Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 6
E kkert vantar upp á andrúmið á Kaffivagninum nema ískrið í sveifluhurðunum – jíg jíg jíg jíg. Við fyrstu sýn eru týp- urnar harðsoðnar eins og í spagettívestrum; fastagestir við hvert borð og samræðurnar svartar og hnausþykkar eins og kaffið. Hér þekkja allir alla. Þeir krúnka saman, gjóa augum og ranghvolfa, og dýfa kerskni og alvöru í hvunndaginn. Úti er niðamyrkur og sólin kúrir fram eftir morgni. Enginn veitir blaðamanni eft- irtekt. Til þess eru menn of niðursokknir í eigin hugðarefni og ann- arra. Kaffivagninn er nefnilega þeirri undursam- legu náttúru gæddur að þar þrýtur umræðuefni aldrei, jafnvel þótt sömu mennirnir hittist dag eftir dag, alltaf á sama tíma, við sama borð, með sama kaffið og svolgri það í sig af sömu nautn. Fátítt er að menn fái sér brauð eða syk- ursnúð með kaffinu. Kaffið er næringin. Annað er ofrausn. Þó heggur blaðamaður eftir því að flugmaðurinn frá Grímsey leggur í vana sinn að fá sér gríðarstóra kleinu. Grímseyingar hafa aldrei verið bangnir við að storka almættinu. Og forn- bóksalinn, sem stendur við gluggann á hverjum morgni og les blöðin, fær sér allt- af jólaköku. – Eina til tvær sneiðar, segir hann, eins og til að leggja áherslu á að hann geti ver- ið sveigjanlegur. Blaðamanni er tekið ljúflega og hrjúfir spagettítónar Morriconis hverfa úr hug- anum. Honum er boðið að setjast hjá hópi, sem hist hefur daglega á Kaffivagninum í áratug. – Þetta er þjóðfélagið í hnotskurn, hvísl- ar að honum skákelskur lögfræðingur og kynnir hann fyrir taflmönnunum – sæ- greifum, flugmönnum, kaupmönnum og leikurum. – Við erum að redda heiminum, segir leikari og trillukarl úr Hrísey, sem státar af því að vera aldursforsetinn í hópnum, þótt hann sé aðeins 79 ára. – Og hækkum launin í bunkum, einkum ellilífeyrisþega, skýtur sessunautur hans inn í, sem vitanlega er ellilífeyrisþegi. Og víst er meðalaldurinn í hærra lagi. Í það minnsta hefur blaðamaður aldrei heyrt fleiri gamansögur um getuleysi og viagra og þennan morgun í Kaffivagninum. Starfsmaður Eimskips sem heldur stolt- ur á rómuðu dagatali félagsins, vekur máls á forvitnilegum draumi. – Mig dreymdi Davíð Oddsson í nótt, segir hann. Davíð var að dansa við konuna sína. Ég stóð á mölinni í gúmmístígvélum og var að fylgjast með. Þá vindur Davíð sér upp að mér og segir: – Gott þú varst á gúmmístígvélum. Á næsta borði sitja trillukarlar, fanga- vörður og kennari; gamalt fólk og nýtt, eins og Elías Mar myndi orða það. – Hingað sækir maður andlegt þrek, segir fangavörðurinn; óvíst hvort vegur þyngra á metunum, kaffibollinn eða stað- urinn. Annar segir sögu af því að hann hafi hitt Stefán frá Möðrudal við Kaffivagninn. Hann sá að Stefáni leið illa og bauð honum upp á kaffi. Þegar Stefán hafði setið með honum drykklanga stund, sagði hann loks: – Djöfull var kalt í nótt. Það fraus á hlandkoppnum mínum. Þá geymdi hann koppinn undir rúminu í verbúðunum. Þriðji rifjar það upp að heimasæturnar þvoðu hárið upp úr kúa- hlandi; ein þeirra þvoði það alltaf upp úr grænsápu á eftir. – Hún var svo þrifin. Það þýðir ekkert að bíða eftir því að kaffinu sé hellt í bollann af þjónustufólk- inu á Kaffivagninum; hér bjarga menn sér sjálfir – líka um ábót. Í hillunum eru stytt- ur af sjómönnum og skútum. Ein þeirra er í plastinu. – Á ekki að taka skútuna úr plastinu? spyr blaðamaður í einfeldni sinni. – Við settum hana aftur í plastið. Það er til þess hún gulni ekki í tóbaksreyknum, svarar afgreiðslukonan. Þótt víða sé til siðs á veitingastöðum að hafa reyklaus svæði, þá á það ekki við um Kaffivagninn. – Við settum miða á borðin, en það gekk ekki upp. Þeir bara hentu miðunum – karl- arnir, bætir hún við og ljóst að ekki verð- ur tjónkað við „karlana“ frekar en nátt- úruöflin. Trillukarlarnir biðja um viagra við kass- ann hjá afgreiðslukonunum og fá sakkarín- töflur eins og vant er. – Þetta er græskulaus húmor, sem er allt í lagi ef maður er ekki dónalegur við þær. Hér hef ég aldrei orðið var við ruddaskap, segir roskinn trillukarl sem er hættur að safna fiskum og safnar nú pen- ingum. Þá fyrst fer fólk að safna pen- ingum þegar þeir eru fallnir úr gildi. Einstaka stúlkur slæðast inn á Kaffi- vagninn. – Það er eins og sumar þeirra séu að ögra sjálfum sér og umhverfinu, segir íbygginn eldri maður. Vigdís forseti lagði stundum leið sína á Kaffivagninn. Vigdís rithöfundur kemur þangað stundum. Og Jón Baldvin og Bryn- dís vöndu þangað komur sínar. – Jón Baldvin byrjaði á að halda hér kosningafundi, segir kennari sem villist reglulega út á svarta hafið í kaffibollanum. Síðan hafa komið hingað fleiri stjórn- málamenn. Þegar einn þeirra ætlaði að fara að messa yfir okkur tæmdist stað- urinn; það stóðu allir upp, borguðu reikn- inginn og gengu út. Mig minnir það hafi nú ekki verið Jón Baldvin, hann er svo léttur og vel gefinn – skítt með pólitíkina. Svo drekkur kennarinn síðustu kaffi- dropana úr morgunhimninum. Morgunblaðið/Golli Kaffi á Kaffivagninum SKISSA Pétur Blöndal brá sér niður á Granda ERLENT 6 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í STYRJÖLDUM framtíðarinnar getur farið svo að mannlausar flugvélar varpi hundruðum vopnaðra vélmenna yfir orrustuvöllinn. Þau sækja síðan fram í breiðfylkingu eins og sæg- ur risastórra skordýra og gera heiftarlegar, samhæfðar árásir á fjandmanninn. En áratug- ir munu líða áður en þetta verður að veru- leika. Sem stendur eru bandarískir vísinda- menn að endurbæta ómannaðar flugvélar og frumstæðari vélmenni sem fyrst voru gerðar tilraunir með í Afganistan-stríðinu. Fáir ráðamenn í herafla Bandaríkjanna spá því að vélmenni muni einhvern tíma koma í stað hermanna. En nýjar gerðir sem nú er verið að hanna eru mun fullkomnari en þær sem notaðar voru í Afganistan. Þær eiga mun auðveldara með að komast yfir torfærur, geta falið sig með því að senda út reykjarmökk, kannað hvort óvinurinn beiti efnavopnum og sent út eins konar þreifara sem getur séð fyr- ir horn. Einnig er nú byrjað að kenna vél- mennunum aðferðir til að rétta sig við ef þau missa jafnvægið og þau eru búin tækjum til að geta rakið slóð sína aftur heim ef þau missa samband við móðurstöðina. „Mér þykir leitt …“ Fyrirtækið sem vinnur að umræddum rannsóknum heitir iRobot og er í Massachus- etts. Liðsmenn varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, eru ekki í neinum vafa um að vél- mennin geti hindrað mannfall meðal her- manna. „Mér finnst ekkert erfitt að skrifa iRobot og segja „Mér þykir leitt að vélmennið ykkar skyldi deyja, gætum við fengið annað?“ segir Bruce Jette ofursti, talsmaður vélmennadeild- ar ráðuneytisins. Hann hafði umsjón með fyrstu tækjunum er nefndust PackBots og kostuðu 45.000 dollara stykkið (um 3,6 millj- ónir kr.). PackBot var tæp nítján kíló að þyngd og fjarstýrður, hann var notaður í Afg- anistan en áður höfðu Bandaríkjamenn að- allega notað vélmenni við leitarstörf. Einnig var gripið til þeirra þegar eyða þurfti skotfær- um. Talið var að líða myndi langur tími þar til vélmenni færu að koma að notum í landhern- aði, mannlausar og fjarstýrðar flugvélar voru mun einfaldari í framleiðslu. PackBot breytti miklu. Áður þurftu menn að láta hermann síga í streng niður í helli ef ætlunin var að kanna hvort þar væru fjand- menn. Maðurinn sveiflaði þá krækju inn í hell- inn til að leita að sprengjum eða sprengju- gildrum. Pentagon bað nú iRobot um að endurbæta PackBot. Nýja gerðin var búin skriðbeltum eins og örlítill skriðdreki, gat farið upp tröpp- ur og unnið í þriggja metra djúpu vatni. Nýi PackBot-inn var notaður í fyrsta sinn við leit á miklu hellasvæði í grennd við borgina Naz- araht, skammt frá landamærunum að Pak- istan. Hann sendi frá sér sjónvarpsmyndir og hermennirnir gátu því kannað svæðið úr öruggri fjarlægð. Síðar kom í ljós að sendingarnar komust ekki í gegnum þykka grjótveggi sumra hell- anna. Verkfræðingur á iRobot, Tom Frost, bjó þá til bráðabirgða endurvarpsstöðvar með því að nota efnivið úr gömlum sovéskum vöru- bílum sem lágu eins og hráviði á svæðinu við Bagram-herflugvöll, skammt frá höfuðborg- inni Kabúl. Hermennirnir spurðu Frost hvort vélmennið gæti átt samskipti við tölvubúnað sem er komið fyrir í herklæðum þeirra. Hann hlóð búnaðinn kóðum sem til þess þurfti og notaði til þess gervihnött. Fleygt inn um glugga Kröfurnar eru af ýmsu tagi. Stundum er þörf á allstóru vélmenni en oft getur það verið smávaxið. Ef barist er í borg getur komið sér vel að það sé ekki stærra en svo að hægt sé að fleygja því yfir múr eða inn um glugga. Þótt getan minnki ef plássið minnkar er hugs- anlegt að hún sé nægileg fyrir ákveðið, af- markað verkefni. Hjá Draper Labs, öðru fyr- irtæki í Massachusetts, er verið að hanna vélmenni sem er aðeins rúmlega tvö kíló að þyngd og sennilega mun það aðeins kosta nokkur hundruð dollara. Sumir segja að áhrifin af því að beita sæg vélmenna verði ekki síst á andlegt þrek fjand- mannsins. „Þegar menn sjá eitt vélmenni nálgast er það [aðeins] athyglisverð sjón, jafnvel þótt það sé líka vopnað, kannski dálítið óhugn- anlegt og full ástæða til að taka það alvar- lega,“ segir Arniss Mangolds, yfirmaður vél- mennaframleiðslu hjá fyrirtækinu Foster-Miller. „En ef maður sér tíu vélmenni nálgast verður maður dauðhræddur.“ Áðurnefndur Jette ofursti hjá Pentagon segir hins vegar að vélmenni muni aldrei koma alveg í staðinn fyrir lifandi hermenn. „Ekkert þeirra er jafnöflugt og rúmlega 1.100 gramma grái hnykillinn innan í höfðinu á okk- ur,“ segir hann. Vopnuð vélmenni af himnum ofan Vélmenni á örsmáum skriðbeltum eru sögð geta orðið mikilvæg vopn í framtíðarhernaði Somerville í Massachusetts. AP. AP Helen Greiner, forstjóri og stofnandi fyrirtækisins iRobot, með vélmennið PackBot sem er um 19 kíló og var fyrst notað í Afganistan. Almenn ánægja var með frammistöðu vélmennisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.