Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALFRED Hitchcock nautmismikils álits sem kvik-myndaleikstjóri og myndirhans mismikillar hylli á meðan hann lifði og starfaði. En mér er til efs að nokkur hafi haft meiri áhrif á aðra leikstjóra og áhorfendur kvikmynda í meir en hálfa öld. Hitch- cock naut þess að hrella áhorfendur sína, naut þess að ná tökum á þeim með meðölum myndmálsins frekar en tæknibrellnanna og kunni þá kúnst betur en flestir, ef ekki allir, bæði fyrr og síðar. Fyrir utan yf- irburðahæfni sína í að fanga áhorf- andann í spennitreyju myndmáls beitti Hitchcock gjarnan þeirri að- ferð að grafa undan öryggi hans með því að setja hann í spor aðalpersón- anna; þær voru yfirleitt hversdags- fólk, þolendur frekar en gerendur í eigin lífi, sem verða fyrir innrás ut- anaðkomandi afla, sem ógna því og raska jafnvægi þess. Í of stórum jakkafötum Þeir eru fjölmargir leikstjórarnir beggja vegna Atlantshafsins, sem reynt hafa að fara í föt Alfreds Hitch- cock; þau hafa yfirleitt verið of stór fyrir þá. Ég nefni nánast af handa- hófi Bandaríkjamennina Brian De Palma (Obsession t.d.) og Robert Ze- meckis (What Lies Beneath t.d.), Pólverjann Roman Polanski (Repul- sion, Frantic t.d.), Frakkana Claude Chabrol (sem næst allar bestu mynd- ir hans) og Patrice Leconte (Mon- sieur Hire) og Hollendinginn George Sluizer (The Vanishing). Af þessum kemst Polanski næst því að standa jafnfætis meistaranum, þótt hinir hafi allir sýnt góð tilþrif. Franski leikstjórinn Dominik Moll siglir upp að hliðinni á þessum leik- stjórum með mynd sinni Harry kem- ur til hjálpar eða Harry, Un ami qui vous veut bien, sem vakti verðskuld- aða athygli á síðustu Kvikmyndahá- tíð í Reykjavík en er nú sýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni. Moll fékk Sesarverðlaunin fyrir bestu leikstjórn og aðalleikarinn Sergi Lopez fyrir bestan leik í karl- hlutverki. Harry kemur til hjálpar er hylling Molls til Hitchcocks, þeirra mynda hans sem standa mitt á milli kolsvartrar kómedíu og sál- fræðilegra spennumynda. Ofangreind lýsing á dæmigerðum Hitchcock-persónum gildir um þær sem þessi mynd fjallar um: Michel Pape (Laurent Lucas), 43 ára mynd- arlegur heimilisfaðir og hin skyn- sama eiginkona hans, Claire (Mathilde Seigner) eru á leið í frí í bifreið sinni frá París suður til sum- arhúss síns, niðurnídds bóndabýlis, sem þau keyptu með fjárhagslegri aðstoð foreldra Michels og hafa verið að basla við að gera upp í fimm ár. Með í bílnum eru dæturnar þrjár, ódælar mjög og síkvartandi, enda hitabylgja úti og inni. Ferðalöng- unum er ómótt og stressið er að taka völdin þegar þau hafa viðkomu á veitingastað við þjóðveginn. Þá kem- ur ekta Hitchcock-vending: Á salern- inu hittir Michel ofurhressan mann á svipuðum aldri sem kynnir sig sem Harry, gamlan skólafélaga og vin (Sergi Lopez). Michel kemur honum tæpast fyrir sig. Harry, hins vegar, man allt; hann er í rauninni betur að sér um Michel en Michel er sjálfur. Hann kann enn utanbókar, tuttugu árum síðar, ljóð sem Michel fékk birt í skólablaðinu. Það eitt hefði átt að setja í gang öryggiskerfið í huga Michels. Harry, Balestrero og Bruno Annað, sem hefði átt að gera það, ef Michel væri vel að sér í Hitch- cockmyndum, er að Harry heitir fullu nafni Harry Balestrero. Það er samsett úr tveimur gömlum kunn- ingjum; Balestrero hét fórnarlambið í The Wrong Man og Harry var nafn- ið á líkinu, sem veldur öllum vand- ræðaganginum í Vandanum með Harry, The Trouble With Harry. En af því Michel er ekki sérfræðingur í Hitchcockmyndum hleypir hann Harry inn í líf sitt. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Michel vinnur fyrir sér með því að kenna japönskum stúdentum frönsku. Harry minnist hans sem andans manns, efnilegs skálds og listamanns. Honum blöskrar það sem hann skynjar sem niðurlægingu vinar síns, ofurseldum hversdags- basli. Harry býður fram krafta sína og, að því er virðist, takmarkalausa fjármuni, til að leysa hvern þann vanda sem Michel þarf að glíma við. Lausnir Harrys eru síður en svo hversdagslegar. Þær eru líka óum- beðnar. Inn í vandamálin og lausnir Harrys á þeim blandast síðan for- eldrar Michels, yfirgangssamur tannlæknir og nöldursskjóðan kona hans, ólánlegur bróðir hans og loks saklaus en kynþokkafull fylgikona Harrys. Þótt tilvísun nafnsins Harry Balestrero sé í The Wrong Man og The Trouble With Harry á persóna hans mest skylt við Bruno í Strang- ers On a Train, einni bestu mynd Hitchcocks. Þar verða tilvilj- unarkenndir fundir tveggja manna, sem eftir á að hyggja eru kannski alls ekki tilviljun, til þess að annar verður leiksoppur hins; með því að þiggja aðstoð hans, nánast með því einu að tala við hann, hefur hann afsalað sér sjálfum sér, sjálfstæði sínu. Ekki ósvipað mynstur hvílir undir skáld- sögunni The Talented Mr. Ripley eftir Patricia Highsmith, sem Anth- ony Minghella kvikmyndaði. High- smith er einmitt höfundur sögunnar sem Strangers On a Train byggist á. Utanaðkomandi lausnir Harry kemur til hjálpar er önnur bíómynd Dominiks Moll, sem er tæp- lega fertugur að aldri og lærði kvik- myndagerð í New York. Þegar hann tjáir sig um myndina ber minna á Hitchcock-pælingum og meira á til- vísunum í persónulega reynslu. „Þegar ég var að hugsa um söguna í upphafi vorum við kærastan mín ný- orðin foreldrar. Hversdagslíf okkar var i stöðugu uppnámi vegna dætr- anna okkar. Endalaus hagnýt vanda- mál kröfðust lausna; svefnleysi, tíma- skortur, skapvonska og þreyta. Það kemur að því að maður þolir ekki meira og spyr upphátt: Hvernig í ósköpunum kom ég mér í þetta klúð- ur? Þá rann upp fyrir mér að flestir vinir mínir, sem áttu börn, voru í sömu sporum. Brúnin á mér léttist og ég fór að velta fyrir mér hvað myndi gerast ef skyndilega birtist í lífi mínu manneskja sem hleypti út öllum efasemdum mínum og örvænt- ingu og leiddi málin til rökréttra lykta. Harry grípur til lausna, sem eru ógnvekjandi en líka skemmti- legar. Þær eru ógnvekjandi vegna þess að þær eru glæpsamlegar, en skemmtilegar vegna þess að þær eru eins konar frelsun.“ Moll segir að Michel og Harry séu ef til vill tvær hliðar sama mannsins; Michel er Dr. Jekyll og Harry Mr. Hyde. Ef þið viljið ekki missa líf ykkar í Hitchcock-hremmingu varist þá löngu gleymda æskufélaga sem segj- ast muna hvað þið sögðuð þegar þið voruð fimm ára eða fimmtán. Varist þá sem bjóðast til að leysa allan ykk- ar vanda af einskærri góðsemi. Var- ist herra Hyde í sjálfum ykkur. Horf- ið bara á Harry. Vandinn með Harry Harry kemur til hjálpar – aftan að manni: Mathilde Seigner og Sergi Lopez. ir eftir Fellini og Police eftir Maur- ice heitinn Pialat. En það var með mynd sinni 36 fillette árið 1988, um kynferðissamband 14 ára stúlku og miðaldra manns, sem Breillat fór að fá viður- kenningu en ekki að- eins mótmæli og andúð. Og þannig hefur það haldið áfram. Hún fæst við veldi tilfinninganna og ástríðnanna frá sjónarhóli konu, án málamiðlana og án vægðar, um frelsið og stundum það ófrelsi og tortímingu sem það getur leitt af sér. Geðklofin reynsla Í nýjustu mynd sinni, Sex is Comedy, sem nú er sýnd hér á franskri kvikmyndahátíð Film-Undar, Góðra stunda og Háskólabíós, gerir Breill- at sér lítið fyrir og fjallar um eigið hlutskipti. Anne Parillaud leikur leikstjóra sem er að leikstýra bíó- mynd sem minnir býsna mikið á A ma soeur og stendur í stappi við leik- arana sem eiga að leika kynlífssenu sem minnir býsna mikið á slíka senu úr þeirri mynd. Leikstjórinn er dá- lítið undarlega samsett persóna, beitir leikarana til skiptis brögðum, daðri eða ógnarstjórn, óútreiknan- leg, deilir og drottnar. En var mynd um leikstjóra sem gerir myndir eins og Breillat eðlilegt framhald af því að gera slíkar myndir? „Ég gerði þessa mynd af ýmsum ástæðum. Þegar maður sviðsetur svona náin samskiptaatriði í leikinni bíómynd, sem er tilbúin veröld, ger- ist eitthvað undarlegt. Allir við- staddir fara að tengjast leiknum, næstum eins og þeirra eigin helg- asta einkalíf væri fótum troðið. Það var þetta sem mig langaði að sýna; það sem gerðist utan myndar í A ma soeur, allar sögurnar sem þar gerð- ust og samskipti fólksins, viðhorf til þess sem er gervi og ekta og hvernig kynverurnar afhjúpa sig.“ En hvers vegna vildirðu sýna okk- ur þetta? „Sjónvarpsstöð hafði beðið mig um að gera mynd um samskipti kynjanna svo mér datt í hug að gera mynd um tökur á mynd um sam- skipti kynjanna. Mig langaði til að sýna fólki inn í þann heim sem ég starfa í og enginn skilur nema sá sem er innvígður í hann. En þegar til kom hentaði umfangið og kostnaðar- áætlunin ekki sjónvarpsstöðinni, svo ég gerði aðra mynd fyrir hana og þessa fyrir tjald. Ég efast reyndar um, hefði ég vitað fyrirfram hvað kæmi út úr myndinni, að ég hefði gert hana. Ég leit á hana sem skáld- skap og afneitaði því að ég væri að gera mynd um sjálfa mig, en þannig er þó útkoman; Anne Parillaud er að leika mig að leikstýra A ma soeur. Og leikararnir sem leika leikara urðu að þeim sem þau voru að leika. Þetta var mjög geðklofin reynsla og erfið; enginn vissi í raun hver hann var og hlutverkin fóru öll í rugling. En ég gerði þessa mynd fyrir sjálfa mig; ég lít ekki á mig sem skemmti- kraft, heldur sem listamann í sann- leiksleit. Vonandi getur áhorfandinn haft áhuga á því sem hófst sem mitt áhugamál. Hugsaðu um sjálfsmynd- ir listamanna og líttu á þessa mynd sem eina slíka.“ Kvikmyndin sem ástarsamband Og ef þú skoðar eigin sjálfsmynd hvernig líkar þér við hana? Hún hlær dillandi hlátri. „Það tók mig langan tíma að læra að meta myndina. Í fyrstu fannst mér hún al- gjörlega misheppnuð og það var mjög sárt. Anne Parill- aud, sem ég átti frá- bært samstarf við, lík- ist mér, samt líkist hún mér ekki, en eftir því á leið fór hún að um- myndast í mig innan frá. Jafnvel klipparinn minn átti í erfiðleikum með að greina á milli okkar. Vandinn við sjálfsmynd í bíómynd er að hún þarf á líkama annarrar manneskju að halda.“ Catherine Breillat segir að kvikmynd sé ástríða og að leikarinn og myndavélin þurfi að eiga í ástarsambandi; ástleitið augnaráð tökuvélarinnar geri leikar- ana að sjálflýsandi persónum. Þegar þetta gerist ekki virki myndin ekki. Að sumu leyti fjalli Sex is Comedy um þennan vanda – að ástarsam- bandið verði til fyrir framan linsuna en ekki utan myndar. Ég spyr hvort þessi glíma í Sex is Comedy hafi breytt henni sem leikstjóra. „Já, ég skynjaði mun sterkar en áður hversu líkamlega ekki síður en tilfinningalega maður tengist verk- inu. Að stundum jaðrar við að ég sé að leika, ekki síður en leikararnir, þegar í rauninni þyrfti ég að bein- tengjast frekar undirvitundinni. Mestur árangur næst í leikstjórn þegar maður er eins og í trans. Þá verður hið ómögulega mögulegt. Anne Parillaud fékk mig til að skilja að ég segi aldrei leikurunum hvað þeir eigi að gera; aðeins hvað þeir eigi ekki að gera. Að þegar ég hvet þá til að leita djúpt inní sig eftir per- sónunni þá finni þeir ekki endilega hana heldur sjálfa sig; með því að segja þeim að gera ekki þetta eða hitt verði þeir að lokum þeir sjálfir. Mesta móðgun sem ég sýndi Anne var þegar ég sagði: Nei, ekki gera þetta því þá líturðu út eins og leik- kona! Þjáning og árangur Ég er núna að vinna að næstu mynd minni og uppsker miklar þján- ingar og svefnlausar nætur, bara við tilhugsunina um að leggja einu sinni enn út í þetta erfiða sköpunarferli. Á fyrsta tökudegi líður mér eins og Marie Antoinette drottningu sem veit að hún verður hálshöggvin þeg- ar hún vaknar!“ Hvers vegna leggurðu þá þetta á þig? Er þetta masókismi? „Kannski. Ég er eins og fjalla- klifrari sem leggur á brattann í kulda og trekki og hættir lífi sínu til að ná settu markmiði. Þegar hann hefur náð tindinum er hann auðvitað mun hamingjusamari en sá sem kannski sér hann gera þetta í sjón- varpi eða les um það í blöðum en hef- ur ekki lagt erfiðið á sig. Mesta æv- intýri manneskjunnar er að komast lengra, gera betur en hún taldi sig geta, þótt það sé algjör kvöl meðan á stendur. Hugsaðu um allar þær þjáningar sem t.d. dansarar eða tón- listarmenn eða íþróttamenn ganga í gegnum til að ná árangri. Aðrir upp- lifa aðeins árangurinn, ekki þján- inguna, þessa nafnlausu þjáningu, sem síðan gerir árangurinn þeim mun dýrmætari fyrir þann sem nær honum.“ Sex is Comedy: Anne Parillaud sem leikstjórinn (t.v. ) reynir að fá aðalleikara sína til að sýna ástríðu. Catherine Breillat: Sjálfsmynd á tjaldi. ath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.