Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 25

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 25 VERÐMERKINGAR matvöruverslana voru í ólagi í 4,3% tilvika sam- kvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar á 14.600 vörum í 75 versl- unum. Athugaðar voru verðmerkingar í hillu og hvort samræmi væri milli hilluverðs og kassaverðs. „Í ljós kom að í 1,6% tilvika var varan á hærra verði í kassa en í hillu og í 1,3% tilvika var varan óverðmerkt í hillu. Þessi niðurstaða er mun betri en undanfarin ár. Til samanburðar má geta þess að árið 2001 voru verðmerkingar ófullnægjandi í 7,9% til- vika og í 10,6% tilvika árið 2000,“ segir í niðurstöðum. Samkeppnisstofnun lýsir ennfremur yfir ánægju með þann bata sem orðið hefur á verðmerkingum í matvöruverslunum eftir að samkeppnis- yfirvöld fengu heimild í lögum til þess að beita sektum ef ekki er farið að reglum um verðmerkingar. Niðurstaðan á verðmerkingum á árinu 2002 er byggð á fjórum könn- unum sem stofnunin gerði á sl. ári, þ.e. janúar, apríl, júlí og október, sem gera samtals 14.600 vörur í þessum 75 matvöruverslunum. ,-            */       # >& > >; >' > > > > '  < %  -?@     -(? @     -)?A  ? (-  (-)?   3 # ! ## Verðmerkingar matvöruverslana batna UMHVERFISSTOFNUN hefur nú sérstakt eftirlit með öllum innflutn- ingi á hnetum og hnetuafurðum frá Kína og fíkjum og hnetum frá Tyrk- landi. Eiturefnið aflatoxín hefur mælst í þessum afurðum, sam- kvæmt frétt frá Umhverfisstofnun, og er innflutningur því aðeins heim- ilaður að tilteknum skilyrðum sé fullnægt. Verða innflytjendur að framvísa rannsóknavottorði sem hægt er að rekja til viðkomandi sendingar. Talið er að eiturefnið aflatoxín geti valdið krabbameini í lifur. „Sveppaeitur (mykotoxín) eru náttúruleg eiturefni sem framleidd eru af ákveðnum tegundum myglu- sveppa. Myglusveppir vaxa við ákveðin skilyrði í eða á ýmsum land- búnaðarvörum, bæði á akrinum og/ eða við geymslu þessara vara. Til eru nokkur hundruð tegundir sveppaeiturefna en tvö þeirra eru algeng vandamál í matvælum og eru það eiturefnin aflatoxín og okratoxín A. Erfitt getur reynst að koma í veg fyrir myndun eiturefnanna í korn- vörum og öðrum vörum þegar hag- stæð skilyrði eru í umhverfinu eins og ákveðið hitastig og rakastig.“ „Margir myglusveppir framleiða eiturefni í matvælum sem þola hitun og jafnvel suðu. Verkun eiturefn- anna eru margvísleg og geta þau bæði valdið bráðum eitrunaráhrifum og haft langtímaáhrif á ýmis líffæra- kerfi. Sum sveppaeitur hafa áhrif á ónæmiskerfið, önnur geta haft ýmis varanleg skaðleg áhrif, og enn önn- ur geta haft stökkbreytandi og/eða krabbameinsvaldandi áhrif í ákveðnum móttækilegum tegundum dýra og geta einnig valdið bráðum eða krónískum sjúkdómum í heim- ilisdýrum, búfé og fólki. Í mörgum tilfellum eru áhrif sveppaeiturs á heilsu manna ekki þekkt og er ekki vitað hve stór skammtur eiturs hef- ur áhrif hana,“ segir í pistli um afla- toxín á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins. Sveppa- eitur í hnetum og fíkjum Hnetubændur glíma við eiturefni myglusveppa, t.d. aflatoxín. VIÐBRÖGÐ almennings við ís- lenska lággjaldaflugfélaginu Iceland Express eru mun betri en forsvars- menn fyrirtækisins bjuggust við, segir í fréttatilkynningu. Fyrstu vikuna seldust rúm 14.000 sæti og voru um 80% þeirra bókuð í gegnum Netið. Flugfélagið hefur selt ívið fleiri sæti til Kaupmanna- hafnar en London, en það flýgur á þessa tvo áfangastaði. Framboð á farmiðum er ennþá gott en um 40.000 sæti eru enn í boði á undir 20.000 krónur. Þrátt fyrir að Iceland Express hafi enn ekki verið kynnt erlendis kemur 20% bókana þaðan. Talsmenn fyrirtækisins vilja meina að Íslend- ingar erlendis séu fljótir að nýta sér nýja þjónustu sem þessa, segir í fréttinni. Annir hjá lággjalda- félagi Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.