífrænar varnir í grænmet- is- og blómaræktun. Og þannig mætti halda lengi áfram. Magnús Hlynur Hreiðarsson er endurmenntunarstjóri Garðyrkju- skólans og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur eitthvað fyrst frá starfsemi Garðyrkjuskólans og endurmenntunardeild hans … „Í dag er boðið upp á nám á sex námsbrautum við Garðyrkjuskól- ann en tekið er inn í skólann annað hvert ár. Brautirnar eru: skrúð- garðyrkju-, garðplöntu-, ylrækt- ar-, umhverfis-, skógræktar-, og blómaskreytingabraut. Núna er- um við með fimmtíu nemendur í staðbundnu námi og aðra fimmtíu nemendur í þriggja ára skógrækt- arnámi á Suðurlandi og Norður- landi. Við skólann er rekið öflugt endurmenntunarstarf fyrir fagfólk í græna geiranum og einnig er í boði fjölbreytt úrval námskeiða fyrir áhugafólk.“ – Segðu okkur eitthvað frá þeim námskeiðum sem framundan eru, hvaða svið þau spanna … „Árið 2003 er áætlað að halda um 40 námskeið fyrir fagfólk, sem dreifast yfir árið. Námskeiðin verða haldin víða um land þótt flest þeirra verði haldin í húsakynnum Garðyrkjuskólans. Við leggjum áherslu á að hafa góða leiðbeinend- ur á námskeiðunum, bæði íslenska og erlenda. Yfirleitt er um dags- námskeið að ræða en stundum standa þau í nokkra daga, t.d. verðum við með vikunámskeið í blómaskreytingum í vor.“ – Er þetta eingöngu vettvangur fyrir fagfólk? „Stefna skólans hefur verið sú að einbeita okkur fyrst og fremst að fagfólki, bjóða upp á góð nám- skeið fyrir þá sem starfa í grein- inni en síðan eru alltaf einhver önnur námskeið sem fylgja með fyrir áhugafólk eins og t.d. skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaða- eigendur, trjáklippingar, haust- skreytingar og fleira og fleira.“ – Eru þetta vel sótt nám- skeið … geturðu nefnt tölur? „Já, námskeiðin eru mjög vel sótt hjá okkur, það er ekki hægt að kvarta undan því. Á síðasta ári vor- um við með um 35 námskeið og 1.200 þátttakendur og settum þar með nýtt met hvað varðar að- sóknina.“ – Hvaða nýjungar er boðið upp á í endur- menntunarstarfinu sem taldar eru áhugaverð- astar? „Það nýjasta er þriggja ára skógræktarnám fyrir skógar- bændur á Suðurlandi og Norður- landi, sem kallast „Grænni skóg- ar“. Þetta nám er í nám- skeiðaformi sem hefur gefist mjög vel. Námskeiðin eru metin til ein- inga á framhaldsskólastigi og lýk- ur með sérstakri viðurkenningu frá Garðyrkjuskólanum. Síðan er- um við í sérstöku samstarfi við Skógrækt ríkisins um handverks- námskeið sem kallast „Lesið í skóginn og tálgað í tré.“ Það eru mjög skemmtileg námskeið sem hafa verið mjög vinsæl.“ – Hversu mikilvægur skóli er Garðyrkjuskólinn? „Þetta er toppskóli að mínu mati enda mikil aðsókn að honum og góður andi á meðal starfsmanna og nemenda. Við skilum mjög góðu fagfólki út í greinina og sinnum öfl- ugu fræðslu-, rannsókna- og þró- unarstarfi í þágu íslenskrar garð- yrkju. Þá er sérstaklega gaman að sjá hvað nemendur eru áhuga- samir um námið og hafa gaman af því sem þeir eru að gera og sjá þannig mikla framtíð í faginu. Einnig er félagslífið mjög gott og má þá minna á að nemendur verða með opið hús í skólanum sumar- daginn fyrsta, 24. apríl nk.“ – Eru Íslendingar grænir í sér? „Já, það er engin spurning. Það er gríðarlegur áhugi í samfélaginu og mikil vakning á sviði þeirra mála sem tengjast garðyrkju og umhverfismálum. Áhugi á skóg- rækt og landgræðslu er alltaf að aukast og blómaskreyt- ingar eru líka mjög vin- sælt fag.“ – Ef það blundar garðyrkjumaður í ein- hverjum sem les þetta … „Já, ég hvet fólk til að vera í sambandi við okkur ef það vill forvitnast um skólann og starfsemi hans. Ég vil líka vekja athygli á heimasíðu skólans, en slóðin á hana er www.reykir.is. Þar má finna allar upplýsingar um námið og þau námskeið sem framundan eru.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson  Magnús Hlynur Hreiðarsson er fæddur í Vogum í Vatns- leysustrandarhreppi 4. sept- ember 1969. Hann er stúdent frá fjölmiðlabraut Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvann- eyri og garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Magnús starfar sem endurmennt- unarstjóri Garðyrkjuskólans ásamt því að vera blaðamaður hjá Dagskránni á Selfossi og fréttaritari Ríkisútvarpsins á Suðurlandi. Magnús Hlynur er kvæntur Önnu Margréti Magn- úsdóttur, skólahjúkrunarfræð- ingi á Selfossi, og eiga þau þrjá syni, Fannar Frey, 11 ára, Arnar Helga, 6 ára, og Veigar Atla, eins og hálfs árs. … námskeiðin eru metin til eininga á framhalds- skólastigi FORSTJÓRI Landhelgisgæslunnar bauð nýlega fyrrverandi skipherr- um Landhelgisgæslunnar að prófa nýjan stýrisbúnað varðskipanna. Var farið í stutta ferð um Kolla- fjörðinn á varðskipinu Ægi áður en það lagði af stað í lengri ferð. Tilgangur ferðarinnar var að gefa þeim kost á að kynna sér breyt- ingar á stjórnhæfni varðskipanna Ægis og Týs eftir að tvö ný stýri voru sett á þau í Póllandi árið 2001. Breytingin var gerð eftir að Rann- sóknarnefnd sjóslysa benti á í nefndaráliti árið 1997 ,,að varðskip eins og Ægir sé ekki með fullnægj- andi stjórnbúnað til siglingar við erfiðar aðstæður til björgunar þar sem um er að ræða eitt stýrisblað á milli tveggja skrúfna. Tveggja skrúfna skip þurfi að vera búið tveimur stýrisblöðum, stýrisblaði fyrir aftan hvora skrúfu.“ Það kom fram í máli Guðmundar Kjærnested að vissulega hefðu stýrin góða eiginleika en hafði áhyggjur af því að stýrin væru í hættu ef skipin lentu í hafís. Eðli- lega þarf að hafa það í huga þegar siglt er við slíkar aðstæður. Skipherrar Landhelgisgæslunnar eru á einu máli um að orðið hafi gjörbreyting á stjórnhæfni skip- anna til batnaðar, enn meiri en til- raunasiglingar í tanki gáfu til kynna. Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Ægi, ásamt fyrrverandi skipherrum en þeir eru Ólafur Valur Sigurðs- son, Sigurður Þ. Árnason, Þröstur Sigtryggsson og Guðmundur Kjærnested. Fyrrverandi skipherrar prófa ný stýri varðskipanna vogi. Ingólfur segir að þetta komi sér mjög vel fyrir aðrar deildir spítalans. „Það verður legudeild fyrir skurð- lækningar og legudeild fyrir lyf- lækningar á þessum deildum sem losna við Hringbrautina. Rýmið í Fossvogi er í skoðun hjá okkur,“ seg- ir Ingólfur. Hann bendir á að lungnadeild, sem áður var á Vífilsstöðum, hafi INGÓLFUR Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna Land- spítalans – háskólasjúkrahúss, segir að húsnæði, sem losnar þegar nýr barnaspítali verður tekinn í notkun við Hringbraut, verði notað til að leysa brýnasta húsnæðisvanda spít- alans. Barnadeildir eru bæði á Landspít- alanum við Hringbraut og í Foss- verið færð á Landspítalann. Það og fleira hefur þrengt að starfseminni. Nýr barnaspítali Hringsins verður formlega vígður 26. janúar nk. Fyrsta skóflustungan var tekin 19. nóvember 1998. Ingólfur segir að það taki tíma að færa barnadeildina en ráðgert er að starfsemin verði komin af stað í nýju húsakynnunum um miðjan febrúar. Barnaspítali Hringsins vígður um næstu helgi Leysir brýnan húsnæðisvanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.