Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 51

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákafur/áköf og ástríðufull/ur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er lag til þess að njóta samverustundar með öðr- um, svo sem vinum, einkum þeim sem hafa ólíkan bak- grunn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er líklegt að þú komir til með að eyða fjármunum í munaðarvörur í dag, það er í lagi svo lengi sem þú hefur efni á því. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að fullnægja fróð- leiksþörf þinni á sem fjöl- breyttastan máta. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sköpunarþrá þín er mikil og þú færð margar hugmyndir. Svo gæti farið að ein þeirra yrði notuð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er lag til að koma hug- myndum þínum á framfæri. Ekki slaka á í kynningu á þeim málum sem þú berð fyrir brjósti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með still- ingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú ákveður til hvaða aðgerða þú grípur. Þá farnast þér best. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur í hyggju að gera ít- arlegar breytingar á heimili þínu og ekki er loku fyrir það skotið að slíkt geti átt sér stað á vinnustaðnum líka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér leiðist verkefni sem hófst fyrir löngu, en það eina rétta er að bretta upp ermarnar og takast á við það af einurð og festu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt ekki bera óöryggi þitt á torg, heldur líta í eigin barm og finna út af hverju það stafar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sköpunarþráin ólgar innra með þér og þú verður að finna þér tóm til þess að leyfa henni að njóta sín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú eiga gott skilið fyrir verk þín. Farðu eftir eigin sannfæringu og ótt- astu ekki því heilladísirnar vaka yfir þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hlustaðu á ráðgjöf annarra því jafnvel þótt þú vitir bet- ur er alltaf gott að fá álit annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT MINNI INGÓLFS Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Himinfjöll, földuð mjöll, fránu gulli brunnu. „Fram til sjár,“ silungsár sungu, meðan runnu. Blóm á grund, glöð í lund, gull og silki spunnu, meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu. - - - Matthías Jochumsson 100 ÁRA afmæli.Mánudaginn 20. janúar verður 100 ára Þór- hildur Þorsteinsdóttir, fyrrv. prófastsfrú á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Af því tilefni tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum sunnudag- inn 19. janúar kl. 15 e.h. á Grandhóteli við Sigtún í Reykjavík. Hún dvelur nú hjá dóttur sinni og tengda- syni í Álftamýri 25, Rvík. Motiv-Mynd – Jón Svavarsson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember 2002 í Hafnarfjarðarkirkju, af sr. Þórhalli Heimissyni, þau Heiða Björg Gústafsdóttir og Sigurjón Geir Gunnars- son. Þau búa í Danmörku. Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí 2002 í Lága- fellskirkju af sr. Jóni Þor- steinssyni þau Eva Aasted og Ragnar K. Sigurbjörns- son. Heimili þeirra er í Gull- engi 29, Reykjavík. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rf6 8. Re5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Be3 Da5+ 12. Bd2 Bb4 13. c3 Be7 14. f4 Rbd7 15. 0-0 Hd8 16. Rc4 Da6 17. f5 e5 18. Hae1 0-0 19. Rxe5 Dxa2 Staðan kom upp á Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Hannes Hlífar Stefánsson (2.566) hafði hvítt gegn fyrrum aðstoð- armanni Ivansjúks, alþjóðlega meistar- anum Emil Her- mannsson (2.387). 20. Rg6! Tryggir hvítum yfirburðar- tafl. 20. ...fxg6 21. Hxe7 Rd5 22. Hee1 b5 23. Ha1 Dc4 24. Dxc4 bxc4 25. Hxa7 Re7 26. fxg6 Hxf1+ 27. Rxf1 Rxg6 28. h5 Rgf8 29. Re3 Rb6 30. Hc7 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Á GÓÐUM degi vinnast sjö tíglar í NS, en þá þurfa reyndar tveir litir að brotna 3-2. Spilið er frá 10. umferð Reykjavíkurmótsins: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á7 ♥ ÁK632 ♦ 10743 ♣Á5 Suður ♠ K63 ♥ D74 ♦ ÁKD2 ♣982 Allir vita að 3-2 legan er algeng (68%), en þegar tveir litir þurfa að brotna jafnt minnka vinningslíkurnar niður í um það bil 46%. Og það er alls ekki verjandi að segja alslemmu upp á þau býti. Í reynd brotnaði tígull- inn 3-2, en hjartað var 4-1. Sem þýðir að sex hjörtu tap- ast. Fimm pör af 16 reyndu þann samning, 8 pör létu geim duga, en 3 pör komust í besta samninginn – sex tígla. Gylfi Baldursson og Her- mann Friðriksson sögðu þannig: Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Feðgarnir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason náðu líka sex tíglum og er sagn- röð þeirra á svipuðum nót- um: Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Hlynur Garðarsson og Kjartan Ásmundsson fundu einnig tígulslemmuna. Fyrstu sagnirnar eru nokkurn veginn sjálfgefnar, það er að segja, opnun á hjarta, tveir og þrír tíglar. Síðan tekur suður undir hjartað. Þá er sú hætta til staðar að norður taki völdin og spyrji um lykilspil og stýri spilinu í sex hjörtu. Hér kemur betur út að sleppa ásaspurningunni og gefa suðri færi á að stinga upp á tígulslemmu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 18. janúar, er áttræður Hjálm- týr Jónsson, fyrrverandi símaverkstjóri. Í tilefni þessa mun hann og eigin- kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir, taka á móti gestum í Golfskálanum í Leiru á afmælisdaginn kl. 15–17. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík        Subaru-sveitin Reykjavíkurmeistari Subaru-sveitin varð Reykja- víkurmeistari í sveitakeppni árið 2003 en mótinu lauk sl. miðvikudags- kvöld. Þrjár sveitir áttu möguleika á titl- inum fyrir síðustu umferð. Subaru- sveitin var með besta stöðu en 2 og 4 stig voru í næstu sveitir, þ.e. sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar og Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurmeistar 2003 eru Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðal- steinn Jörgensen, Sverrir Ármanns- son og Ragnar Hermannsson. Lokastaðan í mótinu: Subaru-sveitin 289 Guðmundur Sv. Hermannsson 286 Orkuveita Reykjavíkur 286 Jónas P. Erlingsson 259,5 Skeljungur 259 Tíminn og vatnið 246 Íslenskir aðalverktakar 227 Þrír frakkar 221 Gylfi Baldursson 216 Strengur 214 Guðmundur Baldursson 197 Málning 194 ESJA 191 Félagsþjónustan 164 Denna 146 Þessar sveitir eiga keppnisrétt í undankeppni Íslandsmótsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson á öllum vörum verslunarinnar ATH aðeins á laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 13-17 Allt fyrir börnin, m .a.: Barnarúm •Kerrur • Bílstólar • Matarstólar Baðborð • Allskonar smávörur. Fatnaður: Nike, Confetti, OshKosh. Stærðir fyrir 0-8 ára. Staf ræ na hu gm yn da sm ið ja n/ 27 55 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga kjörnefndar um skipan framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum 3. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 25. janúar 2003 kl. 13.15 í Sunnusal Hótels Sögu Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.